Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 27. mars 1993
Við fermingu
Eftir Kaj Munk
Hér fer á eftir predikun, sem danski presturinn, skáldið og písl-
arvotturinn Kaj Munk flutti yfir fermingarbömum sínum sunnu-
daginn seytjánda eftir Trinitatis fyrir um það bil fímmtíu árum.
Predikunina flutti hann á stríðsárunum, er Danmörk var hern-
umin, og kemur það fram í textanum. Að öðru leyti á boðskapur
Munks, þótt vitaskuld sé hér talað til danskra baraa, erindi til
allra ungmenna á þeim tímamótum sem fermingin er í lífi þeirra.
Þessi predikun birtist árið 1945 í bókinni ,,Með orðsins brandi“,
sem herra Sigurbjöm Einarsson biskup þýddi, og birtist hún hér
með leyfi hans. Textinn, sem Munk valdi sér við þetta tilefni, var
Lúk. 14, 1- 11, sem m.a. minnir á gildi þess að þjóna og að „sá
sem niðurlægir sjálfan sig mun upp haflnn verða“.
„rá á að fara að ferma ykkur, böm-
in góð. Og hvað þýðir það? Þið svarið
sjálfsagt eins og prúð og hlýðin böm
að það sé staðfesting á skímarsáttmál-
anum ykkar. Það er fyrirtak. Aðeins sá
gallinn á því, að þið vitið hvorki hvað
staðfesting þýðir né skímarsáttmáii.
Reyndar gerir það ekkert til. Það fer
margt fram hér í kirkjunni sem þið
vitið ekki hvað þýðir, en hefur eigi að
síður mikla þýðingu fyrir okkur. Svo á
þaðaðveraíkirkju.
En þið vitið að þið eruð skírð. Þegar
þið voruð agnar lítil tók mamma ykk-
ar ykkur og lagði ykkur í faðminn á
Jesú, og þá lofaði hann að hann skyldi
vera góður vinur ykkar alla daga, allt
til enda veraldarinnar. Nú minnumst
við þess hér í dag. Við áræðum að trúa
því að hann sé hér og segir: „Já, þetta
vil ég gera!“ Og þið segið líka já við
hann: Við viljum ltka vera góðir vinir
þínir. Ó, Guð gefi, kæru böm mín, að
ykkur takist það.
Það mætti líka kalla ferminguna
vígslu kirkjunnar á ykkur til lífsins.
Nú hverfið þið að starfi og námi og síð-
an eignist þið unnusta og unnustu og
svo eigið þið heimili. Og áður en þið
vitið er raunar öllu lokið hér niðri á
jörðinni. En við viljum blessa ykkur
hér í húsi Drottins um leið og þið byrj-
ið, til þess að ykkur famist vel á meðan
það endist.
Byrjið, segi ég. Þið emð borgarar í
tveimur ríkjum. Móðir ykkar fæddi
ykkur inn í Danmerkur ríki og rétt í
sömu svifum voruð þið feedd einu
sinni til, því að skímin er líka feeðing,
þið fæddust inn í Guðs ríki. Og nú í
dag, þegar ég iegg hönd mína á höfuð
ykkar hér uppi við gamla steinaltarið
okkar, þar sem menn hafa máske ein-
hvem tíma blótað Þór og Óðin, þá vil
ég biðja þess að frelsarinn okkar góði
láti sjálfur sína hönd fylgja minni, að
hann sjálfur blessi ykkur þeirri bless-
un sem fter ykkur til þess að færa líf
ykkar að fóm fyrir föðurland vort og
trú.
Danmark — heyrið þið ekki hvað
þetta nafn er fallegt? Það eru tvö a í
því, ekkert annað en a, alveg eins og í
fyrsta erindinu í konungssöngnum. A
er Ijómandi stafúr. Hann bæði trallar
og hefur krafL Danmark — það er dáð
í því nafni og glaðværð líka.
Það er fagurt land sem þið búið í.
Heyrið mig, bömin góð, nú verðið þið
að lofa mér því á fermingardeginum
ykkar að ganga ekki sofandi um það.
Síst mega bændumir, sem umgangast
náttúruna svo mikið, gleyma að sjá
hana. Þið megið aldrei hætta að undr-
ast það að lævirkinn skuli virkilega
geta sungið svona vel eins og hann
gerir. Og þið skuluð gleðjast yfir því að
illgresið, sem ykkur ber að berjast við,
skuli vera svona fallegt, svona fallegt á
litinn og ilma svona vel. Svo eigið þið
að stunda íþróttir, fara í Iangferðir á
hjóli, læra að synda. Guð hefur gefið
okkur ríkt líf til þess að við notfærum
okkur möguleika þess. Og Danmörk
hefúr heiðan himin og mikið af dá-
samlegu vatni, það er varla að maður
geti fengið of mikið af því hvorugu.
