Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1993 SPARNAÐUR SPARNAÐUR SPARNAÐUR SPARNADUR Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, segir að há ávöxtun og frjálst sparnaðarform geri spariskírteini að ákjósanlegum sparnaðarkosti fyrir venjulegt launafólk: Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkis- verðbréfa, segir að hann hafí orðið var við að kreppan í þjóðfélag- inu hafí orðið til þess að vekja sumt fólk til meðvitundar um nauðsyn þess að spara. Margir, sem nú hafa lækkað í launum eða misst vinnuna, segi við sig að nú væri gott að eiga varasjóð. Pét- ur sagði að kreppan hafí einnig leitt til þess að áskrifendum að spariskírteinum ríkissjóðs hafí fækkað. 22.000 manns hafa keypt spariskírteini í áskrift Á síðustu fimm árum hafa alls um 22.000 manns keypt spariskír- teini í skemmri eða lengri tíma í áskrift. í dag eru virkir kaupendur um 12.000, en fólk getur hætt að kaupa spariskírteini ef illa stendur á og komið inn aftur eftir hentug- leikum. Fólk getur einnig með einu símtali hækkað eða lækkað upphæðina eftir því sem aðstæður leyfa. Þegar best lét voru áskrif- endur um 15.000. Alls konar fólk kaupir spariskír- teini í áskrift. Pétur sagði að um sé að ræða þverskurð af þjóðfélaginu. Þetta sé fólk úr öllum starfsgrein- um og á öllum aldri. Hann nefndi að þó nokkuð sé um að keypt séu skírteini fyrir smábörn. Pétur sagði að Þjónustumiðstöð- in reyni að höfða sérstaklega til venjulegs launafólks. Það sjáist best á því að mikill meirihluti kaupi fyrir 5.000 krónur. Um 70% áskrifenda greiða áskriftina með greiðslukorti. Með því að spara 5.000 krónur á mánuði er fólk að spara 164 krón- ur á dag. Hver og einn getur spurt sig hvort maður geti ekki séð af 164 krónum á dag. Til samanburð- ar má nefna að einn sígarettupakki kostar 243 krónur. Hjónin Þór og Björg, sem ljáð hafa nöfnin sín í auglýsingu frá Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, hafa sparað frá því í apríl 1989. Þau hafa á þessum tíma keypt spariskírteini íyrir 5.000 krónur hvort og eiga í dag 645.689 krónur. Áður var viðhorfið að spamaður væri bara fyrir þá ríku „Til skamms tíma var það ekki lenska á íslandi að fólk sparaði á skipulegan hátt. Menn einfaldlega borguðu skuldir sínar og eyddu restinni. Viðhorfið var einnig þannig að fólk sagði að sparnaður væri bara fyrir þá ríku. Þessi hugs- unarháttur er smátt og smátt að breytast. Það sést best af því að 5.- 6. hvert heimili er í áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs," sagði Pétur. „Við höfum fundið fyrir því að fólk hefur minna fé milli hand- anna. Fólk hefur dregið úr sparn- aði eða hætt sparnaði tímabundið vegna þess að tekjur þess hafa minnkað eða það hefur hreinlega misst vinnuna," sagði Pétur. Pétur sagðist einnig hafa fundið fyrir hinni hlið kreppunnar. Kreppan hafi vakið sumt fólk til meðvitundar um að það verði að spara. Minni tekjur leiði til þess að sumir hugsi: ja, nú væri gott að eiga varasjóð. Pétur sagði að launamenn í öðrum löndum leggi almennt mikið upp úr því að eiga varasjóð, en því miður hafi íslend- ingar ekki lagt mikið upp úr því að spara eða eiga varasjóð. Því megi m.a. kenna verðbólguhugsunar- hætti okkar íslendinga. Vextir eru um 7% í dag Spariskírteini ríkissjóðs eru eins og hver önnur verðbréf. Þau eru skráð á ákveðnu gengi, sem er breytilegt frá einum tíma til ann- ars. Fólk getur selt bréfin, ef það þarf skyndilega á sparnaðinum að halda. Pétur leggur hins vegar áherslu á að fólk líti á spariskírteini sem langtímasparnað. Skírteinin eru gefin út til 5 ára og 10 ára. Þurfi fólk að selja bréfin fyrr, þarf það að greiða sölulaun og getur einnig orðið fyrir gengistapi. Vextir á spariskírteinum eru breytilegir. Þeir eru núna í kring- um 7%, en voru hæstir 8,1% í fyrra. Pétur sagði þetta vera mjög góða vexti, ekki síst sé tekið tillit til þess hvað sparnaðarformið sé frjálst. Þú getir alltaf hætt sparnað- inum, breytt um upphæð eða tekið sparnaðinn út. Pétur fullyrti að bankarnir geti ekki boðið jafnþægi- legt spamaðarform með jafnhárri ávöxtun. Hægt að spara mikið með því að skrá niður útgjöld Pétur sagði að til að geta sparað, þurfi fólk að hafa einhverja yfirsýn eða reglu á sínum útgjöldum. Besta leiðin til þess sé að fólk skrái niður í hvað peningarnir fara. Þess vegna hafi Þjónustumiðstöð ríkis- verðbréfa sent fólki möppu og eyðublöð fyrir heimilisbókhald. Pétur sagði að það eitt að fólk skrái niður útgjöld sín fái fólk til að hugsa. í kjölfarið fari fólk ósjálfrátt að velta fyrir sér leiðum til að spara. Þjónustumiðstöðin hefur einnig sent viðskiptavinum sínum mat- seðil og innkaupalista. Pétur sagði að stór hluti útgjalda venjulegs launafólks sé matarinnkaup og það sé engin spurning að fólk geti náð niður matarkostnaði ef það skipu- leggi innkaupin fyrirfram. Hann sagðist mæla með því að fólk útbúi matseðil fyrir vikuna og innkaupa- lista í samræmi við hann. Til að þetta skili árangri verði fólk að halda sig sem mest við innkaupa- listann, en kaupa ekki eitthvað auka, eins og fólk gerir oft. Þetta er sú ráðgjöf sem Þjónustu- miðstöðin býður fólki upp á, auk ráðgjafar fyrir stærri fjárfesta um hvernig þeir geti best ávaxtað pen- inga sína. Þjónustumiðstöðin hef- ur hins vegar ekki farið út í að að- stoða fólk sem er komið í vandræði með sín fjármál, en Pétur benti á námskeið Neytendasamtakanna og VÍB í því sambandi. -EO LANPSBANKI í S L A N D S Landsbanki íslands auglýsir nú fjórða árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. Ill Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. I2l Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1993 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. I3l Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1993 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkir til náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkur til listnáms. |4] Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands- banka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. löj Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Gunnbjörns Þórs Ingvarssonar Bankastræti 7, 155 Reykjavík Jf Landsbanki A íslands Ðanki allra landsmanna Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum f endurmálun á ýmsum fasteign- um Reykjavlkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykja- vlk, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. mars 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.