Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 1
Starfsmenn Sjónvarpsins ævareiðir yfir ummælum Hrafns Gunnlaugssonar í sjónvarpsþætti. Útvarps- ráð felur útvarpsstjóra að ræða við Hrafn: Sumir krefjast þess að Hrafn verði rekinn Mjög mikil óánægja er meðal starfsmanna Sjónvarpsins með ýmis ummæli sem Hrafn Gunnlaugsson, dagskrárstjóri innlendrar dag- skrárdeildar, lét falla í umræðuþætti í sjónvarpinu fyrr í vikunni. Von er á ályktun frá Starfsmannafélagi Sjónvarpsins um málið og er hugsanlegt að í henni komi fram krafa um að Hrafni verði vikið frá störfum. Ummæli Hrafns voru rædd á útvarpsráðsfundi í gær. Þáttur Hrafns, „Hvað viljum við“, ungis að málinu væri ekki lokið. fjallaði um framtfð innlendrar dagskrárgerðar Sjónvarpsins og í honum lýsti hann skoðunum sín- um á dagskrá Sjónvarps, hæfni starfsliðs þess, skipulagi stofnun- arinnar og hugmyndum um breyt- ingar sem hann hygðist hrinda í framkvæmd. í þættinum felldi Hrafn áfellisdóma yfir starfsliði Sjónvarpsins og stofnuninni sem heild. Þátturinn var meginumfjöllunar- efni á fundi útvarpsráðs í gær. Á fundinum kom fram sú skoðun að útvarpsráð ætti að krefjast afsök- unarbeiðni af Hrafni, meðal ann- ars vegna ummæla um starfslið stofnunarinnar, fyrirrennara hans í starfi og stofnunina sem heild. Ötvarpsráðsmenn munu almennt hafa verið sammála um að ýmis ummæli Hrafns hafi verið óviðeig- andi og óréttmæt. Engin samþykkt var gerð en útvarpsstjóri hét því að ræða þetta við Hrafn þegar hann kæmi heim frá útlöndum. Heimir Steinsson útvarpsstjóri vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar Tíminn leitaði eftir því við hann í gær. Hann sagði ein- Gífurleg ólga er meðal starfsfólks Sjónvarps vegna ummæla Hrafns. Starfsmenn sem Tíminn ræddi við höfðu uppi mjög stór orð um um- mælin. Þeir sögðust ekki sjá að stofnunin ætti sér neina framtíð ef eitthvað væri að marka orð Hrafns um hæfni hennar og hvernig hann hugsaði sér að breyta starfsem- inni. Þá eru starfsmenn afar ósátt- ir við hvernig Hrafn talaði um nú- verandi starfslið Sjónvarpsins. Starfsmenn eru að setja saman drög að ályktun um málið og sam- kvæmt heimildum Tímans er rætt um að setja inn í hana kröfu um að Hrafni verði vikið frá störfum vegna ummælanna. Utvarpsstjóri var spurður hvort til greinar kæmi að víkja Hrafni frá störfum. Hann sagðist ekki vilja svara spurningunni. Það vakti furðu margra að Hrafn skyldi kynna í þættinum hug- myndir um grundvallarbreytingar á dagskrá Sjónvarpsins, t.d. um magasínþátt. Starfsmenn sem Tíminn ræddi við sögðu að um trúnaðarupplýsingar hefði verið að ræða sem lögð hefði verið áhersla á við starfsmenn að ræða ekki utan stofnunarinnar. -EÓ Smáfólkið sem klippti á þessa borða síðastliðinn fimmtudag opnaði þar með formlega nýjan leikskóla, Hlíðarberg í Hafnar- firði, sem verður almenningi til sýnis milli klukkan 13 og 16 í dag, laugardag. Sömu böm tóku fyrstu skóflustunguna þann 16. júní 1992 eða fyrir rúmlega níu mánuðum. Leikskólinn mun bjóða sveigjanlegan dvalartíma á fjórum deildum, einni fyrir tveggja til fjögurra ára börn og þremur fyrir þriggja ti! sex ára böm. Húsið er 660 fermetrar og byggingarkostnaður þess var 64 m.kr. Burðargrind hússins er úr stáipróföum, það er einangrað ut- anfrá og klætt að utan. Ljíisrnynd Urtu Karl. Lestrarvandi hjá ung- stórlega mennum ýktur? Ef marka má niðurstöð- ur úr könnunum sem larið hafa fram á lestrar- getu nemenda í grunn- skólum í Reykjavík virð- ist íslenskur æskulýður ekki vera eins illa á vegi staddur gagnvart lestri og lesskilningi eins og hin opinbera umræða hefur gefið til kynna. Skólakerfið virðist held- ur ekki eins sofandi gagnvart lestrarkennslu eins og margir halda. Þetta kemur fram í við- tali við þær Áslaugu Brynjólfsdóttur, fræðslustjóra í Reykja- vík, og Matthildi Guð- mundsdóttur kennslu- fulltrúa. Blaðsíða 6-7 Gjafir eru ekki aðal- mál fermingarbarn- anna Séra Pálmi Matthías- son, sóknarprestur í Bústaðasókn, segir fermingarbörn nú vera mjög hugsandi vegna staðfestingar skírnarheitsins í fermingunni. Pálmi telur sig hafa orðið varan við þreytu hjá fermingar- börnunum gagn- vart endalausum og tali um efnisleg gæði og hvers kyns söluvaming. Hann telur að dýrar og fallegar ferminga- gjafir skipti börnin mun minna máli f dag en oft áður. Blaðsíða 11-13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.