Tíminn - 15.08.1992, Síða 4
4 Tíminn
Laugardagur 15. ágúst 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóran Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Slml: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Eggjað til landhreinsana
Landhreinsun er nýtt hugtak i nútímapólitík
en hefur þó viðgengist gegnum tíðina þar sem
landvinningamenn fara yfír með sverði og huga-
myndafræði. Flóttamannavandamál er tryggur
förunautur landhreinsunar. Allt frá lokum
heimsstyrjaldainnar síðari hafa landvinninga-
menn hrakið fólk í stórum stíl úr heimabyggð-
um sínum og látið sig engu varða hvað um það
verður.
Sumar þjóðir hafa talið sér skylt að taka við
landlausu hrakningsfólki og öflugar alþjóða-
stofnanir greiða götu þess inn í samfélög sem oft
eru vanbúin að taka við flóttafólki í stórum stfl.
Yfir 40 ára gamlar flóttamannabúðir Palestínu-
manna í arabaríkjum eru dæmi um hvernig
óleysanleg vandamál eru búin til og öll þau
endalausu vandræði sem af landhreinsunum
geta leitt.
Margar hliðstæður eru til í öðrum heimshlut-
um.
Það hefur verið einkennandi í allri umræðu og
áróðri um vandamálið til þessa, að landheinsun-
armenn eru ávallt fríaðir af allri sök en þær
þjóðir sem ekki taka endalaust við því fólki sem
reyfarar og herstjórar reka af höndum sér til að
komast yfir lönd og eignir, eru gerðar ábyrgar
fyrir því að flóttafólki farnist bærilega.
Þessi öfugsnúna afstaða hefur gefið landvinn-
ingamönnum og harðstjórum fríar hendur að
ofsækja fólk og hrekja úr löndum sínum.
Á síðustu vikum eru augu manna að opnast fyr-
ir því að þetta gengur ekki lengur. Farið er að
tala opinskátt um ofsóknir á hendur þjóðabrot-
um og landhreinsunum í fyrrum ríkjum Júgó-
slavíu og það sem meira er, talsmenn fjölþjóð-
legra stofnana eru farnir að krefjast þess að
stjórnvöld og herstjórar virði mannréttindi allra
þegna í þeim löndum eða landsvæðum sem þeir
ráða. Það er jafnvel gengið svo langt að heimtað
sé af yfirvöldum að þau séu ábyrg fyrir að ekki
séu framin gróf mannréttindabrot á yfirráða-
svæðum þeirra og að fólk sé ekki hrakið með of-
sóknum frá heimkynnum sínum.
Fram til þessa hefur öllum umkvörtunum af
þessu tagið verið vísað frá þar sem um væri að
ræða óeðlileg afskipti af innanríkismálum og
hafa harðstjórar fengið dyggan stuðning á al-
þjóðavettvangi til varnar því sjónarmiði. Engum
þarf að koma það á óvart þar sem einræðisherr-
ar og kúgarar ráða fyrir flestum þjóðríkjum, og
kæra legátar þeirra sig ekkert um utanaðkom-
andi afskiptasemi af stjórnarfari og meðferð
þegna.
Atli Magnússon
Til Damaskus!
Ofsóknir á hendur þeim sem fara
um kring og boða orð Drottíns hér
í táradalnum eru ekki nein ný bóla.
Þetta sá Kristur fyrir þegar hann
áminnti böm sín um að biðja fyrir
ofsóknurum sínum og sjálfur fór
hann ekki varhluta af ofsóknum.
Þó þekkti Sál frá Társus fyrirbærið
enn gerr, því hann blés ógnum og
manndrápum að lærisveinum
drottíns um hríð — en varð svo
sjálfur fyrir því seinna að vera of-
sóttur fyrir málstað kristinnar trú-
ar. Það var eftir að leiftur af himni
sló hann blindu á þjóðveginum til
Damaskus og farið var að nefna
hann Pál postula. _
Aðfarir að boðendum orðsins hafa
svo viðgengist æ síðan, en stöðugt
erfiðara hefur gerst að greina
sundur hvort ofsóknarinn er í
hlutverki Sál eða Páls. Kristnir
menn hafa frá öndverðu borist á
banaspjót og allir hafa þeir sagst
vera sá eini og sanni „Páll“. En
þjáningasaga er þetta orðin og löng
er runa píslarvottanna í aldanna
rás. íslendingar hafa ekki fremur
en aðrar þjóðir svikist um að leggja
sinn skerf til þeirrar sögu að fomu
og nýju og má nú minnast þeirra
Jóns Arasonar og Ögmundar Páls-
sonar. Af dæmum í minni núlif-
andi manna ber hvað hæst óöldina
í Fríkirkjunni í Reykjavík og allt
það fár er af henni leiddi fyrir prest-
inn, séra Gunnar Bjömsson. Enn
hefúr þó ekki fengist endanlega úr-
skurðað hvort það var séra Gunnar
eða sóknamefhdin sem fór með
hlutverk Páls í því „drama“. Vom
kannski báðir aðilar Páll—eða átt-
ust þeir við Sál og Sál?
