Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Krístjánsson ábm. Aðstoðanitsljóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskríft og dreifing 686300, ritstjóm, fféttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskríft kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Illa á málum haldið Það er eitthvað brogað við löggjöf sem gefur tveimur mönnum leyfi til að stöðva dýrt og mikilvægt samgöngu- tæki eins og Herjólf í þrjár vikur vegna launadeilu. Þeim mun fremur er erfitt að kyngja þessu að verkfallsmenn fá umsamin laun fyrir vinnuframlag sitt en eru að mótmæla að launabilið milli þeirra og undirmanna sinna er ekki nógu mikið. Uppákoma sem þessi hefur áreiðanlega ekki verið höfð í huga þegar vinnumálalöggjöf var samþykkt og lagarammi settur um réttindi og skyldur aðila sem greinir á um kjara- mál. En mál þetta er allt hið furðulegasta og raunar óskilj- anlegt. Stjóm Herjólfs ræður ekkert við að leysa deiluna og bætir gráu ofan á svart með því að segja öllum undirmönnum ferj- unnar upp, en þeir eiga engan hluta að deilunni annan en þann að taka við þeim launum sem þeim ber samkvæmt samningum. Bæjarráð í Eyjum hefur engin önnur ráð en að samþykkja að deiluaðilar semji sem þeim dettur ekki í hug eins og í pottinn er búið. Alþingi fjallaði um verkfallið og að minnsta kosti fjórir sjálfstæðismenn deildu innbyrðis um hvernig leysa bæri deiluna og Ámi Johnsen upplýsti að verkfallsmennirnir hefðu 260 þús kr. í mánaðarlaun og hásetar 215 þús. kr. Þetta finnst stýrimönnum of mikill jöfnuður enda er kaup þeirra ekki nema helmingi hærra en kaup prófessora við HI, svo tekinn sé einhver samanburður við aðrar starfsstéttir. Deilurnar um það skip sem nú ber heitið Herjólfur hófust löngu áður en bygging þess. Fyrst var deilt um lögun þess og stærð. Síðan hvort smíða ætti ferjuna á íslandi eða í út- löndum. Þegar íslensku skipasmíðastöðvamar vom út úr myndinni var rifist um hvaða erlendi aðili ætti að fá smíðina sem endaði með því að lægsta tilboði var ekki tekið. Háværar deilur vom og em um hvort höfundarrétti á botni Herjólfs og lögun á kjöl hafi verið stolið eða ekki. Þegar þetta mikla og stórglæsilega fley hóf siglingar milli lands og Eyja kom upp mikill titringur, ekki aðeins í sjálfu skipinu heldur einnig í stjórn Herjólfs og fjölmiðlum. Þá var deilt um hvort ferjan væri yfirleitt sjófær eða hvort hristingurinn stafaði af því að ekki væri reiknað með að skipið þyldi fulla ferð í hávaðaroki og stórsjóum breytilegra átta við suður- ströndina. Upprifjunin er til að minna á að aldrei hefur ríkt friður um hið mikla og stórglæsilega skip sem smíðað var og er rekið fyrir „vegafé Vestmannaeyinga" eins sérstakur þingmaður þeirra óskar að kalla það. Það hlýtur að teljast vafamál hvort stjórn Herjólfs og rekstraraðilar hafi nokkm sinni ráðið við það verkefni að láta sérsmíða ferju og reka hana á áætlunar- leiðinni milli Eyja og Þorlákshafnar. Ferill skipsins til þessa bendir ekki til að svo sé. Vestmannaeyingar em orðnir langþreyttir á þeim vand- ræðagangi sem er á rekstri ferjunnar og þeim erfiðleikum sem af verkfallinu stafa. Málið verður því að leysa með rögg- semi. Fulltrúar stéttarfélaga sjómanna hafa magnað ófriðinn með því að mæla vitleysunni bót og sjá engar útgönguleiðir. En tveir verkfallsmenn með 260 þús. kr. mánaðarlaun halda heilu byggðarlagi í einangmn og valda uppsögnum skipsfé- laga sinna. Þessi kjaradeila er kjánaleg og siðlaus og grófleg misbeit- ing á verkfallsréttinum og þeirri réttlætiskennd sem hlýtur að búa að baki lagasetningu um rétt launþega til að beita honum. Atli Magnússon: Sálmur að leiðarlokum Þess verður vart nú um stundir að margur atvinnu- rekstur á undir högg að sækja, svo ekki sé meira sagt. Sem skilja gefur beinast augu manna auðvitað fyrst og fremst að stóráföllunum, eins og hjá þeim á Bolungarvfk og í Hafnarfirði. Þama eru stórir vinnustaðir að leggja upp laupana, og skipbrot þeirra verða að eins konar Titanic- slysum í atvinnulífi lands- manna. Gjaldþrota-kapteinarnir koma fram á brúarvænginn í sjónvarpinu og lauga sig í hinni harmrænu frægð sinni. Þeim er hinn sorglegi þáttur óskapanna vitanlega ljós, en bera sig eigi að síður af hríf- andi æðruleysi, segjandi sem svo að ekki sé heiglum hent að „navígera“ í þokunum innan um íshrönglið á straumum hins íslenska efnahagslífs — og því geta víst flestir sam- sinnt. Svo koma myndir af harðluktum fiskverkunarhöll- um og breiðum af risavöxnum skurðgröfum innan við inn- siglaðar girðingar. Mönnum vöknar um augu og eftir þenn- an „sálm að leiðarlokum" og við undirspil ketilsprenginga og skruðninga frá örvænting- arfullum kröfuhöfum sígur fleyið tígulega í djúpið... Sá