Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 27. mars 1993 Hagstætt verðlag, friðsælt samfélag og fáir ferðamenn jKýpur er þriðja stærsta eyjan í Miðjarðarhafínu, á eftir Sard- iníu og Sikiley, tæplega eitt þúsund ferkflómetrar. Eyjan liggur undan suðurströnd Tyrklands og um 350 km vestur af Líban- on. Eftir harðvítugar deilur á milli Grikkja og Tyrkja um yfír- ráð eyjunnar, var henni skipt í tvö yfírráðasvæði árið 1974 og tilheyrir norðurhlutinn Tyrklandi en suðurhluti Kýpur lýtur yf- irráðum Tyrkja. íbúar eyjarinnar eru tæplega 700 þúsund, þar af búa um 500 þúsund á hinum gríska hluta hennar. Þessi austasta eyja Miðjarðarhafs- ins nýtur í vaxandi mæli vinsælda sem áningarstaður ferðamanna, enda hefur hún upp á flest það að bjóða sem túristar sækjast eftir. Kýpur liggur á 35. gráðu norðlægr- ar breiddar, sem er svipað og nyrsti hluti Túnis og Marokkó. Kaldasti mánuðurinn er janúar, en þá er hit- inn yfir daginn að meðaltali 15 gráður, en fer niður í fimm á nótt- unni. Júní og júlí eru heitustu mánuðir ársins á Kýpur og er hit- inn að meðaltali á daginn 36- 37 gráður en rúmlega 20 á nóttunni. Hitinn yfir hásumarið getur verið óþægilega mikill, í það minnsta fyr- ir okkur sem búum á norðurhjara veraldar, en frá því í byrjun júní og fram í byrjun október rignir lítið sem ekkert á eynni. Bæði gróður, menn og skepnur njóta þó góðs af sjávarloftinu á þessum tíma. Véðríð er hagstæðast áður en aðalferða- mannatíminn hefst Þegar blaðamaður Tímans átti stuttan stans í norðurhluta Kýpur í lok febrúar sl., var hitinn 16-22 gráður á daginn, en um 10 gráðum lægri á nóttunni. Á þessum tíma árs eru mjög fáir ferðamenn á eynni, en að sögn heimamanna hefst ferðamannatímabilið fyrst upp úr páskum og varir fram í október. Þetta á sér í lagi við um tyrkneskan hluta eyjarinnar þar sem ferðamannaiðnaðurinn er skemmra á veg kominn heldur en á þeim gríska. Til þess að reyna að lengja tímabil- Eins og sjá má er landbúnaður, sem er aðalatvinnuvegur inn- fæddra, ekki háþróaður á Kýp- ur, en eggin voru ekki siðri fyrir það, heldur betri ef eitthvað var. ið og nýta hótelin betur hefur verið gripið til þess ráðs að bjóða upp á ódýrar ferðir í febrúar, mars og fyrri hluta apríl. Sem dæmi má nefna að sú vikuferð sem blaðamaður Tím- ans fór, kostaði um 26 þúsund fsl. krónur. í þeirri tölu var innifalið flug til og frá Þýskalandi, gott þriggja stjörnu hótel með morgun- og kvöldverði. Það er reyndar spurning hvort ekki borgi sig fyrir þá sem ferðast vilja ódýrt, að kaupa farmiða til t.d. Kaupmannahafnar eða London og eyða þar einum degi í að leita uppi ódýrar tilboðsferðir. Það er nokkurn veginn með fullri vissu hægt að segja að af slíkum ferðum er nægt framboð frá því seint í janúar fram í fyrrihluta mars. Annað dæmi um hagstætt til- boð er þriggja vikna ferð til Kúbu ákveðna daga í mars og maí, sem Stutt heimsókn til Miðjaröarhafseyjarinnar Kýpur Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON 'KmJ þrciut 8 NORÐUR ▲ KG2 V 853 * Á82 * KD72 SUÐUR * D94 V ÁD2 * DGT6 * Á53 Edgar Kaplan heitir bandarískur bridgeskríbent og ritstjóri sem hefur verið virkur í leiðsögn um ýmsar gildrur sem leynast á braut bridgespilarans. Á meðal þess sem allir bridgespilarar þekkja (sér í lagi í grandsamningum) er taktík- in að dúkka slagi til að stífla lit mótherjanna. í eftirfarandi spili lýsir Kaplan stöðu þar sem and- stæð gildi skilja á milli feigs og ófeigs. Austur opnar á einu hjarta og suður verður sagnhafi í þremur gröndum. Útspil vesturs er hjart- anía sem austur leggur tíuna á og suður á leik. Hvemig er best að spila? í þessu tilviki virðist gagnslaust að dúkka og reyndar allmiklar lík- ur á með því tapi sagnhafi spilinu. Austur mun halda áfram með hjartað og svíningin í tígli er dæmd til að mistakast. Að auki veit suður að vestur hlýtur að eiga spaðaásinn eftir vakninguna. Þrautin er því fólgin í því að fá 9 slagi án þess að leyfa vestri að komast tvisvar inn til að fríspila hjartað. Slagirnir hljóta að vera tveir í spaða, eftir að ásinn hefur verið svældur út, tveir á hjarta, þrír laufslagir og tígulás + annar tíg- ulslagur ef hægt er að