Þegar þið giftist skuluð þið fara í ferða-
lag með bömunum, sjá beykiskóginn,
sjá hafið, já, Thorvaldsens-safnið ein-
hvem tíma líka. Þið skuluð njóta Dan-
merkur með öllum fimm skilningar-
vitunum, það skuluð þið gera. 0, það
er skemmtilegt land, skemmtilegt að
Iifa í því. Enginn dagur er öðrum líkur,
veðrið breytist á hverjum morgni og
stundum tvisvar-þrisvar á dag að auki.
Eða árstíðimar. Heyrðu mamma, vepj-
an er komin! Og svo storkurinn! Ög
nú látum við kýmar út, sjáið græn-
gresið! Og nú blómgast lyngið. Og nú
gulnar komið. Hana! Þar small það!
Aumingja akurhænsnin! Svo rífur
stormurinn í hárið á öllu landinu svo
það veinar undan. Og hvít ábreiða
vetrarins — að allt skuli geta dáið
svona út, eins og það var Iifandi áður,
og orðið svo lifandi aftur. Því nú tök-
um við aftur til þar sem við byijuðum.
Já, í Danmörku er alltaf eitthvað að
ske. Það er lifandi land.
Og það er þorskur í sjónum og síld í
fjörðunum og heil ósköp af korni á öll-
um ökrum. Nógur matur handa okkur
öllum í Danmörku. Tákið eftir því. En
við eigum að strita fyrir honum. Og
það er ekki síður prýðilegt.
Og við viljum gjama strita. Þið skul-
uð vera hreykin af þjóðinni ykkar,
böm. Dönsku bændumir eru hugvits-
samir. Þeir láta ekki sitja við það, sem
þeir hafa á unnið og upp fúndið. Nei,
þeir brjótast um og bæta og reyna nýj-
ar leiðir. Nú hefur stríðið gert erfitt
fyrir um fóðurvörur og tilbúinn áburð.
Þá búa þeir til súrhey og hver veit
hvað. Þeir gefast ekki upp. Þeir láta
ekki fara sem fara vill. Nei, ætli við
finnum ekki einhver ráð. Og dönsku
verkamennimir eru vörpulegir og
bera sig vel, því að þeir eru frjálsir
menn og með í ráðum um allt og auk
þess eru þeir svo duglegir. Úti í lönd-
um er vinna þeirra talin einhver hin
besta.
Það er annað við þjóðina okkar, sem
við skulum vera hreykin af henni fyrin
Hún þolir ekki ranglæti. Við beitum
ekki þvingun við þá sem trúa öðru. Við
höfúm andstyggð á þeim sem ofsækja
og kúga aðrar þjóðir. En við sjáum
einstaklega vel fyrir þeim sem eru
gamlir, veikir eða fátækir. Og skóla-
bömin eiga að læra heilmikið og lýð-
skólar eru hér handa unglingunum.
Allt er þetta til þess að ala okkur upp í
anda og réttlæti. Og ef einhver snýr
halann af kú, þá heyrist hróp frá Geds-
er að Skaga.
Og heima hjá okkur er þokkalegt og
hreint. Og við komum fríðsamlega
framhver viðannan.
En það er annað sem þið ættuð að
vera miklu hreyknari yfir, böm, og það
er að við höfum komist af í þúsund ár.
Við emm aðeins smáþjóð og margir
hafa rennt augum til okkar og sleikt út
um. En við emm seigir. Við komum
seint, en við komum þó. Munið þið
eftir Hamlet? Munið þið eftir Uffe? Það
er langt síðan, segið þið. Já, en það er
sama þjóðin. Árið 1864 tóku Þjóðverj-
ar Suður-Jóta frá okkur og Iögðu þá
undir sig. í meira en 50 ár lutu þeir
Þjóðverjum. En vitið þið hvað Suður-
Jótar gerðu? Þeir héldu áfram að vera
Danir. Það var dæmalaust vel af sér
vikið.
Níunda apríl komu svo Þjóðverjar
hingað inn í landið og við vomm alls
ekki viðbúnir. En ungu hermennimir
okkar hentust út í stríðið, reifir og
röskir, rétt eins og þegar víkingamir
hentust út í snekkjumar fyrir þúsund
ámm.
Og svo eigum við konung núna, hann
er meira en sjötíu ára, en þið getið
treyst því að hann veit hvað það er að
vera kóngur. Honum er jafn mikil al-
vara með að vera danskur og að vera
kristinn. Þið skuluð bera lotningu fyr-
ir honum og honum ættum við öll að
reyna að líkjast.
Svona margt gott hefi ég getað sagt
ykkur um föðurlandið ykkar og
mörgu mætti bæta við. En nú hefur
landið lent í raun. í fyrsta sinn á þús-
und ámm er það ekki frjálsL Þess
Kaj Munk (1898-1944). Myndin
er frá síöasta æviári hans.
vegna þykir okkur tvöfalt vænna um
það núna. Og við viljum öll leggja okk-
ur fram til þess að það verði frjálst aft-
ur og verðskuldi að vera frjálsL Og ef
við emm orðin blauð og kræsin og
höfum gleymt að trúa á Guð, þá vilj-
um við snúa okkur til hans aftur og
biðja hann að gefa okkur gömlu trúna
okkar og um leið okkar gamla hug-
rekki og gömlu fómarlund.
