Tíminn - 01.08.1992, Qupperneq 1
Laugardagur
1. ágúst 1992
141. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
ÞAU VORU AÐ LEGGJA AF STAÐ
með rútunni frá Umferöarmiöstöðinni { útilegu um verslunarmannahelg-
ina. Ferðinni var heitið á útihátíðina Eldborg ‘92. Timamynd Sigursteinn
Kvótaskerðing Austfjarðatogara nálægt 40% frá 1. september 1991. Utvegsmenn funda með
þingmönn^n Austurlands eftir helgi. Eiríkur Ólafsson, formaður Útvegsmannafélags Austfjarða:
Oviss framtíð fyrir-
tækja og byggðarlaga
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um kvóta næsta árs kemur illa við
byggðir víða um land og ekki síst á Austfjörðum. Útvegsmannafélag
Austfjarða og Útvegsmannafélag Hornafjarðar hafa boðað sameigin-
lega til fundar með þingmönnum kjördæmisins næstkomandi mið-
vikudag í Valaskjálf.
Eiríkur Ólafsson, formaður Út-
vegsmannafélags Austfjarða, segir
að skerðingin á Austfjörðum sé litlu
minni en á Vestur- og Norðurlandi.
Allir staðir á Austfjörðum verða fyr-
ir skerðingu, en verst bitni hún á
nyrstu stöðunum frá Bakkafirði til
Seyðisíjarðar.
Hann segir að skerðing á togurum
Austfírðinga sé um 12% prósent
milli ára og það komi ofan á um
25% skerðingu í fyrra. Einar segir
að það gleymist oft að veiðar þeirra
byggist mikið á ýsu og að veiðar á
henni voru skertar mikið í fyrra
ásamt veiðum á þorski. Skerðingin í
fyrra kom verst niður á Austfjörð-
um.
Sé tekið mið af úthlutun ársins
1990, sem gilti til 1. september
1991, þá er skerðingin orðin 38-
40% í þorskígildum talið.
„Fundurinn verður fyrst og fremst
til upplýsingar fyrir þingmenn,"
segir Einar Ólafsson, „og við vænt-
um náttúrlega ákveðinna svara frá
þeim, hvort þeir eru tilbúnir til að
styðja við byggðirnar hérna eða
hvort þeir vilja ekki gera það. Ég
vænti þess að sjá þá alla á þessum
fundi, að þeir þori allir að koma.
Þetta er það stórt hagsmunamál fyr-
ir byggðirnar hérna.“
Einar segir að það hrikti þegar í
mörgum fyrirtækjum á Austfjörð-
um. Ofan á kvótaskerðingu nú hafi
verið lækkandi gengi á dollar og
lækkandi verð á mörkuðum og
framundan sé erfiður tími, alveg
sama hvað gert verði. Fyrirtækin
geti ekki staðið undir því til lengdar
að bæta við sig lánum úr Byggða-
sjóði, eins og nefnt hefur verið, til
þess að kaupa kvóta. Þegar séu mörg
fyrirtækjanna alltof skuldsett og
geti ekki bætt við sig skuldum til að
afla einhvers kvóta. Það gengur alla-
vega ekki á þessu verði sem verið er
að tala um, sagði Einar Ólafsson að
lokum. -BS
Farsóttir í Reykjavík í júní:
Kvef, iðrakvef
og lungnabólga
Samkvæmt skýrslum fjögurra heilsu-
gæslustöðva, eins læknis og Lækna-
vaktarinnar sf. var kvef og aðrar veiru-
sýkingar í efri loftvegum algengasti
kvillinn í Reykjavík í júnímánuði. Alls
var vitað um 1158 tilfelli þessa kvilla.
Iðrakvef (veirusýking í þörmum) var
næstalgengast eða 66 tilfelli og 58
lungnabólgutilfelli komu upp.
