Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. janúar 1993 Tíminn 9 lón skammt frá. Að sögn frétta- manna voru Tamílar þessir sak- lausir af stuðningi við skæruliða. Giskað er á að um 25.000 manns hafi verið drepnir í stríðinu það sem af er. S.l. ár féllu samkvæmt einni frétt um 1200 stjórnarher- menn og um 3000 skæruliðar. Þetta byrjaði ekki í gær, frekar en margt annað álíka. Singalesar eru taldir hafa flutt sig út á Sri Lanka, sem á Vesturlöndum var lengi þekkt undir nafninu Ceylon, þetta fimm til sex hundruð árum f.Kr. Á síðustu öldunum fyrir upphaf tímatals okkar byrjuðu Tamílar að sækja að þeim frá Suður-Indlandi. Alla tíð síðan, í rúmlega tuttugu aldir, hafa samskipti þjóða þessara verið mikil, vinsamleg stundum eða öðrum þræði, en oft fjandsam- leg. Tamílsk ríki syðst á Indlandi reyndu jafnan að leggja Singalesa undir sig og tókst það stundum að meira eða minna leyti. Hetjur sögu og sagna hjá Singalesum eru öðr- um fremur konungar og kappar sem unnu frægðarverk gegn Ta- mflum. Gamalgróin hámenning Báðar þessar þjóðir hafa gamal- gróna hámenningu, sem er að tals- verðu leyti sú sama hjá báðum; báðar tilheyra þær indversku menningarheildinni. Báðar þjóðir hafa frá fornu fari haft mikil sam- skipti við aðrar þjóðir og tekið við miklu af áhrifum utan frá. í lönd- um þeirra voru snemma viðkomu- stöðvar fyrir verslunina milli Aust- ur- og Vestur-Asíu. íslam, sem 8% eyjarskeggja aðhyllast, barst til Ce- ylon með íslömskum kaupsýslu- mönnum frá Arabfu og Indlandi, sem margir settust þar að. Og í næstum 400 ár hafa Singalesar og Tamflar verið í nánum sambönd- um við Evrópu. Fyrst komu Portú- galar til Ceylon, lögðu undir sig strandhéruð þar og gáfu núverandi höfuðborg, Colombo, nafn það er hún enn hefur, síðan Hollendingar Premadasa: reynir aö giröa stríöið af. og loks Bretar, sem lögðu undir sig eyna alla. Um 8% landsmanna eru kristnir eftir þá tíð og ófáir þar af Evrópumönnum komnir, sérstak- lega Portúgölum sem voru öðrum hvítum mönnum viljugri til blóð- blöndunar við innfædda. Margir af- komenda þeirra eyjarmanna, sem tóku við kaþólsku af Portúgölum, heita portúgölskum nöfnum. Bæði Singalesar og Tamflar eru stoltir af sögu sinni og menningu og þótt ýmislegt sé líkt með þeim er annað ólíkt. Tamflar á Ceylon og í Suður-Indlandi voru frá fornu fari virkir í alþjóðlegu versluninni sem fram fór um hlaðið hjá þeim, en Singalesar héldu sig mest við rís- rækt og komu sér upp til þess ágætum áveitukerfum. Alþjóðlega verslunin, sem fór fram um hafnir eyjarinnar og var í árþúsundir mikil vegna legu hennar, var lengi í höndum múslíma og síðan Evr- ópumanna. Teplantekrur, fólks- fjölgun Á 19. öld hófu Bretar að rækta te o.fl. í stórum stíl á plantekrum á Ceylon. Reglubundin dagvinnan við það féll Singalesum illa, en Ta- mflum sæmilega. Varð það til þess að Bretar fluttu inn fjölda af þeim síðarnefndu frá Suður-Indlandi til starfa á plantekrunum. Við þann LTTE-skæruliöi, fallinn indverskur hermaöur: íhlutunin á Sri Lanka kostaöi fíajiv Gandhi lífiö. fólksinnflutning fjölgaði Tamflum á eynni um meira en helming. Eftir að Ceylon varð sjálfstætt ríki 1948 kastaðist fljótt í kekki með Singalesum og Tamflum. Af ástæð- um má nefna þjóðernishyggju Singalesa, sem magnast hafði í sjálfstæðisbaráttu gegn Bretum, og aukinn trúarhita singalesískra búddatrúarmanna sem upphaflega hafði beinst gegn