Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 11
Laugardagur 13. febrúar 1993
Tíminn 11
Ferðaskrifstofan Aiís í Hafnarfirði:
Með Spies
í sólina
Sem fyrr býður feröaskrifstofan Alts í HafnarfirÖi
uppá fjölbreytta ferðamöguleika í sumar en fyrirtœkiö
hélt uppá 5 ára afmœli sitt síðastliöiÖ haust.
Laufey Jóhannsdóttir sölustjóri Alís
segir að auk ferða til Kaupmanna-
hafnar, London og Glasgow verður
boðið uppá nýjungar í sumar og m.a.
ferðir til Mílanó á Ítalíu og til Barcel-
ona á Spáni. En eins og kunnugt er
verða Flugleiðir með beinar ferðir til
þessara borga í sumar. Einnig verður
hægt að fljúga til Mílanó í gegnum
Kaupmannahöfn í samstarfi Alís,
Flugleiða og Air Italia.
Auk þessa er Alís með umboð á ís-
landi fyrir danska ferðarisann Spies
síðan í nóvember síðastliðnum. Þetta
gefur sólarþyrstum landanum kost á
að fljúga til helstu sólarstaðanna í
Evrópu gegnum Danmörku, til Spán-
ar, Grikklands og Týrklands.
„Við verðum með leiguflug í sumar
til Billund á Jótlandi í Danmörku
sem er sumarflugið okkar. Þangað
höfum við sent fólk undanfarin fjög-
ur ár. Frá Billund hefur fólk ferðast
um landið og ennfremur hefur verið
vinsælt að fara þaðan og til Norður-
Þýskalands og Hollands með bfla-
leigubflum. En við höfum náð einkar
hagstæðum samningum við bflaleig-
ur þarlendis."
Hins vegar verður lögð áhersla á
ferðir til Newcastle í haust en að sjálf-
sögðu geta þeir sem vilja ferðast
þangað með áætlunariflugi til
Glasgow.
Farþegum fjölgaði um
18%
Laufey Jóhannsdóttir sölustjóri seg-
ir að síðasta ár hafi að mörgu leyti
verið gott hjá Alís. Farþegum fjölgaði
um 18% miðað við árið þar á undan.
Fátt bendir til annars en að yfirstand-
andi ár verði svipað þar sem fargjöld
standa í stað eða hafa hækkað lítil-
lega, einkum vegna breytinga á
gengi.
Laufey segist ekki verða vör við hina
margumtöluðu kreppu og telur að
uppsveiflu fari að gæta í efnahagslíf-
inu áður en langt um líður. Hinsveg-
ar megi merkja að fólk velti kostnað-
inum meira fyrir sér en oft áður og
svo virðist sem kostnaðarvitund þess
hafi aukist frá því sem áður var.
„Utanbæjarfólk skiptir mikið við
okkur og við seljum mikið gegnum
síma þannig að við sjáum ekki endi-
lega viðskiptavinina. Mikið er um
RAUTT LJOS
RAUTT LJOSf
yU^EROAR
Látum bíla ekki
ganga að óþörfu!
(UMFERÐAR
RÁÐ
kortagreiðslur og við höfum blessun-
arlega sloppið að mestu við vanskil." Laufey Jóhannsdóttir söiustjóri.
Tfmamynd Ami Bjama
raftækjum og eldhúsáhöldum
AFSLATTUR ALLT AÐ 70%!!
Blomberg innbyggingarkæliskápur
215 lítra, vinstri eða hægri opnun.
Fullt verð kr. 46.900.
Útsöluverð kr. 28.140.
Þúspararkr. 18.760.
20 gerðir kæliskápa og frysta.
Blomberg undirborðsofn með hillum,
sandlitur.
Fullt verð kr. 94.800.
Útsöluverð kr. 35.400.
Þú sparar kr. 59.400.
Fjöldi eldavéla og samstæða.
Franke stálvaskur
CF611.
Fullt verð kr. 11.900.
Útsöluverð kr. 3.570.
Toshiba 25" Nicam Stereo .
Textavarp. 2x30 watta hátalarar.
Fullt verð kr. 98.500.
Útsöluverð kr. 78.800.
Þú sparar kr. 19.700.
ti, :f Vi
Petra kaffivél KM 200/750 w.
Fullt verð kr. 2.850.
Útsöluverð kr. 1.985.
Hárblásarar - krullujárn - vöfflujárn.
Hraðsuðukatlar á ótrúlegu verði.
Fulltverð: Útsöluverð: Þúsparar:
Blomberg bökunarofn, hvítur, með grilli og örbylgju 169.900 99.540 70.360
Blomberg örbylgjuofn 58.900 23.900 35.000
HM 228 ásamst töfrapotti 58.900 23.900 35.000
Blomberg uppþvottavél 69.900 55.920 13.980
Blomberg rafeindast. þurrkari 84.900 50.940 33.960
Ennfremur alls konar eldavélar, gufugleypar, kæliskápar og
frystiskápar með 15-40% afslætti, kaffivélar, brauðristar,
pelahitarar, partýgrill, hraðsuðukatlar, eldhúsvaskar og margt
fleira með allt að 40% afslætti.
Athugið að allar gerðir TOSHIBA örbylgjuofna verða seldar með
15% afslætti meðan á útsölunni stendur og
með þeim fylgir frítt!
Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um
takmarkað magn af hverri vörutegund að ræða!
Sérstök laugardagsopnun kl. 10-16
Einar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28 - 622901 og 622900