Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 27

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 27
Laugardagur 27. febrúar 1993 Wrn dagbók j i Timinn 27 Þann 10. október 1992 voru gefin saman f hjónaband í Veginum af Bimi Inga Stefáns- syni, Sigurbjörg Árnadóttir og Brian Bohmstedt Heimili þeirra er að Hafnarbraut 23, Kópavogi. Ijósm. Sigr. Bachmann Þann 17. október 1992 voru gefrn saman í hjónaband í Háteigskirkju af séra Pálma Matthíassyni, Guðrún Ýr Birgis- dóttir og Rúnar Jónsson. Heimili þeirra er að Dalseli 15, Reykjavík. Ijósm. Sigr. Bachmann Þann 8. ágúst 1992 voru gefin saman f hjónaband í Háteigskirkju af séra Hall- dóri Gröndal, Ema Gísladóttir og Jón Þ. Gunnarsson. Ijósm. Sigr. Bachmann Breiöfiröingafélagið verður með félagsvist sunnudaginn 28. febrúar kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Félag eldri borgara í Reykjavík Sunnudagun Bridgekeppni kl. 13. Fé- lagsvist kl. 14. Leikritið Sólsetur sýnt kl. 17. Dansað í Goðheimum kl. 20. Mánudagun Opið hús í Risinu kl. 13-17. Lomber og frjáls spilamennska. Aukasýning á Sólsetri á þriðjudag og miðvikudag. Vinafélagiö Fundur verður haldinn í Safnaðarheim- ili Bústaðakirkju mánudaginn 1. mars kl. 20. Félagsmenn, fjölmennið. Stjóm- Húnvetningafélagiö Miðsvetrarfagnaður laugardaginn 6. mars kl. 22 í Húnabúð, Skeifunni 17. Harmonikkuhljómsveit leikur fyrir dansi. Dostojevskij-kvikmyndir í MÍR Tvo næstu sunnudaga verða Dostojev- skíj-myndir sýndar f bíósal MÍR, Vatns- stíg 10. Á morgun, 28. febrúar kl. 16, verður kvikmyndin „26 dagar f lífi Do- stojevskíjs" sýnd og sunnudaginn 7. mars kl. 16 verður sýnd myndin „Fávit- inn", sem byggð er á fyrri hluta sam- nefndrar skáldsögu efúr Fjodor Do- stojevskíj. í myndinni „26 dagar í lífi Dostojev- skíjs" er sagt ffá því, er Stellovskíj, útgef- andi verka Dostojevskíjs, krafðist þess að skáldið lyki við nýja skáldsögu fyrir ákveðinn tíma, ella fengi útgefandinn allan höfundarrétt á birtum jafnt sem óbirtum skáldverkum Dostojevskíjs í sinn hlut og án endurgjalds. Þá skrifaði Dostojevskíj söguna „Fjárhættuspilar- inn“ og á sama tíma kynntist hann til- vonandi eiginkonu sinni, Önnu Snitk- inu, sem reyndist honum betri en engin. Leikstjóri er Alexander Zarkhi, en með aðalhlutverkin fara Anatólf Solonitsin og Jevgenía Simonova. íslenskur texti er með myndinni. Aðgangur öllum heimill. 2 nýjar kiljur um Morgan Kane og Galdrameistarann ísfólkið bókaútgáfa sendir frá sér þessa dagana tvo titla í vasabroti. Þetta eru átt- unda bókin í bókaröðinni um Galdra- meistarann, „í vesturátt", eftir mest lesna höfund á íslandi til margra ára, Margit Sandemo, svo og síðasta bókin um Morgan Kane eftir Louis Masterson. Bækur Sandemo njóta mikillar hylli hérlendis sem á öðrum Norðurlöndum. Allir þekkja sögumar um ísfólkið og nú Galdrameistarann. Sögumar um Galdra- meistarann eiga upphaf sitt hér á íslandi og er ein aðalsöguhetjan, Móri, íslend- ingur. Sandemo hefur heimsótt ísland margoft í efnisleit vegna þessa. Bókaröðin um Morgan Kane hóf göngu sína hér á íslandi árið 1976 og kom út reglulega fýrstu tíu árin, síðan hægðist verulega á útgáfutíðni. Nú á sautjánda ári frá fyrstu bók, kemur sú síðasta af 82 titlum. Fullyrða má að þessi bókaflokkur um vestra-hetjuna Morgan Kane hafi mark- að tímamót í bókaútgáfu hérlendis að því leyti að bækur í þessum búningi, þ.e.a.s. vasabroti, urðu almennt lestrareftii. AI- mennft því að sögumar vom lesnar af ótrúlega breiðum hópi og stómm. Dæmi em um að unglingar, sem aldrei höfðu litið í bók (að undanskildum skólabók- unum) og vom varla læsir, fengu áhuga á lestri þegar þeir fóm að glugga í Morg- an Kane. Þetta sýnir ef til vill að rétt- mætum áhyggjum manna í dag um þverrandi lestrarkunnáttu ungs fólks mætti snúa til betri vegar, ef lestrarefni sem unglingar hafa áhuga á nyti sann- mælis. Afþreyingarbókmenntir á borð við Morgan Kane, ísfólkið, Galdrameistar- ann o.fl. em skrifaðar í þeim tilgangi að vera til skemmtunar og ánægju og stór lesendahópur segir að því takmarki hafi verið náð. ,Að lokum vill útgáfan þakka þeim fjöl- mörgu sem fylgt hafa Morgan Kane í gegnum tíðina," segir í fréttatilkynningu frá ísfólkið bókaútgáfu. Auglýsmgasfmar Tímans 680001 & H V E L L,G E I R I KUBBUR MÉRER//0/C/CMÐ SAMA, Þt//É(,? , m/JD/A/DRE/BRMÐAAF/mSEM /CEMHRÚRZAT/l/SEM/lH/JfJ/HEEMRj ffAFTE/ErMAR/. ©1986 King Feaiures Syndtcaie, Inc Worid nghts reserved., Æ VISTARF AGOTU ©KFS/Distr. BULLS 6708. Lárétt 1) Risa. 6) Útibú. 