Tíminn - 12.12.1992, Síða 14

Tíminn - 12.12.1992, Síða 14
Tíminn Laugardagur 12. desember 1992 Körfuknattleikur: NBA úrslit Úrsiit leikja i NBA deildinni banda- rísku i fyrrínótt: Chartotte-New York...110-103 (M) NewJersey-LACIippers....111-105 Minnesota-Dallas...........111-88 San Antonio-Miami.......101-91 Ulah Jazz-Washington ....112-96 GoldenState-Mílwaukee...114-102 Indiana-Sacramento ........106-99 Enska knattspyrnan: Stórleikur á Old Trafford þegar Mark Robin snýr heim Knattspyrna Marseille velur Frönsku meistaramir Marseille eru lentir í þeirri vandræðalegu stöðu að þurfa að velja milli tveggja Aust- ur-Evrópuleikmanna í liði sínu vegna þeirra reglna í Frakklandi að einungis megi tveir leikmenn leika með liðinu frá löndum utan Evr- ópubandalagsins. Eins og við sögð- um frá hér f Tímanum hefur Mar- seiiie fengið að láni Igor Dobro- volski frá Moldóvíu, frá ítalska lið- inu Genúa. Félagið hefur fyrir Króatann Alen Boksic og Júgóslavann Dragan Stojkovic sem var í láni hjá Verona á Ítalíu en sneri til baka til Marseille nýlega. Sá er meiddur og þarf að fara í uppskurð á hné. Marseilles hefur valið að Dobrovolski verði áfram hjá félaginu og því þarf Júgóslavinn að fara frá félaginu. Að Marseille skyldi velja Dobrovolski þýðir að Stojkovic getur farið til hvaða félags sem er í Frakklandi án þess að greiða þurfi fyrir hann. Marseille hyggst láta hann ná sér af meiðslum sínum og reyna að selja hann í vor til annars lands. Stórleikur þessarar umferðar í ensku knattspymunni er tvímælalaust við- ureign Man.Utd og Norwich á Old lYafford en Norwich er nú á toppi úr- valsdeildar og er nú með átta stiga forskot á Blackbum sem er í öðru sæti. Man.Utd hefur undanfarið verið að sækja í sig veðrið eftir erfiöa byij- un og er nú í fimmta sæti. Það er athyglisvert við þessa viður- eign að Mark Robins, sem hefur skor- að 12 mörk fýrir Norwich í 19 leikjum það sem af er tímabils, leikur nú í fyrsta sinn á Old Trafford eftir að hann var seldur frá Man.Utd í sumar fyrir 800 þúsund pund. Er talið að Norwich hafi gert þar bestu kaup ársins. Á með- an hefur Man.Utd eytt um 3,3 milljón- um sterlingspunda í kaup á framherj- unum Dian Dublin (2 millj.) og Eric Cantona (1,3 millj.) en Dian Dublin hefur verið meiddur frá því hann var keyptur til félagsins og Canton hefur ekki verið í byrjunarliði frá því hann var keyptur. Mark Robins er staðráðinn í því nú að láta forráðamenn Man.Utd. sjá eftir því að hafa selt hann. Það er hins veg- ar dálítið sérkennilegt að fjölskylda hans verður á leiknum eins og venju- lega á heimaleikjum Man.Utd enda eru þau miklir aðdáendur liðsins. Fað- ir hans, bróðir, eiginkona og vinir mæta öll, auk tengdaföður hans, sem er aðalnjósnari Man.Utd. liðsins. „Þetta verður gott próf fyrir okkur og kemur til með að verða mælikvarði á getu okkar,“ sagði Mark Robin. Liðið hefur unnið góöa sigra í deildinni en í vetur hefur því hins vegar gengið upp og ofan á útivelli. Kenny Dalgliesh verður ekki í ósvip- uðum sporum og Mark Robins því