Tíminn - 13.02.1993, Page 2

Tíminn - 13.02.1993, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 13. febrúar 1993 Rannsóknir á mosum sýna að iðnaðarmengun er mun minni hér á landi en á meginlandi Evrópu: Evrópskrar iönaðarmengun- ar gætir á Suðausturlandi Mælingar á þungmálmum í mosa hér á landi sýna að meiri þung- málmamengun mælist á Suðausturiandi en í öðrum landshlutum. Astæðan er loftmengun frá þéttbýli og iðnaði á meginlandi Evrópu. Rannsóknin sýnir ennfremur að fínna má allmikið af þungmálmum í mosum hér á landi sem rekja má til uppblásturs landsins. Borgþór Magnússon, sérfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, segir rannsóknirnar staðfesta að mengun sé mun minni hér á landi en t nágrannalöndunum. Hann segir mjög mikilvægt að við endurtökum þessar mælingar og fylgjumst þannig með mengun hér á landi. Frá þessum rannsóknum var sagt á ráðunautafundi í Búnaðarfélagi íslands sem nýlega er lokið. Með því að rannsaka mosa má fá góðar upplýsingar um mengun í andrúmslofti. Ástæðan er sú mosar hafa lítið sem ekkert varnarlag á yfirborði og blöð þeirra eru aðeins eitt frumulag að þykkt. Þung- málmar jafnt sem næringarefni eiga því tiltölulega greiða leið inn f mosana en mosar fá mestan hluta nauðsynlegra efnasambanda með úrkomu. Efnasamsetning mosa endurspeglar því mjög vel hrein- leika þess andrúmslofts sem um þá hefur leikið. Árið 1990 var gerð viðamikil rannsókn á mosum á Norðurlönd- unum, í Eystrasaltslöndunum og í Rússlandi. Niðurstaða rannsóknar- innar er að mun meira er af þung- málmum í mosum á suðurhluta söfnunarsvæðisins en norðurhlut- anum. Mikil mengun var á afmörk- uðum svæðum nærri mengandi at- vinnustarfsemi. Mest var mengun- in á Kólaskaga í Rússlandi. Á íslandi fannst allmikið af þung- málmum í mosum sums staðar á landinu. Ástæða þess er þó ekki sú að hér sé svo mikil loftmengun frá iðnaðarsvæðum. Ástæðan er upp- blástur landsins. Á móbergssvæð- inu mældist talsvert mikið af þungmálmum í mosum, málmum eins og járni, kadmíum, kopar, krómi, nikkeli og vanadíum. Þetta svæði fylgir eldvirkni. Jarðvegur á því er mjög öskublandinn og þar eru helstu uppblástursvæði lands- ins. Minnst finnst af þungmálmum í mosum sem teknir voru á Vest- fjörðum. fslensku sýnin reyndust innihalda minna af blýi og sinki en sýni frá hinum löndunum en þessir málm- ar gefa best til kynna iðnaðar- mengun. Nokkur hækkun á blý- innihaldi kom fram í sýnum frá sunnanverðum Faxaflóa og frá suð- austurhluta landsins. Bflamengun skýrir aukna mengun við Faxaflóa en mengunin á Suðausturlandi er líkast til komin frá meginlandi Evrópu. Hækkað blýmagn mælist á því svæði landsins þar sem úr- komusamast er og nálægðin er jafnframt mest við meginland Evr- ópu þar. Ekkert bendir til að þessi áfoks- mengun sé skaðleg fyrir búfénað. Það hafi engin eitrun mælst í fóðri og sama megi segja um þær mæl- ingar sem gerðar hafa verið á kjöti. Hátt í 4.000 mótmæla háhýsinu í Hafnarfirði: Byrjað á umdeildu háhýsi í Hafnarfirði Guömundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfíröi tók í gær fyrstu skófíustunguna að mjög umdeildu háhýsi í miðbæ Hafnar- fjarðar. Byggingin á að hýsa hótel og verslanir. Samtök þeirra sem mótmæla hinni fyrirhuguðu byggingu hafa safnað hátt í 4.000 und- irskriftum. „Ég segi ekki neitt um það fyrr en ég hef fengið undir- skriftimar í hendur og þá verður tekið efnislega á mótmælunum,“ segir