Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. mars 1993 „Börnin vilja bækur“ stendur á merki fyrir aftan þær Áslaugu Brynjólfsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, og Matthildi Guðmundsdóttur, kennslufulltrúa á sömu stofnun. Þetta orðtak var yfirskrift á sérstöku lestrarátaki Fræösluskrifstofunnar og Félags íslenskra bókaútgefenda á síðasta ári. TimamyndÁmi Bjama. un,“ segja þær stöllur. Ástæðu þessa segja þær að í al- þjóðakönnun sem gerð var meðal eldri grunnskólanemenda fyrir tveimur árum kom fram að íslensk böm stóðu sig verr en erlend í að lesa úr töflum, línuritum og gröfum. Þær minnast þess að könnunin Ieiddi í ljós að íslensk böm komu mjög vel út hvað varðaði lestur á fræðibókum. „Þar komum við best út miðað við 14 ára nemendur," segja þær. Hvað er ólæsi? Þeim finnst umræðan að undan- fömu um lestrarkunnáttu og bók- lestur bama vera mjög villandi þar sem t.d. er oft talað um ólæsi bama. „Það að fólk les færri bækur þýðir ekki ólæsi. Nú á tímum stendur bömum margt til boða og þau hafa mikið að gera. Margt af því er hið besta mál en þar af leiðandi komast böm ekki til þess að lesa eins margar bækur og þau gerðu áður fyrr. Það er þá alveg eins hægt að segja að full- orðið fólk sé ólæst af því að það les minna en það gerði áður fyrr,“ bæta þær við. Slys geta alltaf átt sér stað Að þeirra áliti geta alltaf átt sér stað slys. Börn geta gengið í gegnum skólakerfið án þess að fá markvissa aðstoð við lestrarnám sem annað nám. Þar eiga þær aðallega við þau börn sem búa við mikið rótleysi vegna tíðra búferlaflutninga jafnvel landshluta og landa á milli. „Það em mörg dæmi um að barn hafi aldrei verið tvo vetur í sama skóla," segja þær. Þá em þær sammála um að tilfinn- ingaleg líðan og aðbúnaður leiki stórt hlutverk í námsframvindu bamanna. „Því miður er talsvert um að börnum líði illa og séu leið. Það em til afskaplega margar klofnar fjölskyldur og fjölskyldulífið skiptir miklu fyrir líðan bamanna," segja þær. Jafnfram benda þær á að oft sé börnum sýnd mikil athygli þegar þau séu yngri sem minnki þegar þau komist á unglingsárin. „Það þarf að sýna unglingnum sérstaklega mikla athygli. Á þessum ámm fær ung- lingurinn marga kennara í stað eins bekkjarkennara áður. Við höfum oft bent á að það sé ekki nógu mikið hugsað um líðan unglinganna því það beri enginn í skólanum eins mikla ábyrgð á börnunum og um- sjónakennarinn,“ segja þær. Fóru ekki í framhaldsskóla Nú hefur því verið haldið fram að nemendur úr gmnnskóla komi illa undirbúnir til náms í framhalds- skólum. „Gmnnskólinn er að sinna öllum nemendum sem em afskaplega ólík- ir. Það er ekkert óeðlilegt þótt þriðj- ungi þeirra henti ekki endilega að fara bóknámsleiðir í framhaldsskóla og allra síst í háskóla. Það em svo mörg störf og margt annað í þjóðfé- laginu sem fólk þarf að sinna. Gmnnskólinn þarf að huga að því að byggja gmnninn eins vel og hægt er og koma öllum til nokkurs manns miðað við getu og hæfdeika. Skól- inn getur sinnt þeim til að gera þau að manneskjum," segja þær og benda á að áður fyrr hafi þetta fólk farið fyrr út á vinnumarkaðinn. „Það er komið nýtt fólk inn í framhalds- skólana sem enginn var að skipta sér af áður því það var einhvers staðar úti að vinna í þjóðfé!aginu,“ bæta þær við. Til að mæta þörfum þessa hóps telja þær að það vanti fjöl- breyttari verknámsbrautir en boðið er upp á í dag. „Þessu fólki stendur ekki enn til boða nám við hæfi. Það er mikill misskilningur að mark- miðum gmnnskólans hafi ekki verið náð þó að allir nemendur komist ekki upp fyrir fimm í einkunn í bók- legum greinum," benda þær á. „Þeg- ar talað er um að gmnnskólinn hafi versnað kemur það til af því að þessi hópur hélt ekki áður fyrr til náms í framhaldsskóla. Það er því fram- haldsskólinn sem þarf að koma til móts við þessa nemendur en ekki að þeir fari allir í stíft bóknám," segja þær. Tala við bömin í vöggu Heyrst hefur að foreldrum hafi ver- ið innprentað að þeir ættu ekki að kenna bömum sínum lestur fyrir skólabyrjun þar sem það geti raskað lestrarnámi barnanna. Þetta telja þær stöllur mikla bábilju og foreldrar eigi óhikað að fylgja börnum sínum eftir þegar þau sýni áhuga á lestri. Þær benda á að hægt sé að nýta sér umhverfið í þessu skyni, skilti, texta í sjónvarpi og fleira. Þá benda þær á að rannsóknir hafi leitt í Ijós að mjög mikilvægt sé að foreldrar tali mikið við börn sín og byrji jafnvel á