Tíminn - 13.02.1993, Side 6
6 Tíminn
Laugardagur 13. febrúar 1993
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra:
HANDLAMA
en ekki hættur
lægri smásöluálagningu, þannig að
lyfjaverð á íslandi lækki til sam-
ræmis við það sem það er í löndum í
kringum okkur. Aukið frjálsræði í
lyfjaverslun innanlands þarf hins
vegar að eiga sér aðdraganda."
AÐ SPARA
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
segir að í sinni ráðherratíð hafí tekist að spara yfir tvo millj-
arða í heilbrigðiskerfinu. Hann hafnar því algerlega að við
höfum gengið of langt í því að auka kostnaðarhlutdeild
sjúklinga og bendir á að lyf og lækniskostnaður sé aðeins
1% af útgjöldum vísitölufjölskyídunnar. Þetta hlutfall sé
hærra í nágrannalöndunum.
Sighvatur hefur verið harðlega
gagnrýndur fyrir aðgerðir sínar í
heilbrigðismálum. Því hefur verið
haldið fram að þær séu handahófs-
kenndar. Það skorti alla yfirsýn í
heilbrigðismálum. Vaðið hafi verið
áfram án alls samráðs við þá, sem
vinna í heilbrigðiskerfinu, og menn
hafa sett fram efasemdir um að að-
gerðir Sighvats skili yfirleitt nokkr-
um sparnaði þegar til Iengri tíma er
litið. Aðeins sé verið að auka útgjöld
sjúklinga og þeirra sem þurfa á
stuðningi samfélagsins að halda.
Þessu vísar Sighvatur mjög ákveðið
á bug.
Við verðum að stöðva
sjálfvirkan vöxt út-
gjalda til heilbrigðis-
mála
„Við erum að fást við það sama og
allar þjóðir í V-Evrópu og N- Amer-
íku. Við erum að slást við mjög vax-
andi útgjöld í heilbrigðisþjónustu,
sem vaxa gersamlega án tillits tií
þess hvernig efnahagsástandið í
þjóðfélaginu er að öðru leyti. Sem
dæmi um hvað vöxturinn er gífur-
lega hraður get ég nefnt að í upphafi
níunda áratugarins vörðum við um
6,4% af landsframleiðslu til heil-
brigðismála. Nú, tíu árum seinna, er
þetta hlutfall komið upp í 8,4% og
stefnir í 10% í lok þessarar aldar, ef
ekkert væri gert. Heilbrigðisút-
gjöldin vaxa miklu örar en þjóðarút-
gjöldin og það segir sig sjálft að við
getum ekki setið hjá og horft á.“
Eigum við ekki samt sem áður að
stefna að því að veita hér áfram
fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu?
,Að sjálfsögðu. Bandaríkin veita
ekki fyrsta flokks heilbrigðisþjón-
ustu. Samt sem áður ver engin þjóð
jafnmiklu af tekjum sínum til heil-
brigðisþjónustunnar eins og Banda-
ríkin. Það er ekkert jafnaðarmerki
milli þess að heilbrigðisþjónustan sé
dýr og að hún sé góð.“
Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að
þig skorti alla yfirsýn í heilbrigðis-
málum í þeim aðgerðum sem þú
hefur beitt þér fyrir í heilbrigðismál-
um. Hverju svarar þú þessum ásök-
unum?
,J4enn hafa gagnrýnt okkur með
rétti fyrir að vera að gera miklar
breytingar. Ýmsar af þeim breyting-
um, sem við höfum verið að gera,
eru þess eðlis að það er full ástæða
til þess að gagnrýna þær, vegna þess
að þar er verið að gera breytingar
sem vissulega gera ráð fyrir að fólk
borgi meira. Það má gagnrýna. Hins
vegar er það ekki rétt að við höfum
ekki yfirsýn yfir það sem við erum að
gera. Við erum markvisst að stefna
að því að reyna að draga úr þessum
kostnaði á öllum sviðum — í lyfjum,
í læknisþjónustu og á sjúkrahúsum
— án þess þó að það dragi úr þjón-
ustu. Þetta hefur hins vegar skapað
mikið vinnuálag á fólki. En það hef-
ur tekist að spara.
