Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardaginn 30. janúar 1993 Breiðfirðingafélagiö verður með félagsvist sunnudaginn 31. jan. kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Félag eldri borgara í Reykjavík Sýningar á Sólsetri falla niður um helg- ina vegna veikinda. Félagsmenn geta fengið aðstoð við skattskýrslugerð. Sunnudag: Bridge kl. 13 og félagsvist kl. 14. Dansað í Goðheimum kl. 20. Lög- fræðingur félagsins er við á þriðjudag. Panta þarf tíma. Mánudag: Opið hús f Risinu kl. 13-17. Fræösluerindi í Neskirkju Næstu sunnudaga mun sr. Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Hins ís- lenska biblft félrgs, flytja yfirlitserindi um Biblíuna, upptök, aldur og ritun. Fyrsta erindið verður á morgun, sunnu- daginn 31. janúar, og hefst að lokinni guðsþjónustu eða kl. 15.15 í safnaðar- heimili Neskirkju. Fríkirkjan í Reykjavík Laugardag: Flautudeildin í Safnaðar- heimilinu kl. 14. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 11. Miðvikudag: Morgunandakt kl. 7.30. Organisti Violeta Smid. Fimmtudag: Aðalfúndur kvenfélagsins f Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Cecil Har- aldsson. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 31. janúar ki. 14 verður danska kvikmyndin lohannes’ hemmel- ighed sýnd f Norræna húsinu. Myndin segir frá Jóhannesi sem er 9 ára gamall. Foreldrar hans eru nýskilin og um tíma lifir hann og hrærist í eigin æv- intýraheimi. En hann á líka vinkonu sem heitir Jesú og er alltaf í gúmmístígvélum og með bakpoka. Þau tvö bralla ýmislegt saman og lenda f mörgum skemmtileg- um ævintýrum. Þetta er kvikmynd ætluð bömum á öll- um aldri og er hún tæplega ein klsL að lengd með dönsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Afmælisár og Ijóð vikunnar í Norræna húsinu Á þessu ári er aldarfjórðungur liðinn frá þvf að Norræna húsið hóf starfsemi sína og verður þess minnst með margvísleg- um hætti á afmælisárinu. Norræna hús- ið var opnað 24. ágúst 1968 og hefur fyr- ir löngu sannað gildi sitt fyrir norræna samvinnu og sem menningarmiðstöð í Reykjavík, þar sem í boði er fjölbreytt dagskrá og sýningar allt árið um kring. Bókasafn hússins og kaffistofa laða einn- ig til sín gesti á öllum aldri, jafnt inn- lenda sem erlenda. Eitt af þeim atriðum, sem verða á dag- skrá á aftnælisárinu, er ljóð vikunnar eft- ir norrænt ljóðskáld og verður ljóðið birt á sérstakri töflu í anddyri Norræna húss- ins. Síðastliðinn laugardag 23. janúar, var þetta gert í fyrsta skipti. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var beðin um að velja fyrsta Ijóð vikunnar og fyrir val- inu varð ljóð Snorra Hjartarsonar Land þjóð og tunga úr Ijóðabókinni Á Gnita- heiði sem kom út 1952. Næsta ljóð vikunnar velur Marita Peter- sen, sem hefur nýlega tekið við embætti forsætisráðherra Færeyja, en hún var áð- ur menntamálaráðherra. Síðan velja ýmsir gestir Norræna húsinu Ijóð vik- unnar og ætlunin er að þeir, sem verða í sviðsljósinu hér heima og erlendis, velji norrænt Ijóð vikunnar og verður það, eins og fýrr segir, birt á töflu f anddyri Norræna hússins. Tvær sýningar í Nýlistasafn- inu í dag, laugard. 30. janúar, kl. 15 verða opnaðar tvær myndlistarsýningar f Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b, í Reykjavfk. Á effi hæðum safnsins sýnir Þór Vigfús- son þrivíð verk á gólfi og á veggjum. Hér er um að ræða hugmyndir og útfærslur á tæmingu forma og lita. Að þessum hlut- um hefur Þór unnið á undanfomum ár- um. Birgir Andrésson sýnir á fyrstu hæð safnsins útfærslur á því er hann nefnir „Lestur". „Lestur" er einn þáttur af mörgum und- ir samheiti hugmynda og verka hans, sem hann hefur kosið að kalla „Nálægð". En það er sú nálægð eigin veruleika, arf- leifðar og menningar. „Lestur" fjallar um ýmsar hugmyndir og ályktanir um öðruvfsi möguleika á formum, táknum og letri til aukins skilnings á því víðfeðma fyrirbæri er við köllum „að lesa“. Sýningamar standa til 14. febrúar og eru opnar daglega frá 14-18. Öðruvísi bókamarkaður í Norræna húsinu Bókasafh Norræna hússins hefur nú verið opnað aftur, en þar var lokað fyrstu þrjár vikur ársins vegna málningarvinnu og annarra viðgerða. Bókakostur safnsins hefur verið grisjað- ur til þess að rýma fyrir nýjum bókum og verður efnt til bóksölu um helgina, þar sem fólki gefst kostur á að eignast bæk- umar gegn vægu gjaldi. Mikið er um fræðirit ýmiss konar, en auk þess er tals- vert af skáldritum og bamabókum. Bæk- umar eru að sjálfsögðu flestallar eftir norræna höfunda. