Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. febrúar 1993 Tíminn 11 VlR SKULDIR SKULDIR SKULDIR árin, eins og margir þeirra, sem nú eru á miðjum aldri, kannast við. „Heldur erum við í húsbréfa- kerfinu að tala um lán til 25 ára. Og greiðslubyrði þeirra léttist ekkert, heldur er alltaf hin sama öll þessi 25 ár.“ Afskaplega margar freistingar íbúðalán úr opinbera húsnæðis- lánakerfinu eru samt aðeins rétt rúmlega helmingur heildarlána heimilanna, og sömuleiðis sá hlutinn sem alla jafna ber hóflegri vexti en hinn helmingurinn. Við sjáum t.d. auglýsingar á nýjum bflum þar sem menn sleppa með lága útborgun og þurfa svo „bara“ að borga 19.895 kr. á mánuði. Er samt ekki hætt við að þetta gæti orðið mörgum erfitt? „Það eru afskaplega margar freistingar í gangi fyrir fólk,“ sagði Sigurður. Allir séu vitanlega að reyna að selja sína vöru. Ungir og aldnir standi daglega frammi fyrir alls konar gylliboðum. Og allir bjóði fjölda lánamöguleika. Jafnvel enga útborgun og síðan eitthvert smáræði á mánuði dreift á svo og svo langan tíma. Sigurður segir því brýnt að menn átti sig á heildardæminu. Þó 19 þús. kr. á mánuði virðist kannski ekki stór upphæð fyrir nýjan bfl, þá geti hún samt orðið mjög stór, komi hún til viðbótar greiðslu- byrði sem nemur 30 þús., 40 þús. og jafnvel 50 þús. kr. af öðrum skuldbindingum sem menn eru með fýrir. Þá sé þetta óneitanlega orðið ansi mikið fyrir almenna launþega. Of mörg lífeyris- sjóðslán í of skamm- vinnar fjárfestingar Lífeyrissjóðslán hafa löngum ver- ið vinsæl, m.a. vegna þess að lang- ur lánstími léttir greiðslubyrði þeirra. Lán til sjóðfélaga hafa numið samtals 3-4 milljörðum króna á ári að undanförnu. En geta slík langtímalán samt ekki stundum verið viðsjárverð? „Það er eitt af því sem ég hef ósjaldan haldið fram, að fólk taki of oft Iífeyrissjóðslán, vegna of skammvinnra fjárfestinga. Maður þekkir dæmi um að menn noti líf- eyrissjóðslán til bflakaupa, hús- gagnakaupa og jafnvel utanlands- ferða, þ.e. til kaupa á hlutum sem kalla má hreinar og klárar neyslu- vörur.“ Með lífeyrissjóðsláni sé fólk sem sagt að taka á sig skuld- bindingar til 10, 15 og jafnvel allt upp í 25 ár, til þess að kaupa vörur, t.d. bfla sem endast að hámarki í 8-10 ár með góðri meðferð. „Það er oft á tíðum eitt og annað svona lagað sem mér finnst að okkur fslendingum hætti allt of oft til að „klikka“ á. Við athugum ekki nægilega hvað við erum að kaupa. Hvað við erum að fara út í. Vegna hvers við erum að taka á okkur hinar og þessar skuldbind- ingar. Mönnum finnst t.d. tilvalið að taka lífeyrissjóðslán vegna þess að greiðslubyrði þeirra er léttari en af skammtímaláni. En það er bara ekkert sniðugt að taka lán til 10 eða 20 ára til þess að kaupa hlut sem er orðinn ónýtur eða úr- eltur áður en fólk hefur einu sinni borgað helminginn af lífeyris- sjóðsláninu. Þarna tek ég þó dæmi um hámarksendingu neysluvara, flestar endast þær miklu skemur en 5-10 ár.