Ég get nefnt sem dæmi að við gerð-
um mjög miklar breytingar til lækk-
unar á rekstrarkostnaði þriggja
sjúkrahúsa á landsbyggðinni, þar á
meðal sjúkrahúsinu á Blönduósi. Ég
fékk yfir mig skæðadrífu mótmæla-
samþykkta heiman úr héraði, m.a.
frá sveitarstjórnum, menningarfé-
lögum og kvenfélögum. Því var
haldið fram að við værum að leggja
sjúkrahúsið niður og sjúkraþjón-
usta við íbúa Blönduóss væri í
hættu. Niðurstaðan varð sú að
stjórn sjúkrahússins gekk á minn
fund skömmu fyrir jólin með það er-
indi að fá að ráðstafa rekstrarhagn-
aði af starfrækslu sjúkrahússins á
árinu. Niðurskurðurinn var ekki
meiri en svo, þó að hann væri mikill,
að sjúkrahúsið var rekið með hagn-
aði. Þannig hefur margt af því, sem
við höfum gert, tekist vel. Það hefur
hins vegar ekki allt gengið upp.“
Hvaða lyfjafræðingi
sem er verði heimilt
að opna apótek
Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að
vera endalaust að gefa út og breyta
reglugerðum. Var nauðsynlegt að
gefa út allar þessar reglugerðir?
„Það er fyrst og fremst í lyfjamálum
sem reglugerðirnar hafa verið marg-
ar. í sambandi við læknisþjónustuna
hafa reglugerðirnar ekki verið nema
tvær á þessum tveimur árum.
Af þessum fimm reglugerðum, sem
ég gaf út í lyfjamálum, eru bara
þrjár efnisbreytingar. Fyrstu reglu-
gerðinni, um hækkun á fasta-
greiðslu sjúklinga, var aldrei ætlað
að gilda nema í skamman tíma. Því
var lýst yfir að við stefndum að því
að fara yfir í hlutfallsgreiðslukerfi.
Til þess urðum við hins vegar að
breyta lögum. Við gáfum út tvær
regíugerðir sem breyttu þessari
reglugerð. Þar voru ekki á ferðinni
neinar umtalsverðar efnisbreyting-
ar, heldur leiðréttingar. Þær skipta
ekki meginmáli. Síðan höfum við
gert tvær efnisbreytingar. Við
breyttum yfir í hlutfallsgreiðslukerfi
og gerðum læknum skylt að geta
þess, þegar þeir skrifa lyfseðla, hvort
það eigi að afgreiða það Iyf sem þeir
vísa á, eða hvort heimilt sé að af-
greiða ódýrasta samheitalyf. Þetta
eru hvor tveggja miklar kerfisbreyt-
ingar, sem einnig er verið að hrinda
í framkvæmd í nálægum löndum.
Seinni breytingin gekk í gildi nú
um áramótin. Hún byggist á fyrri
reglugerð, en með þeirri breytingu
að það er sett lágmarksgreiðsla fyrir
lyf og jafnframt eru tveir lyljaflokkar
fluttir á milli greiðsluflokka."
Er fyrirhugað að breyta í grund-
vallaratriðum því kerfi sem við bú-
um nú við í lyfjamálum?
Já, það leiðir af sjálfu sér við aðild
okkar að EES. í tengslum við aðild
okkar að EES verður gerð sú breyt-
ing að þetta kerfi verður opnað. Sá,
sem hefur tilskilin réttindi til að
flytja inn lyf, getur flutt inn lyf fram-
hjá einkaumboðskerfinu og keypt
lyfin á því hagstæðasta verði sem
þau fást á. Það er mjög mismunandi
verð á lyfjum sama lyfjaframleið-
enda, eftir því til hvaða lands það er
selt. Það er t.d. allt annað og hærra
verð á lyfjum, sem seld eru til ís-
lands, heldur en á lyfjum sem seld
eru til Þýskalands. Með breyting-
unni verður samkeppni í innflutn-
ingi, vegna þess að einkaréttur um-
boðsmannanna til innflutnings
verður afnuminn. Frumvarp þessa
efnis liggur nú fyrir Alþingi og ég á
von á því að það verði afgreitt fljót-
lega.
