Tíminn - 13.02.1993, Page 21
Laugardagur 13. febrúar 1993
Tíminn 21
Lifandi brenndar á báli
í suðurhluta Flórída er borgin Deeríield Beach, ein örfárra borga í
fylkinu þar sem húsin eru gömul og vinaleg og íbúar bæjarins heils-
ast á förnum vegi. Viðfelldið andrúmsloft borgarínnar beið þó
hnekki í kjölfar atburða, sem áttu sér stað fyrir rúmum fimm árum.
Mánudagskvöldið 2. nóvember 1987 sá
Brian Noble reyk stíga upp frá „Cloth
World" fataversluninni, rétt við aðal-
braut borgarinnar. Noble hringdi í neyð-
arsímann kl. 21.11. Bæði lögregla og
slökkvilið brugðust hratt við kallinu.
Þegar mætt var á staðinn sást reykur
stíga út um bakglugga á versluninni.
Eldur virtist ekki mikill. Fulltrúi í lög-
reglunni, Pugliese, reyndi að komast inn
í verslunina á meðan slökkviliðið réð
ráðum sínum, en það kom á daginn að
verslunin var harðlæst í bak og fyrir.
Gráir reykjarstrókar sáust stíga upp
meðfram gluggum framhliðar hússins.
Reykkafari bauðst til að ríða á vaðið og
brjóta einn gluggann til að athuga
kringumstæður innandyra. Það var
samþykkt Hann braut glugga á norður-
hluta hússins og samstundis leitaði mik-
ill reykur út um gluggann. Einn slökkvi-
liðsmaðurinn sagði við fulltrúa lögregl-
unnan „Það er ráðlegast fyrir ykkur að
halda ykkur utandyra til að byrja með,
sennilega eru eiturgufur inni í verslun-
inni.“
Nokkrir sjálfboðaliðar réðust til inn-
göngu og fimm mfnútur liðu áður en sá
fyrsti sneri aftur til Pugliese með upp-
lýsingar f farteskinu.
„Það eru tvö fómarlömb fundin," sagði
hann og var greinilega mjög brugðið.
„Annað þeirra er á lffi, hitt er ... senni-
lega dáið.“
Lifandi lík?
Hann sagði lögreglufulltrúanum nánar
af því sem gerst hafði. Eldurinn var ann-
ars vegar í versluninni sjálfri og hins
vegar í hliðarálmu út frá henni. Einn
slökkviliðsmannanna hafði opnað dyr að
kvennasnyrtingu við ganginn. Hann
varð stjarfur þegar hann sá hvað blasti
við honum. Það var kvenlíkami, að hon-
um sýndist, sem stóð enn í björtu báli,
en það sem verst van líkaminn hreyfðist
Hann kallaði á aðstoð og eftir stutta
rannsókn var úrskurðað að konan væri
enn á lífi og með hálfri meðvitund, þrátt
fyrir að u.þ.b. 90% af Ifkama hennar
væru skaðbrunnin.
Á sama tíma var annar kvenlíkami
fúndinn. Það var á karlasnyrtingunni.
Konan var bundin og kefluð, stóð í ljós-
um logum en hreyfðist samt, slökkvi-
liðsmönnum til hryllings og furðu.
Brátt varð þó ljóst að um hreyfingar
ósjálfráða taugakerfisins var að ræða og
konan hafði verið látin um tíma. Hinni
konunni var veitt skyndihjálp áður en
hún var flutt á spítala.
Slökkviliðsmennimir höfðu nú veitt
allar þær upplýsingar, sem lögreglan gat
aflað sér áður en hægt yrði að fara á vett-
vang, og Pugliese hringdi á lögreglu-
stöðina og bað um liðsauka. Hann lét
morðdeildina vita, þar sem líklegt var að
að minnsta kosti væri um eitt morð að
ræða, þar sem látna konan hafði verið f
böndum. En það var líka Iifandi fómar-
lamb. E.t.v. gæti konan gefið upplýsing-
ar síðar meir. Þess vegna ákvað Pugliese
að fara á spítalann með henni, ef hún
kæmist til fullrar meðvitundar.
Lítill sem enginn eldur var í húsinu og
fljótlega tókst að ráða niðurlögum hans.
Reykurinn hjaðnaði smám saman og eft-
ir u.þ.b. klukkustund var tryggt að lög-
reglumenn hlytu ekki skaða inni í versl-
uninni og rannsókn gat hafisL
Mikilvægar
upplýsingar
Fljótlega tókst að nafngreina fómar-
lömbin. Þær höfðu báðar borið persónu-
skilríki og sú látna hét Phyllis Harris, en
sú sem enn lifði Janet Cox Thermidor.
Þær voru báðar starfsmenn verslunar-
innar. Haft var umsvifalaust samband
við eigandann og hann beðinn að mæta
á vettvang.
