Tíminn - 15.08.1992, Qupperneq 16

Tíminn - 15.08.1992, Qupperneq 16
16 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1992 ■ ÚTVARP/SJÓNVARP 1B.30 Ekkl Mttlr Haukur Hauksson endurtekur fréttimar slnar frá þvl fyrr um daglnn. 19.32 f|>róttaré*ln - Islandsmótið I knatt- spymu, fyista delld karla Iþróttafréttamenn fylgjast með og lýsa lelkjum Vals-FH og Breiðabliks-Fram. 20.30 Kvðldtónar 21.00 Vln«»ldallatl gðtunnar Hlustendur velja og kynna uppáhaldslögin sln. (Einnig útvarp- aö nk. laugardagskvöld). 22.10 Landlð og miðin Umsjón: Gyöa Dröfn Tryggvadóttir (Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt). 00.10 f háttlnn Gyöa Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 01.00 Natturútvarp é samtangdum résum tn morguns. Fiéttk kl. 7.00,7.30,8.00,8.30,9.00,10.00, 11.00,12.00,1220,14.00,15.00,16.00,17.00, 18.00,19.00,22.00 og 24.00. Sandasnar auglýsingar laust fyrtr kl. 7.30, 8.00, 8.30,9.00,10.00,11.00,12.00,12.20,14.00, 15.00,16.00,17.00,18.00,19.00,19.30, og22.30. NÆTURÚTVARPIÐ 01.00 Sunnudagsmorguim mað Svavari Gests (Endurtekinn þáttur). 02.00 Fiéttir. - Þáttur Svavars heldur áfram. 03.00 Næturtóiuir 03.30 Glefsur Úr dægurmálaútvarpi mánudags- ins. 04.00 Ncturlðg 04.30 Veðurtingnlr. • Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færó og flugsam- gðngum. 05.05 Landið og miðin Umsjón: Gyða Dröfn Tryggvadóttir. (Endurtekið únral frá kvöidinu áður). 06.00 Fréttir af veðri, færó og flugsam- gðngum. 06.01 Morguntónar Ljúf lög I morgunsánö. LANDSHLUTAÚTVARP A RÁS 2 Útvaip Noróuriand kl. 8.1(78.30 og 18.35- 19.00. Mánudagur 17. ágúst 13.25 Alþingi sott Bein útsending frá guðs- þjónustu I Dómkirkjunni og setningu Alþingis að henni lokinni. Kynnir Ingimar Ingimarsson. Stjóm útsendirtgar Anna Heiður Oddsdóttir. 15.00 Hló 18.00 Tðfraglugginn. Pála Pensill kynnir teiknimyndir úr ýmsum áttum. Endursýndur þáttur frá miövikudegi. Umsjón: Sigrún Halldórsdóttir. 18.55 TéknmélsMttir 19.00 Ffðlskyldulfl (76Æ0) (Families) Astr- ölsk þáttaröö. Þýðandi: Jöhanna Þráinsdóttir. 19.30 Fólkið í Forsælu (18:23) (Evening Shade) Bandariskur gamanmyndaftokkur með Burt Reynolds og Marilu Henner I aöalhlutverkum. Þýð- andi: Ólafur B. Guðnason. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Úr riki néttúrunnar. Hringfuglinn á Hegraey. (Silver Eyes in Paradise) Nýsjálensk heimildamynd þar sem lýst er lifsháttum hringfugls- ins og fteiri fugla á Hegraey undan strönd Ástraliu. Þýðandi og þulur Ingi Kari Jóhannesson. 21.00 fþróttahomlð Umsjón: Kristín Heimis- dóttir. 21.30 Stundardans (2:3) (Tlme to Dance) Breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Melvyn Bragg um ástarsamband miðaldra manns og ungr- ar stulku. Leikstjóri: Kevin Billington. Aðalhlutverk Ronald Pickup og Dervla Kirwan. Þýðandi: Vetur- liði Guðnason. 23.00 BlefuMttir 23.10 Þingsjé Umsjón: Ingimar Ingimarsson 23.30 Dagskrérlok STÖÐ E Mánudagur 17. ágúst 16:45 Nágrannar Astralskur framhaldsmynda- flokkur um lif og störf nágrannanna viö Ramsay- stræti. 17:30 Ttausti hrautfti (Rahan) Spennandi teiknimynd um ævintýri Trausta og vina hans. 17:50 SóAi Sniöug teiknimyndasaga fyrir yngri áhorfendur. 18:00 Mímisbrunnur Fróölegur myndaflokkur fyrir böm á öllum aldri. 