Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn 5 Fjárfesting útlendinga í íslenskum atvinnurekstri Páll Pétursson skrifar Alþingi hefur lögfest aðild fslands að Evr- ópsku efnahagssvæði og forseti íslands stað- fest lögin með undirskrift sinni. Þótt enn sé óvíst hvort EES kemst á kopp- inn, er Alþingi að afgreiða á færibandi marg- víslegar breytingar á íslenskum lögum sam- kvæmt forskrift frá Brussel. Þetta verður að gera til að fullnægja skilyrðum Rómarsátt- málans, stjómarskrár EB, en það er stjórn- arskrá öðrum æðri og hana komast hvorki alþingismenn né forseti upp með að brjóta, heldur verða að sýna henni skilyrðislausa hlýðni. Alþingi hefur með samþykkt samningsins afsalað sér frumkvæðisrétti til lagasetningar og verður að taka við lögum EB, getur ekki stafkrók breytt og má ekki víkja frá EB-for- skriftinni. Var sjálfstæðisbaráttan misskilningur? Rétt er, þegar svo er komið löggjafarvaldi Alþingis, að hugleiða framtíðina. Hvert stefnir þetta þjóðfélag? Var sjálfstæðisbaráttan tómur misskilning- ur? Stjómarfarslegt fullveldi var einn þáttur þessarar sjálfstæðisbaráttu. Yfirráð yfir land- inu, auðlindum þess og fiskimiðunum var annar þáttur. Að færa verslunina í hendur ís- lendinga og tryggja bærilegt atvinnustig í landinu var enn einn þáttur. Þjóðin hefur þraukað hér í 1100 ár og með lífi sínu og starfi öðlast fmmburðarrétt til landsins. Við íslendingar eigum ekki önnur lönd og höf- um ekkert annað land til að afhenda afkom- endum okkar. Hin taumlausa Evrópuhyggja ríkisstjómar- innar er að afsala stjórnarfarslegu og efna- hagslegu fullveldi okkar. Þeir gera það ekki einungis fyrir sína eigin hönd, heldur fyrir hönd þjóðarinnar allrar og afkomenda okk- ar. ísland fyrir Evrópubúa Ein afleiðing aðildar að EES er að við verð- um að breyta lögunum um erlendar fjárfest- ingar, en þau vom sett í mars 1991 og áttu að gera okkur kleift að gerast aðilar að Evr- ópsku efnahagssvæði eins og samningsdrög- um var þá háttað. Endanleg útgáfa samn- ingsins varð þó með þeim hætti að þessi ný- lega settu lög verða að taka gagngerum breytingum. Ég vil Iáta það koma skýrt fram að ég er ekki einangmnarsinni. Ég tel að erlend fjár- festing á íslandi geti átt rétt á sér, svo fremi að við höfum vald á henni og getum látið hana styrkja fslenskt atvinnulíf og viðhaldið virkum yfirráðum. Ef svo fer fram sem horfir, mun hin erlenda fjárfesting taka fyrr en varir völdin úr hönd- um okkar og þá er frumburðarrétturinn far- inn líka. Esaú greyið lét fmmburðarréttinn fyrir baunadisk og var svangur. Ríkisstjómin er Iíka gráðug, en hún fær engan baunadisk heldur fórnar fmmburðarrétti okkar allra fyrir sama sem ekkert. Tvíhöfðar draga lokur frá hurðum Samkvæmt EES-samningnum fáum við að halda gildandi lögum um einkarétt íslend- inga til að hafa eignarhald á út- gerð og fmm- fiskvinnslu. Þetta er eini fyr- irvarinn af þeim fimm, sem ís- land setti fram í upphafi við- ræðnanna, sem felst í samningn- um í núverandi gerð. Þó em menn strax byrjaðir að draga lokur frá hurðum. Tvíhöfðanefnd ríkisstjómarinn- ar um fiskveiðistefhu, undir forystu Vil- hjálms Egilssonar og Þrastar Ólafssonar, vill hleypa útlendingum líka inn í útgerð og fmmfiskvinnslu. Þeim nægir ekki að setja veiðileyfagjald á útgerðina og níðast á trillu- körlunum. Fjármálaráðherrann tekur kröft- uglega undir með tvíhöfðunum. Verslunar- ráðið vill ganga ennþá lengra og hefur hafið sönginn um að sækja um aðild að EB. Þeir vilja taka skrefið til fulls strax, en ekki doka um stund á Evrópsku efnahagssvæði. Finnast hér leppar? f íslenskum sjávarútvegi viðgengst óbein eignaraðild útlendinga. Það er að fyrirtæki, sem er að hluta til í eigu útlendinga, á hlut í