Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 25

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 25
Laugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn 25 Kjartan Jónsson Fæddur 21. apríl 1936 Dáinn 19. febrúar 1993 í dag verður jarðsettur frá Hólma- víkurkirkju Kjartan Jónsson, skip- stjóri á Hólmavík, sem lést fyrir ald- ur fram þann 19. febrúar s.I. á 57. aldursári. Varð hann bráðkvaddur við stýrið á báti sínum, Hilmi ST-1, er hann var að rækjuveiðum á Húnaflóa. Við fráfall Kjartans er höggvið stórt skarð í okkar fámenna samfélag, sem erfitt verður að fylla. Ætíð er það svo á slíkum stundum að við stöndum agndofa og eigum erfitt með að sætta okkur við orðinn hlut, en ekki tjóar að deila við dóm- arann. í huga okkar samferðamann- anna stendur þó eftir minningin um góðan dreng, prúðmennið sem á einskis manns hlut vildi ganga. Kjartan Jónsson var fæddur 21. apríí 1936 á Kaldrananesi í Kaldr- ananeshreppi, yngstur fjögurra bræðra. Foreldrar hans voru hjónin Jón Áskelsson, bóndi þar, og kona hans Kristrún Ingimarsdóttir, sem ættuð var af Snæfellsnesi í föður- kyn, en maður hennar var af hinni kunnu Pálsætt, sem fjölmenn er um Strandir og víðar. Jóni Áskelssyni varð ekki langra lff- daga auðið, en hann lést 46 ára gam- all 1944. Eftir dauða hans hélt Krist- rún áfram búskap á Kaldrananesi í nokkur ár, en fluttist síðan, ásamt Kjartani, yngsta syninum, til Hólmavíkur. Par kynntist hann eft- irlifandi konu sinni, Vigdísi Ragn- arsdóttur, en þau gengu í hjónaband 1963 og settu saman heimili á Hólmavík. Þeim Vigdísi varð þriggja dætra auðið. Þær eru í þessari ald- ursröð: Hjördís Jóna, Hafdís Björg og Herdís Rós. Barnabömin eru nú orðin þrjú. Árið 1964 lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem þau áttu heima í 9 ár. Fyrstu árin þar stundaði Kjartan sjóinn, var m.a. á sfldarbátum á Norðursjónum, en síðari árin vann hann í landi, þá sem verkstjóri í Umbúðamiðstöð- inni hf. Hugurinn leitaði þó til æskustöðv- anna og 1973 bregða þau á það ráð að flytja norður til Hólmavíkur, þar sem þau byggðu sér fljótlega hús og þar var Kjartan upp frá því útgerðar- maður og skipstjóri á Hilmi ST-1. Auk sjómennskunnar tók Kjartan af miklum áhuga þátt í því mannlífi sem hrærðist í kringum hann. M.a. var hann mjög virkur í samtökum rækjuveiðimanna við Húnaflóa. Mörg ár sat hann í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps og hafnamefnd Hólmavíkurhafnar. Þá starfaði hann í Lionsklúbbi Hólmavíkur og var þar oftsinnis í stjóm. Á öllum þessum sviðum og mörgum fleirum starfaði hann af þeirri alúð og samviskusemi sem honum var lagin. Víða stendur skarð fyrir skildi þar sem Kjartans nýtur ekki lengur við, en ég veit að það er mest í hans anda að halda starfmu áfram eins og ekkert hafí í skorist. Að leiðarlokum vil ég þakka Kjart- ani fyrir samfylgdina. Ég og fjöl- skylda mín vottum Vigdísi og öðmm ástvinum hans dýpstu samúð. Blessuð sé minning Kjartans Jóns- sonar. Brynjólfur Sæmundsson Það er skammt stórra högga á milli í minni heimabyggð, Hólmavík. Fyrst Kristján Jónsson, fyrrverandi sím- stöðvarstjóri, og nú Kjartan Jónsson skipstjóri, en hann varð bráðkvadd- ur um boð í báti sínum Hilmi ST-1 þann 19. febrúar s.l. Mig langar að minnast Kjartans með nokkrum orðum, því margt höfúm við átt sameiginlegt um árin. Mín fyrstu kynni af honum voru þau þegar við vorum saman í Bama- og