18:30 Kjallarínn Blandaöur tónlistarþáttur. 19:19 19:19 20:15 Eerie Indiana Ðandarískur myndaflokkur fyrir alla flölskylduna. Hvaö skyldu guttamir upp- götva í kvöld? (10:13) 20:45 Á fertugsaldri (Thirtysomething) Banda- riskur myndaflokkur um Hfiö og tilvemna í vinahóp sem er aö upplifa fertugsaldurinn. (9:24) 21:35 Skýirslur um Elvis Presley (The Elvis Files) (þessum heimildaþætti em dregnar fram I dagsljósiö áöur óbirtar skýrslur um goöiö. Enn þann dag i dag em menn ekki á eitt sáttir um hvemig dauöa hans bar og sumir em þeirrar skoö- unar aö hann sé enn á meöal okkar. (kvöld veröur leitaö svara viö spumingum á borö viö: Hvers kon- ar samband átti Elvis viö tvo af forsetum Banda- rikjanna? Hvers vegna er nafniö hans ekki stafsett rétt á legsteininum hans? Hvers vegna haföi bandaríska alrikislögreglan svona mikinn áhuga á honum? Þetta em aöeins nokkrar þeirra forvitni- legu spuminga sem leitaö er svara viö í þessum þætti. 22:25 Samskipadeildin Svipmyndir frá flór- tándu umferö mótsins sem lýkur i dag meö leikjum Vals og F.H. og U.B.K. og Fram. Stjóm upptöku: Ema Osk Kettler. Stöö 2 1992. 22:35 Vindmyllur guöanna (Windmills of the Gods) Spennandi og rómantisk framhaldsmynd i tveimur hlutum sem byggö er á samnefndri sögu metsölurithöfundarins Sidney Sheldon. Seinni hluti er á dagskrá annaö kvöld. 00:05 Ástarþrá (Someone to Love) I þessari rómantisku og gamansömu mynd getur aö iita Or- son Welles i sinu siöasta hlutverki á hvita tjaldinu. Hér segir frá leikstjóra nokkrum sem er i leit aö hinni einu sönnu ást en hefur ekki vegnaö sem best. Aöalhlutverk: Orson Welles, Sally Kellerman og Michael Emil. Leiksljóri: Henry Jaglom. 1987. Lokasýning. 01:50 Dagskáriok SftðAvar 2 Viö tekur næt- urdagskrá Bylgjunnar. Getum afgreitt fjölmargar harðviðartegundir, fullverkaður viður með stuttum afgreiðslufresti. Beiki, askur, kirsuberjaviður, eik, japönsk og evr- ópsk, iroco, mahogany, brasilískt og afríkanskt, poplar USA, tæland teak, hnota, taranafura. Vikulegar ferðir Byggir hf. Sími677190 Notuð landbúnaðartæki Eigum fyrirliggjandi notuð landbúnaðartæki MF 690 m/ámoksturstækjum 4x4 MF 240 2x4 Marshall 804 m/ámoksturstækjum 4x4 Krone KR 125 rúllubindivél Krone KR 130 rúllubindivél MF 128 baggabindivél Carraro pökkunarvél Greiðslukjör við allra hæfi - Kynnið ykkur málið Sími 91-68326. Fax 91-674274 Til sölu heyhleðsluvagn 40 rúmmetra, tveggja hásinga. Upplýsingar í síma 98-68858 Til leigu Til leigu fyrrum skólaheimilishúsnæði að Egilsá í Skagafirði. Fallegur staður nálægt þjóðvegi 1. Upplýsingar í sfma: 95-38292, 91-676610 og 91-42342. 1 MINNING I —I— Sigurgrímur Vernharðsson Fæddur 7. janúar 1958 Dáinn 9. ágúst 1992 Það er sunnudagskvöld þegar okkur berast þau hörmulegu tíðindi að kær vinur okkar, Sigurgrímur, hafi látist af slysförum fyrr um daginn. í fyrstu er erfitt að trúa því að þetta sé satt, hann sem var svo fullur af lífi og krafti fyrir örfáum dögum þegar hann kom til okkar og sótti hey sem hann síðan flutti í bæinn. Stórt skarð er nú komið í vinahóp- inn. Skarð sem aldrei verður fyllt aft- ur. Okkar fyrstu kynni hófust þegar Sigurgrímur og Herborg fluttu í Heiðarbæ í Villingaholtshreppi ásamt Herdísi dóttur