Guðmundur. Eins og kunnugt er sendi Arkitekta- félag íslands frá sér álit á fyrirhugð- uðum framkvæmdum. Þar kemur fram að félagið telur að „kringlur" eigi heima í útjaðri bæja en ekki í miðbæjum. Um þetta segir Guð- mundur Ámi: „Ég þakka áhuga arki- tektanna á Hafnafirði. Ég vænti þess að fleiri sveitarfélög njóti þeirra hlunninda að arkitektar gefi ein- stökum mannvirkjum og skipulags- uppdráttum einkunnir vítt og breitt um landið. Að öðru leyti læt ég mér fátt um finnast og er efnislega alger- lega ósammála þessu viðhorfi," segir Guðmundur. Hann bendir á reynslu Reykvíkinga þar sem verslun í mið- borginni hafi verið hverfandi með tilkomu Kringlunnar sem hafi drep- ið niður líf í miðbænum. „Við erum hér þvert á móti að færa líf í miðbæ- inn,“ segir Guðmundur. Hann bætir við að gert sé ráð fyrir bílageymslu undir húsinu þannig að ekki verði um neinar bflastæðabreiður að ræða eins og Arkitektafélag íslands talar um í áliti sínu. „Ég vil ljúka sérstöku lofsorði á að ráðist skuli í þessa stóru fram- kvæmd nú þegar vælið og volið í þjóðfélaginu er með slíkum endem- um að enginn gerir neitt. Bæjaryfir- völd styðja þessa viðleitni til að brjótast út úr kyrrstöðunni. Þetta einstaka stóra verkefni kemur til með að skapa mikla vinnu,“ segir Guðmundur. Fjárhagsleg staða hlutafélagsins sem stendur fyrir framkvæmdunum hefur verið gagnrýnd. „Þessir verk- takar standa ekki á veikari fjárhags- legum grunni en gengur og gerist og ég ber fullt traust til þeirra," seg- ir Guðmundur. Hann bendir á að þetta hlutafélag hafi byggt hús í miðbænum sem ekkert hafi verið undan að kvarta. -HÞ Vonskuveður sunnan- og vestanlands: Rafmagnsleysi í þrumuveðri Eldingu sló niður í eldingavara í Ingu. Veðrið hélt svo áfram yfír Hafnarfírð! síðdegis í gær með vestanvert landið og var fólk beð- þeint afleiðingum að rafmagni ið um að festa vel allt lauslegt. sló út af öllu Reykjavíkursvæð- Nokkurt tjón vegna fjúkandí inu í tæpa klukkustund, byggingarefnis og lausavamings Mikið vonskuveður gekk yfír hafði orðlð á böfuðborgarsvæð- landið sunnan- og vestanvert í inu þegar blaðið fór í prentun f gær. Því fylgdu miklar þrumur gærkvöidi. og eldingar ásamt úrhellisrign- -HÞ „Þessi rannsókn sýnir að þung- málmamengun eða loftmengun frá iðnaði eða þéttbýli hér á landi virð- ist vera mjög lítil. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin mælist hér langminnst af blýi og sinki. Blýið kemur aðallega frá bfl- um. Við erum hins vegar hæstir í járni og vanadíum sem eru skaðlít- il efni. Þau eru bundin berggrunni okkar og þessu áfoksryki,“ sagði Borgþór. Fyrirhugað er að endurtaka þess- ar mælingar árið 1995 en í fram- tíðinni er ætlunin að gera þær á fimm ára fresti. Borgþór sagði mjög mikilvægt að við yrðum með þá. Þessar mælingar gæfu góðar upplýsingar um mengun í and- rúmslofti og hvernig hún breyttist. Óvissa ríkti hins vegar um fjár- mögnun rannsóknanna. Norræna ráðherranefndin kostaði rannsókn- ina 1990 að mestu leyti. Ekkert liggur enn fyrir hvernig rannsókn- irnar 1995 verða fjármagnaðar. Jón Agnar Eggertsson. JÓN AGNAR ER LÁTINN Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgamess, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík síðast- liðinn fímmtudag, aðeins 47 ára að aldri. Jón Agnar var fæddur í Borgar- nesi 5. janúar 1946. Hann var for- maður Verkalýðsfélags Borgar- ness frá árinu 1974 til dauðadags. Hann var kosinn í miðstjóm Al- þýðusambands íslands árið 1976 og átti þar sæti síðan. