Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. janúar 1993 Tíminn 5 Tímamynd: Aml BJama Atvinnusti vinnslan Jón Kristjánsson skrifar ast við það að laða að sér Qármagn til íjárfesting- Mesta vandamál þjóðarinnar um þessar mundir er vaxandi atvinnuleysi. Allt síðasta ár var sýnt hvert stefndi, og hefur verið jafn stígandi í spám þeirra stofnana sem hafa það að atvinnu að gera sér grein fyrir horfunum. Skilaboð stjómvalda til stjómenda fyrirtækja eru þau að sameina þau og hagræða, sem þýðir í flestum tílfellum að fólki fækkar. Jafnfiamt hefur sú stefna stjóm- valda ríkt, að þeir sem ekki bjarga sér sjálfir feri á hausinn, verði gjaldþrota, og nú síðast fyrir nokkrum dögum var forsætísráðherra að flytja þann boðskap á fúndi á Akureyri að nokkur fyr- irtæki í sjávarútvegi yrðu gjaldþrota á næstu vikum. Það hefúr vissulega ferið minna fyrir umræðum um hvert á að beina því fólki sem missir atvinnuna, og hvaða leiðir em til nýsköp- unar í atvinnulífinu, sem mundi leiða til fleiri atvinnutækifera. Staðan 15. desember og 19. janúar Þann 15. desember síðastliðinn mættu fúlltrú- ar frá Þjóðhagsstofnun á fúnd fjárlaganefndar Alþingis. Þá bókaði ég í minnisbók mína eftír- ferandi setningu: .Atvinnuleysisspáin er í endurskoðun. Verður sennilega fyrir ofan 4% á næsta ári. Þetta hefúr áhrif á ýmislegt annað.“ Rúmlega mánuði seinna, eða þann 19. janúar síðastliðinn, gaf Þjóðhagsstofnun út endur- skoðaða áætlun um efnahagshorfúr á næsta ári og þar stendur eftirfarandi setning um atvinnu- horfun , Atvinnuhorfúr á þessu ári em óhagstæðar. At- vinnulausum fiölgaði um 2100 manns ffá upp- hafi tíl loka árs. fdesember síðastliðnum vom 6100 manns skráðir atvinnulausir eða sem svar- ar 4.8% af mannafla. Líklega ágerist atvinnu- leysið enn á næstu mánuðum, en dregur svo úr því með vorinu. Atvinnuástand er venjulega verst á þessum árstíma. Engu að síður má bú- ast við miklu atvinnukysi aSt árið og spáir Þjóðhagsstofnun að það verði að meðattali um 5%. Það er því deginum Ijósara að atvinnuleysi er orðið eitt af biýnustu viðfangsefnum hag- stjómar hér á landL“ (Leturbreyting múi). Vítahringur Að matí Þjóðhagsstofnunar, sem hefúr verið varferin í spám sínum, hafa horfúr versnað sem svarar 1% á aðeins einum mánuði. Eins og ég bókaði í minnisbók mína í desember hefur þetta áhrif á „ýmislegt annað“. Þetta minnkar veltu í þjóðfélaginu, hefúr keðjuverkandi áhrif í þjónustu og viðskiptum, þar á meðal á tekjur ríkis- sjóðs, og veldur beinum út- gjaidavanda hjá atvinnuleysis- tryggingarsjóði upp á um 600 milljónir króna. Þessi mál eru í vítahring, sem ekki verður séð að barist sé gegn með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Endimörk vaxtarins? Ég minnist þess að þegar ég fór að fylgjast að marki með umræðum um þjóðmál og atvinnu- mál fyrir tveimur áratugum eða svo, kepptust menn við að gefa yfirlýsingar um að sjávarút- vegur væri kominn að endimörkum vaxtarins og það þyrftí ekki að reikna með atvinnuaukn- ingu þar. Iðnaður og þjónusta yrði að taka við því fólki sem út á vinnumarkaðinn kæmi á næstu áratugum. Þetta hefúr gengið eftír hvað þjónustuna varðar. Mikil aukning hefur orðið í þjónustugreinum, og margir telja hana um of. Hins vegar blasir sú ískyggilega staðreynd við að almennur iðnaður hefúr ekki vaxið, og vemleg- ir erfiðleikar em nú í orkufrekum iðnaði, þótt vonandi sé þar um sveiflur að ræða. Erlend Qárfesting Ég hef fengið tíl þess tækiferi á síðasta ári að sitja fúndi á alþjóðavettvangi þar sem þingmenn frá Evrópuþjóðum, Bandaríkjunum og Kanada bám saman bækur sínar um eftiahagsmál og hlýddu á fyrirlestra um þau eftii. Eitt skilja þess- ir fúndir eftín Allar