Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1993 SKULDIR SKULDIR SKULDIR SKULDIR SKULDIR SKUl Fólk þarf að gera sér grein fyrir að efnahagsmál eru nokkuð sem aldrei er stöðugt, segir Sigurður Geirsson í húsbréfadeild: Islendingar oft á tíðum of bjartsýnir í fjármálum Sigurður Geirsson hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Ttmamynd Árni Bjarna Aðalfundur Aöalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur veröur haldinn mánudaginn 8. mars kl. 20:30 á Hótel Holiday Inn. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Reykjavík, 26. febrúar 1993. Gjaldhefmtustjórínn í Reykjavík. Greiðslubyrðin létt- ist ekkert í 25 ár „Mín reynsla, eftir rúmlega áratugs starf í lánastofnunum, er sú að íslendingar eru afskaplega bjartsýnir í fjármálum, oft á tíðum of bjartsýnir. Þeir huga of sjaldan að því að hafa vaðið fyrir neðan sig. Sem betur fer, verður þess þó æ oftar vart, sér- staklega uppá síðkastið, að þeim tilfelium fjölgar sem maður heyrir fóik segja: „Nei, ég vil ekki nýta alla þessa lánamögu- leika. Ég hef ekkert með þetta allt að gera. Ég vil frekar kaupa minna og hafa það öruggt.“ fara nærri lagi, er sú að Iangtíma- skuldir manna, þar með talin hús- næðislán, mættu ekki vera hærri en sem nemur einum til einum og hálfum árstekjum þeirra, til að þeir ráði við greiðslubyrðina með góðu móti. í rauninni er samt ekki til nein ákveðin þumalputtaregla.“ Sigurður segir fólk hins vegar verða að fara að gera sér betri grein fyrir því, að efnahagsmál eru nokkuð sem aldrei er stöðugt. Þau séu alltaf á hreyfingu. Þannig að það, sem er satt í dag, geti orðið rangt á morgun. Menn verði því að gera ráð fyrir einhverju öryggis- bili. í rauninni væri það þó kannski æskilegasta þumalputtareglan, að fólk taki ekki á sig meiri skuldir en svo, að það geti áfram veitt sér ýmislegt án þess að finna alvarlega fyrir því. Að það þurfi ekki vegna lánatöku að horfa í hvern einasta eyri jafnvel árum saman. Þannig að fólk geti leyft sér að fara út að skemmta sér, geti leyft sér að fara stöku sinnum út að borða, geti leyft sér að fara í sumarfrí, geti leyft sér að skipta um bíl o.s.frv., án þess að það þurfi að þýða ein- hverjar meiriháttar fórnir. Hættupunktur í skuldasöfnun? Tíminn hefur áður skýrt frá því að einstaklingar og heimili hafa skotið bæði ríki og atvinnuvegun- um ref fyrir rass í lántökum síð- ustu árin. Af 36 milljarða hækkun heildarskulda í lánakerfinu í fyrra O’an.-sept.), fóru 22 milljarðar (61%) til heimila og einstaklinga. Þangað fór líka helmingur af öll- um útlánum bankanna, á sama tíma og spariinnlán jukust sáralít- ið og inneignir streymdu út úr verðbréfasjóðunum. Getur ekki, með sama áframhaldi, verið hætta á að fjöldi fólks komist á hættu- punkt í skuldasöfnun? „Það verður bara að segja alveg eins og er, að þegar fólk er að gera einhverjar ráðstafanir í fjármálum sínum, íbúðarkaup eða eitthvað þvflíkt, þá virðist það ekki gera ráð fyrir nægilega miklu öryggisbili, og í mörgum tilfellum engu. Hjá mörgu fólki má því nánast ekkert koma fýrir öðruvísi en að allt fari í kalda kol,“ sagði Sigurður. Greiðsluáskorun Gjaldheimtan I Reykjavík skorar hér með á gjaldendur, er eigi hafa staöiö skil á staögreiöslu opinberra gjalda fyrir 9-12 greiðslutlmabil 1992 með eindögum 15. hvers mánaöarfrá 15. nóvember 1992 til 15. janúar 1993, svo og vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987, að gera þaö nú þegar og eigi slðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessar- ar. Fjámáms verður krafist án frekari tilkynninga fýrir vangoldnum gjöldum að þeim tlma liðnum. Maður hittir, sem betur fer, stöð- ugt fleira og fleira fólk sem hugsar á þessa leið,“ sagði Sigurður Geirsson, forstöðumaður hús- bréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Tíminn leitaði álits Sigurðar á því hvort og hvar hætturnar af miklum lántökum fólks leynist hvað helst. En hann hefur langa reynslu af fjármálaráðgjöf til fóíks, m.a. til fólks í greiðslu- vanda. Margir hættir að nýta allan Íánsréttinn? „Mörgum fínnst það orðið út í hött að taka allt það lán sem greiðslumatið telur þá ráða við,“ segir Sigurður. Við samanburð á umsögnum um lánsupphæð, sem fólk er talið ráða við í greiðslu- mati, og síðan nýtingu þeirrar upphæðar, t.d. við kaup á notuðu húsnæði, kom í ljós að fólk nýtir að meðaltali 90%. Sem sé, að kaupverð íbúða sé að meðaltali að- eins 90% af því hámarki sem fram komi í umsögninni. Veðsetning keyptra eigna reynist heldur ekki nema 55% að meðaltali, þ.e. fast- eignaverðbréf ásamt yfírteknum lánum, og er því vel undir því 65% hámarki sem húsbréfadeildin miði við. Meðallánið hjá deildinni segir Sigurður í kringum 3 milljónir. Efnahagsmál aldrei stöðug Er ekki til einhver þumalputta- regla um hámarkshlutfall skulda miðað við tekjur? „Þumalputtaregla, sem ég hef helst heyrt talað um að ætti að Ástæðu þess að greiðslumat, ásamt tilheyrandi ráðgjöf, er sett sem skilyrði fyrir Iáni í húsbréfa- kerfinu segir Sigurður þá, að fá fólk til að gera sér fulla grein fyrir fví hvað það sé að takast á hendur. mörgum tilfellum sé það að taka á sig gífurlegar skuldbindingar. Og ekki aðeins næstu 2, 3 eða 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.