Ég geri einnig ráð fyrir að auka
samkeppni í lyfjaverslun innan-
lands. Það má segja að þar sé í gildi
hálfgert einokunarkerfi. Ráðherra
tekur ákvörðun um það hvaða lyfsali
megi opna Iyfjaverslun og hvaða
héraði sé uppálagt að versla við
þann lyfsala. Þessu ætla ég að breyta
þannig að lyfjafræðingar, sem hafa
tilskilin réttindi, geti opnað lyfjabúð
ef þeir kjósa það sjálfir. Frumvarp,
sem felur í sér þessa breytingu, ligg-
ur nú fyrir stjórnarflokkunum og ég
vænti þess að þeir fallist á að styðja
það.
Tilgangurinn er að ná niður inn-
kaupsverði lyfja, fá lægri heildsölu-
álagningu, fá meiri samkeppni og
Mun beita mér fyrir
að gjaldtaka af krabba-
meinssjúklingum
verði samræmd
Nýverið hefur gjaldtaka á krabba-
meinssjúklingum verið harðlega
gagnrýnd. Þú hefur í því sambandi
vísað á stjórn Ríkisspítalanna og
sagt heilbrigðisráðuneytið hafa
hvergi komið þar nærri. En hafa
ekki stjómvöld gert Ríkisspítölun-
um að auka sértekjur sínar um 200
milljónir á þessu ári og eru þeir ekki
einfaldlega að bregðast við því?
„í sértekjuáætlunum Ríkisspítal-
anna, sem gengið er frá í fjárlögum,
er ekki gert ráð fyrir því að innheimt
séu gjöld af krabbameinssjúkling-
um. Þeim er gert að auka sértekjur
sínar á grundvelli þeirra sértekna
sem þeir hafa.
Það er rétt að ég hef engin afskipti
haft af þessu máli, en ég ætla mér að
hafa afskipti af því. Stjórn Rfkisspít-
ala tók þá ákvörðun um mitt ár í
fyrra að fella niður þá undanþágu,
sem þeir höfðu veitt krabbameins-
sjúklingum sem koma á göngu-
deildir spítalans. Sú undanþága hef-
ur ekki bara náð til gjaldtöku vegna
krabbameinslækninga af þessum
sjúklingum. Þeir hafa t.d. ekki þurft
að greiða fyrir röntgenmyndir. Þetta
var mjög gagnrýnt af öðrum sjúkra-
húsum, sem tóku göngudeildargjöld
af krabbameinssjúklingum.
Ríkisspítalarnir eru með mjög sér-
hæfðar krabbameinslækningar, þ.e.
geislameðferð. Þar er gert ráð fýrir
að fólk komi í nokkur skipti áður en
geislameðferð hefst og alloft eftir að
henni lýkur. Ef menn hefðu tekið
gjöld í hvert skipti, hefði þetta orðið
gríðarlega há upphæð. Yfirlæknir
krabbameinsdeildar Landspítalans
tók þá ákvörðun að fella þessa gjald-
töku niður og hóf viðræður við
stjórnendur Landspítalans um það
hvernig þessari gjaldtöku skyldi
hagað. Ég mun beita mér fyrir því að
þeíta verði samræmt, þannig að það
sé ekki verið að láta sjúklinga á
Landspítalanum borga eitthvað
annað og meira en sjúklingar gera
annars staðar og jafnframt að ekki
fari fram einhver gjaldtaka sem valdi
krabbameinssjúklingum einhverj-
um umtalsverðum kostnaði. Að því
er verið að vinna."