Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 27. mars 1993 „Brasilía, land framtíðar- innar,“ skrifaði austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig eftir að hafa leitað þar hælis undan nasisma og stríði í Evrópu. Zweig horíði með söknuði um öxl til frekar friðsamlegrar Evr- ópu túnans íyrir heims- styrjöldina fyrri. I Brasilíu, þar sem fólk af margvíslegum uppruna hafði blandað blóði, fannst Zweig að hann sæi fyrir sér gróandi þjóðlíf, er þróast myndi í friði og spekt til mikils þroska. Kannski hefur hann þó ekki verið alveg sannfærður um það, a.m.k. svipti hann sig lífi eftir skamma dvöl í óskalandinu. Til stórveldisframtíð- ar Fleiri hafa orðið til að gera sér glæstar vonir um Brasilíu, ekki síst Brasilíumenn sjálfir. Á sjötta og sjö- unda áratug og ívið lengur trúðu a.m.k. efri samfélagslög landsins því nokkuð almennt að það væri að verða stórveldi í efnahagsmálum og í framhaldi af því í stjómmálum. Er- lendis trúðu því og margir. Til marks um það komst Brasilía á list- ann yfir þau riki, sem líkleg voru tal- in til að eignast kjamasprengju inn- an skamms. Hlutlægt skoðað virtust framtíðar- möguleikar Brasilíu og sæmilegir. Ríki þetta er eitt þeirra víðlendustu í heimi, 8.511.965 ferkílómetrar, íbú- ar vom 1960 um 66 milljónir, auð- lindir virtust óþrjótandi og hættur utan frá vart teljandi. Allvemleg þjóðernishyggja mátti sín mikils í viðhorfum Brasilíu- manna um þær mundir. Menn settu sér það mark og mið að breyta Bras- ilíu úr Iandbúnaðarlandi fyrst og fremst í iðnvætt ríki, sem ekki stæði Norður- Ameríku, Vestur-Evrópu eða Japan að baki. Efnahagssérfræð- ingar Brasilíustjóma, hvort sem þær töldust Iýðræðislegar eða vom einræðisstjómir hershöfðingja, héldu því fram að þessu marki yrði skjótast náð með því að loka landinu fyrir innflutningi. Landsmenn yrðu þá að láta eigin framleiðslu duga og innlendur iðnaður hlyti að stóreflast á skömmum tíma, ef hann losnaði við samkeppni frá innfluttum iðn- varningi. Ríkið skyldi standa fyrir iðnvæðingunni og greiða fyrir at- vinnurekendum í einu og öllu. Út frá þessum fyrirætlunum hefur stefnan verið í þjóðarbúskap Brasil- íu síðustu áratugina. Gríðarháir tollar vom settir á innflutning og náið samráð var með stjórnvöldum, embættismönnum og stóriðnrek- endum. Ríkiskapítalismi, segja sum- ir fréttamenn um það. Stóð í stað í félagsmálum Um skeið var hagvöxtur mikill og í augum margra, bæði Brasilíu- manna og útlendinga, ólgaði þetta stóra þjóðfélag af framfarakrafti og framtíðartrú. En ekki var allt með felldu um þá glansmynd. Hvað sem „Efnahagsundur“ sem reyndist spilaborg: leið sæluríkisdraumi Zweigs, hefur misrétti og kúgun eftir stéttum og kynþáttum verið drjúgur liður í sögu samfélags þessa, svo að segja frá upphafi þess, og er það svipuð saga og víðar að úr Rómönsku Am- eríku. Norðuramerískir indíánar mega hrósa happi miðað við þá áníðslu sem brasilískir indíánar hafa mátt sæta og sæta enn. Brasilíu- menn héldu áfram innflutningi þræla frá Afríku löngu eftir að Evr- ópuþjóðir flestar voru hættar slíku alveg og Norður- Ameríkumenn að mestu leyti. Þrælahald aflagði Bras- ilía ekki að fullu fyrr en 1888, síðar en nokkurt Ameríkuland annað. Munur á kjörum, möguleikum og virðingu innan samfélagsins er gíf- urlegur þarlendis, líkt og í fleiri löndum Rómönsku Ameríku. Það er sumpart rómanskur/rómverskur arfur, sem tók á sig nýjar og stærri myndir í nýju löndunum, með því að landnemar frá Pýreneaskaga gerðust stóreignastétt yfir indíánum og svertingjum, ánauðugum í einu eða öðru formi. Um þetta breytti iðnvæðingin litlu. Þótt Brasilíu fleygði fram í efna- hagsmálum, gerðist þar fátt nýtt í félagsmálum. Og iðnvæðingin breikkaði bilið milli Iandshluta. Efnahagsþróunin varð langmest í suðurhluta landsins, sem best var stæður fyrir, en náði lítt til norður- Franco Brasiliuforseti: engin stefna i efnahagsmálum. Sao Paulo-búar sem lifa á því sem þeir tina á sorphaugunum: borgarbúar veröa orönir yfir 22 milljónir um aldamót. hlutans. Fyrstu aldir portúgölsku- mælandi samfélags þar í landi hafði norðausturlandið verið mikilvæg- asti hluti þess, vegna mikillar eftir- spurnar á sykri, sem þar var ræktaö- ur á plantekrum með svarta þræla sem vinnuafl. Á síðustu öldum hefur þessi landshluti dregist aftur úr í efnahagsmálum. Stórjarðeigendur eru þar enn eitthvað álíka alráðir og á þrælahaldstímanum og verkalýður þeirra varla mikið betur settur en voru þrælarnir, forfeður hans. Stjómlausar risa- borgir Snauðir norðausturlendingar streymdu til stórborga suðurlands- ins, í von um eitthvað betra í glys- dýrð iðnvæðingarinnar, og söfnuð- ust þar saman í slömmum, favelum eins og þessháttar byggðarsvæði eru kölluð þar í landi. Sérstaklega hljóp við þetta gríðarlegur vöxtur í Sao Paulo og Rio de Janeiro. Aðstreymi þetta gífurlegt á skömmum tíma, í samfélagi þar sem félagsleg vitund er á einskonar lénsaldarstigi, hefur þegar valdið í risaborgum þessum ástandi sem fussandi vestrænir fréttamenn segja að sé ekkert annað Frá karnival I Rio: spurt hvort ekki sé eins gott að láta skemmtikrafta stjórna. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.