Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 16

Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 16
16 Tíminn Laugardagur 13. febrúar 1993 LJ rval-Útsýn: ^hugi landans á ^meiikuferðum eykst stöðugt Heimsókn til Hillary og Clinton — eða svo gott sem — er einn af þeim fímm ferðamöguleikum sem Úrval- Útsýn hefur skipulagt fyrir ferðafúsa um páskana. „Við auglýstum páskaferðimar um síðustu helgi og emm strax búin að fá helling af bókunum," sagði Guðrún Sigurgeirsdóttir hjá Úrvali-Útsýn er Tíminn leitaði upplýsinga um hvort landinn væri enn sem áður fullur útþrár, hvað sem liði öllu krepputali og annarri óáran. Guðrún segir Úrval-Útsýn að þessu dags ferðir þar sem farið verður í sinni bjóða fólki páskaferðir til fimm staða: „Vor í Washington", sé spenn- andi nýjung þar sem boðið sé upp á skipulagðar ferðir alla daga. Það sama eigi við um páskaferð til Edinborgar. Þeim sem frekar vilja slappa af og sleikja langþráða vorsólina býður Úr- val-Útsýn upp á ferðir til Kýpur, Portúgals og gömlu góðu Mallorca. Sökum stöðugt aukins áhuga land- ans á Ameríkuferðum ákvað Úrval-Út- sýn að setja upp vikuferð um pákana, „Vor í Washington", með íslenskum fararstjóra, Ragnhildi Vigfúsdóttur sagnfraeðingi og ritstjóra. Meðal skoð- unarferða sem boðið er upp á eru hálfs Hvíta húsið, þjóðminjasafnið, Arling- ton kirkjugarðinn og skoðuð minnis- merki um hermenn sem féllu í Víet- nam, svo nokkuð sé nefnt. í Edinborgarferð veður einnig nóg við að vera fyrir þá sem vilja ferðast og fræðast — og kannski „græða" svolít- ið í leiðinni með góðum innkaupum. M.a. verður farið í í Edinborgarkastala og Holyroadhouse sem er opinber bú- staður drotningar í Skotlandi. Áhuga- mönnum um viský gefst kostur á ferð í brugghúsið Glenfiddich þar sem gef- ið er svolítið „smakk“. Ferðir eru í boði til fjölda þekktra staða og minna þekktra þorpa í nágrenni borgarinnar. Og verslunarferð í heildsölufyrirtækið Makro verður sjálfsagt rúsfnan í pylsuendanum fyrir suma. Hvað varðar sólarferðir sumarsins verður Úrval-Útsýn áfram með ferðir til sinna hefðbundnu áfangastaða, Costa del sol, Portúgals og Mallorca. Guðrún var beðin að neftia nokkrar þeirra nýjunga sem ferðaskrifstofan hefur skipulagt fyrir komandi vor og sumar. ,Af nýjungum sem við erum með vil ég t.d. nefna að við bjóðum nú upp á sólarlandaferð til Flórída í fyrsta sinn að sumri til. Flórída hefur alltaf verið vetrardvalarstaður. En nú fara Flug- leiðir að fljúga til Orlando í hverri viku. Það gefur fólki kost á að fara í sólarferð til Flódída í eina, tvær eða þrjár vikur, alveg eins og á Spánar- strendur. í þessum ferðum er líka upplagt að fá sér bfialeigubíl og ferð- ast þannig um Bandaríkin á eigin veg- Flughótel í Keflavík: Guörún Sigurgeirsdóttir, deildarstjóri hjá Úrvali-Útsýn. Timamynd Árni Bjama um, lengri eða skemmri ferðir. í öðru lagi tökum við nú Kýpur inn aftur. Ferðir þangað hafa legið niðri hjá okkur í tvö ár. Það var fyrst og fremst ófriðurinn við Persaflóa sem því olli. En eftirspumin hefur verið svo mikil að við ákváðum að taka Kýp- ur með í ár. Fyrsta ferðin verður um páska og síðan vikulega um London frá 5. apríl og út október. Mjög aukin áhersla verður líka á skemmtisiglingar í sumar. Það varð nánast sprenging í siglingunum hjá okkur í fyrra þannig að í sumar ákváð- um við að bjóða upp á sex skemmti- siglingar með íslenskum fararstjóra auk þess sem við seljum einstakling- um líka slíkar ferðir. Costa Brava er lfka enn ein nýjung hjá okkur í sumar. Fyrir um tveim ára- tugum eða svo var Costa Brava vinsæll staður. í sumar hefja Flugleiðir þang- að beint áætlunarflug vikulega til Barcelona. Það verður því aftur auð- velt að komast í sólarferð til Costa Brava eliegar að fljúga þama suður eftir og ferðast síðan í rólegheitum á eigin vegum um sunnanverða Evr- ópu." Guðrún bendir á að það sé t.d. ekki nema um tveggja stunda akstur Tilboðspakki á gistingu, akstri og bílageymslu Flughótel í Keflavík hefur í vetur boðið upp á tilboðspakka þar sem innifal- in er gisting, auk ýmislegrar þjónustu annarrar. Flughótel er auglýst sem lúxushótel og miðar því einkum við fólk í viðskiptaerindum og flugfólk en samt sem áður segir Steinþór Júlíusson hótelstjóri að bókanir séu rvið meiri nú en í fyrra. Steinþór sagði í samtali við Tím- ann að í gangi hjá þeim væri til- boðsverð á gistingu a.m.k. til apr- flloka. Tveggja manna herbergi kostaði í þessu tilboði 7.990 krón- ur eða 3.995 kr. á mann. Um svip- að verð væri að ræða í eins manns herbergi. Innifalið í þessu verði er morgunverður, geymsla á bifreið í upphitaðri og lokaðri bílageymslu, akstur í Leifsstöð við brottför, og akstur aftur á hótelið við komu. Gestir hótelsins fá bllinn geymdan á meðan þeir eru erlendis í lokaöri og upphitaöri bilageymslu. Hótelið setur enginn sérstök tíma- takmörk á það hversu bifreiðin er lengi í geymslu og eru dæmi um að bflar hafi verið geymdir þar í allt að mánuð. Steinþór sagði að töluvert væri um að fólk nýtti sér þennan pakka sem boðið væri upp á. Yfirgnæf- andi meirihluti þess fólks væri af landsbyggðinni. Hann sagði enn- fremur að þetta fyrirkomulag hentaði mjög vel þar sem flest flug væru mjög snemma á morgnanna og einungis tæki um fimm mínút- ur að aka að Leifsstöð frá hótelinu í stað þess að þurfa að aka frá Reykjavík sem tekur um fjörutíu mínútur, auk þess sem veðráttan spilar þar inní. Aðspurður um hvemig sumarið liti út hjá Flughóteli sagði Stein- þór að ekki væri minna bókað nú en áður. Hann sagði að ekki væri mikið um að á Flughóteli gistu al- mennir ferðamenn heldur byggð- ist reksturinn mest á fólki í við- skiptaferðum og flugfólki. Það fólk bókaði sig ekki með löngum fyrir- vara en það sem komið væri virtist vera ívið meira en f fyrra. Flughótel í Keflavtk.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.