unglingaskóla Hólmavíkur fyrir 44 árum; tókst þá með okkur slík vin- átta, sem aldrei hefur borið skugga á. Kjartan var fæddur á Kaldrananesi í Bjamarfirði, 21. apríl 1936. For- eldrar hans vom Kristrún Ingimars- dóttir, sem lést fyrir tveimur ámm á 93. aldursári, og Jón Áskelsson, sem lést um aldur fram, aðeins 46 ára. Kjartan var þá á 9. ári. Hann var yngstur af fjórum bræðmm. Hinir em: Jóhann, fæddur 1921, dáinn 1968; Ingimar, fæddur 1922, bóndi á Kaldrananesi; og Áskell, fæddur 1924, starfsmaður í Sementsverk- smiðju ríkisins, búsettur á Akranesi. Ennfremur ólu þau Kristrún og Jón upp fósturdóttur, Halldóm Svövu Clausen, sem búsett er í Reykjavík. Segja má að ævistarf Kjartans hafí verið sjómennska. Hann fór ungur að ámm á vertíðir til Reykjavíkur, ísafíarðar og á Akranes; þá var hann á síldarbátum yfir sumartímann, og í nokkur ár á loðnubátum, og þá á sfldveiðum í Norðursjó. Þá starfaði hann í nokkur ár í Umbúðamiðstöð- inni í Reykjavík sem verkstjóri. Árið 1960 létum við, sá sem þetta ritar, Kjartan og Jóhann bróðir hans, smíða fyrir okkur 12 tonna bát í Skipasmíðastöð Inga Guðmons- sonar á Akranesi. Þann bát, Farsæl ST-28, áttum við saman og gerðum út meðan heilsa og kraftar Jóhanns leyfðu, þá seldum við hann þeim Al- freð Elíassyni og Kristni Olsen hjá Loftleiðum h.f. Árið 1972 kaupir Kjartan ásamt þeim Jóni E. Alfreðssyni, Bjama Halldórssyni og Unnari Ragnarssyni á Hólmavík, vélbátinn Hilmi ST-1; þá átti líka í bátnum Guðmundur Guðmundsson, sem fyrrverandi annar eigandi. Og alla tíð síðan var Kjartan skipstjóri á Hilmi, eða í 20 ár, vel látinn af öllum sem með hon- um hafa verið, og jafnframt fengsæll skipstjóri. Árið 1963 giftist hann mágkonu minni, Vigdísi Sigríði Ragnarsdótt- ur, en hún er dóttir Ragnars Valdi- marssonar og Þuríðar Guðmunds- dóttur á Hólmavík. Syrgja þau nú elskulegan tengdason, sem reyndist þeim alltaf vel. Börn Kjartans og Vigdísar eru: Hjördís Jóna, eiginmaður Halldór Grétar Gestsson, þau eru búsett í Álaborg í Danmörku. Þau eiga þrjú börn: Elísu Ósk, Kjartan Orra og Baldur Örn. Hafdís Björk, hennar sambýlismaður Ægir Karl Ægisson, þau eru búsett í Reykjavík. Herdís Rós, hennar sambýlismaður Jón Marinó Birgisson, þau eru búsett á Hólmavík. Kjartan og Vigdís hafa alltaf átt heima á Hólmavík, nema árin 1964- 1972 sem þau áttu heima í Reykja- vík í Rofabæ 29. Þar var ávallt gott að koma og geta átt þar samastað þegar íjölskyldan átti leið til Reykja- víkur. Jafn ánægjulegt var það að geta haft þau hér hjá okkur, eftir að við fluttum í Mosfellsbæinn, þegar þau áttu leið hingað suður. Félagsmál lét Kjartan töluvert til sín taka, hann var í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps í mörg ár, og þá jafnframt sem formaður hafnar- nefndar. Hans verður nú sárt saknað af félögunum í Lionsklúbbi Hólma- víkur, en þar var hann félagi í 20 ár, og eins af spilafélögunum í Táfl- og bridgefélagi Hólmavíkur, en þar var hann ávallt mjög virkur félagi og hafði yndi af því að spila bridge, og góður spilamaður. Það er margt sem kemur upp í hug- ann í minningunum um vin minn og félaga Kjartan Jónsson. Mér er það þó minnisstætt þegar þau hjón voru hjá okkur Valdísi í Vík í Mýrdal á 50 ára afmælisdegi Kjartans. Við höfðum ekið tveir upp á Reynisfjall, tókum myndir hver af öðrum, sett- umst niður og horfðum yfir hafið á fallegu vorkvöldi og vorum að rifja upp minningar frá