Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 12. desember 1992 Einkennileg stúlka Vigdís Grímsdóttir: Stúlkan i skóginum. Iðunn, 1992. Einhverra hluta vegna er ég van- astur því að orðið stúlka eigi við unga og kvenkyns mannveru, gjaman fallega. Stúlkan í þessari bók er hins vegar hvorki ung né falleg. Hún er hátt á fimmtugs- aldri, krypplingur og afskræmd í útliti eftir bólur og ígerðir um all- an líkamann. Skógur hennar er ímyndunin einber, hreint hugar- fóstur sem hún býr sér til og leitar afdreps í þegar heimurinn kreppir sem harðast að henni. Hún er auk- heldur óvinnufær og allsendis ófær um að bjarga sér, er á fram- færi félagsmálastofnunar, býr í óvistlegri kjallaraíbúð, og helsta viðfangsefni hennar dags daglega er að ganga um bæinn og gramsa í sorptunnum, þar sem hún leitar að bókum. Hún er nefnilega forfallinn bóka- safnari og á orðið dágott safn í hillum heima hjá sér. Með öðrum orðum hefur henni farið eins og fleirum, sem reynt hafa að bæta sér upp einhvern skort úti í dag- lega lífinu með því að finna sér áhugamál; í hennar tilviki em það bækurnar, og er hún víst ekki ein um það. Og sagan er rækilega tíma- og staðsett, hún gerist í ág- úst á síðasta ári í Reykjavík. Það sem gerist svo hjá Guðrúnu, en svo heitir konan, er að henni er allsendis óvænt boðið í kaffiboð í hús hér vestur á Brávallagötu. Konan, sem býður henni, Hildur, er listakona, býr til brúður og í ljós kemur að tilgangur hennar er síð- ur en svo góður, fyrir henni vakir að myrða Guðrúnu til að geta búið til sanna og raunverulega brúðu í líkingu hennar. Áður en til þess kemur tekst Hildi þó að koma Guðrúnu í kynni við ástina í fyrsta sinn á ævinni, og auk þess skipta þær á líkama. Verður Guðrún eftir heima hjá Hildi í líkama hennar, en Hildur fer í líki Guðrúnar út í bæ, þeirra erinda að kynnast sem best líferni hennar. Allt er þetta gert í nafni og undir forskrift list- arinnar sem Hildur vinnur að. Með þessari endursögn á efni bókarinnar er þó síður en svo öll sagan sögð. Það fer ekki á milli mála að Vigdís Grímsdóttir er orð- in ákaflega fær í allri rithöfunda- tækni og kann prýðisvel að beita henni. Hér tekst henni ágætavel að segja sögu þeirra Guðrúnar og Hildar; aðferð hennar er sú að gefa lesanda efnið inn í smáskömmt- um. Hún byrjar söguna í eldhúsi Hildar, en í samtali þeirra og inn- skotum úr hugarheimi Guðrúnar fáum við smátt og smátt einstaka drætti í heildarmyndina, svo að þegar komið er fram um og yfir miðja bók er myndin öll farin verulega að skýrast. Þegar nær líð- ur lokum verður frásögnin öll hröð og ólgandi af fjöri og beinlín- is hrífandi frásagnargleði höfund- arins. Því fer fjarri að henni fatist nokkru sinni í þeim vandasama dansi, heldur grípur hún lesand- ann með sér og hrífur hann af mikilli snilli inn í frásagnargleði sína. Það fer þannig ekki á milli mála að þessi bók er skrifuð af mikilli tækni og góðu valdi á öllu því sem til handverks rithöfundar heyrir. Líka væri svo vitaskuld létt verk að skrifa langt mál um táknmál þess- arar sögu. Það liggur til dæmis á Landbúnaðarsýningin Agromek 27.-31.1.1993 Samvinnuferðir-Landsýn efna til hópferðar á þessa vin- sælu landbúnaðarsýningu, sem haldin verður í Herning á Jótlandi, dagana 27.-31. janúar 1993. Ferðatilhögun er eftirfarandi: 27.janúar: Flogið til Kaupmannahafnar kl. 09:35 og lent í Kastrup kl. 13:45. Ekið sem leið liggur til Videbæk á Jótlandi, sem er bær um 40 km vestan við Heming. Aksturinn tekur um 7-8 klst. Gist er á Videbæk Kro, en þar er veitingastaður, kaffitería, setustofa og innisundlaug. Öll herbergi em með baði, síma og minibar. 27.-30.janúar: Dvalið á Videbæk Kro. Rútuferðir á sýninguna í Heming dag- lega. 30. janúar: Ekið til Kaupmannahafnar og gist á Star Hotel, sem er rétt við aðaljámbrautarstöðina. Þetta er gott ferðamannahótel, nýlega uppgert. Öll herbergi með baði, síma og sjónvarpi. 30. -3l.janúar: Dvalið á Star Hotel. Hér gefst góður tími til að skoða sig um í þessari heillandi borg, versla, borða góðan mat og njóta lífsins. 