Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. janúar 1993 Tíminn 3 íslaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavík- ur, segir að ákvæði sem bannar afslátt á sölulaunum sé í lATA-regl- um sem hún undirritaði fyrir tveimur mánuðum: Fara Flugleið- ir með rangt mál um IATA- reglurnar? „Ég skrifaði undir IATA-samning 18. nóvembcr 1992, þ.e. iyrir rúmum tveimur mánuðum síðan, og þetta ákvæði er í þeim samningi. Ég hef enga tilkynningu fengið um að þessum nýgerða samningi hafi verið breytt. Mér ber að fara eftir þeim reglum sem gilda,“ sagði Islaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Perðaskrifstofu Reykjavíkur, en nýlega ákvað fjármála- ráðuneytið að gera samning við fjórar feröaskrifstofur sem fela í sér afslátt á sölulaunum. íslaug og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar, segja þessa samninga brot á reglum IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga; ferðaskrifstofum sé ekki heimilt að gefa afslátt á sölulaunum. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, hefur fullyrt að IATA hafi breytt reglum sínum og fellt niður allar hömlur flugfélaga á ráðstöfun ferðaskrifstofa á söluþóknun þeirra frá flugfélögum. Flugfélögin sem aðild eiga að IATA hafi komið sér saman um að breyta túlkun IATA- reglnanna. íslaug segir að þessi full- yrðing komi sér mjög á óvart. Hún muni krefjast þess að Einar sýni op- inberlega þær breyttu reglur sem hann sé að vísa í. Hún segir það með öllu óskiljanlegt ef reglum IATA hafi verið breytt og forsvarsmenn ferða- skrifstofa hér á Iandi eins og Ld. Helga Jóhannssyni, formanni Félags íslenskra ferðaskrifstofa, hafi ekki verið tilkynnt um það. íslaug sagði að á meðan sér yrðu ekki sýndar þessar IATA-reglur sem Einar vísar til efaðist hún um að Einar færi með rétt mál. „Ég tel að við höfum nálgast þetta íslandsmót í dönsum ísiandsmeistaramótið í gömlu dönsunum og rokld fer fram á sunnudaghw í íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu. í gömlu dönsunum er keppt í sjö aldurshópum barna og fullorðinna en í rokki er keppt í fjórum. Samtals eru um 340 pör skráð til keppni eða 680 einstaklingar. Keppnin hefst kl. 11:00 að morgni og stend- ur þrotlaust til 19:30 að kveldL Það er Dansráð íslands sem heldur keppnina en íþróttafé- lagið Haukar sér um salar- kynni og veitingar. verkefni á afskaplega jákvæðan hátt. Við töldum að þama yrði heiðarlega unnið og svöruðum þess vegna heiðarlega og af samviskusemi þeim fyrirspurnum sem lagðar voru fyrir okkur. Við gerðum heiðarlegt tilboð, bæði gagnvart okkur sjálfum, þeim sem við höfum samninga við og ráðuneytunum sem við vorum að bjóða okkar þjónustu. Hvað höfúm við upp úr því? Ekkert. Okkur er ekki einu sinni svarað," sagði íslaug. íslaug sagðist ekki eiga von á öðru en þetta mál yrði rætt í Félagi ís- lenskra ferðaskrifstofa. Ferðaskrif- stofumar yrðu að hafa það á hreinu í framtíðinni eftir hvaða reglum þeim bæri að starfa. íslaug sagði að það væri mjög furðulegt af ríkisvaldinu að gera samning til tveggja ára sem væri brot á þeim EES-samningi sem fyrir lægi. Flestir reiknuðu með að EES- samningurinn tæki gildi á næstu mánuðum. Umsóknarfrestur um stöðu veður- stofustjóra rann út í vikunni en alls sóttu sjö manns um starfið, allir karlmenn. Það em Trausti Jónsson, Haraldur Ólafsson, Markús Á. Einarsson, Magnús Jónsson og Þór Jakobsson veðurfræðingar, Hallgrímur