Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 27. mars 1993 Sigríður Kristjánsdóttir Uppi á sjónvarpstæki norður á Húsavík eru myndir af fjórum ung- um mönnum sem hafa nýlokið stúd- entsprófi og horfa glaðbeittir og ákveðnir fram í bjarta stofu, prýdda hannyrðum og blómskrúði innan um pluss og fagurlega smíðað orgel frá upphafi aldarinnar. Einn þessara myndarmanna, Tryggvi Finnsson, stýrir nú Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur, hinir þrír, Mörður Arnason og við bræður, hafa lagt sig eftir ís- lenskum fræðum í Reykjavík. í aesku voru allir fjórir kúarektorar og kaupamenn í fullu fæði, þjónustu, uppeldi og umönnun hjá Sigríði (Karitas) Kristjánsdóttur á Hall- dórsstöðum í Kinn, sem verður átt- ræð á morgun, 28. mars. Nú er hún flutt til Húsavíkur þar sem hún heldur heimili með uppeldisbróður sínum Birni Böðvarssyni (f. 1911). Hann er farinn að heyra illa og sjón hennar hrakar en saman bæta þau hvort annað upp. Andleg heilsa beggja er með besta móti, minnið traust og grunnt á gamanseminni. Sigga er líka svo kvik og snör í snún- ingum að á göngu verður maður ekki var við háan aldur. Faðir Sigríðar var Kristján (1868- 1952), sonur Sigurðar Sigurðssonar og Helgu Jónasdóttur sem fluttust frá Þóroddsstað að Halldórsstöðum árið 1876. Kristján stýrði Sparisjóði Kinnunga frá upphafi (1889) og var gjaldkeri við byggingu Laugaskóla. Hann átti fimm systkini, þ.á m. Sig- urð hreppstjóra sem ól upp þrjú böm með konu sinni Sigríði Hall- grímsdóttur frá Fremstafelli. Þau áttu heima á Halldórsstöðum til 1923 að þau fluttust í Landamót. Eitt fósturbama þeirra var Sigurður Geirfinnsson, hreppstjóri á Landa- móti sem var náinn vinur fólksins á Halldórsstöðum. Kona Kristjáns og móðir Sigríðar var Guðrún Sigurðardóttir (1875- 1937), Jónssonar og Helgu Sigurð- ardóttur á Draflastöðum í Fnjóska- dal. Guðrún var systir Sigurðar bún- aðarmálastjóra, föður Helgu skóla- stjóra Húsmæðrakennaraskóla íslands, Páls, lengi gestgjafa í Foma- hvammi, Rögnu sem stofnaði og rak blómaverslunina Flóm um árabil og Ingimars garðyrkjubónda í Fagra- hvammi í Hveragerði, sem vom öll góðvinir foreldra okkar löngu áður en við kynntumst Halldórsstaða- fólkinu. Önnur systir Guðrúnar var Karitas sem var gift Karli Amgríms- syni. Þau bjuggu á Landamóti og í Veisu og er einn sona þeirra Arnór sem rekur blómabúðina Laufás á Akureyri og hefur alltaf haldið góðu sambandi við frændfólk sitt á Hall- dórsstöðum. Kristján og Guðrún eignuðust fjög- ur böm auk Sigríðar: Sigurð Theo- dór (1899-1928) sem kenndi m.a. á orgel, stjómaði kómm og spilaði í Ljósavatnskirkju í mörg ár; Helgu (1905-1951) sem var líka mjög list- feng, tók skemmtilegar mannlífs- Ijósmyndir á Halldórsstöðum og kenndi vefnað og útsaum á Laugum í fleiri vetur; Þórhali (1907-1981) bónda á Halldórsstöðum, spari- sjóðsstjóra og gjaldkera við bygg- ingu Stjóru-Tjamaskóla; og Finn (f. 1916) kaupfélagsstjóra, fyrst á Sval- barðseyri en lengst af hjá K.Þ. á Húsavík, og síðar forstöðumanns Safnahússins þar. Finnur kvæntist Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran (1920-1991) og áttu þau bömin Tryggva, Guðrúnu, og Önnu, sem vom öll mikið á Halldórsstöðum og standa Siggu mjög nærri. Mestallan búskap Kristjáns og Guðrúnar var Jónína Guðrún Guð- mundsdóttir frá Fagranesi í Aðaldal (Ninna) vinnukona hjá þeim. Hún kom fyrir aldamót og mun hafa ver- ið skapmikil og kunnað töluvert af vísum og þulum við öll tækifæri, eða eins og afmælisbamið Sigga frá Halldórsstöðum í Kinn áttræð 28. mars 1993 segir um hana: „Það var ekkert þægilegt að kveðast á við hana!