Job í Keflavík
En píslarsögumar þrýtur ekki og
nú er það sóknarprestur Keflvík-
inga sem Forsjónin hefur kosið að
reyna í trúfestinni með því að
stefna að honum ofsóknum og
birtíst greinargerð eftir hann um
þau mál öll hér í blaðinu síðastlið-
inn þriðjudag. Það er margvíslegt
sem á prestinum, séra Ólafi Oddi,
hefur dunið og víst um að ástæða
er til að bera sig upp yfir minna. En
hann hefur bmgðist við með því að
leggja raunir sínar „fram fyrir þann
sem réttvíslega dæmir" og biður
fyrirbæna góðra manna. Sé gert
ráð fyrir að Ólafur Oddur sé hér
staddur í sporum Páls ber sannar-
lega að óska að úr rætist fyrir hon-
um á endanum eins og Job, sem
bar það er á hann var lagt með svo
eftirminnilegri þrautseigju. Mætti
þá einhver „Thunderball“- glampi
ofan af Keflavíkurflugvelli slá sókn-
amefhdina blindu á miðjum
Kirkjuveginum þegar hún steðjar
með ítrekun á uppsagnarbréfinu tíl
séra Ólafs Odds og að villa nefndar-
innar verði strokin af augum henni
er henni gefst sýn á ný.
jir
Aron og kálfurinn
Séra Ólafur Oddur segist fyrir
nokkm hafa farið vestur til Banda-
ríkjanna að auka við þekkingu sína
á lögmálinu og er bert að margt
hefur farið úrskeiðis heima í sókn
hans á meðan. Er það ekki nýtt að
lýðurinn hafi leiðst afvega um leið
og hið andlega höfuð hans víkur
sér frá að ráðslaga við Drottinn.
Hann gleymir guði og tekur að til-
biðja þá Baal eða Molok — eða þá
gullkálfinn. Allir muna hvemig
aðkoman var þegar Móse sneri of-
an af fjallinu með lögmálstöflum-
ar. Meðan hann var burtu hafði Ar-
on látið steypa gullkálfslíkneskið
sem menn dönsuðu í kringum.
Svipað hefur blasað við séra Ólafi
Oddi eftir Ameríkuförina. „Dem-
onisk" öfl, eins og hann segir,
höfðu tekið sér bólstað í hjörtum
sóknamefndarinnar og undir því
reri ekki síst sá Aron sem þjónaði í
fjarvem hans — séra Helga Soffi'a.
Séra Oddur segir frá því hvemig
„hópefli" tókst með hinum van-
helgu á aukasafnaðarfundi í júlílok
og þeir fögnuðu lestri faðirvorsins
með „sjúklegu klappi", eins og á
fótboltaleik.
Hvort sem það er Ólafi Oddi til
lofs eða lasts, þá virðist hann hafa
fylgst með framferði djöfladýrk-
endanna í kirkjunni án þess að
hafast neitt sérstakt að. Gamli
Móses hefði þó tæplega sýnt slíkt
langlundargeð, því hann fleygði
frá sér lögmálstöflunum í bræði
sinni og braut þær. Hann varð því
að sækja nýjar á fjallið. En séra Ól-
afi er eflaust vorkunn þótt hann
haldi að sér höndum, því ekki er
Iíklegt að sóknamefndin spandén
á hann nýjum styrk til Ameríku-
ferðar og ekki tókst Kjaradómi að
leiðrétta prestalaunin sem menn
muna.
Brosir ekki nóg
Séra Ólafur heldur því á upp-
sagnarbréfinu og veit ekki sitt
rjúkandi ráð. Þótt sóknamefndin
segði að vísu af sér þá hefur hún
látið kjósa sig aftur, greinilega í
fullvissu þess að Keflvíkingar vilji
kálfinn og Aron en engan Móses.
Annars er að heyra sem það sé
flest fremur smálegt sem fundið
er að séra Ólafi Oddi og að mönn-
um vefjist heldur tunga um tönn
þegar þeir em beðnir að tíunda á
honum gallana. Einhver finnur
það að honum að „brosi ekki nóg“.
Þetta er í sjálfu sér hugleiðingar-
efni. En greinilega er þetta þó
krafa tíðarandans. Ekki er þess
getið í heilagri ritningu að spá-
mennimir hafi verið síbrosandi
eða að Kristi hafi verið tiltakan-
lega hláturgjamt. Að vísu hló Sara
þegar henni var spáð að hún yrði
bamshafandi í elli sinni — en það
er nú annað mál.
En sem fyrr segir, þetta er tíðar-
andinn og lýðurinn vill kálf og
Molok, lófatak og húrra fyrir
Guði, sem farinn er að útdeila
náðinni skellihlæjandi svo það
skelfur á honum bumban. Guðs-
þjónustumar eiga að vera
skemmtilegar og presturinn ljúf-
ur eins og mjólkurís með heitri
sósu útá. Hann heldur fjallræður
í skíðalöndum í veikri von um að
guðsbömin gefi sér tíma til að
hlýða á uppbyggilegheitin meðan
þau súpa úr svo sem einni kók-
dós. Andaktina í augum sem falin
em á bak við þumlungsþykk,
svört íþróttagleraugu verður
hann að láta nægja að geta sér til
um.