Magn- ússon læknir og Sigurjón Sigur- jónsson verkfræðingur sem sækja um. íslaug sagði að í útboði, eða því sem hún vildi frekar kalla fyrirspum fjármálaráðuneytisins til ferðaskrif- stofanna, væri sagt að ráðuneytin sjálf myndu versla við ferðaskrifstof- umar á grundvelli þeirra tilboða sem fengjust. Ekkert hefði verið tal- að um að fjármálaráðuneytið ætti að velja sumar ferðaskrifstofur og úti- loka aðrar. Þá segir hún framkomu ráðuneytisins við ferðaskrifstofúm- ar gagnrýnisverða. Ráðuneytið hafi ekki einu sinni haft fyrir því að senda ferðaskrifstofunum svar held- ur hafi þær heyrt um niðurstöðu mála í fjölmiðlum. „Ferðaskrifstofumar hafa í mörg ár kvartað yfir þeirri söluþóknun sem þær fá frá Flugleiðum. Við eigum í miklum erfiðleikum með að reka skrifstofumar fyrir þessa þóknun. Það hefur verið reiknað út að við þyrftum að fá 13-14% söluþóknun fyrir að selja farmiða fyrir Flugleiðir en við fáum bara 9%. Miðað við þá lágu söluþóknun sem er í gildi á maður bágt með að skilja hvernig ferðaskrifstofúr eins og Úr- val-Útsýn og Ferðaskrifstofa íslands geta slegið 2-3% af fargjaldasölunni. Forsvarsmenn þessara ferðaskrif- stofa hafa kvartað jafnmikið yfir þessari lágu söluþóknun og aðrir fé- lagsmenn í Félagi íslenskra ferða- skrifstofa," sagði Islaug. -EÓ Það er Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra sem ákveður hver hreppir hnossið en eins og kunnugt er lætur Páll Bergþórsson af embætti um næstu áramót sökum aldurs. Hins vegar má búast við að ráðherra ráði í stöðuna von bráðar því ætlunin er að hinn nýi veðurstofustjóri taki fullan þátt í þeirri endurskipulagn- ingu sem unnið er að á starfsemi stofnunarinnar. -grh Starf veðurstofustjóra: SJÖ SÓTTU UM STARFIÐ Frá og með 1. febrúar n.k. verður opnunartími mjólkurbúðarinnar i MBF sem hér segir: Mánudaga til og með fostudögum er opið frákl. 09:00 tilkl. 18:00. Athugið að opið er í hádeginu. Laugardaga er opið frá kl. 10:00 til kl. 13:00. Munið nýju veisluþjónustuna. Pantið með fyrirvara! Mjólkurbú Flóamanna m ffi ALMENNimGNAR VIÐ HÖFUM ENDURSK0ÐAÐ LEIÐAKERFIÐ Ný leiðabók tekur gildi laugardaginn 30. janúar 1993 ■< ; . * Flýtt um 4 mínútur Akstri á stofnleið kerfisins, leið 140 og öllum tengdum leiðum, hefur verið flýtt um fjórar mínútur. Þetta er gert til að ná betri tengingu á Laugavegi við eftirtaldar leiðir SVR sem fara í austurhluta borgarinnar: Leið 4 um Sæbraut (tengist atvinnusvæði Sundahafnar og Elliðavogs) Leið 10 um Árbæ Leið 12 um Breiðholt Leið 15 um Höfðabakka og Grafarvog Leið 141 ekur nú um Listabraut og tengist þannig Kringlunni. Leiðum í Mosfellsbæ hefur verið breytt þannig að virka daga á veturna ekur innanbæjarvagn, sem tengist leið 170 við Háholt. Leið 142 ekur nú um Álfaskeið í Hafnarfirði og um Dalveg í Kópavogi. Innanbæjarleið í Garðabæ, leið 51, hefurverið endurbætt og liggur nú um Hæðahverfi. Til hamingju, ágætu farþegar! Tilraunin með næturakstur, leið 149, hefur tekist vonum framar og verður fram haldið. Almenningsvagnar bs. hófu akstur í ágúst 1992. Fargjöld hafa ekki hækkað frá upphafi. Á sama tíma hefur bensínverð hækkað um 15 %. Það borgar sig að taka strætó - það er engin spurning Nýja leiðabókin fæst á miðasölustöðum AV Laugardaginn 30. janúar gefum við öllum farþegum með AV leiðabók til kynningar Upplýsingasími 642517 QöQPn □ n ALMENNINGSVAGNAR ■brú milli bvggða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.