Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 30. janúar 1993 Eyríkið sri lanka er meðal þeirra landa sem stundum hejrrist líkt við paradís. Vera kann að einhveijir telji það eiga nokkuð vel við um suður- og vesturhluta eyjarinnar, sem er rúmlega 65.000 ferkílómetrar að stærð. Þar ganga efnahagsmálin frekar vel, eftir því sem gerist í þriðja heiminum. Sú velgengni stafar ekki hvað síst af því að Sri Lanka er meðal eftirsótt- ustu ferðamannalanda. í augum túristanna er land- ið fagurt og frítt, hitabelt- isloftslag er þar og gróður að því skapi og svali utan af hafí til að draga mátu- lega úr hitanum. Mikið er af stórfenglegum og fal- legum byggingum og merkilegum rústum til að láta mynda sig hjá, ffíar eru til taks til að fara á bak, góð hótel og frábærar baðstrendur sem pálmar slúta yfír. Og aðkomu- mönnum fínnst fólkið geð- fellt og þægilegt í um- gengni. Ferðamanna- straumur Borgarastríðið þarna, sem staðið hefur í áratug, fældi ferðamennina frá um tíma. En um síðir komust stjórnvöld, undir forustu Ranas- inghe Premadasa forseta, að þeirri niðurstöðu að stríðinu yrði ekki lokið um fyrirsjáanlega framtíð. Síðan hefur stjórnin leitast við að að einangra stríðssvæðin, Norður- fylki og Austurfylki sem eru tæp- lega þriðjungur eyjarinnar að flat- armáli. Annarsstaðar á eynni er reynt að láta sem stríðið sé ekki til, þar er fjárfest og talsvert fjör er þar f efnahags- og atvinnulífi. Þetta hefur tekist svo vel að nú streyma ferðamenn að eins og var fyrir stríð. S.I. ár komu um 350.000 er- lendir ferðamenn í fríi, meirihlut- inn frá Vesturlöndum, til Sri Lanka, eða næstum eins margir og 1982, síðasta friðarárið. Líka er orðið nokkuð um að fólk frá kald- ari löndum dveljist á sólskinseyju þessari allan veturinn. Sex vikna dvöl þar kvað kosta eitt- hvað um 60.000 ísl. krónur fyrir manninn. Á friðarhluta eyjarinnar er þorri íbúa Singalesar. Sú þjóð talar mál náskylt hindí og öðrum indversk- um tungum af indóevrópskum stofni. Mikill meirihluti lands- manna eru af því þjóðerni. Trú flestra Singalesa er búddasiður af Theravada- greininni. Á norður- hluta eyjarinnar eru íbúar hins- vegar flestir Tamflar og þeir eru einnig fjölmennir, þó í minnihluta, á austurströndinni. Tamflar tala dravídamál og eru hindúar að trú. Þeir eru um 18% landsmanna, sem eru alls um 18 eða 19 milljónir. Frclsistígrar í Norður- og Austurfylki er ástand- ið allmjög á annan veg en annars- staðar á eynni. Þar hefur fjöldi Tamílar sem bátftóttamenn: þeir hafa flúiö strlöiö I hundruöþúsundatali til Indlands og Vesturlanda. Ekkert lát á yfir 2000 ára viðureign Singalesa og Tamíla: ÞJÓÐARHREINSUN þorpa lagst í eyði, borgir eru á sömu leið og atvinnulífið dregst upp. Vegir þar eru flestir ekki leng- ur ökufærir. Norðurfylki hefur stjórnin afskrifað að þvf marki að á landabréfum fyrir ferðamenn er það ekki sýnt nema sem hvítur flekkur. Stríðsaðilar eru stjórnarherinn, singalesískur að mestu eins og stjórnin sjálf, og tamflskur skæru- liðaflokkur sem nefnist Tamil Ee- lam-frelsistígrar (Eyjan heitir Ee- lam á