nágrannaþjóðir okkar kepp- ar, hvar sem það er að finna. Hér á landi er oft rætt um erlenda fjárfestingu. Mér finnst hins vegar umræðan vera á þann veg að slík tækifæri komi upp í hendumar á okkur. Kraftar opinberra aðila, svo sem markaðsskrif- stofú iðnaðarráðuneytisins, hafa í ríkum mæli beinst að leit að stóriðjukostum. Mér er ekki kunnugt um að skipulega hafi verið unnið að því að leita samstarfe við er- lenda aðila um fjár- magn eða tækni- þekkingu í minni eða meðalstómm fyrirtækjum á okkar mælikvarða. Það sjást þess merki nú að hugar- farsbreytíng sé að verða í þessum efnum, og vonandi mælir Þórar- inn Þórarinsson hjá Vinnuveitendasambandinu fyrir munn sinna umbjóðenda, þegar hann ræð- ir um nauðsyn þess að stofna markaðsskrifstofu sem sinni þessum þætti betur. Fjárfestingar í sjávarútvegi Það er þjóðarsamstaða um að halda sjávarút- veginum fyrir utan fjárfestíngarírelsið, þó að kratar séu að halda fúndi um annað. Það er ein- faldlega vegna þess að sjávarútvegurinn er þvílík stærð í efnahag okkar íslendinga að fjárfesting- ar erlendra aðila í honum gætu í raun svipt okk- ur umráðaréttí yfir auðlindinni. Það hefúr verið fjárfest mjög mikið á þessu sviði á undanföm- um árum, og atvinnugreinin hefúr tekið mikl- um breytingum. Ein af þeim er ffystítogaravæðingin, sem kost- ar mikla fjármuni og hefur verið mjög umdeild. Það er ekki sfet vegna áhrifanna á atvinnuna í landi. Landverkafólki þykir það eðlilega blóðugt að horfa upp á tómar fiskvinnslustöðvar, þegar búið er að flytja vinnsluna út á sjó. Oft koma upp þær raddir að við svo búið megi ekki standa, og það þurfi að setja skorður við þessari vinnslu og banna flutning ísfisks úr landi. Fullvinnsla eða framhalds- vinnsia Ég hef oft fúrðað mig á því hvað litlar umræð- ur eru um það í sjávarútveginum og hjá al- menningi í landinu hvort möguleikar eru á því að fullvinna afurðir af ftystítogumm í stærri stíl hérlendis. Sjófrystur fiskur er í hæsta gæða- flokki sem hráefni, og það verður mjög erfitt að keppa við hann í gæðum. Mér segja fróðir menn að sjóftystíng sé algengasta aðferð við veiðar í veröldinni. Ég held að ffystítogaramir séu komnir tíl þess að vera, en auðvitað þyrfti að þróa til þess aðferðir að nýta betur það hráefrii sem fer í hafið aftur við vinnslu útí á sjó. Hvað gera sölu- og hagsmunasamtökín? Sú spuming er áleitín hvort hin sterku hags- muna- og sölusamtök í sjávarútvegi hafi sinnt þeim málum sem skyldi að efla rannsóknir og samráð um sem mesta fúllvinnslu í landinu. Það er tvímælalaust þeirra hlutverk að hafa for- ustu í slíku, og í ljósi síðustu ffétta um fjárhags- lega stöðu þessara samtaka ættí þeim ekki að verða skotaskuld úr því að gera átak í þessu efni, þótt það kostaði einhveija fjármuni. íslensk fyrirtæki bæði í iðnaði og sjávarútvegi gjalda þess að litlu fjármagni hefúr verið varið tíl rannsókna og markaðsstarfsemi. Þar kemur tíl slæm staða margra fyrirtækja, og einnig hef- ur ríkið varið takmörkuðum íjármunum tíl rannsókna. Þama er mjög aðkallandi verkefni í sjávarútvegi, að koma afurðum ffystítogaranna, þessu úrvals hráefni, til frekari vinnslu innan- lands. Þetta er stórmál varðandi atvinnusköpunina í landinu. Eins og nú standa sakir er þetta hráefni unnið frekar erlendis, þótt vafalaust feri einhver hluti af því beint tíl neytenda. Samráð útgerðaraðila, forsvarsmanna fisk- vinnslunnar og samtaka sjómanna er ekki síst nauðsyn í þessum efnum, og að það ríki sá ásetningur að vinna fiskinn sem mest innan- lands. Til þess að svo megi verða þuría þessir að- ilar að stííla saman krafta sína, það gætí leitt til framfara og atvinnusköpunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.