Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. mars 1993 Tíminn 5 Heimur á hverfanda hveli Ovo lengi sem ég man eftir hefur ís- lensk stjómmálaumræða fyrst og fremst snúist um efhahagsmál. Vextir og vísitölur, kaup og kjör, tap og við- skiptahallinn em endalaust til um- ræðu. Það mætti halda að lífið og stjómmálin snérust ekki um neitt ann- að. Enda bregður svo við að þegar rætt er um málefni Landsbankans, sem vissulega em mikilvæg og alvarleg, blikka ljós öölmiðlanna, þingmenn sitja brúnaþungir undir umræðum og hnútum er kastað. Þegar röðin kemur að aðstöðu fæðandi kvenna eða sjúkra em bekkir þunnskipaðir, sjónvarpsvél- amar færri, að ekki sé minnst á skóla- mál og menninguna, það em bara aukaatriði í alvarlegri stjómmálaum- ræðu. íslensk stjómmál skera sig ekki úr hvað þetta varðar, en þó finnst mér eft- ir að hafa nú um tveggja ára skeið fylgst með störfúm Evrópuráðsins að okkar stjómmálaheimur sé miklu þrengri og lokaðri en þeirra sem fást við stjómmál úti í Evrópu. Það skýrist að hluta til af okkar litla samfélagi hér úti í Atlants- hafi og því að úti í Evrópu em menn að sjálfsögðu nærri vettvangi stórviðburða en við og vandamálin blasa við hvert sem litið er. Fortíð eða framtíð Staða mannréttindamála víða um heim, ástandið í Austur-Evrópu þar með talin mengun og kjamorkumál, styijöldin í fyrmm ríkjum Júgóslavíu Sópaö út. Tímamynd Ámi Bjama Kristín Ástgeirsdóttir skrifar og vaxandi útlendingahatur heima fyrir liggja eíns og mara á evrópskum þing- mönnum og þeir velta mikið fyrir sér orsökum og hugsanlegum afleiðing- um. Á meðan sveifla ráðherramir og embættismannavaldið sér milli funda í þeim erindagjörðum að koma Evrópu- hugsjóninni í framkvæmd, enda nokk- uð ráðalausir hvort sem litið er til Júgó- slavíu eða óeirða heima fyrir. Ólíkt höfumst vér að, því mér finnst einkennandi hve íslenskir stjómmála- menn eiga erfitt með að ræða hug- myndir eða að horfa á mál í víðara sam- hengi, hvað þá með framtíðarsýn að Ieiðarljósi. Sumum virðist reyndar ómögulegt að ræða nokkum skapaðan hlut nema með samanburði við fortíð- ina, enda hafa þeir hinir sömu ekkert ffarn að færa annað en pólitískar klis- sjur eða á ég að segja trúarhugmyndir. Það gefúr auga leið að slík umræða verður hvorki frjó né leiðir til nýrra lausna og sjónarhomið verður bundið við okkar litla heim. Ég held að fátt sé nauðsynlegra í þeim þrengingum, sem yfir okkur dynja nú, en að fylgjast með þeim miklu hrær- ingum og hugarflugi sem víða á sér stað, í þeim tilgangi að átta okkur betur á því hvert við viljum stefna. Við getum lært af hugmyndum um æskilega þró- un samfélaganna og hvemig menn glíma við vandamálin. Þessa dagana má margt læra, ekki síst það að frjáls- hyggjuhugmyndir á við þær, sem ráð- herrar núverandi ríkisstjómar íslands trúa á og streitast við að framkvæma, eiga ekki lengur upp á pallborðið sem betur fer, enda hafe þær valdið þvílík- um skaða austan hafs sem vestan að það mun taka áratugi að bæta fyrir. Hvað eru framfarir? Þeim, sem fylgjast með straumum og stefnum í stjómmálum og pólitískri hugsun vítt um veröld alla, er ljóst að mikil geijun á sér stað í þeim fjöl- breytta hugmyndaheimi. Það er ekki aðeins það rót, sem hrun kommúnism- ans í Austur-Evrópu kom á heims- myndina, sem veldur, heldur eru þau vandamál, sem um það bil 200 ára skeið iðnbyltingarinnar hefur skapað nánast alls staðar á jarðarkringlunni, að verða svo yfiiþyrmandi að æ fleirum verður ljóst að lausn þeirra þolir enga bið. Mörgum spumingum þaif að svara td. um það hvort það sem við höfum hingað til skilgreint sem framfarir, svo og ýmsar þær hugmyndir