Tíminn - 12.12.1992, Page 8

Tíminn - 12.12.1992, Page 8
8 Tíminn Laugardagur 12. desember 1992 Her Rauðra kmera: þeir hafa fyrirmæli S.Þ. að engu og Taílandsher styður þá áfram. Kostnaðarsamasta friðargæsluaðgerð S.Þ. í hættu: Rauðir kmerar [ sögu nýaldar er Suðaust- ur- Asíuríkið Kambódía (stærð: rúmlega 180.000 ferkilómetrar, íbúafjöldi: rúmlega átta milljónir) þekktast fyrir tilverknað svokallaðra Rauðra kmera. Meðan þeir stjórnuöu föð- urlandi sínu (1975-79) réöu þeir af dögum drjúgan hluta íbúa þess, allt að einni milljón samkvæmt því sem nú er helst álitið. ekkiaf baki dottnir LÁOS Phnompenh. Sihanoukville' TAÍLAN 100 Kilomer DER SPIEGEL Hvað sem því líður eru nú nokkrar horfur á að Rauðir kmerar, sem ósannað er að undirgengist hafi teljandi hugarfarsbreytingu frá því á áttunda áratugnum, verði á ný stjórnendur lands síns. Kmerveldi hið forna Fyrir þeirra tíð var Kambódía fræg- ust af fortíð, sem sagnfræðingum og fornleifafræðingum, sem og lands- mönnum sjálfum, þykir mikilfeng- leg. Frá aldamótunum 800 til 13. aldar var Kambódía, sem þá nefndist Kmer (Khmer), lengst af voldugust ríkja Suðaustur-Asíu. Á það minna rústir höfuðstaðar þess stórveldis, Angkor Wat, taldar meðal virðuleg- ustu fornminja veraldar. Á ríkisár- um Jayavarmans sjöunda (1181- 1220), voldugasta Kmerkonungsins, náði ríkið auk núverandi Kambódíu yfir svæðin sem nú eru Suður-Víet- nam, Taíland og eitthvað inn í þau lönd er nú heita Laos og Búrma. Meðal meginatriða í sögu Austur- Indlandsskagans er tvennskonar uppruni íbúa hans (í megindrátt- um), norðlægur og suðlægur. Norð- anvert á skaganum og enn norðar óx upp fólk það, skylt Kínverjum og Tíbetum, sem Búrmamenn, Taí- lendingar og að nokkru Víetnamar rekja tungur sínar til og eru komnir af að einhverju leyti. Sunnan til, einkum á óshólmum, neðanvert í fljótsdölum og á öðru sléttlendi var fólk mælandi á mon-kmertungur. Það varð fyrst þjóða á þeim skaga til að koma sér upp þróaðri menningu, er reis hvað hæst í Kmerveldi. Ríki mon-kmera og þjóðir þeirra að miklu leyti liðu undir lok vegna ágengni áðurnefndra sínó-tíbetskra þjóða að norðan. Af ríkjum mon- kmera er nú Kambódía ein eftir og af þjóðum þeim og þjóðarbrotum, sem enn mæla á mon- kmermál, eru Kambódíumenn, svo lítt beysnir sem þeir eru, langhelstir. Völsadýrkun, devaraja Kmer, eins og flest önnur ríki Aust- ur-Indlandsskaga fyrr og síðar, var mjög mótað af indverskri menn- ingu, konungar þess hétu indversk- um nöfnum og í átrúnaði þess gætti mest goðmagna úr hindúa- og búddasið, sem upprunalegur átrún- aður kmera blandaðist. Konungur var m.a. titlaður devaraja (goðkon- ungur). Völsadýrkun var meginat- riði í þeim þáttum átrúnaðar, er sér- lega voru tengdir konungi og þar með velferð ríkisins. Fyrsta verk hvers nýs konungs var að reisa völsa (á indverskum málum linga, ling- am) á helgri hæð er táknrænt var miðja eða nafli heimsins. Með galdraþrunginni helgiathöfn var síðan persónuleiki konungs leiddur inn í völsann, sem var tákn goða, sérstaklega hindúaguðsins Síva. Þannig urðu konungur, völsi og guð eitt í miðju heimsins. Þar eð kon- ungur var einskonar holdtekja þjóð- ar eða þjóðarsálar, var þar