Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 26
26 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1993
Með sínu nefi
í þættinum í dag veröa tvö sönglög, sem orðið hafa vinsæl í flutningi
hins síunga „tríós“ Ríó. Lög þessi eiga vel við á þessum árstíma, þegar
skammdegið er enn áberandi þó að dag sé raunar aðeins farið að lengja.
Fyrra lagið er eftir Ágúst Atlason Ríó-mann, en hann gerði líka textann,
og heitir það „Vetrarnótt". (í þessu lagi er það Am-hljómur — einn takt-
ur — stjörnumerktur á ákveðnum stöðum fyrir þá sem ná vilja sérstök-
um hljómbrigðum með því að sleppa vísifmgrinum (1) alltaf í þriðja
taktslagi í áslætti og slá strengina síðan upp í fullum Am- hljóm í þeim
fjórða, en þannig er hægt með einföldum hætti að nálgast útsetningu
Ríó sjálfra á laginu. Athugið að í fyrsta taktslagi þessa Am-hljóms eru
strengirnir slegnir tvisvar.) Seinna lagið er „Ekkert svar“ lagið er erlent,
eftir G. Tomco, en íslenska textann gerði Jónas Friðrik.
VETRARNÓTT
Am G
í örmum vetrarnætur
C E
litli bærinn sefur rótt.
Am G
Unga barnið grætur,
C E Am*
en móðir þess það huggar skjótt.
Am G
í baksýn fjöllin há,
C E
snæviþaktir tindar rísa.
Am G
Fögur sjón að sjá
C E Am*
og norðurljósin allt upp lýsa.
D Hm
Fögrum skrúða landið skrýðist
Físm Hm
slíkum vetrarnóttum á.
D Hm
Flækingsgrey eitt úti hírist,
E Am Am*
vosbúðin hann kvelur þá.
Er birta fer af degi,
litli bærinn vaknar skjótt.
Hvíldar nýtur eigi
lengur þessa vetrarnótt.
EKKERT SVAR
G Em
Langar nætur, Ijósa kalda daga
C D
hef ég leitað, það er mannsins saga.
G Em
Fundið aðeins óma gleymdra laga,
Am D7 G
en ekkert svar, ekkert svar.
2.
Ég hef efast, þegar einn ég reika.
Er þá lífið aðeins hismið veika?
Hlusta á vindinn í visnu sefi leika,
en ekkert svar, ekkert svar.
3.
Ég vænti svara, vildi þekkja leiðir,
vita skil á því, sem ferðir greiðir.
Þrái lífið, en ekki orð, sem deyðir,
en ekkert svar, ekkert svar.
Duri duri....
Físm
< > < > <
< > < >
X 3 4 1 1 t
G
Em
< ► < >
0 2 3 0 0 0
Hm
<
< >
< > < >
X X 3 4 2 1
c
D7
< »
< » <
X 0 2 3 1 0
Fyrir leik sinn í Batman fékk Nicholson þrjá milljarða króna.
JACK NICHOLSON í
FÆRI VIÐ ÓSKARINN
— / tíunda sinn
Á dögunum var tilkynnt um tilnefn-
ingar til Óskarsverðlauna fyrir 1993,
en afhending verðlaunanna fer fram í
Los Angeles 29. mars næstkomandi.
Stórleikarinn Jack Nicholson var
meðal þeirra, sem tilnefndir voru fyr-
ir bestan leik í aukahlutverki og er
það í tíunda skipti, sem hann getur
átt von á að fá styttuna eftirsóttu, en
hann hefur hlotið verðlaunin tvisvar.
Hann var tilnefndur fyrir leik sinn í
Heiðursmönnum (A Few Good Men),
sem enn er verið að sýna í Stjömubíói,
en þar Ieikur hann Nathan Jessup,
gallharðan yfirmann bandarískrar
herstöðvar.
Nicholson tók sér frí frá kvikmynda-
leik í tvö ár og sinnti konu sinni, Re-
beccu Brouchard, og tveimur börnum
þeirra á meðan. Hann mætti síðan aft-
ur til starfa og lék í þremur myndum á
stuttum tíma, en ein þeirra var fyrr-
nefnd Heiðursmenn. Hann lék einnig
í Hoffa, sem leikstýrt er af Danny De
Vito, en þar leikur hann Jimmy Hoffa,
forkólf samtaka vörubílstjóra í Banda-
ríkjunum, sem var myrtur um miðjan
8. áratuginn. Talið er að mafían hafi
staðið að morðinu, en líkið hefur aldr-
ei fundist. Stjörnubíó mun sýna þessa
mynd innan tíðar. Nicholson lék loks í
einni gamanmynd, sem ber nafnið
Svikahrappurinn (Man TVouble), en
þar leikur hann ekkert alltof gáfaðan
varðhundaþjálfara. Á móti honum
leikur Ellen Barkin, sem hlaut frægð
fyrir leik sinn í Sea of Love. Verið er að
sýna Svikahrappinn í Regnboganum.