sem einkennt hafa heimsmynd Vesturlanda, valdi bæði náttúrunni og mannlífinu þvílíku tjóni þegar til lengri tíma er litið að þeim verði að breyta ef ekki hafna. Hér er átt við hugmyndir eins og þær að vestræn menning og stjómarhættir hafi þvílíka yfirburði yfir önnur samfé- lagsform að þá beri að innleiða og troða helst upp á alla (þetta er kallað ein- sleitni í samningnum um EES). Þá má nefna hugmyndir um rétt mannsins til að sigra náttúruna og nýta hana að vild, ofuráherslu á efnishyggju og stöðuga sókn í meiri efnisleg gæði, að allt sé mælanlegt og útreiknanlegt og þar af leiðandi skiljanlegt og að allt sé hægt að setja upp í lögmál og reglur. Evrópuhugsjónin Síðast en ekki síst er nú mjög rætt um þá hugmynd, sem allt virðist yfir- skyggja í evrópskri stjómmálaumræðu þessi árin, það hvort stórar eða litlar samfélagseiningar séu það sem stefna beri að. Sú umræða kristallast í sam- runaþróuninni í Evrópu, sem stjóm- málamenn lofa og prísa flestir hverjir, en mætir jafnframt mikilli andstöðu íbúanna, sem auðvitað vilja frið og sam- vinnu, en þykir of langt gengið með hugmyndum um eitt öflugt evrópskt stórveldi í anda Rómarríkis. Því er hald- ið fram af mörgum þeim, sem lagt hafa orð í belg, að samrunahugmyndin byggist á löngu úreltum sjónarmiðum þeirra sem láta eins og ríki heims geti haldið áfram á braut stöðugs hagvaxtar, þeirra sem neita að taka mið af þeim gífúrlegu vandamálum sem við stönd- um frammi fyrir. Markaðurinn með stóru M og öll sín lögmál er grunnhug- myndin sem að baki býr. Sameinuð Evrópa þar sem allt er á ferð og flugi: fólk, vörur, þjónusta og flutningar er draumurinn. Hreyfanleiki er settur ofar stöðugleika. Framleiðslan á að fara fram þar sem ódýrast er, skítt með það þótt hún leggist af annars staðar. Hag- kvæmni er lykilorð dagsins, þótt það gleymist á stundum að hagkvæmni á einum stað getur skapað vanda á öðr- um, td. vaxandi atvinnuleysi, og óvíst að hún skili samfélaginu í heild ágóða. Evrópuhugsjónin með sinn innri mark- að, sem sumir segja einu hugsjónina sem eftir er í evrópskri pólitík, felur óneitanlega í sér meiri mengun, meiri ágang á náttúruna og auðlindir jarðar, enda er tilgangurinn aukinn hagvöxtur, aukin verslun og viðskipti. Hún felur það í sér að halda áffarn á sömu braut í stað þess að stokka upp og horfast í augu við þann vanda sem við blasir. í og með eru Evrópuþjóðimar að búa sig undir vaxandi erfiðleika með því að þjappa sér saman og hlaða virkisveggi umhverfis hinar ríku þjóðir. Ætla þær ekki að láta neitt af sínu? Evrópuhyggjuna eins og hún birtist í framkvæmd, skortir að mínum dómi þá ábyrgu heildar- og framtíðarsýn sem ástand heimsmála kallar á og ríki heims þurfa og eiga að móta í kjölfar þeirrar stefnu sem Sameinuðu þjóðimar sam- þykktu eftir að Bmndtlandskýrslan kom fram og eftir samþykktir Ríóráð- stefnunnar síðastliðið sumar. Því miður birtist Evrópuhyggjan (þrátt fyrir ýmsa strauma innan hennar), sem margir dást svo mjög að og vilja verða hluti af, í blindri markaðshyggju og þeirri gömlu hugmynd að samfélagið sé og eigi að vera eins og vel smurð vél, þar sem maðurinn er eitt af mörgum tann- hjólum. Það þarf vart að taka fram að með samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið er verið að útvíkka þennan markaðsheim og torvelda þróun í aðrar áttir, enda markmiðin skýr. Enn eitt, sem loksins virðist vera að komast fyrir alvöru á dagskrá í stjóm- málaumræðunni einkum í Vestur- heimi, er það hvemig fólki (og náttúr- unni) líði í þessu allt umlykjandi mark- aðsþjóðfélagi. Hvemig stendur á því að þrátt fyrir stöðugan hagvöxt og bætt lífskjör (að