Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.02.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 27. febrúar 1993 LA NEYSLA NEYSLA NEYSLA — segir Sólrún Halldórsdóttir hagfræðingur, sem leiðir námskeið í heimilisbókhaldi á vegum Neytendasamtakanna -fiármál eru okkar fag! UERÐBRÉFAUIÐSKIPTI SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 getur sparað þarna 17 þúsund krónur á ári.“ Nú hefur byrðin af greiðslu- kortareikningunum reynst mörgum erfið? „Það er rétt, og notkun greiðslukorta og blekkingin, sem oft tengist þeim, er tekin fyrir. Fólk lítur svo á að þarna sé um vaxtalaust lán að ræða, sem ekki þurfi að standa skil á fyrr en eftir ákveðinn tíma. En komið hefur á daginn að mjög fáir ráða við að nýta lánskort á þennan hagkvæma hátt. Flestir eru fyrr en varir búnir að binda sig í báða skó, eru með mest af sinni fram- færslu á kortinu og geta ekki verslað á þeim stöðum sem bjóða ódýrustu vöruna, en taka oft ekki við kortum. Margir verða að nýta sér greiðsludreif- ingar, en þau Ián eru mjög dýr. Við förum annars í lánskostnað almennt og það hve hægt er að auka ráðstöfunartekjurnar mik- ið með því að losa sig við láns- fjármögnunina og komast á „núllið“. Einhver besta tekju- aukningin, sem um ræðir, er að geta staðgreitt hlutinn. Sann- leikurinn er sá að flestir fórna höndum þegar þeir sjá hverju þeir hafa eytt í lánakostnaðinn. Það er misjafnt hve lengi fólk er að losa sig úr viðjum lánakostn- aðar. Sumum tekst þetta á 8-10 mánuðum, en hjá öðrum getur það tekið eitt og hálft ár eða Hefur þú sjálf farið eftir þess- um reglum? „Já, hvað mínum eigin fjármál- um viðvíkur þá reyni ég eins og ég get að fara eftir því sem ég er að kenna, enda fengi ég annað ekki af mér. Satt að segja hef ég fært heimilisbókhald mjög lengi, byrjaði á því löngu áður en ég tók að starfa að þessu. Upphafið var þegar ég var að reyna að lifa af námslánunum, sem voru af mjög skornum skammti og komu að auki allt of seint. Þá kenndi erfið reynsla mér mörg þessara sparnaðarráða og þau hef ég haldið mig við síð- an. Hvernig hefur nemendunum svo gengið? „Ég hef fundið að fólk er mjög ánægt og margir hafa haft sam- band, en eins og alltaf leiðir tím- inn í ljós hvernig gengur. Margir halda að örðugleikarnir séu bara hjá þeim og finnst allir aðrir bera sig svo vel. En í reynd eru hlutirnir oftar en ekki í allt öðr- um skorðum en virðist á yfir- borðinu. Já, nú hefur atvinnulausum fjölgað. Fólk, sem er í þeim sporum og til mín leitar, fær þau ráð að það megi engan veginn fresta því að skoða stöðu sína mjög nákvæmlega. Fólk þarf að spyrja hvað það geti gert svo það missi ekki flest það, sem það kann að eiga. Þegar atvinnuleys- ið ber að dyrum, verður að end- urskipuleggja fjármálin frá grunni, því þótt alltaf vonist menn til að fá vinnu þá getur það dregist. í þessum tilfellum ætti fólk því að leita eftir ein- staklingsráðgjöf- Ég get þó ekki sagt að fleiri atvinnulausir hafi leitað til mín að undanförnu frá því að ég byrjaði hér, en það kann að eiga sér skýringar í því að á þessum tíma hafa fleiri aðil- ar komið inn í myndina sem sér- hæfa sig í málefnum atvinnu- lausra." Nokkuð að lokum? „Það væri þá helst það að ég vildi minna þá, sem hafa lengi ætlað að fara að fylgjast betur með heimilisútgjöldunum, á að það er ósköp einfalt að færa heimilisbókhald. Til þess þarf enga sérfræðiþekkingu. í Heim- ilisbókhaldi Neytendasamtak- anna er að fmna einfaldar leið- beiningar fremst, sem auðvelda mönnum að byrja án vandræða. Um leið eða í framhaldi af því ættu menn svo að koma á nám- skeið til okkar og sannfærast um hve lítið þarf til svo stór árangur náist. Þótt fólk sé margt tekið að draga úr þeim liðum, sem eru augljósastir í útgjöldum þess, þá er það ekki fyrr en farið er að færa bókhaldið að sést hvar mestu möguleikarnir liggja. Og fólk uppgötvar að þetta er hreint engin kvöl, heldur framkvæm- anlegt með bros á vör!“ waou undirtökunum ídúmmni viö|ármál fjölskyidunnar Með því að gera fjárhagsáætlanir og halda þannig utan um fjármálin er hægt að draga úr óþarfa útgjöldum. Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar er krókur á móti bragði eyðslunnar. Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar er mappa með töflu, sem einfalt er að fylla út og sýnir svo ekki verður um villst í hvað peningarnir fara. Notaðu Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar og þú berð hærri hlut í glímunni við fjármálin. . |j LðndSbSilkÍ Islands Banki allra landsmanna ■ Þjónustufulltrúi Landsbankans leiðir þig í allan sannleikann um Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Þjónustan er þér að kostnaðarlausu. £| Bankinn lætur þér í té viðskiptayfirlit síðasta árs gegn vægu gjaldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.