Tíminn - 18.07.1992, Side 14

Tíminn - 18.07.1992, Side 14
14 Tíminn Laugardagur 18. júlí 1992 Górillan Mrithi, sem lék karl- hlutverkið í myndinni „Gorillas in the Mist“, féll í borg- arastríðinu í Rúanda Filmstjarnan Mrithi hefur aö líkindum gert hermennina skelkaða. Kvikmyndastjarna fallin Það eru sorgleg endalok fyrir Hollywood-kvik- myndastjörnu að falla í valinn á besta aldri og það því fremur er hún var að verja fjölskyldu sína fyrir innrásarmönnum. En þannig fór fyrir górillunni Mrithi, sem lék aðalkarlhlutverkið á móti Sigourney Weaver í kvikmyndinni „Gorillas in the Mist“. Hann féll dauðsærður með tvær kúlur í brjóstinu fyrir nokkru. Stofn í hættu Mrithi, sem vó 200 kíló, hafði unnið hug og hjörtu bæði um- hverfisverndarsinna og bíógesta um heim allan. Hann bjó inni í miðri Afríku og heyrði til svo- nefndum fjallagórillum, sem eru í bráðri útrýmingarhættu. Það var bandaríski náttúrufræðing- urinn Dian Fossey, sem varði 18 árum ævi sinnar í að reyna að forða dýrunum frá því að deyja út, er vakið hafði eftirtekt á hætt- unni. En Fossey var myrt með sveðju á fjallasvæðinu í Rúanda árið 1985. Mrithi, þessi myndarlegi og geðgóði górilluapi, varð eftirlæti leikstjóra og myndatökumanna. M.a. mátti sjá hann og fjölskyldu hans í einni af myndum Davids Attenborough í þáttaröðinni „Lífið á jörðinni“. Þegar þeir í Hollywood ákváðu að fara að gera mynd um ævi Di- an Fossey, var Mrithi líka fengið hlutverkið á móti Sigoumey Weaver, sem lék hinn myrta nátt- úmfræðing. Mrithi varð hin óumdeilda stjama myndarinnar. Ferðamenn vom teknir að greiða 100 pund á dag fyrir ferðir til Rúanda, sem er eitt fátækasta land jarðar, í von um að fá að sjá þann apa, sem frægastur hafði orðið á eftir King Kong. Arftaki King Kong Ótímabæran dauða hans bar að höndum, þegar hann var 23 ára gamall, en hann hefði átt að verða helmingi eldri en það. Or- sökin var borgarastríðið í Rú- anda, sem staðið hefur meira en tuttugu mánuði og haft end- skipti á öllu i landinu. Heim- kynni górillanna, hinn hávaxni bambusskógur í hlíðum eldfjalls- ins Virunga, urðu hluti af bar- dagavellinum. Þar vaða stjórnar- hermenn og skæruliðar Föður- landsfylkingar Rúanda fram og aftur. Samt höfðu umhverfisvemd- arsinnar fengið loforð beggja fylkinga fyrir því að górillunum yrði þyrmt. Nú eru 310 eftir eða helmingur þess fjölda er var fyrir 30 árum. T^lið er að þá nótt, er Mrithi var drepinn, hafi útverðir stríðandi flokka verið f njósna- ferðum og komið of nærri bæli górillanna. Þar með hafi þær stokkið fram með vanalegu öskri því er þær gefa frá sér þegar þeim finnst sér ógnað. „Þetta er öflugt og ógvekjandi öskur,“ segir nátt- úrufræðingurinn Diana McMe- ekin, en hún hafði þekkt Mrithi í tíu ár. „Við álítum sennilegast að hermennirnir hafi orðið hræddir. Það var myrkur og þeir hafa byrj- að að skjóta sem óðir. Þeir hafa talið að óvinurinn væri þarna á ferð, en flest fólk er mjög hrætt við górillur. Ekkert bendir til að þetta hafi verið gert af ásettu ráði.“ Mrithi fékk tvær kúlur í brjóstið sem fýrr segir og hefur dáið skjótt. Hann var aðeins tvo metra frá bæli sínu, segir McMe- ekin. Neyðarákall Þau Attenborough, Weaver og aðrir, sem kynntust þessari merkisskepnu, hafa lýst sorg sinni yfir atburðinum. Eftir að stríðið braust út 1990, sendi Attenborough út neyðar- ákall sem verða skyldi skógar- vörðum til styrktar við vernd svæðisins. Weaver frétti af dauða vinar síns, þegar hún var á ferð um Ameríku að kynna nýjustu mynd sína, „Aliens 3“. „Þetta fékk mikið á hana, eins og mörg okkar sem kynntumst Mrithi,“ segir McMeekin. „Hún leit ekki á dýrin sem hluta af vinnunni, heldur varð hún þeim mjög nákomin." McMeekin, sem starfar fyrir African Wildlife Foundation í Washington, hitti Mrithi fyrst 1980. Hann var þá enn ekki af unglingsaldri, en varð þó að ger- ast höfuð fjölskyldunnar eftir að veiðiþjófar höfðu drepið föður hans. (Nafnið Mrithi þýðir eftir- maður). McMeekin hafði heilsað upp á hann ótal sinnum eftir þetta. Traustur náungi „Þetta var traustur, skynsamur og góðhjartaður náungi," segir hún. „Þess vegna skipaði hann svo stóran sess í „Gorillas in the Mist“ og fleiri kvikmyndum. Það mátti alveg reiða sig á hann.“ McMeekin segist hafa brotnað niður þegar hún heyrði um dauða Mrithis. „Ég felldi ekki eitt einasta tár þegar móðir mín dó, en nú grét ég í heilan dag,“ segir hún. Áætlanir eru nú uppi um að nota dauða Mrithi þannig að hann hafi ekki fallið til einskis. African Wildlife Foundation hyggst láta atvikið minna með enn sterkara hætti á þá vá, sem að górillunum steðjar. Meðal annars var Bush Bandaríkjafor- seta ritað bréf, sem átti að verða honum veganesti á ráðstefnuna í Ríó. „Svo er meira í þessu fólgið en górillurnar," segir McMeekin. „Málið snýst líka um það hvemig við hlynnum að skógunum og mannfólkinu þar og umhverfmu almennt. Þetta er allt tengt — ef þú deyðir eitt af þessu er allt hitt í hættu.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.