8) Gímald. 10) Endir. 12) Ónefndur. 13) Bókstafur. 14) Hraði. 16) Tíndi. 17) Afsvar. 19) Snúna. Lóðrétt 2) Tré. 3) Drykkur. 4) Hár. 5) Manns- nafn. 7) Best. 9) Svar. 11) Klampa. 15) Fljót. 16) Mjúk. 18) Þingdeild. Ráðning á gátu no. 6707 Lárétt 1) Óskum. 6) Inn. 8) Tif. 10) Nýr. 12) Óð. 13) TU. 14) Rak. 16) Man. 17) Ári. 19) Flóin. Lóðrétt 2) Sif. 3) KN. 4) Unn. 5) Stóra. 7) Hrund. 9) Iða. 11) Ýta. 15) Kál. 16) MII. 18) Ró. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík frá 26. febrúar til 4. mars er i Ingólfs Apóteki og Hraunbergs Apóteki. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyflaþjónustu eru gefnar f síma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags (slands er starfrækt um helgar og á stórhátiöum. Simsvari 681041. HafnaHjöröur Hafnarflaröar apótek og Noröurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá Id. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búöa. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort aö sinna kvöid-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, tfl Id. 19.00. Á helgidögum er opiö frá Id. 11.00- 12.00 og 20.00- 21.00. Á öörum timum er lyfjafræöingur á bakvakt Upplýs- ingar eru gefnar i sima 22445. Apótek Keflavikur: Opiö virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga Id. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaö i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Setfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga bl Id. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekiö er opiö rúmhelga daga Id. 9.00-18.30, en laugardaga Id. 11.00-14.00. Gengisskráning 26. febrúar 1993 kl. 9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.... 65,030 65,170 Sterilngspund 92,843 93,043 Kanadadollar 52,043 52,155 Dönsk króna ....10,3263 10,3486 Norsk króna 9,2765 9,2965 Sænsk króna 8,3270 8,3450 Flnnskt mark ....11,0034 11,0271 Franskur franki ....11,6567 11,6818 Belgiskur franki 1,9211 1,9253 Svissneskur franki ....42,6720 42,7639 Hollenskt gyllini.... ....35,1989 35,2747 ....39,5812 39,6665 0,04089 5,6388 ....0,04080 Austumskur sch... 5,6266 Portúg. escudo 0,4299 0,4308 Spánskur peseti.... 0,5510 0,5522 Japan&kt yen 0,55316 írskt pund 96,127 96,334 89,7365 Sérst. dráttarr ....89,5437 ECU-Evrópumynt.. ....76,4460 76,6106 HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. febrnar 1993. Mánaðargreiðslur HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. febrnar 1993. Mánaðargreiðslur Elli/örorXulífeyrir (gnjnnlifeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir.......................... 11.096 Full tekjutrygging ellillfeyrisþega......... 22.684 Full lekjutrygging örarkulifeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót................................7.711 Sérstök heimilisuppbót....................... 5.304 Bamalifeyrir v/1 bams........................10.300 Meðlagv/1 bams ..............................10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1bams...................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbastur 12 mánaða ..........11.583 Fullur ekkjullfeyrir....................„....12.329 Dánarbætur i 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæðingarslyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Oaggrefðslur Fullir fæðingarriagpeningar...................1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 Tekjutryggingarauki var greiddur i desember og janúar, enginn auki greiðist i febrúar. Tekjútrygging. heimilisuppbót og sárstók heimilisuppbót eru þvi lægri nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.