evrópskum kristniboðum. Tamflar brugðust við fyrií'ætlunum stjórnvalda um að gera singalesísku að helsta op- inbera málinu í stað ensku með því að krefjast sjálfsstjórnar. Illindi út af þessu, sem um síðir urðu að stríði, mögnuðust við efnahags- vandræði, sem að talsverðu leyti stöfuðu af gífurlegri fólksfjölgun. Á s.l. hálfri öld hefur íbúatala eyj- arinnar þrefaldast. Fyrstu stríðsárin fengu LTTE og aðrir tamflskir skæruflokkar stuðning frá Tamflum norðan Palksunds, en þeir eru þorri íbúa fylkisins Tamflnadú. Leyniþjónusta svæðisstórveldisins Indlands hjálp- aði skæruliðum einnig. 1987 lét stjórn Sri Lanka undan kröfum Rajivs Gandhi, þáverandi forsætis- ráðherra Indlands, þess efnis að Ta- mílar á eynni fengju sjálfsstjórn. í staðinn sendi Rajiv her út á eyna til að berja niður þá skæruliða, sem ekki gerðu sig ánægða með það. Kona með blóm Sennilega vonaði Rajiv að þetta endaði með því að Sri Lanka yrði indverskt fylgirfki og að virðing hans sjálfs ykist. En LTTE krafðist fulls sjálfstæðis og snerist gegn Indlandsher, sem missti á annað þúsund manna í skærum við tí- grana, náði engu taki á óvininum og framdi hryðjuverk á óbreyttu fólki tamflsku. Þannig nauðguðu indverskir hermenn fjölmörgum tamflskum konum. Indlandsstjórn óttaðist að hún væri að koma sér þarna upp „Víetnamstríði" og flutti her sinn norður yfir sund eftir þrjú ár. 21. maí 1991, er Rajiv var staddur á kosningafundi skammt frá Madr- as, færði kona ein honum blóm og hneigði sig fyrir honum um leið. Við það sprakk sprengideig er vafið hafði verið um konuna miðja. Fórst Rajiv þar og margir aðrir. Efri hluti líkama konunnar hvarf gersamlega við sprenginguna. Höf- uðið kastaðist hinsvegar marga metra í burtu og fannst nokkurn- veginn í heilu lagi. Auðveldaði það rannsókn málsins. í ljós kom að konan var tamflsk og frá Sri Lanka. Hún var ein af þeim sem indverski herinn hafði nauðgað. Flóttamenn fjár- magna Að Indlandsher förnum tóku Sri Lankastjórn og LTTE til þar sem frá var horfið við sitt stríð. Stjórn- in hefur þráboðið Tamílum sjálfs- stjórn, sem frelsistígrar vísa á bug og taka ekkert í mál nema fullt sjálfstæði. Auk skæruhernaðar minna þeir á sig öðru hvoru með sjálfsvígsárásum í líkingu við til- ræðið við Rajiv. í mars 1991 réðu þeir Ranjan Wijeratne varnarmála- ráðherra af dögum með bfl- sprengju í miðri Colombo. Ekki alls fyrir löngu laut Clancy Fern- ando aðmíráll, æðsti maður sjó- hers eyríkisins, sömu örlögum í umferðarþvarginu mitt í höfuð- borginni. Öryggið er sem sé ekki algert utan stríðssvæðisins. Bardagamóður er sagður lítill í stjórnarhernum, enda þótt her- menn séu launaðir í betra lagi. Svo margir strjúka úr hernum að her- stjórnin hefur ekki undan að fylla skörðin með nýliðum. Tígrar eru af fréttum að dæma ólíkt vígreifari, enda þótt stjórnvöld Indlands og Tamflnadú tækju fyrir hjálp til þeirra frá Tamflum norðan Palk- sunds eftir morðið á Gandhi. Tígr- ar kváðu bæta sér það upp að nokkru með fjárstuðningi frá Ta- mílum á Vesturlöndum, þ.á m. í Danmörku þar sem þeir urðu Schlúter að fótakefli. FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Halldór Jón Jónas Karen Erla Almennir stjórnmálafundir á Austurlandi Þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austurtandi boða til almennra stjómmálafunda I kjördæminu sem hór segir á timabilinu frá 31. janúar til 11. febrú- ar. Reyðarfiröi: I Verklýðshúsinu sunnudaginn 31. jan. ki. 16.00. Eskiflrði: I Slysavarnafélagshúsinu 31. jan. kl. 20.30. Neskaupstað: f Egilsbúð mánud. 