Tíminn - 13.02.1993, Side 7
Laugardagur 13. febrúar 1993
Tíminn 7
Á árunum eftir seinni heimsstyrj-
öld og alveg fram að níunda ára-
tugnum voru samfélögin í V-Evrópu
í mikilli uppbyggingu. Þar varð
gríðarleg tekjuaukning ár frá ári.
Reynslan sýndi að þeir, sem best
kunnu að fara með það fé til þess að
skapa þjóðfélög velferðar og sam-
hjálpar, voru jafnaðarmenn. Síðan
hafa þær breytingar orðið að þessi
gríðarlega tekjuaukning hefur
stöðvast. Því miður verður að segja
þá sögu eins og hún er, að jafnaðar-
mannahreyfingarnar hafa ekki stað-
ið sig eins vel í kreppunni. Þá verða
menn að breyta um aðferðir. Aðferð-
imar, sem dugðu á uppgangstímum,
þegar við höfðum nóg fé handa á
milli og spurningin snérist um
hvemig ætti að verja því með sem
bestum árangri fyrir samfélagið,
þær duga ekki á tímum samdráttar.
Þetta hefur orðið til þess að jafnað-
armenn hafa misst tiltrú í hverju
landinu á fætur öðru: í Bretlandi, í
Danmörku, í Þýskalandi og í Sví-
þjóð. Við íslenskir jafnaðarmenn
höfum séð þetta og teljum að það sé
okkar skylda að finna leiðir sem
samrýmast okkar hugmyndum um
samhjálp og velferð, ekki bara á tím-
um þegar vel gengur, heldur einnig
þegar illa gengur. Það er það sem við
emm að gera núna. Það er ekki vin-
sælt, en ég held að menn sjái það
eftirá að það var rétt.
Menn tala um að vandi íslendinga
sé mikill, en þegar flokksbræður
mínir í Svíþjóð fóru frá völdum
skildu þeir þannig við að hallinn á
ríkissjóði var 180 milljarðar af 400
milljarða heildarútgjöldum. Það
voru einnig skoðanabræður mínir
sem réðu ferðinni í Færeyjum. Fyrir
10 árum skulduðu Færeyingar ekki
neitt. Nú skulda þeir tvöfalt á við ís-
lendinga. Af þessu verða íslendingar
að læra. Óttast ekki að mér verði
hent út úr ríkisstjórninni
Ég held að eitt af því, sem hafi ver-
ið að íslenskum stjórnmálum, sé
hvað stjórnmálamenn hafa haft
miklar áhyggjur af sinni persónu. Ef
menn hafa of miklar áhyggjur af
sinni persónu, er hætt við að þeir
komi sér hjá því að taka ákvarðanir
sem nauðsynlegt er að taka við
stjómun á einu þjóðfélagi. Það er
Færeyjaleiðin. Ég vil ekki ásaka
neinn einn stjórnmálaflokk fyrir að
hafa verið á Færeyjaleiðinni. Fær-
eyjahugmyndafræðin hefur verið í
öllum flokkum á íslandi. Færeyja-
leiðin er einmitt sú að taka ekki erf-
iðar ákvarðanir, af því það er svo
óvinsælt."
Nú eru menn farnir að tala um
breytingar á ríkisstjóminni og fækk-
un ráðherra. Ert þú ekkert hræddur
um að þér verði einfaldlega skipt út-
af, til að bæta ímynd ríkisstjórnar-
innar?
„Ég er ekkert hræddur um að mér
verði skipt útaf. Ég hef traust minna
félaga í Alþýðuflokknum og í ríkis-
stjóminni og veit að ég nýt góðs
stuðnings forsætisráðherra. Við
ræðum mikið saman.
Ég er að vinna mjög erfitt verk og
ef mér tekst það, sem ég er að stefna
að, þá held ég að það verði margir
reiðubúnir til að þakka sér það, þó
að það séu ekki margir reiðubúnir
til að taka við skömmunum meðan
verið er að vinna verkið." -EÓ
Nú hefur hlutdeild sjúklinga í
kostnaði við heilbrigðisþjónustu
verið aukinn mikið í þinni ráðherra-
tíð. Telurðu að þú hafir gengið of
langt í því efni?
^Nei, ég tel svo ekki vera. Ef við
skoðum síðustu tölur frá Hagstof-
unni um útgjöld vísitölufjölskyld-
unnar, þá kemur í ljós að útgjöld
hennar vegna lyljakaupa eru 0,4% af
heildarútgjöldum hennar. Útgjöld
vísitölufjölskyldunnar vegna lækn-
isþjónustu em 0,6%. Útgjöld vísi-
tölufjölskyldunnar vegna hefðbund-
innar læknisþjónustu og lyfjakaupa
eru 1%. Útgjöld vegna tannlæknis-
þjónustu em hins vegar 1,4%, eða
50% meiri en samanlögð útgjöld
vísitölufjölskyldunnar vegna lækn-
isþjónustu og lyfjakaupa. Það að út-
gjöld vegna hefðbundinnar læknis-
þjónustu og lyfjakaupa em ekki
nema 1% af útgjöldum vísitölufjöl-
skyldunnar eftir allar hækkanimar
sýnir að íslendingar bera í þjónustu-
gjöldum mjög lítinn kostnað vegna
heilbrigðisþjónustu. Þetta er ein-
ungis þriðjungurinn af útgjöldum
vísitölufjölskyldunnar vegna áfeng-
is- og tóbakskaupa.
