Tíminn - 01.08.1992, Page 9

Tíminn - 01.08.1992, Page 9
Laugardagur 1. ágúst 1992 Tíminn 9 Alls staðar voru brunnar. Baðstað- ir voru bæði í opinberum bygging- um og á hverju heimili. í borgun- um voru lokuð skolpræsi, haglega gerð úr brenndum tígulsteini. Astæðan fyrir öllu þessu var trúin á vatnaguðinn, sem þvegið hafði hið blessaða land hreint. Hann er arfur frá Úr. Það varð skylda hvers manns að halda þessu helga landi hreinu. Og þeirri skyldu var greinilega hlýtt í borgum Indus- menningarinnar, Harappa, Mo- henjo-Daro og Lothal: Indus- menningin er komin frá Mesópót- amíu og beint framhald hennar. Um hitt mætti fremur deila hvort Indusmenningin er komin frá Súmerum eða Ubeidfólkinu. Hið síðarnefnda verður þó að teljast mun líklegra. Súmerar gerðust herraþjóð yfír Ubeidfólkinu. En þeir tileinka sér þekkingu þess og verklega menningu. Þetta má m.a. sjá á þeim fjölmörgu nöfnum sem Súmerar taka úr máli Ubeidfólks- ins. Að vísu þekkja menn ekki málfræði og gerð þeirra tungna sem Ubeidfólkið talaði, en hins vegar þekkja menn fjölda orða úr málum þeirra, sem lutu að staðar- nöfnum og starfsháttum, og Súm- erar tóku í sitt mál. Nöfn stórfljót- anna í Mesópótamíu, Idiglat og Burnun eins og þau heita í textum Súmera, eru orð úr máli Ubeid- fólksins, en ekki úr máli Súmera. Sama máli gegnir um helstu borg- ir Súmera. Nöfri þeirra Úr, Larsa, ísin, Abad, Kulleb, Lagash, Nippur og Kish eru öll úr máli Ubeidfólks- ins. Og jafnvel enn sterkari vís- bending um menningu Súmera er að flest stöðuheiti og skyld nöfn taka Súmerar úr máli Ubeidfólks- ins, sem augljóslega lagði grunn- inn. Það má nefna orð eins og eng- ar (bóndi), udul (hirðingi), shup- eshdak (sá sem veiðir fisk), apin (plógur), aprin (plógfar), mimbar (pálmi), sulumb (daðla), tíbra (málmgerðarmaður), simug (smiður), mangar (trésmiður), addub (körfugerðarmaður), isbar (vefari), ashgab (sútari eða sá sem býr til hluti úr skinni), pahar (leir- kerasmiður), shidim (múrari) og dangar (kaupmaður). Þessi orða- listi sýnir betur en langt mál hvers eðlis þessi menning er og hvaðan hún er komin. Orðið Dilmun gæti verið úr málum Ubeidfólksins, en um það er ekki vitað. Hins vegar hafa menn bent á skyldleika þess við Bumun, sem er nafti úr máli Ubeidfólksins á Efratfljóti. Hér er um að ræða þjóð sem er hin upphaflega menningarþjóð, en er um 3000 f.Kr. orðin undirok- uð f eigin landi. Súmerar, hin nýja herraþjóð, talar aðra tungu. Þeir trúa að hluta á aðra guði. Og þeir hafa aðra siði. Við þessar aðstæður er líklegra að það hafi verið Ubeidfólkið sem tel- ur sig nauðbeygt til að fara úr landi. Súmerar eru tiltölulega ný- lega komnir til landsins. Þeir em herraþjóð og hafa enga ástæðu til að fara. Það er eðlilegra að hinir sigmðu yfirgefi landið en sigur- vegaramir, sem drottna yfir því. Eins og fyrr segir var Ubeidfólkið trúhneigt fólk, sem byggði fyrsta musterið sem vitað er um. Must- erisprestarnir réðu mestu og vom hinir eiginlegu stjórnendur þess- arar þjóðar. Og á þrengingartím- um afráða þeir að fara með þjóð sína til landsins helga, Dilmun, og iðka þar áfram trú sína og menn- ingu. Þessi þjóð flytur þekkingu sína með sér og hún reynir á næstu öldum að láta draum skáld- anna fomu um hið blessaða land rætast. Afleiðingin varð forn- menning Indverja. Og nokkm síðar fór annar hópur frá Úr til vesturs, undir forustu Abrahams, og flutti arfinn frá Úr til hins fyrirheitna lands. Höfundur er lithöfundur. sssa ••••:••:•» wmm »:-»::xí-:v»»»»8 :::::':::í»»:::v::::»»» :»»::;»»»::::-»:;:-x Michael Jackson: Búinn aö vera? Fjölbragða- glímumenn stela senunni frá Jackson Bandarískir fjölbragöaglímumenn hafa stoliö senunni. Poppgoðið, sem er að leggja upp í hnattferð, þykir hafa látið á sjá og vinsældirnar fara dvínandi Dræm miöasala Fyrir nokkm vom miðar á tónleika hans, sem haldnir verða á Wembleyleikvanginum í London, boðnir til sölu á Surreyhótelinu þar í borg á aðeins þriðjung nafnverðs síns, en nafnverðið er sem svarar 2300 ísl.kr. Á sama tíma er vonlaust að fá sæti á sýningar