“ Ninna var líka í hlutverki bamfóstm og þurfti víst oft að hlaupa í Iækinn að ná í Þórhall sem var þá að bauka við að setja upp hjól sem áttu að snúa hverfisteini og létta mönnum störfin. Þá kom Kristbjörg Frið- bjamardóttir frá Ytri-Skál (Bogga) níu ára gömul í Halldórsstaði og ólst þar upp: var síðan víða við sauma- skap og fór fulltíða kona til Húsavík- ur. Skömmu fyrir 1930 kom fimm ára drengur, Eggert Jónsson, til þeirra og var um kyrrt. Hann lést aðeins 18 ára gamall. Á þessu mannmarga heimili ólst Bjöm Böðvarsson upp, tvíburabróð- ir frá fátæku heimili á Akureyri. Hann var sjö ára þegar hann kom að Halldórsstöðum í fylgd Svövu föður- systur sinnar. Hafði verið vikutíma á Hálsi í Kinn og eina nótt á Krossi þar sem hafði samist um að hann yrði áfram. En hann vildi ekki verða eftir og gisti næstu nótt á Halldórs- stöðum. Þegar hann vaknar næsta morgun er Svava farin og Kristján bóndi segir að það hafi orðið að ráði að hann yrði þar a.m.k. um tíma. Bjössi gengur út í sólskinið og sér hvar Sigga, þá fimm ára, situr uppi á sláttuvél og segir við hann: „Það má enginn snerta þessa vél. Hann pabbi minn á hana!“ Bjössi fór svo ekki úr Halldórsstöðum fyrr en þau Sigga bmgðu búi eftir að Þórhallur dó fyr- ir tæpum tólf árum. Við bræður vomm tíu og ellefu ára þegar við komum fyrst í Halldórs- staði, 1964 og 1970. Þar vomm við síðan í mörg sumur og sá yngri okk- ar m.a.s. heilan vetur eftir að Stóm- Tjamaskóli tók til starfa árið 1971. Á bænum stýrði Sigga öllu innan húss og hélt um búrlykla en Þórhallur bróðir hennar titlaði sig húsbónda og stjómaði búskapnum í félagi við þau Bjössa. Þegar við komum til sögu vom því ekki jafn margir í heimili og áður en gestakomur vom tíðar og þegar farið var á samkomur var ljóst að fólkið kunni að skemmta sér, ekki síst Sigga. Við kaupamenn- imir höfðum þó jafnan nokkrar áhyggjur af að þau systkinin og Bjössi skyldu ekki hafa gifst. Við lögðum á ráðin um að bæta úr því, stungum upp á hinum og þessum manns- og konuefhum út um sveit- ir og skipulögðum hvemig mætti koma þeim saman, en alltaf var hlegið jafn góðlátlega að hugmynd- um okkar og allt fór út um þúfúr. f endurminningunni má kalla fram mynd þegar rignir og kaupamaður- inn liggur inni í bekk að lesa bók. Þórhallur situr yfir viðskiptamönn- um og reikningum á Bankanum fyr- ir framan stóra svarta reiknivél með handsveif og Bjössi gengur með fangið fullt af ilmandi töðu að gefa ánum sínum á garðann úr vel snyrtri hlöðunni þar sem stabbamir standa beinskomir að áliðnum sauðburði og gólf em vandlega sóp- uð eins og alltaf sé von á þjóðhöfð- ingja. Sigga stendur í eldhúsinu og reiðir fram mat og kaffibrauð eða ber fram í stofu þegar mikils háttar gesti ber að garði. Þannig var þáttur hennar ekki lítill í rekstri Spari- sjóðsins en hún sá um veitingar handa öllum viðskiptavinum, hve- nær sem þá bar að garði, seint eða snemma, virka daga jafnt sem helga. Engar spumir vom af því að þeirri stofnun hefði verið lokað, utan einu sinni: daginn sem Kristján bóndi var jarðaður í heimagrafreitnum mun Þórhallur hafa beðið þá menn um að koma seinna sem ætluðu að nota ferðina og slá eins og einn víxil! Á næstu mynd er sólin á lofti. Sigga gengur í teig með hrífú og kennir kaupamanninum að halda á slíku verkfæri og beita því innan um aðra þannig að ekki rekist í önnur hrífu- sköft. Ef það gerist þá merkir það eitthvað og boðar ýmist gott eða vont eftir því hvemig hrífan snýr. Allt í einu koma sögur af fundum og endurfundum ungmenna frá því fyr- ir vélaöld, fundum sem eiga allt sitt undir hrífunni og þeim táknum sem hún sýnir þeim sem kunna að rýna í þau. Kaupamaðurinn er aldeilis ras- andi hvað heyið sópast áreynslulaust