Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn 7 Guðmundur Bjarnason alþingismaður segir að meginatriði efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp: Minna lánað en vextir samt eins „Meginatriðið í efnahagsstefnu rík- isstjómarinnar hefur verið að minni ríkissjóðshalli og minni Iánsfjáreftirspum ríkissjóðs eigi að leiða til lækkunar vaxta. Nú hefur hallinn og lánsfjáreftirspum opin- berra aðila minnkað og atvinnufyr- irtækin era nánast hætt að taka lán. Samt lækka vextir ekkert. Svo virð- ist því sem meginatriði efnahags- stefnu stjómarinnar gangi ekki upp,“ segir Cuðmundur Bjarnason alþingismaður. Guðmundur segir að þetta eigi að kenna ríkisstjórninni tvennt. Hún eigi að endurskoða efriahagsstefn- una og velta fyrir sér fleiri leiðum til að ná niður vöxtum. í vikunni gaf fjármálaráðuneytið út skýrslu um ríkisfjármál á síðasta ári. Samkvæmt skýrslunni varð hallinn á ríkissjóði 7,2 milljarðar, en hann var 12,5 milljarðar 1991. „Það hefur orðið mikið tekjutap hjá ríkissjóði upp á tvo milljarða. Þetta stafar m.a. af efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar. Tekjuskattur og virð- isaukaskattur hafa dregist verulega saman og sömuleiðis tekjur af inn- flutningi vegna þess að umsvifin hafa verið mikið minni í þjóðfélag- inu,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þessi efnahagsstefna SEimdráttar- ins hefði leitt til aukins atvinnuleys- is sem aftur hefði kallað á aukna fjármuni til atvinnuleysisbóta. At- vinnuleysið gæti auk þess orðið rík- issjóði og þjóðinni dýrt þegar til framtíðar væri litið. Hér væri á ferð- inni framtíðarvandamál sem ríkis- stjóminni væri hollara að takast á Guðmundur Bjamason alþing- ismaður. við í stað þess að horfa sffellt á svo- kallaðan fortíðarvanda. Útgjöld ríkissjóðs fóra milljarð fram yfir fjárlög. Inn í þeirri upphæð er veraleg fjárhæð sem skilgreind er sem kostnaður vegna kjarasamn- inga. Guðmundur sagði að spurning væri reyndar hvort hægt væri að skilgreina það að hætt var að loka ákveðnum sjúkradeildum sem kostnað vegna kjarasamninga. Aðal- atriðið væri að markmið um sparn- að vora óraunhæf eins og stjómar- andstaðan hefði margoft bent á. Það sæist best á útgjöldum í heilbrigðis- kerfinu. Þar hefðu útgjöld farið langt yfir áætlun fjárlaga. Það væri fráleitt af heilbrigðisráðherra að vera að hrósa sér af einhverjum spamaði í heilbrigðismálum, spam- aði sem væri þannig reiknaður að miðað væri við útgjöld eins og þau hefðu orðið ef ekkert hefði verið gert. Guðmundur sagði að svona út- reikningar væra gapuxaháttur svo notað væri orðalag sem heilbrigðis- ráðherra þekkti. í skýrslu fjármálaráðherra segir um útgjöld vegna sjúkratrygginga: „Árangurinn varð ekki eins og til var ætlast.“ Guðmundur sagði að það sem hefði átt mikinn þátt í að útgjöld ríkis- sjóðs urðu ekki meiri en þau þó urðu væri að forstöðumenn opin- berra stofnana hefðu lagt mikið á sig til að halda sig innan fjárlaga. Það hefðu þeir gert með því að fresta tækjakaupum og viðhaldi. „í við- halds- og stofnkostnaði hefur spar- ast um einn milljarður króna. Ég er sannfærður um að af þeirri upphæð á eftir að fara veralega mikið út aft- ur. Stofnanir hafa lagt áherslu á að halda rekstrinum gangandi en við- hald er trassað og stofnkostnaður geymdur," sagði Guðmundur. Guðmundur benti á að í desember hefði fjármálaráðherra gert ráð fyrir í fjáraukalögum að hallinn á ríkis- sjóði yrði níu milljarðar. Ein af ástæðunum fyrir því að sú varð ekki niðurstaðan væri að viðhalds- og stofnkostnaður hefði orðið miklu minni en ráðherra hefði gert ráð fyr- ir. Líklegt væri að víða myndu stofn- anir nýta sér heimildir sem flokkast undir þennan lið á þessu ári þar sem þær mættu flytja fjárheimildir milli ára ef þær héldu sig innan ramma fjárlaga. -EÓ Blómstrandi menning á Suðurlandi: Þrjú stykki á fjölunum Davíð Kristjánsson leikur titilhlutverkið