tamflsku), skammstafað á ensku LTTE. Flokkur þessi berst fyrir því að stofnað verði á Sri Lanka sjálfstætt tamílskt ríki, er nái yfir um 40% eyjarinnar. Hafa tígrar Norðurfylki þegar að mestu á sínu valdi og eru staðráðnir í að ná Austurfylki líka, þótt meirihluti fbúa þar séu Singalesar, kristnir menn og múslímar, sem ekki vilja heyra til tamflsku ríki. Fylki þetta reyna tígrar nú að tryggja sér með gamalli og nýrri hernaðaraðferð, er upp á síðkastið er farið að kalla „þjóðarhreinsun". Holdtekja Maós Leiðtogi LTTE heitir Vellupillai Prabhakaran og telur sig vera holdtekju Maós Kínaformanns. Skæruher hans segja sumir frétta- menn ekki síður grimman en Rauða kmera í Kambódíu og Send- ero Luminoso í Perú. Liðsmenn eru flestir unglingar eða jafnvel á barnsaldri og er það ekkert eins- dæmi. Því heyrist fleygt að margir þeir foringjar, er stunda stríð og hryðjuverk, vilji helst hafa liðs- menn sína sem yngsta. Eftir slík- um leiðtogum og fleirum heyrist haft að hermenn á barnsaldri séu einkar hlýðnir og trúir yfirmönn- um sfnum, enda engir einlægari í trúnni á „málstaðinn" og í aðdáun á foringjum. Þeir séu og viðbragðs- fljótari og snarari í snúningum en fullorðnir menn og óttalausir með afbrigðum. Enda sé fólk á þeim aldri, hafa einhverjir sagt, ekki meira en svo farið að skynja fylli- lega að það geti dáið. Hvað sem því líður fer orð af frelsistígrum sem geigvænlegum bardagamönnum. Af mörgum dæmum er ljóst að ófáir f þeim hópi hika ekki við að fórna lífinu, sé þess talið við þurfa. Þeir, sem LTTE-liðar hafa á illan bifur, eiga þaðan af síður af þeim vægðar von. Stjórnarherinn er á höttunum eftir skæruliðum meðan bjart er, en þorir ekki út úr stöðvum sínum eftir að niðdimm hitabeltisnóttin er gengin í garð. Þá eru tígrarnir athafnasamastir. Flokkar þeirra, stundum hundruð manna í hverj- um, koma þá fram úr fylgsnum sfnum úti í frumskógi og ráðast á þorp Singalesa og múslíma. í þeim árásum drepa tígrar hvert manns- barn, sem þeir ná. í einu sveita- þorpinu, Palliyagodella, drápu þeir þannig nýlega á einni nóttu um 200 múslíma. Stríð þjóða, tróar- bragða Ætla má að talsverður hluti Ta- mfla á Sri Lanka sé beinlínis hlynntur tígrunum og styðji þá eft- ir því sem þeir geta og þora. Tamíl- ar þar lítt eða ekki hrifnir af LTTE eru kannski fleiri, en margir þeirra trúlega enn andsnúnari hinum singalesíska stjórnarher. Hér er sem sé um að ræða stríð milli Singalesa og Tamfla, stríð milli þjóða og trúflokka, eins og víðar. Támflar sem kynnu að vilja andæfa tígrunum eiga ekki hægt um vik, því að þeir hafa ekki teljandi þolin- mæði með þjóðbræðrum sínum, sem eru annarrar skoðunar en þeir um eitthvað. Á Jaffnaskaga hafa tígrar þannig fangabúðir með þús- undum „öðruvísi hugsandi“. Stjórnarherinn á og drjúgan hlut að hryðjuverkum í stríði þessu og stundum er svo að heyra á fréttum að fáir Tamílar séu öruggir fyrir honum. í byrjun mánaðarins skutu hermenn í víggirtri bækistöð skammt frá Jaffna til bana 14 Ta- mfla, sem voru á leið á bátum yfir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.