Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 24

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 24
24 Tíminn Laugardagur 27. febrúar 1993 Anna Sigurjónsdóttir Blöndudalshólum Fædd 4. október 1900 Dáin 5. febrúar 1993 Anna Sigurjónsdóttir var fædd í Hvammi f Laxárdal í Austur- Húna- vatnssýslu, en fluttist þaðan ung með foreldrum sínum og átti bernsku sína og æsku í Finnstungu í Blöndudal og á Eiríksstöðum í Svartárdal. 14. júlí 1923 giftist hún Bjama Jónassyni (f. 24. febrúar 1891, d. 26. janúar 1984) og saman reistu þau bú í Blöndudalshólum, sem þau stóðu fyrir til 1960, er Jón- as sonur þeirra tók við jörðinni. Þau bjuggu þá enn um skeið í Hólum, en fluttu svo að Hnitbjörgum við Hér- aðshælið á Blönduósi og á þeim stað eyddu þau ævikvöldinu. Þegar Anna og Bjami keyptu Blöndudalshóla og gerðust þar bændur á giftingarári sínu, var hús- freyjan rúmlega tvítug og hafði ekki hleypt heimdraganum svo neinu næmi, en bóndi hennar var liðlega þrítugur, hafði ungur lokið námi við nýstofnaðan Kennaraskóla íslands í Reykjavík og þegar í stað hafið fræðslu- og uppeldisstörf á æsku- slóðum sínum í Svínavatns- og Ból- staðarhlíðarhreppum í Austur- Húnavatnssýslu. Á þessum tímum léku sterkir straumar breytinga um íslenskar byggðir, þar var andblær nýs aldarfars og áður óhugsandi tækifæri í augsýn til framfara og batnandi mannlífs. íslensk alþýða var sem óðast að ganga út úr jarð- hýsum sínum, rétta úr sér og ná átt- um. í hverri byggð voru vormenn ís- lands að verki og Bjami Jónasson var þegar orðinn virtur í þeirra hópi er þau Anna hófu uppbyggingu bús síns í Blöndudalshólum. Ekki er of- sagt að hann hafi átt drjúgan hlut í að leiða kynslóðir samferðamanna sinna til skólagöngu, félagslegra framfara og bættrar verkmenntun- ar, og það kann að vera að Önnu hafi vaxið það nokkuð í augum að verða förunautur hans. Hafi svo verið, þá átti hún eftir að sanna svo ekki varð um villst hver vormaður íslands hún var sjálf. Þau tóku við gömlum bæjarhúsum og búskap í þeim dúr er verið hafði um aldir í sveitum, byggðu þegar myndarlegt íbúðar- hús, hýstu jörðina að öðm leyti og breyttu henni smám saman í nú- tímalegt fyrirmyndarbýli, sem þau sátu með reisn f nær fjóra áratugi. Anna og Bjarni eignuðust sex börn og eru fimm á lífi: Ingibjörg, fædd 1925; Elín, fædd 1927; Jónas, fædd- ur 1932; Kolfinna, fædd 1937; og Ól- afur Snæbjöm, fæddur 1944. Son- inn Sigurjón, sem fæddur var 1941, misstu þau fjögurra ára gamlan. Lengst af var Bjarni að heiman mikinn hluta hvers vetrar vegna starfa sinna og það kom í hlut Önnu að hafa búsforráð í orðsins fýllstu merkingu. Þeim störfúm sinnti hún svo af bar í hæglátu dagfari sínu og af því hyggjuviti sem glöggu fólki ávinnst af striti kynslóðanna, enda var hún ekki verkhrædd kona held- ur ófeimin að ganga að hverju einu er gera þurfti með því verkfæri, er við átti, hvort sem var það sleif, hamar eða reka. Anna Sigurjónsdóttir var ræktun- armaður í öllum skilningi. Hjá sjálfri sér ræktaði hún ögun huga og handar, með bömum sínum og vandafólki hlúði hún að og þroskaði þá eðlisþætti, er sameinaðir birtast í því sem heitir uppeldi og manns- bragð, og þær stundir sem hún gat af séð frá öðru þá ræktaði hún jörð- ina. í sambandi Önnu við moldina birtust tengsl hins sanna búanda við umhverfí sitt og eilífðina; hennar tími var gróandinn. í Blöndudals- hólum braut hún land með sínu fólki undir ræktun hvers kyns mat- jurta til