lið hans, Blackbum, mætir Liverpool á Anfield Road á sunnudag og þarf Dalgliesh ekki að búast við hlýjum móttökum frá áhangendum Liverpo- ol. Það er ljóst að allir þeir titlar sem hann vann með félaginu sem leikmað- ur og framkvæmdarstjóri verða gleymdir þá og líklegt að áhangendur liðsins muni einungis eftir skyndilegri brottför hans. Aston Villa mætir Notthingham For- Glíma: Vinnur Olafur þriðja skjöldinn til eignar? Eins og við sögðum frá í þriðju- dagsblaðinu sigraði Ólafur Haukur Ólafsson skjaldarglímu Ármanns níunda sinni og tóku sjö glímu- menn þátt í mótinu. Annar í glím- unni varð Orri Bjömsson, félagi ÓI- afs úr KR, með 4,5 vinninga og IÞROTTIR UMSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON þriðji varð efnilegur Ármenningur, Ingibergur Sigurðsson, með 4 vinninga. Eins og áður sagði hefur Ólafur unnið Skjaldarglímuna níu sinnum og hefur tvívegis unnið Ármann- skjöldinn til eignar. Það hefur kom- ið fram að Ólafur Haukur tilkynnti í fyrra að hann væri hættur keppni í glímu en hann mun hafa sagt við sama tækifæri að hann myndi taka þátt í Skjaldarglímunni í eitt eða tvö ár enn og myndi því reyna að freista þess að vinna þriðja sköldinn til eignar. Eftir sigurinn nú hefur Ólaf- ur unnið þriðja skjöldinn tvisvar og má því fastlega búast við því að hann reyni að eignast hann og taki þátt í næstu glímu til að vinna þriðja skjöldinn til eignar. Næsta Skjaldar- glíma verður að öllum líkindum haldin í febrúar næstkomandi. Knattspyrna: Bergkamp ekki í landsliðhóp Ein helsta stjarna Hollendinga í knattspyrnunni um þessar mundir, Dennis Bergkamp verður ekki í hollenska landsliðinu sem mætir Tyrkj- um á miðvikudaginn næstkomandi. Ástæðan fyrir þessu eru meiðsli á fæti sem hafa verið að hrjá kappann í nokkrar vikur. Þó lék hann báða leiki Ajax gegn Kaiserslautern í Evrópukeppni félagsliða. Eric Viscaal sem leikur með AA Ghent kemur í landsliðshópinn í stað Bergkamps. Knattspyrna: Gary Stevens aftur meiddur Það á ekki af Gary Stevens, enska landsliðsmanninum í liði Glasgow Rangers, að ganga. Hann lék sinn fyrsta leik eftir langvarandi hlé vegna fótbrots í nóvember. í fjórða leik hans með Rangers síðan, þann 1. desember, meiddist hann illa. I gær úrskurðuðu læknar hann svo til fjögurra til sex vikna hvíldar frá knattspyrnu, vegna sprungu í beini eftir að Gary hafði fengið spark í hnéð. Þetta er slæmt fyrir Rangers sem tekur nú þátt í und- anúrslitakeppninni í Evrópukeppni meistaraliða. est á heimavelli sínum og þrátt fyrir góða stöðu Villa í deildinni verða þeir að vera á varðbergi með það í huga hvernig botnliðið fór með Leeds Utd um síðustu helgi. Einhverjar breyt- ingar verða á Iiði Villa í leiknum með endurkomu Shaun Teale eftir meiðsli og fer hann aftur á miðjuna og Earl Barrett fer í stöðu hægri bakvarðar en Teale leikur stöðu miðvarðar. Um helgina LAUGARDAGUR Handknattleikur Bikarkeppni karla ÍBV-Valur kl. 16.00 Bikarkeppni kvenna Víkingur-Stjaman kl. 16.30 FH-Grótta kl. 16.30 ÍBV-Valur kl. 14.00 Fylkir-Fram kl. 12.30 