æskuárunum, þegar við vorum saman á sjónum fyrr á árum, herbergisfélagar á vetr- arvertíðinni á Akranesi árið 1956 og eins margra ára samstarf okkar í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Elsku Vigdís mín, þinn er harmur- inn sárastur, dætranna ykkar, tengdasona og barnabama. Við Vald- ís og fjölskyldur okkar sendum ykk- ur og öllum öðmm ástvinum inni- legar samúðarkveðjur á sorgar- stundu. Blessuð sé minning Kjartans Jóns- sonar. Karl E. Loftsson Það var á föstudagskvöldið í síðustu viku, sem fréttin mætti mér í kjall- aratröppunum, Kjartan var dáinn. Mér varð fyrst á að hugsa, að þetta hlyti að vera einhver misskilningur. Kannski hafði hann veikst skyndi- lega, en hann gat ekki verið dáinn. Það var sem tíminn stæði kyrr eitt andartak, og þá gerði ég mér ljóst, að hér var ekki hægt að misskilja neitt. Þetta var veruleiki. Ég man ekki lengur hvenær ég kynntist Kjartani fyrst. Líklega hef- ur það verið á íþróttamóti í Sævangi fyrir svo sem 15 ámm. Fyrsta mynd- in er af jákvæðum og glaðlyndum manni, sem var ailtaf tilbúinn að rétta hjálparhönd í íþróttastarfinu. Stundum vantaði starfsmenn á síð- ustu stundu, kannski til að mæla kúluvarpið eða halda á skeiðklukku. Og þegar aðrir brugðust var það Kjartan sem bjargaði málinu. Hann var líka einn örfárra af eldri mönn- unum, eins og menn um fertugt vom skilgreindir í þá daga, sem tók sjálfur virkan þátt í íþróttunum, og fáir fylgdust með frammistöðu barn- anna sinna af meiri áhuga. Þessi fyrsta mynd af Kjartani var komin til að vera, og þegar árin liðu varð myndin enn skýrari. Þegar ég réðst til starfa hjá Hólmavíkur- hreppi haustið 1985 sat Kjartan í hreppsnefnd, og varð þar með einn af nánustu samstarfsmönnum mín- um. Þar þekkti ég strax aftur já- kvæða lífsviðhorfið og hjálpsemina, sem ég hafði fyrst séð á íþróttavell- inum nokkmm ámm fyrr. Kjartan var einn af 5 aðalmönnum í hrepps- nefnd fyrstu 5 árin mín á Hólmavík, og á þessum tíma leit hann oft við á skrifstofu hreppsins til skrafs og ráðagerða. Það var alltaf gott að fá Kjartan í heimsókn. Hann kunni þá list að sjá jákvæðu hliðarnar á mál- unum, og vandamál vom til þess að leysa þau, en ekki til að fárast yfir. Þetta em ómetanlegir eiginleikar á tímum landlægrar svartsýni. Það var alltaf gaman að vera sam- ferða Kjartani, og þegar litið er til baka birtast atvikin í minningunni eins og myndir á vegg, myndir sem aldrei verða teknar niður á meðan húsið stendur. Þama er mynd af ungu fólki á gönguskíðum. Kjartan er langelstur í hópnum, en samt jafnaldri þeirra yngstu. Þama er mynd af hópi manna sem situr í stofunni heima hjá Kjartani og Viggu og reynir að hugsa eitthvað skemmtilegt. Þetta er Góunefndin 1989. Ein myndin er af Kjartani í brúnni á Hilmi í fögm vetrarveðri í mars 1990, á leið inn í Steingríms- fjörð að skoða búrhvali. Enn ein myndin er af hreppsnefndinni á göngu um götur Reykjavíkur á milli stofnana ríkisvaldsins. Og síðasta myndin er af hreppsnefndarfundi 27. janúar sl. Hér verður ekki gerð tilraun til að rekja æviferil Kjartans, en aðeins minnst á fátt eitt. Hann ólst upp á Kaldrananesi í Bjarnarfirði á þeim ámm, sem skfðaáhugi Bjarnfirðinga var hvað mestur. Þar var fremstur í flokki göngumeistarinn Jóhann Strandamaður, bróðir Kjartans, en hann lést langt um aldur fram á 7. áratugnum. Það var gaman að heyra lýsingar Kjartans á skíðaferðum ungu mannanna í Bjarnarfirði. Þar vom