Tíminn - 22.08.1992, Page 2

Tíminn - 22.08.1992, Page 2
2 Tfminn Laugardagur 22. ágúst 1992 Loðna 635.200 281.700 Sild 92.700 90.300 Rækja 32.400 26.400 Hcxpuskel 8.500 10.500 Humar 1.900 1.900 Botnfiskaflinn í júlílok um 66 þúsund tonnum minni en á sama tíma fiskveiðiárið á undan: Rúmlega 69 þúsund tonna afli í júlí Heildarafli landsmanna í júlí var um 69.250 tonn samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélagsins, hvar af 25.560 tonn veiddust af þorski. Þetta er aðeins um 2% minni heildarafli en í sama mánuði í fyrra. Munurinn er hins vegar sá að í heildartölunum eru nú um 8.500 tonn af loðnu, en engin loðna veiddist í júlí í fyrra. Botnflskafli í júlí aaí ans; var því hátt í 10 þúsund tonnum minni nú en í fyrra, hvar af mestu - Samkvæmt tölum Fiskifélagsins var botnfiskaflinn á yfirstandandi fiskveiðiári kominn í nær 524 þúsund tonn í lok júlí- lok, þ.e. þegar einn mánuður er eftir af veiðiárinu. Þetta er nær 66 þúsund tonn- um minni afli heldur en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Sá munur fekt að langmestu leyti í 50 þúsund tonna minni þorskafla á yfirstandandi fiskveiðiári. Svo er hins vegar Ioðnunni fyrir að þakka að heildarafli er 295 þúsund tonn- um meiri á yfirstandandi fiskveiðiári en því síðasta, eða um 1295 þúsund tonn nú í júlflok. Þar af voru nú 635 þúsund tonn af loðnu borið saman við aðeins 282 þúsund tonn í fyrra. AfKí 11 mánuði ágústtil júlí 1991/1992 1990/1991 tonn tonn Þonskur 236.300 286.100 Ýsa 41.800 48.200 Ufsi 74.900 85.500 Karfi 92.600 90.000 Steinbftur 13.700 14.500 Grálúöa 28.100 22.900 Skarkofi 8.300 10.800 A.Botnf.afli 28.200 22.900 Botnf.ails: 523.900 589.600 Samdráttur botnfisksafla kemur að lang- mestu leyti fram hjá togaraflotanum, sem veiddi um 44 þúsund tonnum minna (um 288 þús.t) á fyrstu 11 mán- uðum þessa fiskveiðiárs en þess síðasta. Þar af er þorskaflinn nú um 37 þúsund tonnum minni. Afli bátanna hefúr minnkað kringum 17 þúsund tonn milli ára, í um 213 þúsund tonn á þessu ári. Og afli smábáta var tæp- lega 41 þúsund tonn á því sem liðið er af yfirstandandi fiskveiðiári og hefúr því minnkað um 3.600 tonn (8%) milli ára. -HEI Þorvaldur Garðar gefur út 6 þingræður: Fjalla um afnám deilda Alþingis 6 þingræður Þorvalds Garðars Kristjánssonar hafa verið gefnar út í sérprentun og ber hún heit- ið „Deildir Alþingis aflagðar". Þingræðurnar flutti Þorvaldur Garðar á tímabilinu 1. febrúar til 19. mars, þegar frumvarp var tekið til meðferóar um stjórnar- skrárbreytingar, sem kvað á um afnám deilda Alþingis. Þorvaldur Garöar var á móti því og gerir grein fyrir viðhorfum, sjónarmiðum og afstöðu sinni í ræðunum. —GKG. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið í lok mánaðar þar sem m.a. verða til umfjöllunar: Atvinnumál og byggöaþróun 34. fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið á Hvammstanga dag- ana 28.-29. ágúst nk. Að morgni 28. ágúst verða haldnir stofnfund- ir samtaka sveitarfélag í Norðurlandskjördæmi eystra og í Norður- landskjördæmi vestra. KI. 15:00 verður sjálft þingið sett Dag- inn eftir verður haldinn umræðufund- ur um atvinnumál og byggðaþróun þar sem framsögumenn verða Davíð Odds- son forsætisráðherra og Halldór Blön- dal landbúnaðar- og samgönguráð- herra. Einnig verður umræðufundur um hlutverk landshlutasamtaka sveitarfé- laga og uppstokkun á sveitarfélagskerf- inu. Þar verða framsögumenn þau Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra, Þórður Skúlason ftamkvæmda- stjóri SÍS og Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Hótel Verthsús á Hvammstanga býður þinggestum upp á sérstakt tilboð á gist- ingu og veitingum. Morgunverður og gisting verða að Reykjaskóla í Hrúta- firði, en aðrar veitingar í Félagsheimili Hvammstanga og á fundarstað. —GKG. Ingunn Ósk Sturludóttir og Þórhildur Björnsdóttir halda tónleika í Hafnarborg þann 23.ágúst. Ingunn Ósk Sturludóttir og Þórhildur Björns- dóttir leika og syngja: Tónleikar í Tónleikar verða í Hafnarborg 23. ágúst nk. þar sem fram koma þær Ingunn Osk Sturludóttir mezz- ósópransöngkona og Þórhildur Bjömsdóttir píanóleikari. Ingunn og Þórhildur hafa stundað nám við Sweelinck-tónlistarskólann í Amsterdam síðastliðin 3-4 ár og unnu þar saman mestallan tímann. Á efnisskrá tónleikanna veröa lög eftir Jóhannes Brahms, Jórunni Við- ar og Jean Sibelius, en einnig verða fluttir lagaflokkarnir Liederkreis óp. 39 eftir Robert Schumann og 5 Negrasöngvar eftir spænska tón- skáldið Xaviar Montsalvatge. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. —GKG. Nýtt rit um tengsl manna í stjórnum fyrirtækja á íslandi: „Kolkrabbinn“ krufinn og samþjöppun valds könnuð „Þaö er mjög orðum aukið að hinn svokallaði „kolkrabbi“ teygi anga sína um allt íslenskt atvinnulíf. Megin iöurstaðan er sú að tengsl milli fyrirtækja eru mjög lítil á Islandi,“ segir dr. ívar Jónsson, annar höfunda bókarinnar „Innri hringurinn“ sem kemur út um þessar mundir. Þar birta hann og Fannar Jónsson niðurstöður sínar eftir athugun á nærri 800 fyrirtækjum á veg- um Félags- og hagvísindastofnunar íslands. ívar segir að bókin um Kolkrabb- ann byggi ekki á nægjanlega traustum grunni því þar sé ekki um kerfisbundið val á fyrirtækj- um að ræða. Hann segir þá félaga hafa eingöngu athugað fyrirtæki sem telji 15 ársverk eða meira. ívar bendir á að í bókinni um Kolkrabbann hafi ekkert verið minnst á Sambandið en þar megi einnig finna samþjöppun valds. „Sá sem er með mestu völdin samkvæmt mælingu okkar er Guðjón B Ólafsson," segir ívar. Hann bætir við að í „Kolkrabban- um“ hafi heldur ekki verið minnst á völdin innan sveitarfélaga því þar séu oft mikil völd í höndum fáeinna manna sem ráði flestum fyrirtækjanna. Gagnlegar upplýs- ingar Tilgang bókarinar segir hann vera að leggja fram gagnagrunn sem menn geti nýtt sér og haldið áfram að rannsaka. T.d. sé hægt að athuga ýtarlegar en áður hafi ver- ið hægt fjölskyldutengsl manna og samband þeirra við stjórn- málaflokka. ívar segir að stjórn- málafræðingar og hagfræðingar ættu að geta nýtt sér þessar upp- lýsingar. Þá álítur hann að ritið ætti að gagnast blaðamönnum sem geti t.d. tekið fyrir einn mann og skoðað í hvaða fyrirtækjum hann sé í stjórn og tengsl hans viö önnur fyrirtæki. Tengsl fyrirtækja og nýsköpun ívar getur þess að yfirleitt séu bankafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki mjög tengd en tengslin milli stjóm- armanna í öðrum geirum séu lítil. „Sama er að segja um sjávarútvegs- fyrirtæki," segir ívar. í bókinni er að finna kafla um nýsköpun. ívar segir að svonefnt .japanskt kerfi" sýni fram á aö mikilvægt sé fyrir nýsköp- un í atvinnulífinu að tengsl séu náin milli bankafyrirtækja og iðnaðarfyr- irtækja. „Þar tökum við tillit til ann- ars vegar sjávarútvegs- og hins vegar hátæknifyrirtækja, þ.e.a.s. fyrirtækja sem miða að þróun í tölvugeiranum. Þar eru tengslin einnig mjög lítil," segir ívar. Tengsl fyrirtækja við embættis- menn, háskólakennara og hagmuna- samtök, sem einnig voru rannsökuð, segir ívar vera sáralítil. 12 manna valdakjami ívar álítur að völd safnist sjaldan á fárra hendur en samt sé til ákveðinn valdakjami sem hafi meiri völd en aðrir. Þar á hann við 12 manna hóp sem kom í ljós þegar skoðuð voru fyrirtæki sem hafi 15 ársverk. Þenn- an hóp segir hann vera um 5% af stjómarmönnum íslenskra fyrir- tækja og ráði u.þ.b. 23% ársverk- anna. ívar segir að flestir þessir menn stjómi fyrirtækjum sem teng- ist fákeppnisgreinum. Þar á hann við skipafélög, flugfélög, banka og trygg- ingarfyrirtæki. „Þama virðist valda- samþjöppunin vera mest,“ segir ívar. Enginn alþingismaður tilheyrir samt þessum hópi að sögn ívars og þessa menn segir hann ekki vera háttsetta innan stjómmálaflokka. Tilviljunaikennd völd í hagsmunasamtökum Þeir félagar athuguðu einnig tengsl stjómarmanna fyrirtækja við VSÍ, LIÚ og Verslunarráð íslands. ,J>ar er ekki hægt að sjá nein kerfisbundin tengsl þannig að stærð fyrirtækja ráði því hvort líklegra sé að menn séu í þessum hagsmunasamtökum. Þá er ekki heldur hægt að sjá að ein- okunar- eða fákeppnisfyrirtæki eigi fulltrúa í stjóm þessara samtaka. Þetta virðist vera tilviljunarkennL“ segir ívar. Hann segir þetta andstætt niður- stöðum rannsókna í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þar ræður stærö fyrirtækja því hversu virkir menn em í hagsmunasamtökum atvinnu- rekenda,1' bætir ívar við. Valdamestu íslending- amir Þeir einstaklingar sem töldust valdamestir íslendinga samkvæmt rannsókn þeirra félaga voru þessir (árið 1991): Guðjón B Ólafsson, Indr- iði Pálsson, Halldór H Jónsson (lát- inn), Benedikt Sveinsson, Ámi Vil- hjálmsson, Thor H. Thors, Þorvaldur Guðmundsson, Einar Sveinsson, Haraldur Gíslason, Brynjólfur Bjamason, Sigurður Gils Björgvins- son og Haraldur Sumarliðason. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.