fjölbragðaglímumannanna „Síðasta stríð- skappans" og „Óða villimannsins". Hvorki meira né minna en 68 þúsund miðar seldust á átta klukkustundum á hátíð, sem nefrid er „Sumarslagurinn ‘92“. Thlið er að 80% áhorfendanna séu böm um níu ára aldur, en einmitt þessi aldurs- hópur var tryggastur poppgoðinu Jackson. Harvey Goldsmith, einn umsvifamesti um- boðsmaður skemmtikrafta í Bretlandi, seg- ist óneitanlega hafa veitt þessu athygli. Það er hann sem gerst hefur umboðsmaður fjöl- bragðaglímumannanna og hefur látið um- boðsmanni stjama á borð við Tom Jones eft- ir að selja Michael Jackson. Von er á Jackson til London um mánaða- mótin. Hann er nú 33 ára og ætlar að halda fimm tónleika á Wembleyleikvanginum á vegum Pepsi Cola. Þúsundir miða eru enn óseldir. Þó hefur verið haldin útsala á þeim hér og þar um England. Þeir eru sums stað- ar seldir á sem svarar 700 krónum. Þá eru miðamir boðnir ókeypis þeim, sem kaupa gistingu á sumum skárri hóteíum í London þessa dagana, þ.e. hótelum sem selja gist- ingu á svo sem 5000 krónur. Sum vikublöð- in hafa líka fengið slatta af miðum gefins, til þess að nota sem verðlaun fyrir krossgátu- lausnir og annað slíkt Von umboðsmann- anna er að þetta verki sem ókeypis auglýs- ing. Sagt er að 7000 miðar séu óseldir á tón- leika, sem Jackson mun halda í Glasgow þann 14. ágúst. Ööruvísi mér áöur brá Þetta er ólíkt því sem var 1988, þegar Jack- son heimsótti Bretland síðast. Þá troðfyllti hann Wembleyleikvanginn sjö sinnum og þénaði að sögn 12 milljónir punda. Síðan hefur ímyndinni hrakað. Til marks um það er að síðasta platan hans seldist í „aðeins" 14 milljónum eintaka, sem er ekki mikið miðað við að fyrri plata hans, „Thriller", seldist í 45 miíljónum eintaka. Ekki bætir núverandi útlit Jacksons úr skák. Hann er orðinn fölur og tekinn og nefið er þunnt og hvasst, eins og það sé úr plasti og ætli að fara að bráðna í hita sviðslj- ósanna. Jackson er nú að leggja upp í 18 mánaða hnattferð og hana hóf hann í Þýskalandi á dögunum. Þá veittu ljósmyndarar athygli einhverju sem líktist gati á öðrum nasa- væng hans. „Hann var eins og gamall mað- ur,“ sagði ljósmyndari Daily Mirror. ,Andlit- ið var eins og sýrubrennt, sett þúsund ör- smáum hrukkum sem minntu á köngulóar- vef.“ „Barnavinurinn" falsímynd? Eftir að hafa verið árum saman „á toppn- um“ í sinni grein virðist Jackson nú láta undan síga á öllum vígstöðvum. í nýrri bók, sem komin er út í Bandaríkjunum um hann og heitir „Töframir og geggjunin", em bornar brigður á það hve hann sé elskur að börnum. Meðan bömin virðast líka vera að hlaupa frá honum segja þeir aðra sögu hjá Sam- bandi fjölbragðaglímumanna um söluna hjá sfnum mönnum. Met var slegið hjá bókun- arkerfi bresku símaþjónustunnar, þegar 25 þúsund manns hringdu á örskömmum tíma að panta sér miða á slagsmálasýningamar. 125 tjöldum var svo slegið upp í grennd við miðasöluna tveimur sólarhringum áður en hún hófst, en miðarnir vom ýmist seldir á 1250 krónur eða 2500 krónur eftir því hverjir slógust. Einn mesti fjölbragðaglímumaður Breta, Mick McManus, segir: „Krakkamir hafa fengið nóg af Michaei Jackson. Henn leggur sig um of fram við að vera eins og þau. Þau vilja heldur sjá tveggja metra há vöðvafjöll reyna með sér. Þeim finnst persónurnar úr teiknimyndasögunum hafa verið vaktar til lífsins. Áuðvitað finnst þeim það spenn- andi!“ En umboðsmaður Michaels Jackson segir að þetta sé allt í himnalagi, þótt hann vilji ekki ræða miðasöluna. Og frúin sem sér um að markaðssetja plötuna hans, Joanna Burns, segir: „Það er næstum uppselt á fjóra af hverjum fimm tónleikum. Og við megum ekki gleyma að það er kreppa í efnahagslíf- inu! Þetta mas um að Michael Jackson sé búinn að vera er tómt bull“. ■t i Töfrarnir eru á bak og burt. Poppgoðiö Michael Jackson með skræku röddina og æðisgengna útlitið og framkomuna hefur glatað stöðu sinni í hjörtum áheyrenda, að því er virðist. Merkilegt nokk þá virðast bandarískir fjölbragðaglímumenn hafa gerst arftakar hans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.