endaspila austur. Og það hlýtur að vera hægt. í þeirri stöðu hlýtur lykilspilið að vera smátt hjarta til að spila sig út á. Hjartað er því drepið, spaða spil- að á kónginn sem austur drepur. Hjarta er drepið frá austri, vestur sýnir eyðu, og tveir spaðaslagir teknir auk þriggja laufslaga. Aust- ur lendir í 5 spila endastöðu, verð- ur að halda í tígulkóng annan, auk þriggja hjartaslaga. Suður spilar hjarta og austur á þrjá slagi en neyðist síðan til að spila frá tígul- kóngnum og samningurinn er í húsi. NORÐUR * KG2 V 853 * Á82 * KD72 VESTUR AUSTUR Á T876 Á Á53 V 9 V KGT764 ♦ 7543 ♦ K9 * GT96 * 84 SUÐUR V ÁD2 ♦ DGT6 * Á53 Það sem athygliverðast er að hægt er að endaspila austur jafnvel þótt hann sé með nógu marga slagi í upphafi til að hnekkja spilinu. Hann getur ekki haldið í allt, verð- ur að kasta af sér fríslögum. Ergó, segir Kaplan: Þú getur næstum alltaf endaspilað andstæð- ing þinn ef hann er sannaður með kóng eða drottningu í lit sem hann verður að verja í stöðu sem þessari. Sagnhafa vantar einn slag og að dúkka hjartað er ekki bara til- gangslaust eftir sagnir, það er ban- vænt. Guðmundur og Þor- lákur í 4. sæti Evrópukeppnin í tvímenningi fór fram um síðustu helgi í Bielefeldt í Þýskalandi. Átta íslensk pör mættu til leiks en alls tóku 450 pör þátt í mótinu. Hæst ber að Guðmundur Páll Amarson og Þorlákur Jóns- son, heimsmeistarar, náðu þeim góða árangri að enda í fjórða sæti. Endasprettur þeirra var mjög góð- ur þar sem þeir voru í 24. sæti fyr- ir síðustu umferð. Tvö önnur íslensk pör komust í úrslit, Aðalsteinn Jörgensen og Bjöm Eysteinsson sem enduðu í 16. sæti og Eiríkur Hjaltason og Ragnar Hermannsson sem enduðu í 36. sæti. Þeir náðu hins vegar 3. sætinu í undankeppninni sem skar úr um hvort pörin kæmust í úrslit. 148 pör spiluðu í úrlitunum. Frakkar vom sigursælir og hrepptu bæði fyrsta og annað sæt- ið á mótinu. Lokastaðan 1 J.Quantln-MJU>ccis«i* ..._(Frakld.) 2. Meyer-Stretz............(Fnldd.) 3. Van Oppen-Rebattu (Holland) 4. Guómundur P.-Þorlikur ..........(faland) íslandsmótið í sveita- keppni - Undankeppni Nú um helgina er barist um þau átta sæti sem veita rétt til þátttöku í úrslitum íslandsmótsins í sveita- keppni sem hefst á miðvikudags- kvöldið næstkomandi á Hótel Loft- leiðum. Undankeppninni lýkur annað kvöld. Þær sveitir sem nú eigast við em: A-riðilI Dröfn Guðmundsdóttir, Reykjavík Gísli Steingrímsson, Reykjavík Símon Símonarson, Reykjavík öm Einarsson, Norðurl. ey. Landsbréf, Reykjavík Hvolsvöllur, Suðurland Birgir ö. Steingrímss., Reykjanes Karl G. Karlsson, Reykjanes B-riðill Glitnir, Reykjavík Nýherji, Reykjavík Gylfi Pálsson, Norðurl. ey. Ingibergur Guðmunds., Norð.ey S. Ármann Magnússon, Reykjavík H.P. Kökugerð, Suðurland Roche, Reykjavík Guðmundur M. Jóns., Vestfirðir C-riðill Sproti-Icy, Austurland Sparisjóður Siglufj., Norðurl.ve. Hreinn Björnsson, Vesturland V.Í.B., Reykjavík Sigurbj. Þorgeirs., Norðurl. ey. Daníel Gunnarsson, Suðurland Júlíus Snorrason, Reykjavík Sigfús Þórðarson, Suðurland D-riðilI TVyggingamiðstöðin, Reykjavík Kristinn Kristjánsson, Vestfirðir Hreinn Björnsson, Vesturland Sjóvá-Almennar Akranesi, V.land Eðvarð Hallgrímsson, Norðurl. ve. Hótel Bláfell, Austfirðir Herðir, Austflrðir Hjólbarðahöllin, Reykjavík Fátæktin og eymdin er til staðar þarna sem annars staðar. Róni, nýrisinn upp af gangstétt i þriðju stærstu borginni, Famag- usta. hægt er að kaupa fyrir sama verð og tveggja vikna ferðir, — á 1.100 þýsk mörk, eða 44 þúsund ísl. krónur. Best að leigja sér bíl Norður-Kýpur getur bæði státað af vinalegu mannlífi og mikilli nátt- úrufegurð. Fyrir þá sem ekki em að leita að hreinræktaðri danshúsa- strandlífs- og drykkjuferð er eyjan upplagður áfangastaður á þessum tíma árs. Allt vín, sem og flest ann- að, er vissulega ódýrt á Norður- Kýpur og diskótek er hægt að finna í þremur stærstu borgunum, Fa- magusta, Girníu og höfuðborginni Nikósíu, en sjórinn er of kaldur til þess að hægt sé að synda í honum fram í byrjun maí. Hafi menn hins vegar áhuga á að njóta mátulega mikillar sólar og útivistar, fagurrar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.