Verið hreykin af því, böm, að þið eig-
ið að taka þátt í því að skapa aftur frelsi
og heiður Danmerkur. Lofið Dan-
mörku því í dag og þið skuluð verða
trú föðurlandi ykkar og gera það fyrir
það sem nauðsynlegt er.
Þetta var jarðneska föðurlandið ykk-
ar. En við eigum líka föðurland á
himnum. Þið emð skírð inn í Guðs
ríki. Hvers konar ríki er það? Hvar er
það?
Það er alls staðar þar sem menn trúa
á Jesú. Þar sem við læmm af honum
hvemig Guð vill að við lifum lífinu, og
þar sem hann hjálpar okkur til að lifa
svo að hann geti reist okkur upp úr
gröfinni og leitt okkur inn í bjartan
himin sinn.
Sjáið til, þetta er mikill dagur fyrir
ykkur, dagurinn í dag, og máske eitt-
hvert ykkar finni að Jesús sjálfur er
hér hjá okkur. Og þegar búið er að
ferma okkur fömm við heim, og þegar
hátíðin er liðin fömm við út í lífið. Og
þar hittum við djöfulinn.
Því að nú eigið þið að fara að læra svo
margL Læra að reykja sígarettur, ef
ykkur tekst að ná í þær nokkurs stað-
ar, fara á stefnumót, sjá ykkur sjálfúm
farborða og ótal margt annað, stórt og
smátt Og djöfullinn er óðfús að verða
ykkur samferða og kenna ykkur
hvemig þið eigið að fara að þessu öllu.
Hann vill kenna ykkur að svíkjast um
í vinnunni, hann vill kenna ykkur fyll-
irí og slagsmál, hann vill kenna ykkur
að flissa að skítugum orðum og kám-
ugum sögum, já, sá er ekki í vandræð-
um með ótrúlegustu hluti.
En vitið þið hvað þið eigið að gera?
Þið skuluð ekki vera hrædd við að vera
þar sem eitthvað er á seyði. Þið eigið
aðeins að þekkja takmörkin. Ég segi
aðeins. En það er ekkert „aðeins", það
er ekkert erfiðara til í heiminum. En
það verður heldur aldrei neitt úr okk-
ur, ef við komumst aldrei í kynni við
það sem er erfitL
Þið eigið að þekkja takmörkin. Vita,
að hve miklu leyti það er rétt fyrir ykk-
ur að segja já og hvenær þið eigið að
segja ákveðið nei. Og Kristur hjálpar
ykkur til að standa stöðug. Gleymið
honum aldrei. Munið að hann er alls-
staðar nálægur. Augu hans fylgjast
með ykkur. Og hann hlustar eftir
hvort þið sendið bæn til hans.
Þið getið alltaf beðið til hans. Þegar
þið emð ein og innan um fólk. Þið get-
ið beðið með orðum Faðirvorsins og
þið getið beðið með ykkar eigin orð-
um, og þið getið beðið með hjartanu
einu. Þið skuluð senda þakkir upp til
hans þegar þið eruð reglulega glöð og
þið skuluð gera það að fastri venju að
renna huga til hans áður en þið sofnið
á kvöldin. Og þið skuluð muna að þið
getið aldrei lent í neinni raun svo mik-
illi að hann geti ekki heyrt til ykkar,
brugðið við ykkur til hjálpar, varðveitt
ykkur. Og þið getið aldrei fallið svo
djúpt og villst svo langt frá honum, að
hann sé ekki reiðubúinn til þess að
lyfta ykkur upp og sækja ykkur, aðeins
ef þið þráið það og biðjið hann um
það.
Nú horfi ég á ykkur, drengimir mínir
og stúlkur. Hver ykkar skyldu verða
gamlir menn og hver skyldu máske
deyja ung? Og hvemig skyldu örlög
ykkarverða?
Það skiptir ekki svo miklu, aðeins ef
þið getið fylgt orði hans í dag, að velja
sér ysta sætið, að eiga sér hina glöðu
þjónslund, sem ekki hugsar um sjálf-
an sig, en alltaf um aðra líka, svo að
dauðinn geti orðið þannig að hann
segi við okkur: Vmur, flyt þig hærra
upp.
Guð gefi ykkur blessun sína til þess
að verða danskir menn, sem vita bæði
í lífi og dauða að
égerþirm
ó, Jesú mirm,
og þar, sem þú setur mig.
vtf' S‘NU
A£> iErr IA * wp^AÚNU...
» Zm S«* <<*
VAXTALÍNAN er fjármálaþjónusta fyrir unglinga sem
býöur meðal annars upp á fjármálanámskeiö.
BUNAÐARBANKINN
-Traustur banki
STJÖRNUBÓK
30 MftNAÐA SPARIREIKNINGUR