1. febr. kl. 20.30. Stöðvarfirði: Félagsheimilið þriðjud. 2. febrúar kl. 20.30. Breiðdalsvfk: Hótel Bláfell miðvikud. 3. febrúar kl. 20.30. Höfn: Framsóknarhúsið fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.30. Bakkafiröi: Miðvikudag 10. febrúar kl. 20.30. Vopnafirðl: Fimmtudag 11. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Atvinnumál — stjómmálaviöhorfið — staða EES- samningsins. Ailir eru velkomnir á fundina. Nánar auglýst á viökomandi stöðum. Athugið breytt- an fundartlma á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Fundarboðendur Félagsvist á Hvolsvelli Spilum sunnudaginn 31. janúar og sunnudaginn 14. febraar kl. 21.00. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Framsóknarvist — Reykjavík Framsóknarvist verður spiluð n.k. sunnudag 31. jan. I Hótel Lind, Rauðarárstig 18, og hefst kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun, karla og kvenna. Finnur Ingólfsson alþingismaður flytur stutt ávarp I kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Brautarholt á Skeiöum Alþingismennimir Jón Helgason og Guðni Ágústsson boða til fundar um stjórnmálaviðhorfið að Brautarholti mánudaginn 1. febrúar kl. 21.00. Guðni Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 30. janúar n.k. frá kl. 10.30 - 12.00, að Hafnarstræti 20, 3. hæð, mætir Finnur Ingólfsson og ræð- ir stjómmálaviðhorfið. Fulltrúaráðlð Finnur Vesturland Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður og Siguröur Þórólfsson varaþingmað- ur verða með fundi um stjómmálavið- horfið og málefni héraðsins á eftirtöld- um stööum: Mánudagur 1. febr. n.k.: I Logalandi kl. 14.00 og I Lyngbrekku kl. 21.00. Mlövikudagur 3. febr. n.k.: I Félags- heimilinu Suðurdölum kl. 14.00 og I Breiöabliki kl. 21.00. Flmmtudagur 4. febr. n.k.: I Röst, Hellissandi. kl. 21.00. Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Opinn fundur um EES og stjómmálaviöhorfið I dag, verður haldinn miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20.30 aö Hafnargötu 62. Framsögumenn: Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir. Fjölmenniö. Allir velkomnir. Stjóm Fulltrúaráðs Norðurland vestra .Austur-Húnvetningar Almennur stjómmálafundur verður haldinn á Hótel Blönduósi mánudaginn 1. febrú- ar kl. 21.00. Frammælendur: Páll Pétursson, Stefán Guömundsson, Elfn Llndal. Skagstrendingar Verðum til viðtals á Hótel Dagsbrún mánudaginn 1. febr. kl. 16.00-18.00. Páll Pétursson alþlngismaður, Stefán Guðmundsson alþingismaður. Norðurlandskjördæmi vestra Almennur stjómmálafundur verður haldinn I Miðgarði 2. febrúar kl. 21.00. Frammælendur: Steingrimur Hermannsson, Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir. Vestur-Húnvetningar Almennur stjómmálafundur veröur haldinn I Vertshúsinu, Hvammstanga, miöviku- daginn 3. febrúar kl. 21.00. Frammælendur. Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Elln Llndal. Hofsós Verðum til viðtals I Félagsheimilinu á Hofsósi fimmtudaginn 4. febraar kl. 16.00- 18.00. Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson. Siglfirölngar Almennur stjómmálafundur verður haldinn I Suðurgötu 4 fimmtudaginn 4. febrúar. Frammælendun Páll Pétursson, Stefán Guömundsson, Elln Lindal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.