31. janúar: Flogið ffá Kastmp kl. 19:40 og lent í Keflavík kl. 22:00. Fararstjóri í þessari ferð er Agnar Guðnason. Verð á mann í tvíbýli: 43.890 kr. stgr. 46.200 alm. verð Verð á mann í einbýli: 50.350 kr. stgr. 53.000 alm. verð Innifalið í verði: Flug, gisting með morgunverði, akstur til Jótlands og á sýning una og íslensk fararstjóm. Ekki innifalið: íslenskur og danskur flugvallarskattur: 1920 kr. samtals. Bamaafsláttur er 12.000 kr. Staðfestingargjald er 14.000 kr. óendurkræft. Verð er miðað við gengi og flugverð 7.12. 1992. flugleiðirJS á / i • / Saiíivininiferúir-Laiidsj/ii Rayk|a*ík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbróf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 Hótel Söqu við Hagatoro • S 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Kaflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Slmbréf 92 - 1 34 90 Akureyrl: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87 á,AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAá Vigdls Grímsdóttir. borðinu að Guðrún er tákn fyrir alla þá sem undir verða í þjóðfé- laginu hér hjá okkur, af hvoru kyninu sem er. Skógur hennar er tákn fyrir þá undankomuleið sem slíkt fólk býr sér gjarnan til sem eins konar afdrep í mótlæti hvers- dagsins. Líka mætti vafalaust leggja eitthvað út af áhuga Guð- rúnar á bókum, svo sem að hann táknaði þjóðararf íslendinga og nauðsyn þeirra á að gæta að þjóð- erni sínu; gallinn þar er þó sá að áhugi á bókum er hér mikill og landlægur, og síður en svo sér- kenni þeirra sem við hin erfiðari kjörin búa. Þess vegna er svo sem ósköp lítið sérkennilegt við bóka- söfnun Guðrúnar. En að því er að gæta að Vigdís Grímsdóttir hefur nú án nokkurs efa náð því að verða einn af fremstu höfundum okkar. Þetta er þriðja skáldsaga hennar, og eru allar vel gerðar. Hér er aftur á móti að því að gæta að skírskotun þess- arar sögu er óneitanlega nokkuð þröng. Fyrir okkur, jarðbundna og hversdagslega púlsmenn á íslandi, eru jafnt sálfarir sem samkyn- hneigð kvenna óneitanlega atriði sem eru dálítið fjarlæg þeim sam- félagsveruleika sem við lifum og hrærumst í dags daglega. Það Iigg- ur við að brjáluð listakona, sem hyggst fremja morð í þágu listar- innar, sé töluvert líklegri til að kveikja áhuga. Líkingamál sög- unnar er vissulega vel gert, en þar á það við að bæði undirstaða og umgerð eru full veikbyggð. Ég endurtek að bókin öll ber með sér að Vigdís Grímsdóttir er orð- inn fullþroska höfundur sem kann vel til verka. Og handbragð hennar er þannig að það er engin ástæða til að efast um að fjöldi lesenda hennar, gamalla og nýrra, á eftir að eiga góðar stundir við lestur bókarinnar, nú um jólin og síðar. En fullþroska höfundar verða líka að sætta sig við að til þeirra séu gerðar meiri kröfur en til byrj- enda. Ég er á því að meiri áhersla á jarðbundinn söguþráð, meiri tengsl við þjóðfélagið allt í kring- um okkur, en minni áhersla á lík- ingar og dæmisagnaefni hefði hér orðið til þess að gera góða bók að hreint ágætri bók. Eysteinn Sigurðsson Spennusaga Heiður Baldursdóttir: Háskaleikur. Vaka-Heigafeil 1992. Heiður Baldursdóttir hlaut ís- lensku bamabókaverðlaunin 1989 fyrir Álagadalinn. Hún er því í tölu þeirra sögumanna sem unnu sér til frægðar á þeim vettvangi. Þessi saga hennar snýst í það að verða hörkuspennandi reyfari, en sá reyfari heldur góðum höfundarein- kennum, mannlýsingum og sögu- stíl. Á stöku stað hefði e.t.v. verið ástæða til að laga orðafar í yfirlestri. T.d. er sagt: „Ykkur var nær að vera að skipta ykkur af.“ Þeim var nær að vera ekki að. Málfar á barnabókum skiptir máli og því ber að vanda lestur á handriti og próförk. Hér er þreifað eftir pen- ingi í vasa en ekki á honum, hendur settar fyrri aftan bak. Svo kunni ég ekki við að landi „halli niður á móti“ þegar hallar undan fæti. Hér er hressileg og spennandi saga með persónum sem gaman er að kynnast, þó að þær séu misjafnlega gæfulegar. Það má sitthvað af þeim læra. H.Kr. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram níundi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1989, sjötti útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1990 og fimmti útdráttur í 2. flokki 1990. Einnig þriðji útdráttur í 2. flokki 1991. Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1993. Öll númerin birtast í DV mánudaginn 14. desember, og í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni áAkureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFAOEILD ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.