heimaneyslu og fyrir mark- að, hún hlúði að og ræktaði blóm- plöntur úti og inni, og svo ræktaði hún heilan skóg. Á gróðurlitlum melhól fyrir ofan bæinn, sem sýnt var að yrði ekki nýttur nema þá sem stöðull og þar sem blása allir vindar sem leggja leið sína út og suður með Blöndu, þar hóf Anna Sigurjónsdóttir að rækta skóg fyrir fimm áratugum. Þótt búið væri að friða hólinn kost- aði það langa viðureign við höfuð- skepnurnar uns hann fór að fá á sig hinn varanlega dökkgræna lit furu og grenis auk hinna árstímabundnu skartklæða lauftrjánna. Allan þann tíma barðist Anna daglega fyrir lífi seinvaxta nýgræðingsins, ól upp trjáplöntur, plantaði, flutti, snyrti og skýldi, bætti við nýjum þar sem aðrar höfðu gefist upp, og stækkaði skógræktarsvæðið. Nú er skógurinn í Blöndudalshólum, sem Anna rækt- aði með fjölskyldu sinni, einn hinna sjálfsögðu en óvæntu þátta í náttúru norðlenskra sveita og vekur athygli hvers ferðamanns er leið á með Blöndu, hvort sem er Kjalveg eða að austanverðu. Honum er nú sinnt af alúð og kostgæfni og við hann aukið af Jónasi og Ásdísi í Hólum og son- um þeirra, og mun áfram standa sem órækur og eftirminnilegur minnisvarði um frumkvæði, þor og seiglu Önnu. Gömlu Blöndudalshólahjónin áttu langa samleið og fá ef nokkur þrætuepli um dagana. Sambúð þeirra einkenndist af væntumþykju, einstöku samlyndi og rótgróinni virðingu hvors fyrir öðru. Lengstum var Anna húsfreyja á mannmörgu heimili þar sem bjó fólk á öllum aldri, gestakomur miklar og farskóli oft og tíðum, með tilheyrandi gist- ingu og mötuneyti nemenda. Síðan náðu þau hjón hárri elli í búskap tvö ein saman. Bjama fór fyrr aftur og Anna sinnti honum svo sem henni var framast unnt. Eftir að hann féll frá 1984 var auðfundið að henni fannst lífsverki sínu að mestu lokið, og í bjargfastri vissu um heimvon sína beið hún þess að hverfa til þeirrar moldar er þegar geymdi Bjama. Anna Sigurjónsdóttir lést á sjúkra- húsinu á Blönduósi aðfaranótt 5. febrúar. Útför hennar var gerð frá Bólstaðarhlíðarkirkju í Húnaþingi laugardaginn 20. febrúar síðastlið- inn. Hinrik Bjaraason r Sabína Amadóttir Fædd 27. maí 1908 Dáin 18. febrúar 1993 Hún Bína er burtkölluð úr þessum heimi, lögð af stað yfir móðuna miklu. Og það fyrsta, sem mér dett- ur í hug, er að það var einmitt hún sem lýsti fyrir mér dauðanum, þegar ég var á bamsaldri. Hún sagði mér sögur frá þeim tíma, þegar hún var ung stúlka og vann á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá vom aðrir tímar og margir dóu. Sabína hét hún og var Árnadóttir, frá Bakka á Kópaskeri. Pabbi hennar hafði valið henni nafn í höfuðið á skáldsögupersónu. Ætli hún hafi ekki verið sú eina í þá daga sem hét þessu skrítna nafni. Og það var við- eigandi, því stundum var hún líkust skáldsagnapersónu. Bína var sögukona af guðs náð, gat fært hversdagslega atburði í heill- andi búning og galdrað fram ævin- týraheim, sem böm og unglingar kunnu vel að meta. Það sem hún hafði lesið, heyrt eða séð virtist allt svo spennandi. En hún var sérlund- uð og hafði sinn hátt á öllu sem hún sagði og gerði. Menntunar hafði Bína aðallega afl- að sér með því að lesa bækur, blöð og tímarit, en seinna nam hún við húsmæðraskólana á Hallormsstað og Laugum í Reykjadal. Þar í sveit kynntist hún Sigurði Stefánssyni, þau felldu hugi saman, giftust og hófu búskap á Öndólfsstöðum, þar sem þau áttu heima upp frá því. Þau vom samrýmd hjón, Siggi og Bína, og glæsileg á sínum yngri