Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 12

Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 12
12 Tíminn Laugardagur 13. febrúar 1993 onu bænda: Aukin áhersla á sögulegar ferðir Bændur í ferðaþjónustu veita flest- ir helmings afslátt á þjónustu viA ferðamenn yflr vetrartímann en að sögn Margrétar Jóhannsdóttur, ráðunauts Búnaðarfélags íslands í ferðaþjónustu, leggja bændur aukna áherslu á að tengja ferðir og sögu saman. í því sambandi hefur verið gefln út bók um handritin. Þá nýta landsmenn í auknum mæli ferðaþjónustu bænda um páska. Perðaþjónustubæir á landinu eru allt að 130 talsins að sögn Margrét- ar. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram fimmti útdráttur húsbréfaí tflokki 1991, annar útdráttur í 3.flokki 1991 og fyrsti útdráttur í l.flokki 1992 Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1993. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Degi áAkureyri laugard.13. feb. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni áAkureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. db HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900 Húsbréf _______ Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokld 1990 2. flokki 1991 Innlausnardagur 15. febrúar 1993. 1. flokkur 1989 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 7.265 72.654 726.544 1. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000 6.414 50.000 64.145 500.000 641.449 2. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 12.662 100.000 126.620 1.000.000 1.266203 2. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 11.770 100.000 117.697 1.000.000 1.176.966 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. Aðsóknin var góð í haust Margrét segir að aðsókn hafi verið góð í haust en heldur hafi dregið úr henni yfir vetrarmánuðina. Hún á von á að aðsóknin fari að glæðast með hækkandi sól. Hún segir að margir ferðabændur hafi gripið til þess ráðs að lækka verð á þjónust- unni um helming yfir vetrartímann. Þeir bjóði uppá gistingu í uppbún- um rúmum og leigi einnig út sum- arbústaði. Sem dæmi um þetta segir hún að sumarbústaður í dýrasta flokki sé leigður á 2.700 kr. á sólarhring. Fjögurra manna fjölskylda sem ætl- aði sér að dvelja um helgi í tvo sólar- hringa myndi því þurfa að greiða rúmar 5.000 kr. fyrir dvölina. Ef sama fjölskylda nýti sér heimagist- ingu í uppbúnum rúmum kosti sól- arhringurinn um 2.000 kr. Margrét tekur fram að þetta afslátt- artilboð gildi ekki um páskana. Hvað hefur fólk að sækja í sveitir landsins yfir vetrartímann? Margrét telur að það sé upplagt fyrir böm úr þéttbýli að kynnast búskap og um- hirðu húsdýra. „Þá fer fólk oft í sveitina til að kom- ast úr hversdagsleikanum í þéttbýl- inu. Það fer í gönguferðir og hefur það annars bara huggulegt," segir Margrét. Hún bætir þó við að víða sé boðið upp á dorgveiði sem að sjálfsögðu Margrét Jóhannsdóttir, ráöunautur Búnaðarfélags íslands í feröaþjón- UStU. Tlmamynd Árni Bjarna fari eftir veðri. Þá segir hún að skíðaganga njóti sívaxandi vinsælda gestanna. Öræfaferðir og sögustaðir Margrét segir að undanfarin ár hafi vinsældir ferðaþjónustubæja um páska farið vaxandi. Hún segir ýmis- legt vera í bígerð í því sambandi. Þar nefnir hún t.d. sérstaka páskaferð til Kirkjubæjarklausturs sem aðilar í ferðaþjónustu standi að. „Ég hef heyrt í því sambandi talað um ferð í Öræfin sem hefur sögulegt gildi frá því áður en ámar vom brúaðar. Samhliða því verða ýmsar göngu- ferðir og uppákomur," segir Mar- gréL Hún segir að of snemmt sé að segja til um hvort verð á ferðaþjónustu bænda muni hækka í sumar. Hún á þó von á að reynt verði að halda verðlagi innan hóflegra marka. Það er ýmislegt fleira á döfinni og