sinni. Fljótlega tókst með okkur vinátta og saman áttum við margar góðar samveru- stundir. Árið 1986 eignuðust Heiðar- bæjarhjónin Hildi dóttur sína. Báðar voru stelpurnar mjög hændar að pabba sínum enda kom það í hans hlut að gæta þeirra meðan Herborg var að vinna á Sjúkrahúsi Suður- lands. Sigurgrímur var mikill atorkumað- ur og gott var að leita til hans ef við þurftum að fá aðstoð við eitthvað hjá okkur. Einnig var alltaf svo upplífg- andi að spjalla við hann, þó ekki væri nema smástund, því hann var alltaf svo bjartsýnn og hress. Sveitamaður var hann í eðli sínu og þó örlögin hafi ekki ætlað þeim langa veru í sveitinni hjá okkur, sagði hann að seinna ætlaði hann í sveitina aftur, ef ekki í okkar sveit, þá bara í einhverja aðra. Fyrir nokkrum árum flutti fjöl- skyldan á Selfoss en síðan til Reykja- víkur og var ætlunin að búa þar á meðan Herborg kláraði nám sitt sem ljósmóðir. Margar minningar koma fram í hugann þegar horft er til baka, hæst ber þó ferðalag með þeim hjónum til London fyrir tveimur árum. Alltaf var ætlunin að fara í aðra ferð sam- an, en af því getur ekki orðið, Sigur- grímur vinur okkar er farinn í ferða- lag, ferðalag sem aldrei tekur enda. Við óskum honum góðrar ferðar og þökkum honum fyrir allar þær góðu samverustundir sem við áttum sam- an. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig hald- ið ... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ijóssins: Verið glöð ogþakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu... (Óþekktur höfundur) Elsku Herborg, Herdís, Hildur og aðrir aðstandendur, við sendum ykk- ur innilegar samúðarkveðjur og megi guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Jónas og Birna Egilsstöðum I „Skrifa skaltu sorgina í sandinn en klappa gleðina í stein." Síst er mér gleði í hug þegar ég sest niður til að minnast Sigurgríms mágs míns, sem lést af slysförum sunnudaginn 9. ágúst sl. Samt vil ég reyna að leggja út af gleðinni. Eg vil minnast unga mannsins sem Herborg systir mín hitti austur í sveitum á vorkvöldi árið 1977. Hann hafði svo þétt handtak, brosmild augu og örugga framkomu. Ég þótt- ist sjá að þarna var samband í upp- siglingu sem ekki yrði rofið og það gladdi mig þegar þau gengu í hjóna- band 1980. Ég vil líka minnast hans sem stolts og umhyggjusams föður dætra sinna tveggja, Herdísar, sem fæddist 1980, og Hildar sem fædd er árið 1986. Ég minnist þess líka hvernig allt lék í höndunum á honum sem hann fékkst við. Sigurgrímur var búfræð- ingur frá Hvanneyri og hugur hans stóð alltaf til bústarfa. Þau hjónin bjuggu í sveit um tíma en urðu eins og fleiri að horfast í augu við það að búið þeirra gaf ekki svo af sér að hægt væri að lifa af því. En það áfall bugaði hann ekki fremur en aðrar kennslustundir sem hann hlaut í skóla lífsins. Bjartsýnin og kjarkur- inn var óbilandi og þau hjónin stóðu saman sem einn maður þótt okkur hinum þætti stundum nóg um þau áföll sem forsjónin lét dynja á þeim. Eitt verkefnið tók við af öðru og allt var leyst af hendi af kostgæfni. Erfið- leikar og vandamál voru orð sem voru ekki til í orðasafni Sigga. Verk- efni voru til að leysa þau og það sem að höndum bar var fengist við og greitt úr. Ég vil einnig minnast