Blak 1. deild karla Stjarnan-KA kl. 16.00 SUNNUDAGUR Handknattleikur Bikarkeppni karla Selfoss-Fram kl. 20.00 Grótta-Víkingur kl. 20.00 KA-Haukar kl. 20.00 Körfuknattleikur Bikarkeppni karla UMFS-KR kl. 14.00 Snæfell-Valur kl. 14.00 UBK-ÍBK kl. 17.00 UMFT-UMFN kl. 20.00 Bikarkeppni kvenna UMFT-ÍBK kl. 17.00 Blak 1. deild karla HK-Þróttur R. kl. 14.00 1. deild kvenna HK-Víkingur kl. 15.15 MÁNUDAGUR Körfuknattleikur Bikarkeppni kvenna ÍS-KR kl. 20.00 BABE RUTH The Babe -k-kic Handrít og framleiðsla: John Fusco. Leikstjórí: Arthur Hiller. Aðalhlutverk: John Goodman, Kelly McGillis og Tríni Alvarado. Laugarásbió. Öllum leyfö. Þessi sannsögulega mynd segir sögu George Ruth, öðru nafni Babe Ruth, besta hafnaboltaleikara fyrr og síðar. Hann kunni eiginlega ekk- ert. Hann kunni enga mannasiði, var sífellt fullur og honum héldu engin bönd, allra síst hjónabönd. Hann var feitlaginn og gat varla hlaupið en hann þurfti sjaldnast að hlaupa hratt því hann sló boltann yf- irleitt út fyrir völlinn með kylfunni („homerun"), ef hann hitti á annað borð. Að slá boltann fastast af öllum var í raun eini hæFileiki hans. Við fylgjumst með í drungalegri byrjun þegar komið er með Ruth á kaþólskt munaðarleysingjahæli þar sem einn guðsmaðurinn uppgötvar þennan hæfileika hjá stráknum. Hann fer síðar af hælinu og beint í úrvalsdeildina þar sem hann byrjar að setja hvert metið á fætur öðm. Peningamir streyma til hans og fara aðallega í skemmtanir og fyllerí. Hann giftist Helen (Alvarado), ró- legri og góðri stúlku, sem tekst aldr- ei að róa þetta risavaxna barn. Babe Ruth sankaði að sér titlum og met- um á meðan hann gat leikið, en þeg- ar honum fór að ganga verr var komið að brotlendingunni. Það ber að meta við myndina að frá- sögnin er raunsæ allan tímann. Það hefði verið auðvelt að taka þessa goðsögn í þjóðaríþrótt Bandaríkj- anna, framleiða mynd og sýna bara góðu dagana. Það em sýnd greinileg tengsl milli uppvaxtaráranna á hæl- inu, þar sem Ruth var talinn ófor- betranlegur, og erfiðleikanna sem hrjáðu hann í hversdagslífinu seinna á lífsleiðinni. Handrit John Fusco gerir bæði goðsögninni á vell- inum skil, sem og lífi hennar utan vallar, og gerir það vel. Auðvelt er að benda á sigurvegara myndarinnar. John Goodman fer á kostum í hlutverki Babe Ruth. Hann leikur þetta barn í tröllslíkama frá- bærlega og fipast hvorki innan vall- ar né utan. Aðrir leikarar em í alger- um aukahlutverkum og mynda bara hringinn í kringum Babe Ruth. Trini Alvarado er að vísu nokkuð góð í aukahlutverki. Leikstjórinn, Arthur Hiller, hefur aðallega gert miðlungsgamanmynd- ir fram að þessu. Hann var á hátindi feriis síns 1970, þegar hann var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir Love Story, eina af mestu vasaklúta- myndum sögunnar. Hiller gerir þó vel með þessari mynd sem er hans besta í langan tíma. Það er óhætt að mæla með The Babe sem er fínasta afþreying og skilur smávegis eftir sig þar að auki. Örn Markússon.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.