Handleggsbrotíð kostaði
mig aðeins 2.600 krónur
Læknisþjónusta á íslandi er mjög
ódýr. Við getum fengið heim til okk-
ar að næturlagi mann með margra
ára sérffæðimenntun. Við borgum
honum 1.000 krónur fyrir heim-
sóknina. Hvað fáum við mikla þjón-
ustu á öðmm sviðum fyrir 1.000
krónur? Eins og frægt er orðið braut
ég á mér handlegginn. Ég var skor-
inn af sérfræðingi með margra ára
menntun. Viðstaddur var sérfræð-
ingur í svæfingalækningum og fleiri
læknar og hjúkmnarfræðingar með
margra ára menntun. Ég borgaði
fyrir þá miklu þjónustu 2.600 krón-
ur. Segjum að þetta handarbrot
hefði orðið í bflslysi. Þetta gjald
hefði ekki einu sinni dugað til að
kaupa nýja lukt á bflinn minn. Ég er
ekki að bera þetta saman til að segja
að það sé jafnmikilsverð þjónusta að
gera við bfl og gera við mannslíkam-
ann. Ég er bara að segja að hin full-
komna þjónusta, sem við fáum í
heilbrigðiskerfinu, er mjög ódýr
miðað við aðra þjónustu sem við
borgum.
Það em ekki mörg lönd í veröldinni
þar sem sérfræðiþjónusta er jafn
ódýr og á íslandi. Fólk í millistétt,
sem þarf að leita til sérfræðings í
Bandaríkjunum nokkmm sinnum,
getur komist á vonarvöl. Hér er
þessi þjónusta mjög góð og ódýr og
fólk á að viðurkenna það.“ Hvað
hefúr þér tekist að spara mikið í
heilbrigðismálum í þinni ráðherra-
tíð?
„Sparnaðurinn hefur fyrst og
ffemst verið í sambandi við rekstur
stofnana og lyfjaútgjöld. Annars
staðar hefur ekki orðið spamaður.
Útgjöld til atvinnuleysistrygginga
hafa stóraukist, eins og kunnugt er.
Útgjöld vegna lífeyrisgreiðslna
munu aukast ár frá ári, einfaldlega
af því þjóðin er að eldast Þar verður
ekki hægt að lækka kostnað.
Útgjöld Tfyggingastofnunar vegna
lyfjamála hafa minnkað um 1.300
milljónir á tveimur ámm. Þar af er
lækkun vegna aðgerða, sem Guð-
mundur Bjamason beitti sér fyrir,
um 200 milljónir og aðgerða, sem
gerðar vom í minni tíð, um 1.100
milljónir. Þessi spamaður hefur
ekki færst alfarið yfir á sjúklinga.
Heildarlyfjareikningur þjóðarbúsins
hefur lækkað um 1.000-1.100 millj-
ónir, en reikningur sjúklinganna
hækkað um 200-300 milljónir.
Ég hef beðið Ríkisendurskoðun að
gera úttekt á þeim árangri, sem náð-
ist á spítölunum árið 1992. Að okkar
mati náðist að spara á sjúkrahúsum
og heilsugæslustöðvum um einn
milljarð. A sama tíma hefúr inn-
lögnum fjölgað, þannig að á þessum
tíma hefur orðið mikil framleiðni-
aukning á spftölunum.
Þessi spamaður hefur ekki náðst
fyrirhafnarlaust. Það er ljóst að
vinnuálag hefur aukist Ég tel því að
það sé ekki hægt að ganga öllu
lengra öðmvísi en að skerða þjón-
ustu.
Starfsfólkið á þessum stofnunum
hefur unnið mjög vel með okkur að
þessum rekstrarspamaði. Embætt-
ismenn ráðuneytisins og ég sem
ráðherra ræddum við alla stjómend-
ur sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva. Við fómm auk þess um land-
ið og ræddum við starfsfólk flestra
þessara stofnana. Við sendum út
spumingalista eftir þessar aðgerðir
þar sem við báðum fólk að tjá álit
sitt, hvað hefði tekist vel, hvað hefði
tekist illa og hvað mætti betur gera.
Ég er að fá þessi svör núna, hef þeg-
ar fengið nokkur hundmð svara.
Það hefur greinilega verið Iögð mik-
il vinna í þessi svör og í þeim kemur
margt fram sem ég vonast til að
muni nýtast okkur í framtíðinni.
Það er því alls ekki rétt að þessar að-
gerðir hafi verið gerðar án nokkurs
samráðs við starfsfólk í heilbrigðis-
kerfinu."
Jafnaðarmönnum í öðr-
um löndum hefur ekkí
tekíst að laga sig að
breyttum aðstæðum
Af einhverjum orsökum hefur það
farið svo að þú hefur í opinberri um-
ræðu verið gerður að nokkurs konar
blóraböggli fyrir allt það óvinsæla,
sem þessi ríkisstjórn er að gera. I
öllum þessum niðurskurði beina
menn gagnrýni sinni að þér, en ekki
fjármálaráðherra eins og maður
hefði talið eðlilegra. Er þér eitthvað
sérlega lagið að espa þjóðina upp á
móti þér og því sem þú ert að beita
þér fyrir?
„Nei, það held ég ekki. Ég er nátt-
úrlega að fást við einhver viðkvæm-
ustu mál sem hægt er að fást við á
niðurskurðartímum. Menn segja
kannski ekki margt, þó að dregið sé
úr löggæslukostnaði. Þeir, sem
starfa við löggæslu, mótmæla, en al-
menningur segir ekki mikið.
Ég er með viðkvæmasta málaflokk-
inn í ríkisstjóminni, þ.e. málefni
þeirra sem eru veikir og þeirra sem
þurfa á stuðningi tryggingakerfisins
að halda. Það er þvf mjög eðlilegt að
ég lendi mjög í sviðsljósinu.