Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 27. mars 1993 Undanfarið hefur umræða um læsi og „ólæsi“ verið fyrirferðamikil í þjóðfélaginu. Það hefur viljað brenna við að hún hafí beinst í eina átt og sú skoðun ríkt að nemendur væru almennt illa læsir og hætt- ir að nenna að lesa. Könnun sem hefur verið gerð að frumkvæði Fræðsluskrifstofu Reykjavflfur bendir í þveröfuga átt. Hún sýnir að lestrarkennsla í skólum borgarinnar er mjög góð og borgarbömin standi vel að vígi. „Lestrarkennslan er víða miög góð og alltaf er ver- ið að örva böra til lesturs," segja þær Aslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, og Matthildur Guðmundsdóttir kennslu- fulltrúi. Ólæs eða hálflæs minnihluti Undanfarið hefur umræða um læsi verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. t>að er skemmst að minnast „Lestr- arkeppninnar miklu“ sem nokkrir af helstu fjölmiðlum landsins stóðu fyrir. Gera má ráð fyrir að kveikjan hafi m.a. verið könnun sem Þorbjöm Broddason, dósent við Háskóla ís- lands, stóð fyrir á bóklestri ung- menna. Út frá henni ályktar Þor- bjöm að hmn bóklesturs sé raun- verulegt og brýnt áhyggjuefni og geti vel verið undanfari þess að hér spretti upp ólæs eða hálflæs minni- hluti hjá bókaþjóðinni. Þá má vitna í Staksteina í Morgunblaðinu nýlega þar sem segir: „Kannanir benda til að lestrarkunnáttu unglinga sé gíf- urlega ábótavant." íslensk böm vel á vegi stödd Þessar ályktanir virðast vera á skjön við niðurstöður kannana sem lagðar hafa verið fyrir yngri bekki gmnnskóla í Reykjavík að sögn þeirra Matthildar og Áslaugar. Þessar kannanir em staðfærðar úr erlendum könnunum og meta bæði lestrarhraða og skilning nemenda. Þær vom lagðar fyrir flestalla átta til ellefu ára nemendur í gmnnskólum Reykjavíkur árin 1991 og 1992. Þær telja að niðurstöður sýni að lestrarkennsla sé góð og markviss. Til að útskýra það telja þær nauðsyn- legt að gera grein fyrir könnuninni. Nemendum er skipt í sex getuhópa. í efstu hópunum (A og B) em þeir nemendur sem hafa náð góðum les- hraða en hafa jafnframt góðan skiln- ing á því sem þeir lesa. Þessi hópur er 64,2% nemenda í átta ára bekk en hefur stækkað í 86,6% nemenda árið eftir eða í níu ára bekk. í ellefu ára bekk er þessi hópur tæp 90%. í hóp sem merktur er bókstafnum C em þeir sem skilja það sem þeir lesa en hafa ekki náð leshraða til jafns við hina. Þessi hópur minnkar á milli bekkja úr 28,5% niður í 10% í níu ára bekk og er tæp 6% 11 ára nem- enda. Þá vekur athygli að nemendum í lökustu hópunum fækkar um helm- ing á milli átta og níu ára bekkjar. Þessi hópur er 7,3% í átta ára bekk en er orðinn 3,6% í níu ára bekk. Þetta em að sögn þeirra Matthildar og Áslaugar böm sem eiga í talsverð- um lestrarerfiðleikum og þurfa því sérstaka aðstoð. Sé tekið mið af könnunum erlendis frá benda þessar niðurstöður til að þeirra sögn að reykvísk böm séu vel á vegi stödd. „Kannanir sem hafa verið gerðar erlendis benda til að 15 til 20% nemenda þurfi einhverja að- stoð við lestramám og þar af eiga fimm til tíu af hundraði við alvarlega lestrarerfiðleika að stríða,“ segja þær. Sé tekið mið af ellefu ára nem- endum gmnnskóla Reykjavíkur er þessi fjöldi rétt undir fimm af hundr- aði nemenda samkvæmt könnun- inni. Kennarar taka markvisst á málum Þær Áslaug og Matthildur álíta að þessar kannanir sýni mjög greini- lega að kennarar í Reykjavík á yngri stigum gmnnskóla grípi snemma og mjög markvisst inn í lestramám barnanna en það er mjög mikilvægt ÁBENDINGAR TIL FORELDRA VAROANm HEIMALESTUR. BamiÖ má lesa. eins mikið og þaÖ vill. ÞaÖ á aö lesa til aÖ ná efni sögunnar og þarf því ekki aÖ lesa oftar en einu sinni hverja bls. 3. Það er betra aÖ lesa 3 bls einu sinni en 1 bls. þrisvar sinnum. 4. HafiÖ ekki áhyggjur þó lestur bamsins sé ekki alltaf orðréttur. 5. GrípiÖ ekki inn í lestur bamsins til að leiörétta eitt og eitt skakkt lesið orð ef merking textans er óbreytt. 6. Bamið þarf að geta bjargað sér við að ná efni textans þó þaÖ geti ekki lesið öll oröin rétt til að byrja með. 7. Ef bamið stansar við orð sem þaö getur ekki strax lesið, teljið þá í huganum upp að 10 áður en þið bendið baminu á að: a) byrja á setningunni aftur ef það gæti hjálpað b) athuga hvað fyrsti stafurinn heiti eða "segi" og láta hann "heilsa" á næsta staf. c) lesa orðið hægt meÖ baminu. 