hreystin og lífsgleðin í fyrir- rúmi, og stundum var kannski tekin áhætta í brekkum, sem ekki höfðu áður verið markaðar skíðafömm. Um 1963 er Kjartan sestur að á Hólmavík ásamt eftirlifandi konu sinni, Vigdísi Ragnarsdóttur. Eftir það lá leiðin til Reykjavíkur, en árið 1973 koma Kjartan og Vigga alkom- in heim, og eftir það bjuggu þau á Hólmavík ásamt dætrunum sínum þremur. Kjartan var fyrst kosinn í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps 1982 og sat þar sem aðalmaður í 8 ár, en síðan sem varamaður frá ár- inu 1990. Þá var hann formaður hafnarnefndar um árabil. Fjölskyldan, heimilið og félags- störfin skipuðu stóran sess í lffi Kjartans, en eins og vænta mátti var vinnan líka stunduð af alúð. Kjartan var lengst af skipstjóri á Hilmi ST-1, auk þess að vera einn af eigendum Guðmundar Guðmundssonar hf. sem gerir bátinn út. Hilmir var happafley og Kjartan farsæll skip- stjóri. Það var að morgni föstudags- ins 19. febrúar sl. sem Kjartan lagði upp í síðustu veiðiferðina á Hilmi við þriðja mann, og í brúnni á Hilmi rann hinsta stundin upp. Skyndilega var Kjartan allur, langt um aldur fram. Við vitum svo sem öll, að sjúkdóm- ar og dauði gera ekki boð á undan sér. Samt finnst manni óskiljanlegt að hraustur maður á besta aldri geti hnigið niður örendur án minnsta fyrirvara. Allir, sem þekktu Kjartan, hafa misst mikið, og Hólmvíkingar hafa misst einn af sínum bestu félögum. En enginn hefur þó misst eins mik- ið og Vigdís og dætumar þrjár, Hjör- dís, Hafdís og Herdís. Þó að orð megi sín lítils, fylgja þessum línum dýpstu samúðarkveðjur til þeirra og annarra nánustu aðstandenda. f dag býr sorgin í hjörtum Hólm- víkinga. En sorgin býr þar ekki ein. Þar búa Iíka þakklætið og gleðin yfir því að hafa kynnst góðum samferða- manni. Minningamar um góðar stundir em í senn uppspretta sorg- arinnar og helsta huggunin. Með orðum spámannsins hljóðar þetta svo: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran). Guð blessi minningu Kjartans Jónssonar og veiti eftirlifandi ástvin- um styrk í Iífinu. Stefán Gíslason, Hólmavík Innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Bríetar Magneu Stefánsdóttur og heiðruðu minningu hennar. Helga Pétursdóttir Höröur Valdimarsson Eysteinn Pétursson Aldfs Hjaltadóttir Kristín Pétursdóttir Ágúst Alfreðsson barnabörn, barnabamaböm og fjölskyldur _____________________/ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og út- för bróður okkar Helga Pálssonar frá Seljalandi, Fljótshverfi Sérstakar þakkir faenim við læknum og starfsfólki Sólvangs I Hafnarfiröi. Systklnin / %,SV^ FASTEIGNIR TIL SÖLU Á STÓRÓLFSVÖLLUM, HVOLHREPPI Kauptilboö óskast I eftirtaldar húseignir á Stórólfsvölium I Hvolhreppi. Heimilt er að bjóða I hverja eign fyrir sig eöa allar saman. Birgöaskemma og verksmiðja 1688,5 m2 brunabótamat 64.301.000 Timbureiningahús 130,2 m2 brunabótamat 10.579.000 Verkstæöishús 306,3 m2 brunabótamat 9.514.000 Vélageymsla 147,8 m2 brunabótamat 2.890.000 Vörugeymsla 300,9 m2 brunabótamat 6.883.000 Eignimar eru til sýnis I samráöi við Bergþór Guöjónsson, Hvolsvelli, vinnuslmi 98-78392, heimaslmi kl. 19-20 98-78243. Tilboðseyðublöö liggja frammi hjá ofangreindum aðila og á skrifstofú vorri. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavlk, fyrir kl. 11:00 þann 10/3/93, þar sem þau verða opnuð I viöurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.