“ Jafnvel ennþá fráleit- ara sé að skuldbinda sig til að borga af láni til ársins 2010 til þess að komast í 3ja vikna utan- landsferð í sumar. Smáskuldimar líka hættulegar Geta „smáskuldirnar" kannski ekki síður orðið hættulegar held- ur en stóru langtímalánin? „Smáskuldirnar eru afskaplega hættulegar, því verður ekki neit- að. Hættulegastar eru þær fyrir þær sakir, að fólk virðist svo sjald- an gera sér grein fyrir því að margt smátt gerir eitt stórt." Sigurður telur samt ýmis merki sjáanleg um að landsmenn fari heldur að hægja á sínum óhóflegu lántökum. T.d. virðist fólk nú loksins farið almennt að gera sér grein fyrir því að það þurfi að borga verðtryggð lán til baka með fullu raungildi og rúmlega það. Að fleiri og fleiri skuli hætta við að „nýta sér allan lánsrétt sinn“ er t.d. lýsandi dæmi um þetta. - HEI J_ÖGREGLUSTJÓRINN I REYKJAVIK Hverfisgötu 115 - Sími 698000 - Telefax 699165 Laus staða deildarlögfræðings Staða deildarlögfræðings við embætti lögreglu- stjórans í Reykjavík er laus til umsóknar. Leitaö er að reyndum lögfræðingi í fullt starf. Umsóknum ber að skila til starfsmannastjóra í aðallögreglu- stöðinni að Hverfisgötu 115, Reykjavík, eigi síðar en 31. mars nk. 'VIÐ SEM OKUM! Höfum gott bil á milli bíla! IUMFERÐAR Iráð ' - fjármál eru okkar fag UERÐBRÉFAUIÐSKIPT / 1 \7 SAMUINNUBANKANI SUÐURLANDSBRAUT 18 ■ SÍMI 68856 s 3 Frá fjármálanámskeiði hjá Granda í fyrrakvöid. LjósmyndÁrni Bjarna Yfir 60 fiskvinnslustarfsmenn hafa skráö sig á fjármálanámskeiði VÍB Yfir 60 af starfsmönnum í fiskvinnslu Granda hf. hafa þegið boð fyrirtækisins um 2ja kvölda fjármálanámskeið, þeim að kostnaðarlausu. Grandi réði VÍB (Verðbréfa- markað íslandsbanka) til þess að sjá um kennsluna. Svo mikill áhugi á leyndardómum fjármálaheimsins reyndist meðal starfsmanna Granda, að rúmlega 60 manns höfðu skráð sig áður en námskeiðið átti að hefjast Aðeins helmingur þess hóps komst að á námskeið, sem haldið var kvöldin 23. og 24. þessa mánaðar, svo annað nám- skeið verður haldið 2. og 3. mars. í athugun er að halda enn fleiri námskeið. Talsmenn Granda h.f. segja þessi námskeið bæði fróðleg og skemmtileg. Þar sé m.a. farið yfir lífeyrismál, hús- næðismál og að sjálfsögðu heimilisbókhaldið. HANDSALŒ ,5j| VERÐBRÉFAMIÐLUN ■ VIDSKIPTAVAKI HÚSBRÉFA ERLEND VERÐBRÉF F ,j, FJÁRVARSLA . FJÁRMÁLARÁÐGJÖF HANDSAL HF. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI ■ AÐILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGI ÍSLANDS ENGJATEIGI 9 ■ 105 REYKJAVIK • SÍMI 686111 • FAX 687611 • • - eignarskattsfrjáls og án bindingar Á síðasta ári gáfu Öndvegisbréf 8,6% raunávöxtun. Öndvegisbréf eru eignarskattsfrjáls og innleysanleg að jafnaði samdægurs. Kynntu þér kosti Öndvegisbréfa. & LANDSBREF HF. Ráðgjafar Landsbréfa og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land. ' 8 Landsbankinn stendur með okkur I Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavik, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verdbréfafyrirtæki. Adiii ad Verðbréfaþingi íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.