Margrét segir að í vor verði gefin út bók sem ber titilinn Veiðiflakkarinn og er handbók um stangveiði. Þetta rit segir hún að hafi verið í sífelldri þróun frá árinu 1988 og nái yfir veiðisvæði um allt land. Hún telur að vinsældir Veiðiflakkarans aukist stöðugt og greinilegt sé að það hafi vantað aðgengilegt rit um þetta efni fyrir almenning. Þá segir Margrét að ferðaþjónustan leggi vaxandi áherslu á sögu í tengslum við ferðalög. „Þá á ég við að fólk ferðist á söguslóðir. Við höf- um t.d. gefið út bók um handritin á ensku þar sem fjallað er um sögu- slóðir hér á landi. Ritið er ekki mjög fræðilegt en er lipurlega skrifað og með léttu yfir- bragði. Ég tel að Islendingar gætu fetað sömu slóð því svona lagað gef- ur ferðalaginu meira gildi,“ álítur Margrét. Einnig segir hún að aukin áhersla sé lögð á gerð göngustíga í nágrenni ferðaþjónustubæja sem miði í sömu átt. „Ef við vitum um álfinn í hólnum finnst okkur gönguferð þangað merkilegri en ella. Þá eru víða eyði- býli og svæði sem almenningur veit ekki um en bændur gjörþekkja," segir Margrét. -HÞ qn HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS U HÚSBRÉFADEILD SUOURLANDSBRAUT 24 108 REVKJAVlK SlMI 696900 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur býður áhugaverðar ferðir til sól- arstranda, Evrópu, Bandaríkjanna og víðar: erny solarstrond a Spam .Ferðabæklingur Ferðaskrifstofu Reykjavflcur kemur út nú um helgina og af þvi tilefni verður skrifstofa ferðaskrifstofunnar í Aðalstræti opin. Ferðaskrifstofa Reykjavtkur býður að venju upp á fjölbreytta ferðamöguleika til margra landa. Ferðir á sólar- strendur skipa veglegan sess en ferðaskrifstofan býður auk þess uppá spennandi ferðir til áhuga- verðra landa eins og lyridands og Kýpur. íslaug Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Reykjavíkur, segir að ferða- skrifstofumar reikni með því að eínhver samdráttur verði í ferð- um íslendinga tíl útlanda. Ástæð- an sé minni tekjur fólks. Að venju býður Ferðaskrifstofa Reykjavíkur uppá sígildar ferðir til sólarstranda á Spáni s.s. Beni- dorm, Barcelona og Costa Dorad- ad en það er vinsæl strönd skammt frá Barcelona. Ferða- skrifstofa Reykjavflcur hefúr ekki áður boðlð ferðir þangað. Þá verða vikulegar ferðir til sólar- stranda á Flórída. Boðið er uppá flug og bíl eða sumarhús í gegnum Kaupmanna- höfn, Lúxemborg og Amsterdam hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. í boði eru skemmtilegar ferðir til Bretlands en f þeim eru flug og hfll og hagstæðir gistimöguleikar vftt og breitt um iandið. Ferðaskrifstofa Reykjavfkor er Aðalsteinsdóttír, Reykjavíkur. framkvæmdastjóri Ferðaskrtfstofu Tímamynd Aml BJama umboðsmaður fyrir eina stærstu ferðaskrifstofu Hollands, Arice Reizen. Skrifstofan gefur út 19 sumarhæklinga. Allir ferðamögu- leikar í þeim eru til sölu hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Sér- stök áhersla er hins vegar lögð á ferðir tii Kýpur, Grikklands, Kan- arí og lyridands, en áhugi á ferð- um þangað hefur aukist mikið síðustu ár. Boðið er uppá ferðir tii Baltí- tnore, flug og bíi og gistingu. Vlð- skiptavinum er sérstaldega bent á ýmsa ferðamöguleika um suður- rðd Bandaríkjanna. fslaug Aðalstcinsdóttir sagði að verð á ferðum hefði ekld breyst mikið milli ára. Gengisfellingin og hátt gengi dollarans hefði auð- vitað áhrif á verð á ferðum.en á sumum ferðum hefði verðið ekk- ertbreyst „Ég held að forsvarsmenn ferða- skrifstofa búist við samdrætti í sölu ferða í ár. Það er hins vegar erfitt að spá fyrir um hvemíg fólk bregst við rninni tekjum. Hugs- anlega leitar fólk frekar í styttri ferðir, það fari frekar í tveggja vikna ferðir en þriggja vikna,“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.