árum, get ég ímyndað mér, til dæmis þegar þau riðu á viljugum gæðingum í broddi fylkingar að nýársbrennu í sveitinni og vom klædd einsog kóngur og drottning með kórónur á höfði og í síðum skærlitum skikkj- um. Þá var víst gaman að lifa. Þeim Bínu og Sigga varð ekki barna auðið, en-þau vom ófá börnin sem dvöldu hjá þeim sumarlangt, oftast fleiri en eitt í senn. Nokkur voru þar sumar eftir sumar. Og þau héldu áfram að koma við á Öndólfs- stöðum á seinni ámm, þegar leið þeirra lá þar um sveitir. Svo vomm við systkinin í syðra húsinu. „Mamma! Ég ætla aðeins að skreppa út í hús!“ var oft kallað þar á bæ. Það er auðvelt að minnast góðra stunda í Bínueldhúsi. Þar var ég tíð- ur gestur og alltaf hafði Bína tíma til að skrafa við mig um alla heima og geima og svo sagði hún líka sögur. Og það tók stundum langan tíma, því sumar sagnanna vom fram- haldssögur. Sú vinsælasta, sem ég held að hún hafi sagt flestum sum- ardvalarkrökkum um árabil, var Ka- pítóla. Hana kunni Bína allra sagna best og þegar ég las hana löngu seinna varð mér ljóst að Bína hafði betrumbætt hana og gert hana miklu skemmtilegri en hún var í upprunalegri mynd. Námar Salóm- ons konungs kunni hún líka og svo átti hún heilt sögusafn, sem var kap- ítuii út af fyrir sig. Það vom fram- haldssögur úr Tímanum, sem hún hafði safnað um áratuga skeið og geymdi í pappakössum uppi í Vest- urherbergi og í stóra búrinu inn af eldhúsinu. Fyrir bókhneigðan ung- ling var þar gullnáma. í búrinu var Tíminn í mannhæðarháum stöflum og þar var hægt að finna myndasög- ur, sem gaman var að klippa út og búa til bækur úr. Er hægt annað en að fá áhuga á bókagerð við slíkar að- stæður? í eldhúsinu var stór skápur í einu horninu. Tvær skúffur undir hon- um, þar sem geymdar vom hóffjaðr- ir og sápa. Hægt að sitja inni í skápnum á litlum kassa. Ef ég loka augunum núna, get ég horfið þang- að og orðið aftur 7 ára. Ég finn lykt- ina af gömlum lopa, dúni og fiðri, sem er geymt í tveimur strigapok- um. Þarna er Iíka byssan hans Sigga, hættulegasta vopn sem sjö ára strákur hefur séð. Hurðin á skápn- um er í hálfa gátt. Við Bína emm að tala saman um drauga. Hún segir mér frá prestinum, sem situr stund- um ofan á tunnunni á bak við hurð- ina í Austurganginum. Hann gerir engum illt, en er þar samt. Það veit hún fyrir víst, þótt hún hafi ekki beinlínis séð hann. Ég verð að viðurkenna að mér var ekkert um þennan prest gefið og þegar ég þurfti að sækja mjólkur- brúsana inn í kælingu og bera þá út eftir Austurganginum fannst mér presturinn á tunnunni alltaf vera að íylgjast með mér. Þar sem ég sit sunnan heiða og leiði hugann að liðinni tfð, get ég teygt út höndina og strokið yfir gafl- inn á gamla rúminu þeirra Sigga og Bínu, sem þau gáfu mér fyrir mörg- um ámm. Ög uppi í hillu á ég fyrstu útgáfu af Barni náttúrunnar, sem Bína gaf mér. Það fannst mér góð gjöf. Líka gömul útgáfa af Skugga- Sveini og Glitra daggir, grær fold. Einhvers staðar geymi ég sögu úr Tímanum í brúnu umslagi. — Minningarnar. Bína situr við saumavélina í Vest- urherberginu. Hún er alltaf að gera við gömul föt, bæta göt og stoppa í sokka. Segir mér sögur á meðan af huldufólki, álfum og skessunni í Blámannaey. Hún rifjar upp húsa- skipan á Öndólfsstöðum í gamla daga, þegar þar bjuggu þrjár eða fjórar fjölskyldur í sama húsinu. Hverfur svo austur á Hérað, í hús- mæðraskólann á Hallormsstað og við veltum því fyrir okkur hvort Lagarfljótsormurinn sé ennþá