Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 10

Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 10
10 Tíminn Laugardagur 13. febrúar 1993 Helgl Pétursson, markaðsstjóri Samvinnuferöa-Landsýnar. Vinsælt aö fara til Flórída og írlands HEILSUGÆSLUSTÖBIN Á ÍSAFIRBI Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Lausar stöður Óskum að ráða nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: Við heimahjúkrun: Hjúkrunardeildarstjóra, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og/eða aðstoðarfólk. Við heilsugæslu: Hjúkrunardeildarstjóra Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri (Þórunn) í síma 94-4500 alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Ferðir til Flórída og írlands telur Helgi Pétursson, markaðsstjóri Samvinnuferða Landsýnar, vera meðal vinsælli páskaferða í ár. Hann segir að verð áferðum sé svipað og var i fyrra. Tfmamynd Aml BJarna. Helgi telur að leiðir landans muni að öllum líkindum liggja víða um páskana. Fyrir utan Flórída og ír- íand nefnir hann sérstakar páska- ferðir til Kanaríeyja. Eyjan Ma- deira úti fyrir Norðvesturströnd Afríku segir Helgi að sé nýr áfangastaður ferðaskrifstofunnar. Hann segir að ferðirnar séu mis- langar en telur að fjögurra daga ferð til Dyflinnar á írlandi njóti sí- vaxandi vinsælda enda sé verðið hagstætt, um 29.000 kr. fyrir manninn. Þá álítur hann lengri ferð til Flórída vera sérlega glæsi- lega. við að ferðskrifstofan sjái einnig um að skipuleggja ferðir fyrir minni hópa og einstaklinga MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á er- lendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/1982 og breyt- ingu nr. 102/1992 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaöra erlendra bók- mennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýð- ingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkiö sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaöi eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæöakröfum. 4. Eölileg dreifing sé tryggö. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóös i fjárlögum 1993 nemur 6.900.000 krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást I af- greiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykja- vik, og skulu umsóknir hafa borist ráöuneytinu fyrir 15. mars nk. Reykjavik 12. febrúar 1993, Menntamálaráöuneytlð um allar jarðir. Helgi telur ekki að ferðagleðin sé bundin ákveðnum aldurshópum og segir að það sé fólk á öllum aldri sem sæki í páskaferðirnar. „Ég held að menn láti nú margt yftr sig ganga áður en þeir sleppa því að ferðast til útlanda," segir Helgi aðspurður um það hvort hann óttist að efnahagsþrengingar hér á landi dragi úr ferðagleði ís- lendinga. Viðvíkjandi sumarferðum segir Helgi að yfirleitt séu í boði ferðir til hefðbundinna staða. Þar nefnir hann Mallorka og Benidorm á Spáni, svo og grísku eyjuna Korfú. „Þá munum við bjóða upp á Or- lando í Bandaríkjunum,“ bætir Helgi við. Nýlega hóf ferðaskrifstofan sam- starf við flugfélagið Atlanta. „Við hyggjum gott til glóðarinnar með því samstarfi. Allt leiguflug okkar verður í dagflugi með glæsilegri þotu. Þar um borð geta farþegar hlýtt á tónlist og horft á kvik- myndir," segir Helgi. Helgi segir að verð á ferðum sé mjög svipað og var í fyrra og nefn- ir verð á ferðum til Benidorm til merkis um það. „Þar er verðið frá 41.800 í sextán daga ferð,“ segir Helgi og bendir á að þetta sé nán- ast sama verð og í fyrra. -HÞ auglýsingar AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSiNGASÍMI 680001 Helgi Pétursson, markaðsstjóri lijá Samvinnu- ferðum-Landsýn, um páskaferðintar í ár:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.