Vart varð við hálsbólgu af völdum
sýkla í 47 tilfellum og hlaupabólu í 17
tilfellum. 5 fengu hettusótt og 6
greindust með maurakláða. Engin in-
flúensutilfelli komu upp í borginni í
júní. -BS
Hreppsnefnd
Patrekshrepps:
Skerðing Pat-
reksfirðinga
45-50% á
tveimur árum
Hreppsnefnd Patrekshrepps lýsir
furðu sinni á og mótmælir harðlega
þeirri ákvörðun ríkisstjórnar að
skera niður aflaheimildir á þorski,
án þess að til komi ráðstafanir til
jöfnunar á aflaheimildum á milli
svæða. Svo segir í fréttatilkynningu
frá hreppsnefndinni.
Þá er lýst furðu yfir að ráðherrar í
ríkisstjórn íslands skuli skuli standa
að slíkum ójöfnuði, skerðing á afla-
heimildum þýði í raun aftaka heilla
byggðarlaga. Bent er á að skerðing á
aflakvóta Patreksfirðinga sé 18,33%,
sem er 15,8% umfram landsmeðal-
lag. Ef lögð er saman skerðing þessa
árs og næsta, auk sölu skips úr
byggðarlaginu, er heildarskerðing
Patreksfirðinga á tveimur árum um
45-50% af aflaheimildum byggðar-
lagsins. Því megi vera Ijóst að hvorki
sjávarútvegsfyrirtæki né sveitarfé-
lagið þoli slíka tekjuskerðingu ár
eftir ár.
Hreppsnefnd Patrekshrepps telur
ákvörðun um að Byggðastofnun
skoði og skilgreini ástand mála og
geri tillögur til úrbóta gagnlausar,
nema tilkomi Ijármagn til stofnun-
arinnar, sem beitt yrði til jöfnunar-
aðgerða. Það er því krafa hrepps-
nefndarinnar að nú þegar líti dags-
ins Ijós þær aðgerðir sem ríkis-
stjórnin hyggst beita sér fyrir og þar
með verði eytt því óvissuástandi er
ríkir í atvinnu- og byggðamálum.
-BS
Félag smábátaeigenda á Austurlandi mótmælir aflaákvörðun ríkisstjórnarinnar:
60% skerðing á fjórum árum
Á aðalfundi Félags smábátaeígenda á Austurlandi, sem haidinn
var í vikunni, var samþykkt áiyktun þar sem mótmælt er harðiega
nýakveðinni flatri skerðingu á þorskkvóta sem komi harðast nið-
ur á smábátum í aflamarki.
Bent er á að hjá þeim sem hafo aB-
ar sínar heimildir í þorski nemi skerð-
ingin 25%, en að meðaltali er skerð-
ingin 18% í þorskígildum tab'ð þegar
skeröing togara er 4%. Aflaheimildir
smábáta í aflamarki hafl nú dregist
saman um hartnser 60% á síðustu
flúrum árum, sem muni höggva stórt
skarð í þennan útgerðarflokk ef ekkert
verður að gert
Fundurinn telur brýntað stjórnvöld
komi tii móts við þessa mildu skerð-
ingu á aflamarki smábátanna. Bent er
á tillögu aðalfundar L.S. frá sl. hausti,
sem gerir ráð fyriT að smábátar með
aflamarid, sem veitt hafi allan sinn
kvóta, fái heimild tii önglaveiði á síð-
ustu þrem mánuðum næsta fiskveiði-
árs.
Sú lausn hefbi enga útgjaldaaukn-
ingu fyrfr rfldssjóð í för með sér og
ógnaði vart afkomu þorskstofnsins,
þar sem aðeins er verið að ræða um
1% meiri afla.
Þá er skorað í stjórnvöld að heimlla
nú þegar velðar sjávarspendýra og að
gera stórátak í vemdun hrygningar-
stofna. Varað er við bolfiskveiöum í af-
kastamM veiðarfæri upp i kálgarða,
sem á sér enn stað þrátt fyrir fyrir-
Uggjandi uppfýsingar um staðbundna
þorskstofna.
Einnig beinlr fundurinn því tfl sjáv-
arútvegsráðherra að hann felli úr gildi
ákvæði reglugeröar sem bannar neta-
veiðar fti 1. júlí til 15. ágúst. Bent er
á að í þessum b'ma em veður hvað
best og hægt að draga netin dagiega.
Einnig að á þessum tíma hefur orðið
vart við mikla ýsugengd og er neta-
veiðibannið beiniínis hemill i að hægt
sé að veiða hana. -BS