á sín- um stað. Kannski lendum við á næt- urvakt á sjúkrahúsinu á Akureyri á þriðja áratugnum og reynum að skilja það sem útlendi sjómaðurinn var alltaf að reyna að segja henni. Þetta eru góðar sögur og hafa þann kost að það er hægt að stoppa og spjalla um hitt og þetta inni í miðri sögu og svo er þráðurinn tekinn upp aftur. Einu sinni kom Jóhann risi í heim- sókn til þeirra og fékk að gista. Það þurfti að setja tvo stóla við endann á rúminu sem hann svaf í og svo var tekin mynd af honum ásamt Bínu og Sigga úti á hlaði. Risar voru þá til í alvöru. — Við hlustuðum á Sigga lesa fram- haldssögurnar í Tímanum upphátt fyrir Bínu á meðan hún var að taka til matinn og ekki máttum við missa af sakamálaleikritunum í útvarpinu. Persónumar urðu ljóslifandi, þegar um þær var rætt á eftir. Það var margt skritið í þessum heimi. — Minningamar. Eldhúsið er stórt með brúnmálaðri innréttingu og trégólfið er alltaf kalt. Það brakar í gólfborðunum á vissum stöðum og dúkurinn, sem er á miðju gólfinu, er orðinn gatslit- inn. Sömuleiðis vaxdúkurinn á borðinu, en undir honum er annar dúkur, miklu eldri og miklu slitnari. Spilin hennar Bínu á borðinu. Fal- legu, snjáðu spilin með almennileg- um kóngum, drottningum og gos- um. Við spilum Marjas og Kasínu. Stundum líka Gosa eða Hjónasæng, sem stelpunum finnst svo skemmti- leg. Maddama, kerling, fröken, frú og svo framvegis. Bína kann alla mnuna. — Siggi lifir hana Bínu sína. Hann var orðinn einn eftir í gamla húsinu á Öndólfsstöðum, þegar hún þurfti að dveljast á sjúkrahúsinu á Húsavík. Um tíma hefur hann reyndar verið þar líka, gamall maður, sem enn hefur lifandi áhuga á hestamennsku og spilar svo vel á orgel. Hér áður íyrr var mikið sungið og spilað í stofunni þeirra á Öndólfsstöðum. Og þegar enginn heyrði til spilaði Bína líka, en bara fýrir sjálfa sig. Siggi spilaði fýrir gesti og gestimir sungu og allt húsið tók undir, þegar karlakórinn var að æfa þar. Núna er hljótt í eldhúsinu þeirra Bínu og Sigga heima á Öndólfsstöð- um. Stóri skápurinn er samt enn á sínum stað, brakandi gólfborðin og spegillinn yfir vaskinum, sem spegl- ar ekkert lengur nema kannski minningarnar, sögumar, útvarpið, Tímann í stómm stafla, tónlistina, samtölin og spilin á borðinu. Aðalsteinn Ásberg FUNDIR 0G FÉLAGSSTÖRF Almennir stjórnmálafundir Atvinnumál, stjómmálaviðhorfið og staða EES-samninganna verður til umræðu á almennum stjómmálafundum á Austur- landi dagana 28. febrúar-2. mars. Fund- imir verða á eftirtöldum stöðum: Slysavamahúsinu Eskifirðl sunnudaginn 20. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Jón Kristjánsson, Guð- mundur Bjamason og Karen Eria Eriings- dóttir. Flnnur Verkalýðsfélagshúsinu Reyðarfirði mánudaginn 1. mars kl. 20.30. Frummælendur: Jón Kristjánsson, Rnnur Ingólfsson og Karen Eria Eriingsdóttir. Djúpavogi þriðjudaginn 2. mars. Frummælendur: Jón Kristjánsson, Finnur Ingólfsson og Karen Eria Eriingsdóttir. Nánar auglýst á viðkomandl stöðum. Allir velkomnir. Fundarboðendur Karen Erta Kópavogur — Opið hús Opið hús er alla laugardaga kl.10.00 - 12.00 að Digranes- vegi 12. Kaffi og létt spjall. Inga Þyri, formaður félags- málaráðs, verður tll viðtals. Framsóknarfélögln Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Flverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30. Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögln Inga Þyrf Guðmundur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.