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíkrar bóksölu í Norræna húsinu, en það var fyrst gert fyrir þremur árum. Auk bókanna verða seldar sýningar- skrár og plaköt frá sýningum sem haldn- ar hafa verið í húsinu. Bóksalan verður haldin í anddyri Nor- ræna hússins f dag, Iaugardaginn 30. janúar, og stendur hún frá kl. 10 til 18. Gömlu meistararnir í Gallerí Borg Nú stendur yfir sýning á verkum gömlu meistaranna í Galleri Borg við Austur- völl. Á sýningunni eru verk eftir marga af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Má þar nefna Jóhannes S. Kjarval, Jón Stef- ánsson, Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal, Finn Jóns- son, Jón Engilberts og Ásgrim Jónsson. öll verkin eru til sölu, en töluverð sala hefur verið á myndum undanfarið og er greinilegt að fólk er í auknum mæli farið að líta á verk gömlu meistaranna sem góða fjárfestingu. Sýningin stendur til 12. febrúar og er opin alla virka daga frá kl. 14 til 18. Sjónþing Bjarna H. Þórarins- sonar í Gallerí 11 í dag, laugardaginn 30. janúar, kl. 17 opnar f Gallerí 1 1, Skólavörðustíg 4a, Sjónþing eftir Bjama H. Þórarinsson sjónháttafræðing. Yfirskrift þingsins, sem er hið fjórða sinnar tegundar, en .Áfangi á leið til Vísiakademíu". Á sjónþingi kynnir og sýnir höfundur ýmsar nýjungar í myndlist og heimspeki. Má þar nefna helstar: vísfólist, nýja stefnu og stíl, og Benduheimspeki. Ferskasta nýjungin, sem verður burðar- ás þingsins, verður ný grein, Vísimynd- unarfræði, er spannar raunsvið sjónhátt- arfræðinnar. Samhliða henni kemur fram í dagsljósið nýjungin „vísimyndrit". Vísíólist og Vísimyndunarfræði greina frá nýrri hugsun og nýjum skilningi á sviði sjónmennta. Höfundur er frum- kvöðull nýs isma, „vísíóalisma", í mynd- list Við opnun þingsins les listamaður- inn steftiuyfirlýsingu (manifest) Bendu- heimspekinnar. Dagskrá þingsins hefst með þingleikum kl. 17, yfirskrift þeirra en Listahátíð munnvatns og mælgi, — í formi fyrir- lestra, þingkvæsa, gjöminga, ojpera, lýsistrýta og tónspilverka með þátttöku þinggesta-Iistamanna. Sjónþing stendur yfir dagana 30. janúar til 11. febrúar, opið daglega frá kl. 14-18. ÞriAju tónleikar Kammer- músíkklúbbsins Þriðju tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins á 36. starfsári 1992- 1993 verða sunnudaginn 31. janúar 1993 kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Flytjendur verða TWó Reykjavíkur, en það eru Halldór Haralds- son á píanó, Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Gunnar Kvaran á knéfiðlu. Á efnisskránni en TVíó nr. 1 fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í d-moll, op. 63, eftir Robert Schumann, samið 1847. TVíó fyrir pfanó, fiðlu og knéfiðlu í a- moll, op. 50, eftir Piotr Tchaikovski, samið 1882. Félagar Kammermúsíkklúbbsins geta tekið unglinga úr fjölskyldum sfnum með sér á tónleika klúbbsins gegn 100 króna aðgangsgjaldi. 33L ^^^^^^^^^^^FfNG(/V/ZDAC(Ð/FGC(F*9 ÉGERVWMR. BA/DC/F^HI ffJTJ/fM/SZMAfDJDF///ft ÁAÐ(JETAFE//TBA/DúVC' F//VSOQÞákÍZ//f(? JV /DFA7HZFFFFTC/ ÞÁ7 OCGEFT/JANNSZONA ) FFFAA//A ÓBOD/VA GFST/ ‘ ^ ZF//CB//RDA AFÞFSSC//A/VD/ /DKSMSAt/AM ©1986 King Po.ilures Syndtcalo. Inc World nghls roservod 6688. Lárétt 1) Fisk. 6) Öfl. 10) Tveir eins bókstaf- ir. 11) Bókstafur. 12) Yfirhafnir. 15) Hláka. Lóðrétt 2) Klampa. 3) Sykruð. 4) Handföng. 5) Óx. 7) Pípa. 8) Hest. 9) Dýra. 13) Orka. 14) Glöð. Ráðning á gátu no. 6687 Lárétt 1) Umbun. 