Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. júlí 1992 Tíminn 3 Boðið upp á vélsleðaferð Hjónin hjalpast að við gróðursetningu í Vinaskógi. Opinber heimsókn þýsku forsetahjónanna: Þýskir ferðamenn á Þingvöllum voru afar hrifnir af að rekast á for- seta sinn í gær á ferð hans um sögustaðinn. Forsetinn gaf sér tíma til að heilsa upp á þá og kynnti þá fyrir forseta íslands. Opinberri heimsókn þýsku for- setahjónanna heldur áfram í dag og héldu þau norður í land í morgun. Þar ætla þau að skoða Laxárvirkj- un, Námaskarð og Dimmuborgir. Hádegimat snæða þau í Höfða. Því næst verður haldið til Akur- eyrar þar sem gengið verður um Lystigarðinn og Akureyrarkirkja skoðuð. Einnig verður komið við í Nonnahúsi. Rétt fyrir 18:00 verður brottför frá Akureyri og kvöldverður þeginn á Hótel Höfn þar sem jafnframt verð- ur gist. A morgun verður boðið upp á vél- sleðaferð á Vatnajökli og ekki komið til Reykjavíkur fyrr en kl. 18:45. Herra og frú von Weizsácker fljúga heimleiðis kl.8:10 á mánu- dagsmorgun og þar með er opin- berri heimsókn þeirra lokið hér á landi. —GKC. Við komu herra og frú We- izsácker og frú Vigdísar Finn- bogadóttur til Þingvalla í gær. Séra Hanna María Pétursdóttir þjóðgarðsvörður tók meðal annarra á móti þeim í fallegum íslenskum þjóðbúningi. Tímamynd Sigursteinn Við komu herra og frú Weizsácker og frú Vigdísar Finnbogadóttur til Þingvalla í gær. Séra Hanna Mar- ía Pétursdóttir þjóðgarðsvörður tók meðal annarra á móti þeim í fallegum íslenskum þjóðbúningi. Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík laugardaginn 8. ágúst 1992 Fariö verður um: Gullfoss- Geqsir Hveravellir - Blönduvirhjun Kl. 08:00 Lagt af stað frá BSÍ og ekið að Geysi í Haukadal, þar sem fólki gefst kostur á að skreppa í sjoppu. Kl. 10:30 Lagt af stað frá Geysi. Ekið norður Kjöl að Hveravöllum. Þar munu ferðalangar borða nesti sitt. Kl. 15:00 Lagt af stað frá Hveravöllum og ekið norður að Blönduvirkjun, þar sem virkjunin verður skoðuð í fylgd leiðsögumanns. Kl. 18:00 Lagt af stað frá Blönduvirkjun og er ekið að Staðarskála. Kl. 21:00 Lagt af stað frá Staðarskála og ekið til Reykja- víkur. Áætlað er að koma til Reykjavíkur kl. 23:45. Fargjald kr. 2.800,-. Tekið verður á móti sætapöntunum í síma 624480 eða á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, 4.-7. ágúst. Teikn.: Sigurður Thoroddsen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.