undan þessu galdraverkfæri og reynir að gera eins en þá verður allt þyngra fyrir. Og þarna í móanum út og upp eru þúfúr sem voru alltaf blá- ar af berjum héma á ámnum þegar þau vom ung og gripu upp margar berjafötur á svipstundu eða riðu eft- ir götunum suður og niður til mannfunda á bæjunum þar sem fólk dansaði og söng fjárlögin um ís- lands unga merki og glæsta framtíð sjálfstæðrar þjóðar í samvinnu um verslunar- og atvinnurekstur kaup- félaga. Svona vomm við settir í samband við annað líf og sögu fólks í sambýli við jörðina sem við kynnumst ann- ars bara í sögubókum af þingeyskri hámenningu bænda sem pöntuðu sér bækur frá útlöndum og lásu til að sækja sér hugmyndir um nýjung- ar og framfarir. Menntun og skólar vom lykilorð. Þau höfðu alist upp við athafnasemi og framsýni Jónasar frá Hriflu og þreyttust ekki á að lofa þennan fyrmm nágranna sinn fyrir Héraðsskólann á Laugum og brúna yfir Skjálfandafljót á leiðinni til Húsavíkur. Þetta var fólk sem hafði sjálft tekið þátt í uppbyggingu aldar- innar, fólk sem varðveitti fundar- gerðabókina frá stofnfundi fyrsta ungmennafélagsins, Gamans og al- vöm, 26. desember 1905: Þórhallur var í fyrsta nemendahópnum á Laugum og hóf námsárið með því að smíða húsgögnin sem vom notuð síðan og seinna fór Sigga þangað á Húsmæðraskólann að nema hin kvenlegu fræði. Þau sögðu okkur frá því þegar sím- stöðin var á Halldórsstöðum og fyrsta útvarpstækið var sett við sím- tólið þannig að allir gætu hlustað; hvernig stofan í gamla bænum var í dag kveðjum við vin og félaga frá æskuámm, Pál Bjömsson. Hann var fæddur á Kvískerjum, 25. mars 1914, sonur hjónanna þar, Þrúðar Aradótt- ur og Bjöms Pálssonar, hinn fimmti í aldursröð níu systkina sem til aldurs komusL Fjögra ára drengur kom hann að Fagurhólsmýri til ömmu sinnar og afa, Guðrúnar Sigurðardóttur og Ara V___________________J Hálfdanarsonar. Þar átti hann heima upp frá því. Æskuár okkar frændsystkina hans em öll tengd Palla. Við nutum forystu hans bæði í leik og starfi. Ungur að ár- um fór hann nokkrar vikur til Bjama í Brekkubæ og lærði undirstöðuatriði í orgelleik. Síðar fór hann til Reykja- víkur og jók við þekkingu sína á þessu sviði, m.a. hjá Sigurði ísólfssyni. Um tvítugsaldur og ætíð síðan lék hann á orgel og leiddi söng, bæði í kirkju og félagsstarfi. Ungmennafélag var stofnað er hann var nítján ára og starfaði af þrótti um langt skeið. Þar setti hann svip sinn á hvem mann- gerð að leikhúsi áður en félagsheim- ilin komu og hvemig þau tóku sig til eftir stríð og reistu myndarlegt steinhús með hvítum veggjum og rauðu þaki og hvítu grindverki utan um garðinn þar sem Sigga skipaði piltunum fyrir verkum svo að hún gæti ræktað grænmeti og fagurlit sumarblóm í skjóli trjáa / sem vom alltaf kölluð hríslur. Við húsagerð- ina starfaði líka Siggi gamli Sigurðs sem settist svo að í „Knæpunni" í kjallaranum. Um tuttugu ámm síð- ar fluttist hann suður á Hrafnistu en gerði vart við sig fyrir norðan morg- uninn sem hann dó með því að snúa snerlinum á hurðinni sinni óg Bjössi hélt sem snöggvast að Siggi væri að koma með honum í gegn- ingarnar eins og forðum. Þau systkinin tóku við búi foreldra sinna, héldu uppi myndarbrag og fyrirmyndarlífi þar sem geislaði af menntun þeirra og snyrtimennsku. Þessir eiginleikar voru eins og und- irstrikaðir með veglegu bókasafni sem bættist í á hverju ári. Arfleifðin var bjartsýni menningarkynslóðar aldamótanna í Þingeyjarsýslu en segja má að átthagarnir hafi haldið Siggu nokkuð fast. Hún fékk aldrei tækifæri til að flytja að heiman og stóra ástin hennar, Gaston Ás- mundsson (1904-1961) múrara- meistari á Akureyri, veiktist snemma og lést