með Rauðir kmerar tæma Phnompenh spillingarbæli. tryggð eining goða og manna og nauðsynlegustu ráðstafanir gerðar til tryggingar velvildar þeirra fyrr- nefndu í garð hinna síðarnefndu. Sem fulltrúi goðanna og fyrir kraft sameiningarinnar við goðin í völsa sjálfur guð á jörðu var Kmerkon- ungur einvaldur og gat ekki — átrúnaði samkvæmt — gert neitt rangt. Það þýddi ekki að hann væri án ábyrgðar, þvert á móti var skylda hans að tryggja þegnunum velvild goðanna og lágmarksvelferð. Það gerði hann með því að byggja hof, viðhalda áveitukerfum og láta gera ný. Áveitukerfin og rísrækt, sem á þeim byggðist, voru undirstaða rík- isins. Landbúnaður naut í samræmi við það helgrar lotningar, en versl- un var talin óæðri atvinnugrein, fremur sæmandi útlendingum en sönnum Kmerum. Ekki var mikið um eiginlegar borgir í kjarnalandi Kmera; Angkor Wat og aðrir slíkir staðir voru fremur hofasamstæður af fólki 1975: litið á borgir sem en miðstöðvar kaupsýslu og hand- iðna. Héldu sig þekkja sannleikann Stórveldi þetta var gætt sjálfs- trausti í ríkum mæli, leit eins og fleiri slík á sig sem þungamiðju heimsins — af nokkuð mikilli bjart- sýni, gæti maður sagt, því það hlýt- ur að hafa vitað vel um Kínaveldi norður frá. í samræmi við það var hugarfarið hjá menntuðum og sið- fáguðum forustukjarna ríkisins. „Ekki verður sagt að Kmerar hafi leitað sannleikans, enda litu þeir svo á að þeir þekktu hann til fulln- ustu,“ segir Christopher Pym í bók sinni The Ancient Civilization of Angkor. Þegar þeir ræddu fræði trú- ar sinnar var tilgangurinn að verða sem dyggðugastur greinum hennar samkvæmt og þesskonar umfjöllun helgra texta búdda- eða Vishnusiðar var í sjálfu sér heigiathöfn, ekki iðk- un fræðimennsku í orðsins nútíma skilningi. Mongólar 13. aldar, enn heims- meistarar í eyðileggingu að sumra dómi, herjuðu um Austur- Ind- landsskaga og ollu Kmerveldi, sem að vísu hratt atlögum þeirra, svo miklu tjóni að það kom sér ekki fyllilega á réttan kjöl eftir það. Hófst þá tímabil í sögu Kmerríkis eða Kambódíu, er einkenndist af stöð- ugri hnignun í niðurlægjandi úlfa- kreppu milli tveggja ágengra grann- þjóða er sóttu að landinu úr vestri og austri — Taílendinga og Víet- nama. Við það skrapp Kambódíuríki saman smátt og smátt, var stundum háð Taílandskonungi en stundum Víetnamkonungi, stundum báðum í einu. Líklega hefur það orðið Kamb- ódíu sem ríki (og kannski Kambód- íumönnum sem þjóð) til bjargar að á 19. öld komu Frakkar og lögðu bæði Víetnam og Kambódíu undir sig og stöðvuðu þar með ágengni bæði Taílands og Víetnams gegn Kambódíu. Gleymnir á ólán Jafnhliða hnignun Kmerríkis komst þar til áhrifa Theravada- búddismi, sem þorri Kambódíu- manna nú aðhyllist. í þeim sið gæt- ir mjög örlagahyggju, sem að sumra mati vill fela í sér svartsýni og upp- gjöf. Skrifar áðurnefndur Pym á þá leið að Theravada hafi gert að verk- um að Kambódíumenn eigi nokkuð auðvelt með að sætta sig við örlög sín og gleyma fremur fljótt óláni og skelfingum sem yfir þá kunni að ganga. Undir stjórn Frakka (frá 1864) var Kambódía verndarsvæði, sem kallað var, og hélt konungsstjórn sinni og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.