Dusenberry læknir á spítalanum, sem
hafði ekki Iitið af Janet Cox, hafði síma-
samband við morðdeildina og gaf mikil-
vægar upplýsingar. Hann sagði að konan
hefði komist til snöggrar meðvitundar
og það væri kraftaverk að hún hefði get-
að talað. Hún hafði skýrt frá starfsmanni
í versluninni sem héti Rob. Hún hefði
verið inni á skrifstofú þegar bankað
hefði verið á hurðina. Hún opnaði og þar
stóð Rob. Hann hafði slegið hana með
þungu verkfæri og hún missti meðvit-
und. Það sfðasta sem hún mundi, var að
hún komst aftur til meðvitundar þegar
Rob var að úða yfir hana einhverjum
vökva og síðan kveikti hann í henni.
Hún varð strax alelda, en einhvem veg-
inn tókst henni að komast fram á snyrt-
inguna. Henni hafði tekist að ausa á sig
vatni úr krananum sem slökkti að mestu
leyti eldinn. Skömmu síðar höfðu
slökkviliðsmennimir fúndið hana.
Dusenberry var spurður hvort einhverj-
ar líkur væru á að Janet Cox myndi lifa
þetta af. Hann kvað það mjög ólíklegt og
sagði að starfsfólk sjúkrahússins væri
fyrst og fremst að lina þjáningar hennar
síðustu mfnútumar sem hún lifði. En
hún hafði gefið mikilvæga vfsbendingu:
nafnið á Rob, samstarfsmanni hennar.
Það var auðvelt fyrir eiganda verslunar-
innar, sem fljótlega mætti á staðinn, að
gefa upplýsingar um Rob. Hann hafði
aðeins einn karlmann á launaskrá og
það var Robert Henry, kallaður Rob.
Hann hafði unnið við ræstingar f hluta-
starfi. Lögreglan útvegaði skýrslur um
Robert Henry, 38 ára fyrrum hermann,
og eigandinn staðfesti að þetta væri
maðurinn, af mynd sem lögreglan átti af
honum.
Haft var samband við fjölskyldur beggja
fómarlambanna og þeim sögð hin
hörmulegu tíðindi.
Leitin tók óvæntan
endi
Rétt fyrir klukkan fjögur um morgun-
inn var Andrew Gianino skipaður stjóm-
andi rannsóknarinnar. Búið var að fín-
kemba allt svæðið og leita allra þeirra
sönnunargagna er gætu átt þátt í að
leysa málið. Gianino hafði orð á sér fyrir
að vera mjög vandvirkur og þolinmóður
lögreglumaður. Það voru einmitt þeir
kostir hans sem mögulega áttu drjúgan
þátt í að upplýsa málið. Nægar upplýs-
ingar lágu fyrir til að leitin að Rob gæti
hafisL
Fyrst var farið heim til hans. Ættingi
hans kom til dyra, en sagði Rob vera að
heiman. Hann leyfði fúslega að lögregl-
an svipaðist um í húsinu, en ekkert kom
út úr því. Því næst voru foreldrar Robs
heimsóttir af lögreglunni, en þeir vissu
ekkert um ferðir sonar síns. Lögreglan
leitaði á heimili þeirra, en án árangurs.
Þvf lengri tími sem líður frá glæpum, því
erfiðara er að klófesta glæpamanninn.
Það em gömul en gild sannindi og því
létti Gianino mikið þegar hann sá mann
hlaupa fyrir framan hús Henry- hjón-
anna, rétt í þann mund er hann var að
snúa aftur niður á lögreglustöð.
„Hringdu á liðsauka, við verðum að ná
honum," sagði hann við undirmann
sinn og þeir þeystu af stað á eftir mann-
inum sem þeim sýndist vera Rob. En
þrátt fyrir ítarlega eftirför og leit tókst
honum einhvem veginn að sleppa.
Þegar Gianino sat vonsvikinn í bíl sín-
um, skömmu eftir að líklegt var að hinn
grunaði hafði gengið þeim úr greipum,
barst honum ánægjuleg upphringing.
Maður að nafni Robert Henry hafði
hringt á lögreglustöðina og sagðist sjálf-
ur vera fómarlamb vopnaðs ráns og
mannráns. Hann hafði hringt úr sjálf-
sala einmitt á því svæði sem Gianino
hafði verið að leita hans. Rob hafði sagt
að hann myndi bfða lögreglunnar fyrir
utan sfmasjálfsalann til þess að hægt
væri að taka af honum skýrslu.
Þetta voru dyrnar sem brotnar voru upp af slökkviliösmönnum Deerfield
Beach. Enginn þeirra veröur samur aftur.