8. Vekið athygli bamsins á myndum ef sagan er myndskreytt. RæÖiÖ um hvort myndimar geta sagt okkur eitthvaö um efni sögunnar. 9. RæÖið um heiti bókarinnar eða sögunnar. Segir það okkur eitthvaö um innihaldið? 10. Um leið og lokið er lestri niður bls. mætti stansa og spyija bamið hvað það haldi að gerist næst? 11. í sögulok má ræöa um hvort bamið vildi að sagan endaði ööruvísi eða hvort þaö vilji bæta við söguna. Lesið áfram sögur og ævintýri fyrir bamið þó að það sé fariö aö geta lesið sjálft. Lestur góðrar bókar getur gefið tækifæri til að ræða í trúnaði um efni sem tengja má lífi bamsins sjálfs. "Lesið - hlustið - taliö" Hér má sjá börn í einum grunn- skóla borgarinnar undirbúa sig undir lestrarátak sem Fræöslu- skrifstofan f Reykjavík gekkst fyrir. að þeirra áliti. „Þetta sýnir að lestrar- kennslan er á góðri leið og það er alltaf verið að örva bömin til að lesa.“ Þáttur skólabókasafna verði síst ofmetinn og hann sé forsenda fyrir margbreytilegu lestrarátaki. „Þar fer fram bókmenntakynning og þar leita böm heimilda við allskonar verkefnavinnu. Auk þess fá nemend- ur lánaðar bækur til frjáls lesturs,“ bæta þær við. f einum skóla settu nemendur t.d. á fót ferðaskrifstofu og kynntu ýmis lönd fyrir skólafélög- um sínum. Þá benda Matthildur og Áslaug einnig á að aidrei fyrr hafi verið lögð eins mikil áhersla á faglega lestrar- kennslu og nú. 90 kennarar hafi sótt námskeið um lestrarkennslu að loknum vinnudegi á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Kennaraháskóla íslands. „Á þessu námskeiði og fleirum er verið að leggja áherslu á fjölbreyttar leiðir í byrjendakennslu þannigað kennarar í yngstu bekkjum leitast við að finna betri leiðir til að aðstoða bömin við lestramámið,“ segja þær. Er hægt að hjálpa bömum sem eiga í verulegum lestrarerfiðleikum? „Það er mjög mikilvægt að finna þessa nemendur og greina lestrarerf- iðleika þeirra sem fyrst,“ segja þær Matthildur og Áslaug og benda á að ástæður fyrir lestrarerfiðleikum geti verið misjafnar. „Það geta verið lík- amlegar orsakir, að heilastöðvar vinni ekki rétt saman. Þá geta böm verið í tilfinningalegu ójafnvægi. Einnig eru til börn sem hafa mjög lé- lega sjálfsmynd eða hafa lítinn mál- þroska. Þetta getur valdið því að þeim gangi erfíðlega með lestrar- nám,“ bæta þær við. Búnir að gera áætlanir Nýlega lauk eins og kunnugt er „Lestrarkeppninni miklu" sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum lands- ins ásamt fleimm stóðu að. Athygli vakti að Skólastjórafélag Reykjavíkur féllst ekki á að þessi keppni færi fram innan gmnnskóla borgarinnar. Áslaug bendir á að skólar borgar- innar hafi verið búnir að gera áætl- anir um skólastarfið og lítill fyrirvari hafi verið á þátttöku í keppninni. Þar nefnir hún sem dæmi svokallaðar „þemavikur" sem víða séu orðnar fastur liður í starfi skólanna en þá er vikið frá hefðbundinni kennslu og allt skólastarfið snýst kannski um ákveðið úrlausnarefni sem gæti td heitið „heilbrigð sál í hraustum lík- ama“ eða „borgin okkar“. Hún segir að frá því í haust hafi margir skólar borgarinnar gengist fyrir lestarátaki. Þá bendir hún á að í fyrravetur hafi verið efht til eins kon- ar lestrarleiks á vegum Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur. „Þátttakendur í leiknum vom 800 nemendur 40 bekkjardeilda í 14 skólum. Félag bókaútgefanda verðlaunaði þá bekki sem lásu mest og fræðsluskrifstofan veitti öllum þátttakendum viður- kenningu. í einum átta ára bekk í Breiðagerðisskóla lásu nemendur að meðaltali 1.130 bls. á þessum fjómm vikum. í upphafi giskuðu allir þátt- takendur á hvað þeirra bekkjardeild gæti lesið mikið. í flestum tilfellum lásu þeir miklu meira," bætir Matt- hildur við og bendir á að í vetur hafi margir skólar haldið áfram með svipað átak. Liggja þau í fræðibókum? Það er ekki aðeins að lestrarkunn- átta gmnnskólanemenda hafi verið könnuð því einnig er verið að kanna íslenskukunnáttu tólf ára bama í gmnnskólum borgarinnar. „Þar er verið að prófa stafsetningu, mál- notkun, málfræði og ritun. Auk þess er verið að prófa skilning á bók- menntum annars vegar og getu til að lesa úr töflum en þar em leiðatöflur strætisvagna notaðar sem viðmið-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.