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Alþýðusambandið og var gjaldkeri þess um árabil. Undir forystu Jóns Agnars stóð Verkalýðsfélag Borg- amess fyrir öflugu félags- og fræðslustarfi og hafði Jón Agnar forgöngu um ýmis mál innan verkalýðshreyfingarinnar. Jón Agnar sat í hreppsnefnd Borgarneshrepps á árunum 1974 til 1986 fyrir Framsóknarflokk- inn. Hann var formaður Krabba- meinsfélags Borgarfjarðar frá 1990, átti sæti í stjórn Krabba- meinsfélags íslands frá 1992 og var mjög virkur í þjóðarátaki fé- lagsins árið 1990. Jón Agnar var mikill áhugamaður um neytenda- mál og átti stóran þátt í að koma á samstarfi milli Neytendafélags Borgarfjarðar og Verkalýðsfélags Borgarness, sem síðar varð fyrir- mynd að slíku samstarfi annars staðar. Jón Agnar átti sæti í rit- nefnd héraðsfréttablaðsins Borg- firðings frá stofnun blaðsins 1987 og sá um verkalýðssíðu blaðsins. Jón lætur eftir sig eiginkonu, Ragnheiði Jóhannsdóttur, tvo syni og aldraða móður. REIÐARSLAG FYRIR SMABATAEIGENDUR „Mér sýnist aUt stefna í það að við náum ekki fram okkar rétti nema í gegnum Alþingi og leggjum því traust okkar á löggjafarsamkund- una. Þá er í undirbúningi undirskrifta- söfnun gegn þessu enda hefur sím- inn á skrifstofúnni verið rauðgló- andi. Jafnt króka- og kvótamenn eru á einu máli um að krókaveiðamar verði ekki gefnar eftir og fyrir því verður barist," segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og annar af for- mönnum svokallaðrar tvíhöfða- nefndar sem vinnur að endurskoðun fiskveiðilaganna, staðfesti á fundi með smábátaeigendum í gær að meirihluti nefndarinnar vill að krókaleyfi smábáta verði afnumið og einnig tvöföldun línuafla. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátateigenda, segir að þessi skoðun meirihluta nefndarinnar sé reiðarslag fyrir smábátaeigendur. Hann segir að smábátasjómenn muni berjast gegn þessum áformum af fullum krafti enda sé nefndin þama á villigötum. Örn segir að ef þessi áform meiri- hluta nefndarinnar gangi eftir muni það hafa gríðarleg áhrif á lífsafkomu 1130 krókaleyfisbáta. Verði kvóti settur á sé grundvellinum kippt undan útgerð bátanna svo ekki sé minnst á þá fjölmörgu sem gera út á línu. í því sambandi má minna á að t.d. Vestfirðingar hafa verið að snúa sér í æ ríkari mæli að útgerð línubáta í stað hefðbundinnar togaraútgerðar og nýiasta dæmið þar er salan á Gylli IS á Flateyri og kaup Hjálms hf. á línubát frá Stöðvarfirði í stað- inn. Ennfremur hefur það færst í vöxt að gerðir séu út yfirbyggðir línubátar með sjálfvirkum beitning- arvélum. Helsta forsenda þessarar útgerðar er tvöföldun Iínuafla í nóv- ember, desember, janúar og febrúar. Helstu rök meirihluta tvíhöfða- nefndarinnar fyrir þessum breyting- um eru m.a. þau að það sé ekki hægt að einn bátaflokkur geti spilað frítt í kvótakerfinu á meðan aðrir þurfi að sæta ákveðnum takmörkunum. Þá mótmælir Smábátafélag Reykja- ness þessum áformum tvíhöfða- nefndarinnar og minnir á samþykkt og undirritun íslendinga og 177 ann- arra þjóða á sáttmála Ríó-ráðstefn- unnar um skyldur ríkja gagnvart smábátaeigendum. Jafnframt hafa 32 bæjar- og sveitarstjómir, fiskiþing ‘92, verkalýðsfélög og önnur hags- munafélög krafist þess að krókaveiði- leyfi og tvöföldun línuveiða verði var- anlega fest í sessi. -grh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.