Aðeins tveimur mínútum síðar sat Ro-
bert Henry f baksæti lögreglubifreiðar
Gianinos, á leið á lögreglustöðina.
Furðulegur
framburður
Þegar þangað var komið hófust yfir-
heyrslur. Samkvæmt frásögn Robs,
höfðu þrír menn skyndilega birst f versl-
uninni kvöldið áður um kl. 21.00. Þeir
báru haglabyssur og skammbyssur. Aug-
ljóst var að þeir hefðu falið sig einhvers
staðar í versluninni og beðið þess að
búðinni væri lokað. Þá létu þeir til skar-
ar skríða. Tilgangur þeirra var að ræna
Andrew Gianino stjórnaöi rann-
sókninni.
„Þetta mál er eins og uppskrift að
martröð. Saklausar og varnarlausar
konur verða fyrir barðinu á vitfirringi,
sem limlestir þær og kveikir síðan í
þeim með eldspýtum.“
verslunina. „Þeir þvinguðu mig til að
hjálpa þeim að ræna verslunina. Fyrst
neyddu þeir mig til að „sjá um“ Phyllis
Harris. Ég sagði henni að það væru þrír
mjög hættulegir menn að ræna búðina
og best væri fyrir okkur öll að vera sam-
vinnuþýð," sagði Rob. „Þeir sögðu mér
að binda hana og setja klút fyrir augu
hennar og hún virtist skilja alvöru máls-
ins og aðhafðist ekkert á meðan." Síðan
lokaði hann hana inni á snyrtingunni.
Að þessu loknu sagðist Rob hafa verið
fenginn til að hjálpa ræningjunum að
komast inn á skrifstofuna þar sem Janet
Cox var í þann mund að gera upp sölu
dagsins. „Ég bankaði á læsta hurðina og
hún hleypti mér inn. Þegar inn á skrif-
stofuna var komið tóku ræningjamir
völdin og ég veit ekki hver afdrif kvenn-
anna tveggja urðu,“ sagði Rob.
Samkvæmt frásögn hans höfðu þeir
bundið fyrir augu hans sjálfs og leitt
hann síðan út í bíl sem þeir höfðu lagt
rétt utan við verslunina. Þeir höfðu
haldið honum í átta og hálfa klukku-
stund, en síðan sleppt honum lausum
með þeim orðum að ef hann snéri sér til
lögreglunnar myndi hann hafa verra af.
Vitnisburðurhans var eiðsvarinn, en að
því loknu var hann ákærður og hneppt-
ur í varðhald.
Vitað var að einhver hluti af frásögn
Robs var ósannur, aðallega vegna þess að
Janet Cox hafði sagt að Rob sjálfur hefði
ráðist á sig. Það gat heldur ekki staðist
að honum hefði verið haldið í átta og
hálfa klukkustund, vegna þess að Gian-
ino þóttist vita að þeir hefðu séð hann
aðeins 7 klukkustundum eftir útkall
slökkviliðsins.
Á meðan þessu fór fram, bárust nánari
upplýsingar frá rannsóknardeild lög-
reglunnar.
Sérff æðingum hafði tekist að rekja slóð
Phyllis frá þeim stað þar sem kveikt
hafði verið í henni, og inn á snyrting-
una. Brunnar holdtætlur báru hetju-
legri baráttu hennar vitni og inni á
snyrtingunni voru ummerki á hurðinni
sem sýndu hvar Phyllis hafði hallað sér
upp að eftir tilraunir sfnar til að slökkva
í eigin líkama.
Efnafræðingar lögreglunnar fundu
merki um eldfiman vökva, sem notaður
hafði verið til að kveikja í stúlkunum
tveimur. Einnig kom það í ljós að 1200
dollurum hafði verið stolið.
Líkskoðun leiddi í ljós að Phyllis Harris
hafði látist af misþyrmingum ekki síður
en af brunasárum. Bein hennar voru
brotin að því er virtist eftir klaufhamar
eða álíka verkfæri, en samt benti margt
til þess að hún hefði enn verið lifandi
þegar kveikt var í henni. Greinilega var
um morð að ræða.
Gianino fékk heimild til að taka sýni úr
fatnaði, hári, nöglum og blóði hins
grunaða. Fingraför gátu ekki komið að
neinu gagni í þessu máli, þar sem Rob
hafði verið starfsmaður hjá fyrirtækinu.
Gianino fór sjálfur inn í klefann með
Rob til að tryggja að hann færi sér ekki
vísvitandi að voða. Eftir að sýnin höfðu
verið tekin, sagði hann honum að hann
vildi ræða nánar um atburði næturinn-
ar, þótt Rob þyrfti ekki að segja neitt
frekar en hann vildi. Rob sagði að það
myndi létta á honum að tala um þetta,
honum þætti betra að losa sig við það
sem hann hafði upplifað. „Þetta er eins
og martröð. Þegar ég loka augunum sé
ég þetta allt saman fyrir mér,“ sagði Rob.