í sýningu Leikfélags Sel- foss, Fílamanninum. Óhætt er að segja að leiklistarlíf á Suðurlandi sé í miklum blóma þessar vikumar því nú era á fjölun- um eða væntanlegar þangað víðs vegar um Ámessýslu þijú Ieikrit. Það era Hvergerðingar, Selfyssing- ar og Laugvetningar sem standa að þessum menningarauka. Fyrst skal nefna Leikfélag Selfoss. Það framsýnir í lok næstu viku, föstudagskvöldið 5. marsjeikritið Fílamanninn eftir bandaríska leik- skáldið Bemard Pomerance en leik- ritið hefur verið sýnt austan hafs og vestan við góðar undirtektir. Þetta er í fyrsta sinn sem Fflamaðurinn er sýndur hérlendis og það er Sigur- geir Hilmar Friðþjófsson sem þýtt hefúr leikritið. Hann fer jafnframt með hlutverk í sýningunni. Leik- stjóri er Þórann Sigurðardóttir. AIls koma um tuttugu leikarar fram í sýningunni. Fflamanninn sjálfan Ieikur Davíð Kristjánsson. í Hveragerði er á fjölunum Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lind- gren en það era félagar úr Leikfélagi Hveragerðis sem sýna verkið undir leikstjóm Guðjóns Sigvaldasonar. Með helstu hlutverk fara Höskuldur Eiríksson, Rósant Guðmundsson, Anna Jórann Stefánsdóttir og Jó- hann IV. Sigurðsson. Framsýning var ellefta febrúar og síðan hefur verkið verið sýnt í húsnæði grann- skólans í Hveragerði við ágæta að- sókn. Þá er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikritið Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson um þessar mundir. Sýning þessi er sett á svið f tilefni af 40 ára afmæli skólans í aprflmánuði nsestkom- andi. Leikstjóri er Ingunn Jensdótt- ir og hljómsveitarstjóri er Hilmar Öm Agnarsson, organisti í Skál- holti. Um 45 manns taka þátt í sýn- ingunni og verður næsta sýning þann 1. mars í Félagsheimili Kópa- vogs. —SBS, Selfossi. FASTEIGNIR TIL SOLU A AKRANESI, VESTMANNA- EYJUM OG LÓÐ í KEFLAVÍK Kauptilboð óskast í effirtaldar eignir: HAFNARGATA 91, KEFLAVÍK, 3200 m2 lóð með litlum vigtar- skúr á lóðinni. ÞJÓÐBRAUT 1, AKRANESI. Atvinnuhúsnæði, stærð húsnæð- isins er 187,1 m2. Brunabótamat er kr. 6.536.000,-. Húsnæðið verðurtil sýnis í samráði við Svein Garðarsson, simi 93-13244. KIRKJUVEGUR 22, VESTMANNAEYJUM (Samkomuhús Vest- mannaeyja á mótum Kirkjuvegar og Vestmannabrautar). Stærð hússins er 9.275 m3. Branabótamat er kr. 103.169.000,-. Húsið veröurtil sýnis í samráði við Ingvar Svemsson, fulltrúa sýslu- manns, sími 98-11066. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðilum og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavik. Tllboð verða opnuö á sama stað kl. 11:00 f.h. 8. mars 1993 I viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskóia- náms í Kína skólaárið 1993-94 Stjómvöld Alþýðulýöveldisins Klna bjóða fram tvo styrki handa Islendingum til háskólanáms ( Klna námsárið 1993- 94. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráöuneyt- isins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 26. mars n.k. á sér- stökum eyöublööum sem þar fást. Umsóknum fylgl stað- fest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 26. febrúar 1993. fyrir nokkur umferðarlagabrot: Umferöarráö vekur athygli á nokkrum neöangreindum sektarfjárhæöum, sem eru samkvæmt leiöbeiningum ríkissak- sóknara til lögreglustjóra frá 22. febrúar 1991 Akstur gegn rauðu Ijósi - allt að 7000 kr. Biðskylda ekki virt “ 7000 kr Ekið gegn einstefnu “ 7000 kr. Ekið hraðar en leyfilegt er “ 9000 kr. Framúrakstur við gangbraut “ 5000 kr. Framúrakstur þar sem bannað er “ 7000 kr „Hægri reglan“ ekki virt “ 7000 kr. Lögboðin ökuljós ekki kveikt 1500 kr. Stöðvunarskyldubrot - allt að 7000 kr. Vanrækt að fara með ökutæki til skoðunar “ 450o (<r. Öryggisbelti ekki notuð “ 3000 kr. MJÖG ALVARLEG OG ÍTREKUÐ BROT SÆTA DÓMSMEÐFERÐ. FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS! mÉUMFERÐAR Uráð -Q eftit boLta Áamut Iratn! yUMFEROAR RÁO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.