er samt munur á skipbrot- um á sjó og skipbrotum á landi að í síðara dæminu er það vanalega kapteinninn sem áskilur sér réttinn til að yfir- gefa fyrstur hið sökkvandi fley. Er það og meira reglan en undantekningin að hann sé fyrr en varir tekinn að stýra nýju skipi og gjaman enn glæstara. Sómir hann sér þar ekki síður vel við skipstjóra- borðið á fyrsta farrými en áður — á skrafi við herra og eðla- frúr — uns glamra fer í krist- alglösunum á ný og nýr brest- ur kveður við til merkis um að enn hafi rekald borið í veg fyr- ir „Titanic". En öðmm en æðstu skip- stjómarmönnum er flestum látið eftir að bjarga sér sem best gengur. Þótt stöku maður mm* Timans V9R ■ ájfll IM0 finni sér eitthvert sprek að hanga á em þeir margir sem hverfa niður í kaf þess úrræða- og bjargarleysis sem af því leiðir að fá ekkert að iðja. Og af þeim segir fátt, því einhvem- veginn er það svo að þeim sem flestar bjargir em bannaðar þykir sér sæmst að þegja og láta sem minnst fyrir sér fara. Þessum í síðasttalda hópnum hefur farið smáfjölgandi sem kunnugt er, því fleimm hlekk- ist á en stóm skipunum. Eitt og annað verður til að minni fleytur týna einnig tölunni og þar em líka menn um borð sem fyrir vikið lenda á reki um lífssæinn eða týnast í þagnar- djúpið. Allra veðra von Það er áreiðanlega meira en satt að vandi mun að stýra fyr- irtæki um sæ hins íslenska efnhagslífs. Þar er veðurlagið nefnilega með álíka brag og í náttúmnni sjálfri. Ekki þarf annað en taka dæmi af nýliðn- um dögum, þegar jörð var víða alauð um miðja vikuna en allt orðið á kafi í snjó aftur nú fyr- ir helgina — eins og í vikunni þar á undan. Þessu átta flestir almennir borgarar sig á og dettur ekki í hug að skilja tref- ilinn og loðhúfuna eftir heima, þótt það rofi til og komi glenna rétt í bili... En ekki er það stólpum at- vinnu- og viðskiptalífsins til hróss að það er eins og að þetta vilji margir af þeim ekki skilja: Á undangegnum ámm hafa þannig komið margar „glennur", uppgangsskeið sem hafa verið túlkuð svo að upp væri að renna einhver eilíf sumartíð — þrátt fyrir langa reynslu af öðm. Alltaf hefur það þótt svo ótrúlegt að „glennunni" kynni að linna. Menn hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig — en aðeins í þeim skilningi að vera reiðu- búnir að geta hesthúsað þann ógnarstóra ávinning sem í vændum væri. Færri fóm semsé þá leið sem þeir Jósef og Faraó völdu — að byggja hlöð- ur undir forðann til mörgu ár- anna. „Hlöður“ vorra nútíma fjáraflamanna voru þvert á móti ætlaðar öllu því gulli sem komandi feit ár mundu færa þeim — ár sem vitanlega urðu mögur. Og hér er sagt „vitan- lega“, vegna þess að löng fyrri reynsla átti að hafa kennt að það var sennilegra. Risahlöður undir ómalað gull standa því hér og hvar um landið, hús- skrokkar, verksmiðjur og eld- isstöðvar sem enginn vill eiga og gera ekki annað sen að safna á sig skuldum, sem allir vita hver fær að borga um síð- ir... Að kunna sitt verk Oft og margsinnis hefur mér orðið um það hugsað hve til- tölulega fáir íslenskir fjár- málamenn virðast kunna til verka í þeirri grein sem þeir hafa kosið sér að leggja stund á. Það þætti til dæmis ekki framsýnn byggingameistari sem léti sér detta í hug að reisa „bunglalow“ eins og þeir byggja sér á Flórida uppi á Stórhöfða, þar sem rokin eru jafn vís og gangur sjávarfall- anna. Að vísu hendir það þá suður þar að það ganga yfir fellibyljir, sem splundra öllu sem fyrir verður. En það er „áhætta“ sem byggingameist- ara er þrátt fyrir allt leyfilegt að taka á grundvelli líkinda- reiknings. Hið sama verður því miður ekki sagt um ráðs- mennskuna sem einkennt hef- ur byggingarlag margra okkar íslensku fjármálameistara. Og því fer sem fer. Það verður hins vegar mörgum af þeim til happs að lítil ábyrgð fylgir gjarna „meistarauppáskrift- inni“ í fjármálalífinu þegar smíðistykkin hverfa út í bláinn í næsta vindsveip efnahags- sveiflanna. En hvað er hér um að tala? Erum við ekki orðin þessu löngu vön? En með leyfi að spyrja: Hvar eru þeir menn sem fyrr á tíð ráku fýrirtæki sem þeir lögðu sóma sinn og sitt heila líf að veði fyrir og voru reiðubúnir að svelta heimili sín svo ekki félli blett- ur eða hrukka á nafn þess? Slíka karla hef ég þekkt. Ég segi ekki að þeir séu með öllu útdauðir — en mjög trúi ég að þeim hafi fækkað. Mörg fyrir- tæki og rekstur í þjóðfélaginu nú eru því miður ekki annað en þunn gríma metnaðar- lausrar ágirndar — sláturlömb sem eigendumir em reiðu- búnir að farga er þeim þurfa þykir án minnsta tillits til þeirra er hafa treyst þeim fyrir fé sínu eða afkomu... Kannske er þetta allt löglegt. En skelf- ing er það nú rislítið samt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.