„Nei“, svaraði Gianino alvarlegur í
bragði. „Þetta er ekki martröð, þetta er
raunveruleiki." Hann tjáði Rob að kon-
umar væru báðar látnar eða rétt í þann
mund að gefa upp öndina. Þrátt fyrir
andúð sína á sakbomingnum reyndi
hann að gera það sem hann gat til að
ávinna sér traust Robs.
í sömu svifum fékk hann þau boð að Ja-
net Cox hefði lokið hetjulegri baráttu
sinni við dauðann með ósigri. Þá leit
málið þannig út að um tvöfalt morð var
að ræða. Ekkert fékkst upp úr Rob, sem
hægt var að byggja á.
Játningin
Um kvöldið virtist samt sem fúndur Gi-
aninos og Robs hefði skilað einhverjum
árangri. Rob sendi þau boð til Gianinos
að hann vildi breyta framburði sfnum og
lýsa hlutunum eins og þeir hefðu í raun
verið. Aðeins Gianino mátti vera við-
staddur, sagði Rob.
Til að gera langa sögu stutta viður-
kenndi Rob að vera valdur að dauða
stúlknanna tveggja. Hann sagði að hann
hefði spunnið upp söguna um ræningj-
ana þrjá og með henni fengið Phyllis
Harris til að láta hann binda sig með
góðu. Síðan læsti hann hana inni á
karlasnyrtingunni. Næst fór hann inn á
skrifstofuna til Janet Cox og réðst á hana
með klaufhamri og sló hana mörgum
þungum höggum f höfúðið. Þá náði
hann sér í eldfiman vökva, sprautaði
honum yfir hana og kveikti í með eld-
spýtu. Að því loknu fór hann aftur til
Phyllis Harris, sem læst var á karlasnyrt-
ingunni, og barði hana f rot með sama
klaufhamri og hann hafði notað áður.
Hann kveikti einnig í henni með sömu
aðferð og hann hafði kveikt í Janet Cox.
Hann rændi síðan sölu dagsins og komst
út um bakdymar. Meðferðis hafði hann
peningana, auk þess sem hann tók ham-
arinn og eldfima vökvann með sér.
Hann var fluttur í rammgert fangelsi f
Fort Lauderdale.
Þrátt fyrir mikla leit tókst aldrei að
finna pokann með morðvopnunum. Rob
þóttist gefa nákvæma staðsetningu á því
hvar hann hefði losað sig við hann, í
öskutunnu skammt frá Cloth World, en
leitin bar engan árangur. Það gat skipt
máli þegar úrskurðað yrði hvort glæpur-
inn hefði verið þaulskipulagður eða
framinn í stundarástandi. Þ.e.a.s. ef
sannað yrði að hann hefði haft með sér
bæði hamarinn og eldfima vökvann,
voru meiri líkur á að refsingin yrði enn
þyngri.
ítarleg geðrannsókn fór fram, en ekkert
virtist benda til að Rob væri veill á geðs-
munum. Það kom mönnum á óvart og
undirstrikaði viðurstyggð glæpsins.
Þegar réttað var f málinu f september
1988, kom það á óvart að verjandi Robs
byggði vöm sína á undarlegum staðhæf-
ingum. Hann hélt því fram að þar sem
Rob hefði verið vanur hlýðni og aga her-
þjónustunnar, væri ekkert að marka
játningar hans. Hann hélt því fram að
þvf viðhorfi hefði verið þröngvað inn í
huga Robs, að ef hann væri ásakaður um
eitthvað og beittur þrýstingi, þá léti
hann undan og viðurkenndi allt. Við-
horfið í hemum væri nefnilega að þá
slyppu menn alltaf betur frá ásökunum,
hvort sem þeir væm saklausir eða ekki.
Þessi fáheyrða vöm bar engan árangur.
Robert Henry var dæmdur til dauða og
skyldi aftakan fara fram í rafmagnsstól í
Flórídafylki.
Enn er ekki búið að dæma endanlega í
málinu, en rannsóknarlögreglumaður-
inn, Andrew Gianino, er fullviss um að
Rob verði „steiktur".
„Þetta mál er eins og uppskrift að mar-
tröð. Saklausar og vamarlausar konur
verða fyrir barðinu á vitfirringi, sem
limlestir þær og kveikir síðan í þeim
• með eldspýtum."
Martröðinni er lokið hjá flestum fbúa
Deerfield Beach. En hún lifir enn í hug-
um lögreglu- og slökkviliðsmannanna,
sem fyrstir komu á vettvang og urðu
vitni að hryllingnum f fataversluninni.