sjávarútvegsfyrirtæki. Þrálátur orðrómur gengur einnig um það að hér finnist sjávar- útvegsfyrirtæki sem komin séu í raun í er- lendar hendur í gegnum leppa. Svo mikið er víst að til em útgerðaríyrirtæki sem kapp- kosta að flytja bæði þorsk og ýsu utan óunna til vinnslu erlendis. Samkvæmt útreikning- um verkalýðshreyfingar væri hægt að slá mjög vemlega á atvinnuleysið á fslandi, væri þetta ekki gert. Hugsanlegt er að lepparnir séu þvingaðir til að skila fisknum óunnum til Bretlands af hinum raunvemlegu eigend- um. Það er ekkert annað en aumingjaskapur að taka ekki á þessu vandamáli, annað hvort með banni við útflutningi óunnins þorsks og ýsu, eða með kvótasviptingu. Orkuver útlendinga Þegar kemur að virkjunarréttindum vatns- falla og jarðhita, svo og orkufyrirtækjum og orkudreifingarfyrirtækjum, sem samkvæmt gildandi lögum mega einungis vera í íslenskri eigu, skulu ríkis- borgarar, sem eiga lögheimili á Evrópsku efna- hagssvæði, hafa samkvæmt frumvarpinu sama rétt til fjár- festingar og íslendingar eftir 1. janúar 1996. Það gefur auga leið að innan skamms verð- ur virkjunarréttur vatns og jarðhita að ein- hverju leyti kominn í erlenda eigu. Ríkis- stjómin telur sig geta reist rönd við þessu með því að ríkið geri upptæk vatns- og jarð- hitaréttindi einstaklinga og sveitarfélaga. Það yrði fóm landeigenda, því ekki er gert ráð fýrir að gjald komi fyrir, eins og við eign- arnám. Þetta yrði algjör eignaupptaka. Einkavæðingarpostular ríkisstjórnarinnar boða einkavæðingu orkufyrirtækja og orku- dreifingarfyrirtækja. Verði þeirra vilji, þá er óheimilt að amast við því að þau komist í hendur útlendra á Evrópska efnahagssvæð- inu. Sæstrengsmálið Undanfarið hafa verið gerðar athuganir á útflutningi raforku um sæstreng. Líkur benda til þess að unnt sé að leggja sæstreng og fá markað fyrir orkuna í Evrópubandalag- inu, sé hún boðin á nógu lágu verði. Verkefnið er hinsvegar svo dýrt að íslend- ingar ráða ekkert við það, nema þá að litlum hluta, skuldastaða þjóðarinnar leyfir það ekki. Forsenda þess að af sæstrengsáform- unum verði er að útlendingar fái hér virkj- unarréttindi, reisi virkjanir og leggi sæ- strenginn. Arður íslendinga yrði þá ein- göngu í formi sölu eða langtímaleigu á vatnsréttindum. Það er pólitísk spurning sem verður að svara, hvort menn geta fellt sig við það fyrir- komulag, áður en lagt er í frekari kostnað við sæstrengsmálið. Rétt er einnig að hafa það í huga að orkan skapar verðmæti þar sem hún er nýtt, en ekki þar sem hún er framleidd. Útlendir bankar Samkvæmt gildandi lögum mega erlendir aðilar eiga 25% hlutafjár í íslenskum við- skiptabanka. 1. janúar 1996 falla þessar hömlur úr gildi og útlendingar mega eiga og reka banka hér. Þess ber að geta að bankar f erlendri eigu á íslandi eru undanþegnir ís- lensku bankaeftirliti. Þannig getur peninga- vald komist f hendur útlendinga. Þá er íslenskt atvinnulíf að öðru leyti gal- opnað fyrir íbúum Evrópsks efnahagssvæðis og þær skorður, sem stjómvöld hafa stungið uppá að reisa við ótakmörkuðum landakaup- um útlendinga hér, koma svo í koll íslend- ingum sjálfum að ólíklegt er að þær verði settar. A5 þijátíu árum liðnum Þetta er sá veruleiki sem við stöndum frammi fýrir eftir inngöngu í EES. Ef við reynum að gera okkur í hugarlund hvernig hér verði umhorfs að þrjátíu ámm liðnum, má gera ráð fýrir að lítil reisn verði yfir fslensku efnahagslífi. Arðbær fýrirtæki til lands og sjávar verða þá sennilega flest í eigu útlendinga, erlend selstöðuverslun ráð- andi og innfæddir í láglaunastörfum í landi sem einu sinni var þeirra. Þá verður ríkisstjórn Davíðs og Jóns Bald- vins ekki hátt skrifuð í sögunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.