langt um aldur fram áður en þau gátu stofnað eigið heimili. Minningin um hann var mjög lifandi á Halldórsstöðum. Fagurhólsmýri fagnað með orgelleik og forystu í sönglífi. Jólatrésskemmtun var hald- in hvem vetur. Ekki með innfluttu jólatré, heldur því sem hann bjó til og skreytti með beitilyngi, og veitti ekk- ert minni birtu og gleði inn í frum- stætt skemmtanalíf okkar bamanna en glæsitrén, sem hvarvetna má sjá í dag. Um tvítugt fór hann á fárra vikna vomámskeið á Laugarvatni og naut tilsagnar í garðyrkju og sundi. Heim Mynd af honum hangir á vegg í her- bergi Siggu, og bókasafn hans er í veglegum skáp ásamt persónuleg- um munum. Nú orðið lýsir hún ein- lífi sínu þó í gamansömum tón, leik- ur vinsæla „ömmu“ meðal barnanna f götunni á Húsavík, talar við þau og skemmtir með fjöri sínu um leið og hún ráðleggur þeim að bíða ekki með að para sig „því að þá pipriði bara eins og ég!“ Á Húsavík hafa Sigga og Bjössi fest kaup á húsi við Baughól og menn- ingar- og myndarbragurinn frá Hall- dórsstöðum fylgir þeim enn. Eftir að þangað kom gafst Siggu meiri tími en oft áður til eftirlætisiðju sinnar, að sauma út. Fagurlegur útsaumur prýðir stofuna og á Halldórsstöðum gerði hún m.a. við altarisklæði Ljósavatnskirkju sem er nú í Safna- húsinu á Húsavík. En þau systkinin hafa alltaf sýnt Ljósavatnskirkju mikla ræktarsemi, tekið þátt í safh- aðarstarfi þar og þau beittu sér m.a. fyrir því að nýr ljósabúnaður var keyptur í kirkjuna. Á Húsavík held- ur Sigríður áfram að rækta garðinn sinn og hefur komið upp fallegu rósabeði við suðurvegginn eins og á Halldórsstöðum og saman rækta þau Bjössi tré og matjurtir. En hún hefur bætt um betur því að nú hefur hún komið sér upp gróðurhúsi þar sem vaxa ilmþrungin suðræn blóm og glóandi vínber. Rennislétt flötin er ævinlega vel slegin og rökuð og ræktarlegar matjurtir skila sér í pottana á aflíðandi sumri. Þá tekur hún þátt í líflegu félagsstarfi á Húsa- vík og nýtur nú þeirra forréttinda kaupstaðarbúans að fara fótgang- andi á mannamót! Á allra síðustu ár- um hefur hún lagt leið sína til Reykjavíkur, meira en áður, og hefur hún þá gengið um stræti, stórhýsi og menningarsetur höfuðstaðarins með svo höfðinglegu fasi að ekki er annað að sjá en þar fari veraldarvön íslensk aðalskona sem hún er. Á þessum degi er vel við hæfi að nota Tímann, blað allra Þingeyinga, til að senda Siggu bestu afmælis- kveðjur og óskir um að hún megi enn halda heilsu sinni og ungum anda þó að árin séu nú orðin ögn fleiri en þegar við mjólkuðum sam- an í fjósinu á Halldórsstöðum. Baldur og Gísli Sigurðssynir kominn stíflaði hann bæjarlækinn með okkur krökkunum, og kenndi okkur sund í lóni því er þar varð. Hann vildi öllum gott gera. Og þegar við bömin þurftum aðstoð, var ekki talið eftir að smíða magasleða, og síð- an skauta, sem við áttum lengi. Alltaf vorum við velkomin kringum Palla og orgelið á kvöldin. Þau böm, sem fa að njóta slíkrar sönggleði, búa að því alla ævi. Vitavörslu annaðist hann í Ingólfs- höfða lengstum, og taldi ekki eftir sér gönguferðimar þangað, hvemig sem færð var og veður er fara þurfti. Þar er um 10 km leið að ræða, auðfama í björtu en kennileitalausa í myrkri og dimmviðri. Palli gekk yfirvegaður og ömggur að hverju starfi heima og heiman, hvort heldur hann var sigmaður við eggja- töku í Ingólfshöfða eða aðstoðaði við björgunarstörf. Hann átti frumkvæði að samstarfi við Slysavamafélag ís- lands, sat á þingum þess og hafði for- göngu um stofnun og starfrækslu björgunarsveitarinnar Kára í Öræf- um. Hjartans þakkir fyrir samveruna. Systkinin frá Fagurhólsmýri Páll Bjömsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.