Tíminn - 12.12.1992, Qupperneq 15

Tíminn - 12.12.1992, Qupperneq 15
Laugardagur 12. desember 1992 Ttminn 15 r Agangur af sandi Stefán Júlíusson: Ástir og örfok, skáldsaga. Bókaútgáfan Björk, 1992. Þessi nýja skáldsaga Stefáns Júlí- ussonar, sem höfundur las raunar í útvarp í fyrra, er sérstæð um það að segja má að helsta viðfangsefni hennar sé jöfnum höndum gamalt og nýtt. Þar segir frá ungum bú- fræðikandidat, sem nýkominn er heim frá námi í landgræðslu, og hefur stundað það nám bæði aust- an hafs og vestan. Sagan gerist á kreppuárunum svokölluðu, fyrir heimsstyrjöldina, og heimkominn lendir söguhetjan, sem Ármann heitir, beint inn í vægast sagt um- deilt verkefni. Þar er um að ræða lagningu landgræðslugirðingar í sveit hér sunnanlands og deilur sem um það mál rísa. Áfok sands er þar langt komið með að eyðileggja búsældarlega jörð, og landgræðslustjóri vill bregðast til varnar með því að girða af það svæði, sem er í mestri hættu, og loka því fyrir sauðfjár- beit á meðan landið sé að jafna sig. Bóndinn á jörðinni er andvígur þessu, að því er virðist af einni saman þröngsýni og stundarhags- munum, og verður það hlutskipti söguhetjunnar ungu að leggjast á sveif með landgræðslustjóra í mál- inu. Svo óheppilega vill hins vegar til að bóndinn á unga og fjallmyndar- lega dóttur, sem raunar er öðrum ætluð, en með henni og Ármanni takast heitar ástir. Vitaskuld verða þar ýmis ljón í veginum, bæði hreppstjórinn, sem stúlkan er ætluð, og tryggð henn- ar sjálfrar og skyldurækni við föð- ur sinn og jörð hans. En þessi sér- kennilega og tvíþætta togstreita, annars vegar um ástina og hins vegar um vamirnar gegn sandin- um, em meginuppistaða spenn- unnar í sögunni. Málið er nefnilega að hafi menn ferðast hér um hálendið og fylgst með umræðunni nú undanfarið um uppblásturinn og sauðfjárbeit- ina þar, þá verður þessi saga býsna nálæg okkur í samtímanum, þó að svo sé látið heita að hún gerist fyr- ir einum sex áratugum. Þarna tog- ast á tvær kynslóðir, annars vegar gamli tíminn, sem ekki sér hætt- una sem því er samfara að ofbjóða Stefán Júlíusson. landinu, og hins vegar sá nýi sem sér hina brýnu þörf á að bregðast við aðsteðjandi vanda. Að þessu leyti má segja að saga Stefáns Júlíussonar eigi erindi til nútímamanna. Vel má vera að enn séu til ýmsir á meðal bænda og talsmanna þeirra, sem sjái ekki nógu skýrt þörfrna á því að standa vörð um landið, láta það ekki fjúka burt. Þó má vera að ekki sé í sög- unni hamrað á því af nægilegu afli að vitaskuld er það sérhverjum bónda í hag að varðveita gróður- lendið sem öll afkoma stéttar þeirra byggist á. Ef eitthvað er, þá má setja út á þann eindæma þvergirðingshátt sem bóndinn hér í sögunni er lát- inn sýna. Bændur eru vitaskuld upp og ofan, eins og aðrar stéttir, en sjálfum hefur mér þó virst að þeir geri sér upp til hópa fulla grein fyrir þeirri hættu sem af- komu þeirra allri geti stafað af of- beit á landinu. Meðal annars er skammt síðan ég las mjög skyn- samlega skrifaða grein eftir bónda norður í landi, þar sem hann gerði mjög skilgóða grein fyrir þeim arði sem hann hafði aflað búi sínu með því að afgirða, bera á og rækta tiltekinn hluta af beitarlandi sínu. Og trúa mín er að þannig hugsi flestir skynsamir bændur nú á dögum. Því er eiginlega varla trúandi að jafn greindur og skilvirkur bóndi og sá sem hér er lýst hafi ekki séð það, sem haldið er fram í sögunni, að hvíld frá sauðfjárbeit og mark- viss ræktun væri eina færa leiðin til þess að yfirleitt væri hægt að halda áfram sauðfjárbúskap á jörð hans. Og ég sé ekki betur en að boðskap- ur Stefáns Júlíussonar hér, um að verjast þurfi með öllum ráðum gegn ágangi sands og uppblásturs á gróið land, eigi alveg jafn vel við í dag og fyrrum. Að þessu leyti er saga hans markviss og þörf áminn- ing til fólks nú á dögum, þótt hann kjósi að tímasetja hana upp undir mannsaldur aftur í tímann. Eysteinn Sigurðsson % ...alltaftilað atvinnu KRAKKAR - KRAKKAR Skíðagallar..........frá kr. 4.900,- Ungbarnagallar ......frá kr. 2.900,- Peysur...............frá kr. 1.200,- llt á ykkur fyrir jólin 0-14 ára '5% staðgr.afsláttur af öllu. Sendum í póstkröfu. í KRINGLUNNI S 689811 í HVERAFOLD S 676511 Sigurbjörn Einarsson tök saman Þessi bók hefur að geyma íslenskar og erlendar tilvitnanir, - fleyg orð úr ýmsum áttum. Bókinni er skipt í 40 efnisflokka. Dæmi: Líf og lífssýn - Fjölskyldan - Ástin - Ættjörðin og móðurmálið - Reynsla og sorg - Listir og menntun - Æskan - Ellin - Guð - Bænin - Hamingjan - Satt og ósatt - Uppeldi - Gleði og gaman. Orð til íhugunar og dægradvalar. Verð: 2.450 kr. SETBERG Freyjugötu 14, sími 91 17667 VEL MÆLT Nærrí 2000 innlend og erlend spakmæli og tilvitnanir til íhuganar og dægradvalar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.