því strax þegar barnið sé í vöggu. „Foreldrar geta einnig leyft bömum sínum að skoða myndabækur strax á 1. ári og talað við bömin um myndimar. Það ætti að verða fastur liður að lesa fyrir börn á hverju kvöldi og hætta því ekki þó börnin geti sjálf lesið bæk- ur,“ segja þær. Einnig telja þær að foreldrar eigi helst að horfa með börnum sínum á sjónvarpsefni til að geta rætt um það við þau og hamlað gegn ýmsum ranghugmyndum sem annars kynnu að vakna í barnshug- anum. -HÞ Frá Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis Lausar stöður, umsóknarfrestur til 18. apríl. Skólastjórastöður: Við Grunnskólann í Holti, Grunnskólann {Súðavík og Grunnskólann á Drangsnesi. Kennarastöður við eftirtalda skóla: Grunnskólann, ísafirði. Grunnskólann, Bolungarvík. Meðal kennslugreina: Sér- kennsla, myndmennt, tónmennt, smíðar, almenn bekkjar- kennsla. Grunnskólann, Reykhólum. Grunnskólann, Rauðasandi. Grunnskólann, Patreksfirði. Meðal kennslugreina: Raun- greinar og tungumál á framhaldsskólastigi. Grunnskólann, Tálknafirði. Grunnskólann, Bíldudal. Meðal kennslugreina: Raungrein- ar, mynd- og handmennt, almenn bekkjarkennsla. Grunnskólann, Þingeyri. Grunnskólann, Holti. Grunnskólann, Flateyri. Grunnskólann, Suðureyri. Grunnskólann, Súðavík. Grunnskólann, Drangsnesi. Grunnskólann, Hólmavík. Grunnskólann, Broddanesi. Grunnskólann, Borðeyri. Meðal kennslugreina: Iþróttir, handmennt. Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis. Tíminn 7 Frá Grunnskóla Njarðvíkur Viö leitum að myndmenntakennara og tónmenntakennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða tvær heilar stöður. Skólinn er með rúmlega 500 nemendur og er aðeins í u.þ.b. 40 km fjarlægð frá Reykjavík. Við bjóðum upp á góðar að- stæður og skemmtilega vinnuaðstöðu. Ath.: Við ráðum einungis fólk með full réttindi. Allar upplýsingar veita Gylfi Guðmundsson, skólastjóri, í síma 92-14399 eða 92-14380, og Sigríður Ingibjömsdóttir, aðstoöarskólastjóri, I símum 92-14399 og 92-37584. Frá grunnskólum Hafnarfjarðar Innritun nýrra nemenda Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Hafnarflarðar næsta skólaár fer fram á skrifstofum skólanna og lýkur þriðjudaginn 30. mars nk. Innrita skal: - Böm, sem eiga að hefja nám í 1. bekk (fædd 1987). - Nemendur, sem vegna aðsetursskipta koma til með aö eiga skólasókn í Hafnarfirði frá og með næsta hausti. Flutningur milli skóla Eigi nemendur að flytjast milli skóla innan Hafnarljarðar ber að tilkynna það viðkomandi skólum fyrir 30. mars nk. Mjög áriðandi er að skólunum berist þessar upplýsingar nú, þar sem skipulagning næsta skólaárs er hafin. Nánari upplýsingar fást á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar I síma 53444. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Frá Fræösluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Nokkrar kennarastöður em lausar við gmnnskóla Reykjavík- urá næsta skólaári. Meðal kennslugreina eru: Tónmennt, smíðar, heimilisfræði, raungreinar, sérkennsla og talkennsla. Þá em lausar stöður kennara með sérkennsluréttindi við eft- irtalda sérskóla ríkisins í Reykjavíkurumdæmi: Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Heyrnleysingjaskólann, Einholtsskóla og Dalbrautarskóla. Ennfremur vantar almennan bekkjarkennara með táknmáls- kunnáttu í Heyrnleysingjaskólann, sjúkraþjálfara í Öskjuhlíð- arskóla og sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa (1/2 staða) við sér- deild í Hlíðaskóla. Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur, fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjamargötu 12, sími 28544, þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. apríl n.k., kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagn- ingar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar, sem svo er ástatt um, verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk, þarf ekki að innrita. Frá Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. bama sem fædd eru á árinu 1987) fer fram i skólum borgarinnar þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. mars 1993, kl. 15-17 báöa dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita bömin á þessum tilgreinda tíma vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undir- búningsvinnu í skólunum. ATH.: Sex ára böm, sem fara í Rimaskóla í haust, verða inn- rituð i Hamraskóla á sama tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.