náttúruunn- andans og náttúrubarnsins Sigur- gríms. Hann kunni skil á svo fjöl- mörgu í ríki náttúrunnar og síðustu ár eyddi hann flestum stopulla frí- stunda sinna á fjöllum. „Þetta er vanabindandi," sagði hann stundum um þetta áhugamál sitt. Eitt af gleði- efnum okkar er að í sumar komst hann með fjölskyldu sfna í fjallaferð sem hann hafði lengi langað til að fara og þau nutu öll þessarar góðu samveru. Ég á einnig góðar minningar um samtöl um trúmál og andleg efni. Hann var að byrja að rækta hæfileika sína á því sviði þegar Guð kallaði hann til sín héðan úr heimi til ann- arra verkefna. Getum við ekki öll, vinir hans, ætt- ingjar og venslafólk, glaðst yfir því að fá að vera samvistum við Sigga þann stutta tíma sem honum var ætlaður hérájörð? Klöppum gleðina í stein. Veri Sigurgrímur mágur minn kært kvaddur. Gréta Pálsdóttir Þegar maðurinn með ljáinn heggur í fyrsta sinn einn úr röðum næstu kunningja og skyldfólks og maður gerir sér í fyrsta sinn Ijóst fyrir al- vöru að slysin geta eins hent manns nánustu eins og „einhverja aðra“ verður maður alveg höggdofa. Þann- ig fór um mig þegar ég frétti að Sig- urgrímur mágur minn hefði látist síðastliðinn sunnudag og nú þegar ég sest niður til að skrifa nokkur minningarorð velkjast aðeins sund- urlausar setningar um hugann. Mér virtist alltaf að Siggi myndi verða einn af þeim sem ná háum aldri í stað þess að deyja í blóma lífs- ins eins og raunin hefur orðið. Hann var alltaf hraustur og lífsglaður og oftast lifnaði yfir manni þegar maður hitti hann. Hann var alltaf hress og lét skoðanir sínar í ljós þó að ekki væru allir sammála honum. Það kom fyrir að ég væri ekki sáttur við hann, en það risti aldrei djúpt. Lífsbaráttan reyndist þeim Her- borgu og Sigga ekki alltaf auðveld og það varð til þess að hann varð að vinna mjög mikið og þó að hann væri dugnaðarforkur og gæti unnið við flest held ég að hann hefði heldur viljað vera meira með fjölskyldunni. Hann var mikill fjölskyldumaður, hann var systur minni góður eigin- maður og dætrum sínum góður fað- ir. Því held ég að vel eigi við orð úr erlendum texta sem ég heyrði ný- lega. Þau útleggjast eitthvað á þessa leið: „Við verðum alltaf saman, hversu langt sem kann að virðast á milli okkar“ Ég held að Siggi verði alltaf hjá fjölskyldu sinni og þeim sem þekktu hann í minningunni og í anda. Þessar línur hafa lítið meira gert en að sýna hvað orð fá illa lýst hugar- ástandi og minningu. Ég vona að Guð gefi systur minni og dætrum hennar og foreldrum Sigga og systk- inum til að bera þá sorg sem á þau er lögð en jafnframt halda á lofti minn- ingunni um góðan dreng. Einar G. Pálsson Elsku maöurinn minn, faöir okkar, sonur og tengdasonur Sigurgrímur Vernharðsson frá Holti, Stokkseyrarhreppl sem lést sunnudaginn 9. ágúst veröur jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju í dag kl. 13. Sætaferöir veröa frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.30. Fyrir hönd annan'a vandamanna. Herborg Pálsdóttir Herdís og Hildur Sigurgrimsdætur Gyöa Guömundsdóttir Vemharöur Sigurgrimsson Herdis Guömundsdóttir Páll Guðbjartsson _________________________________________________________/

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.