Óhætt er að fullyrða að Jack Nichol-
son sé einn þekktasti leikarinn í heim-
inum í dag. Hann fær svimandi fjár-
hæðir fyrir leik sinn — litlar 50 millj-
ónir dollara (um 3 milljarðar ÍSK)
fékk hann fyrir að leika Jókerinn í Bat-
man — og frægustu leikstjóramir í
Hollywood keppast um að fá hann í
myndir sínar. Nicholson fæddist í New
Jersey árið 1937 og lék í sinni fyrstu
mynd árið 1958. Hún var framleidd af
konungi B-myndanna, Roger Cor-
man, og hét Cry Baby Killer. Ekki
vakti hún mikla athygli, en Nicholson
hélt áfram að leika í myndum hjá Cor-
man og lék meðal annars tann-
verksmasókistann í Litlu Hryllings-
búðinni. Hann vakti loks á sér vem-
lega athygli með leik sínum í Easy Ri-
der árið 1969, þá 32 ára gamall, og var
tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrsta
sinn, fyrir að leika drykkfelldan lög-
fræðing, sem slæst í för með tveimur
vélhjólaköppum. Nú fóm hjólin að
snúast, því ári síðar var hann aftur til-
nefhdur fyrir leik sinn í frábærri
Nicholson I Heiöursmönnum (A
Few Good Men), en fyrir ieik sinn
í þeirri mynd var hann tilnefndur
til Óskarsverðlauna.
mynd, sem Bob Rafelson gerði og hét
Five Easy Pieces. Næstu ár vom síðan
samfelld sigurganga fyrir Nicholson.
Hann Iék í The Last Detail eftir Hal
Ashby árið 1973 og ári síðar Iék hann
einkaspæjarann Jake Gittes í Chin-
atown, sem Roman Polanski leik-
stýrði. Hann var tilnefndur til Óskars-
ins fyrir báðar þessar myndir, en árið
1975 kom loks að því að hann vann
verðlaunin fyrir stórkostlegan leik f
Gaukshreiðrinu (One Flew Over the
Cuckoo’s Nest), sem Milos Forman
leikstýrði. Gaukshreiðrið byggði á bók
Ken Keseys og lék Nicholson mann,
sem fluttur er á geðsjúkrahús og gerir
mikinn usla meðal annarra sjúklinga.
Gaukshreiðrið hlaut Óskarinn sem
besta myndin, Forman fékk verðlaun-
in fyrir bestu leikstjómina, Louise
Fletcher fýrir bestan leik í kvenhlut-
verki og handritshöfundarnir Lawr-
ence Hauben og Bo Goldman vom
einnig verðlaunaðir. Myndin fékk því
öll eftirsóttustu verðlaunin, en á síð-
asta ári endurtók The Silence of the
Lambs þann leik.
Eftir þetta tímabil mikilla sigra kom
smá afturkippur í feril Nicholsons, að-
allega hvað varðar gæði myndanna,
sem hann lék í. Hann náði sér þó aftur
á strik í byrjun 9. áratugarins og varð
þá aftur fastagestur á Óskarsverð-
launaafhendingunni, án þess þó að
það segi alltaf til um gæði mynda.
Hann bætti annarri styttu í safnið
1983 fyrir bestan leik í aukahlutverki í
Terms of Endearment.
Jack Nicholson var lengi í ástarsam-
bandi við leikkonuna Anjelicu Hu-
ston, dóttur hins fræga leikstjóra
Johns Huston. Þau léku saman í ma-
fíumyndinni Prizzi’s Honor árið 1985,
í leikstjóm föðurins. Myndin hlaut
mjög góðar móttökur og fékk Anjelica
Óskarinn fyrir aukahlutverk, og vakti
það á henni vemlega athygli í fýrsta
skipti. í dag er hún með virtustu leik-
konunum í bandaríska kvikmyndaiðn-
aðinum. Samband þeirra Jacks var
fremur hávaðasamt, en sú saga gekk
fjöllunum hærra að John Huston
hefði á dánarbeði sínu í ágúst 1987
tekið loforð af Nicholson um að hann
myndi ganga að eiga Anjelicu. Gróa á
Leiti var að minnsta kosti með þetta
allt á hreinu, en þau slitu engu að síð-
ur samvistum fáum ámm síðar og
hann tók saman við Rebeccu Brou-
chard.
Þeir, sem fylgjast með NBA-körfu-
boltanum, hafa ömgglega margoft séð
Nicholson bregða fyrir á leikjum Los
Angeles Lakers. Hann er eldheitur
stuðningsmaður liðsins og í samningi
um þátttöku hans í Jámgresinu (Iron-
weed) árið 1987 var klásúla, sem
tryggði honum frí frá upptökum til að
mæta á alla leiki liðsins. Fyrmefnd
Gróa hefur látið hafa eftir sér að hann
hafi jafnvel fjárfest í liðinu.
Tilnefningar
Jacks Nicholson
til Óskarsverð-
launa
1969 Easy Rider (aukahlutverk).
1970 Flve Easy Pieces.
1973 The Last Detail.
1974 Chinatown.
1975 One Flew Over the Cuckoo’s
Nest—Sigur.
1981 Reds (aukahlutverk).
1983 Terms of Endearment
(aukahlutverk) — Sigur.
1985 Prízzi’s Honor.
1987 Ironweed.
1993 A Few Good Men
(aukahlutverk).