6) Riddari. 10) Öl. 11) Ók. 12) Klambra. 15) Þræll. Lóðrétt 2) MMD. 3) Una. 4) Frökk. 5) Eikar. 7) 111. 8) Dóm. 9) Rór. 13) Aur. 14) Ból. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka f Reykjavik frá 29. janúar tll 4. febrúar er I Reykjavfkur Apóteki og Borgar Apóteki. Það apó- tek sem fyrr er nefnt annast eltt vðrsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudðgum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sima 18880. Neyöarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Slmsvari 681041. Hafnarflörður Hafnartjaröar apótek og Norðurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum ftá Id. 9.00-18.30 og tf skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-1200. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöid-, nætur- og heigidagavörslu. A kvöidin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til Id. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-1200 og 20.00- 21.00. A öörum timum er lyfjafraeðingur á bakvakt Upplýs- ingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavikur. Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., heigidaga og almenna fridaga Id. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 16.00. Lokað I hádeginu milli kl. 1230-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö 51 kl. 18.30. Opiö er á laug- ardögum og sunnudögum Id. 10.00-1200. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga tl kl. 18.30. A laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. Id. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kL 9.00-18.30, en laugardaga Id. 11.00-14.00. 29. janúar1993 kl. 9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....63,170 63,310 Steríingspund........95,671 95,883 Kanadadollar.........49,719 49,829 Dönsk króna.........10,3139 10,3367 Norskkróna...........9,3440 9,3647 Sænsk króna..........8,7776 8,7971 Finnskt mark........11,6228 11,6486 Franskur franki.....11,7591 11,7852 Belgiskur frankl.....1,9339 1,9382 Svissneskur franki ....43,2345 43,3304 Hollenskt gyllini...35,3963 35,4747 Þýskt mark..........39,8235 39,9117 ftölsk líra.........0,04258 0,04267 Austurrískur sch.....5,6622 5,6747 Portúg. escudo.......0,4386 0,4396 Spánskur peseti......0,5579 0,5591 Japanskt yen........0,50896 0,51009 irskt pund..........104,496 104,727 Sérst. dráttarr.....87,5340 87,7280 ECU-Evrópumynt......77,6549 77,8270 HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. janúar 1993. Mánaðargreiðslur Elli/örorkulifeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329 1/2 hjönallfeyrir............................11.096 Full tekjutrygging ellillfeyrisþega..........29.036 Full tekjutrygging öroriculifeyrisþega.......29.850 Heimilisuppbót................................9.870 Sérstök heimilisuppbót........................6.789 Bamalifeyrir v/1 bams........................10.300 Meðlag v/1 bams .............................10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1bams................. 1.000 Mæöralaun/feöralaun v/2ja bama................5.000 Mæðtalaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða..............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur12mánaða ..............11.583 Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329 Dánarbætur i 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæðingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga.............. 10.170 Daggrelðslur Fullir fæöingardagpeningar...................1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpenirtgarfyrir hvetl bam á framfæri ....142.80 28% tekjutryggingarauki (láglaunabæhir), sem greiðist aðeins i janúar, er inni i upphæöum tekjutryggingar, heimílisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. 30% tekjutryggingarauki var greiddur I desember. Þessir bótafiokkar eru þvi heldur lægri I jartúar en I desember.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.