meðaltali) virðist svo sem þrengi stöðugt að sálinni og mannleg vandamál vaxi, jafnvel í réttu hlutfalli við hagvöxtinn. Hagfræðingar og stjómmálamenn, sem áratugum sam- an hafa vart litið upp úr línuritum, súl- um, meðaltölum og útreikningum á ýmist vaxandi eða minnkandi hagvexti, virðast nú allt í einu (reyndar langt í frá allir) hafa áttað sig á því, sem svo fagur- lega var sagt fyrir tæpum 2000 árum, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Eða á ég ffernur að vitna í fom- an kveðskap okkar þar sem segin mað- ur er manns gaman. Mannlífið og lífs- hamingjan (eða skortur á henni) í öll- um sínum fjölbreytileika em farin að þvælast fyrir og menn famir að átta sig á því að þar em á ferð stærðir sem virð- ast hvorki útreiknanlegar né mælan- legar, þótt hvort tveggja hafi mikil áhrif á efnahagslífið og samfélagið allL Þvf ver sem fólki líður, því verri verður rekstur fyrirtækjanna og þjóðfélagsins. Þessi augljósa staðreynd er Ioksins að renna upp fyrir þeim sem löngum hafa haft hvað mest áhrif á alla stefnumót- un, en hafa einblínt á hagstærðir, tap og gróða, enda er hún farin að birtast í rit- um hagfræðinganna. Sem dæmi má nefna víðfrægan og forríkan breskan at- hafnamann, Sir James Goldsmith, sem á undanfömum ámm hefur vakið mikla athygli sem talsmaður sjálfbærr- ar þróunar, minni eininga, gagnrýni á hagvaxtardýrkun og sem andstæðingur Maastrichtsamkomulagsins, enda rödd úr óvæntri átt Þar við bætist að æ fleiri horfast í augu við þá staðreynd að auð- lindir jarðarinnar em ekki óendanlegar og að við verðum að umgangast náttúr- una með virðingu, ef við ætlum okkur áframhaldandi líf í henni veröld. Reglunum er mísbeitt Það þarf ekki vitnana við, samfélög okkar em á rangri braut, en við höfúm alla burði til að snúa dæminu við, með allri okkar þekkingu og tækni sem við eigum auðvitað að nýta á réttan hátt Það, sem nú þarf að bætast við, er virð- ing við manneskjumar, hvar sem er á jörðinni, með mismunandi þarfir og langanir. Konur, karlar og böm sem lifa í sátt við náttúmna eiga að vera út- gangspunktur allra okkar aðgerða og framtíðarsýnar. Maðurinn er ekki tann- hjól í vél fremur en aðrar lífyemr. Það hefúr aldrei verið hægt að sveigja mannkynið undir fortakslausar reglur eða lögmál, þótt reynt hafi verið í þús- undir ára. Maðurinn er nefnilega hluti af náttúrunni, þótt hluti mannkyns trúi því að hann sé kóróna sköpunarverks- ins og leyfist nánast allt Maðurinn býr yfir skynjunum, sem löngum hafaverið barðar niður rétt eins og menn skamm- ist sín fyrir þær (enda em margar þeirra jafrivel taldar sjúklegar nú á dögum), tilfinningum og skynsemi sem engin lögmál ná yfir eða skýra. Einmitt þess vegna hafa menn í tímans rás orðið að setja sér ákveðnar reglur til að lifa eftir, til þess að við gætum búið saman og maður traðkaði ekki á manni. Reglunum hefur löngum verið gróf- lega misbeitt, ekki síst á þann hátt að efriislegum lífsgæðum hefúr verið svo illilega misskipt að það hefúr marg- sinnis valdið uppreisnum og átökum og getur ekki kallað á annað en spreng- ingu, verði ekki bmgðist við f tíma. Norður — suður Norðrið með alla sína yfirþyrmandi neyslu og mannlegu vandamál stendur andspænis suðrinu þar sem neyðin blasir við á hverju götuhomi og fólkinu Qölgar með slíkum ógnarhraða (sjá grein f Tímanum sl. laugardag) að straumurinn norður á bóginn þyngist stöðugt, þrátt fyrir lokuð hlið, miklar vamir og vaxandi andúð íbúa, einkum í Evrópu. Eina ráðið er að jafna lífskjörin með því að við skemm niður og veitum suður á bóginn, ella mun misskiptingin bitna á okkur eða afkomendum okkar fyrr eða síðar. Innan Bandaríkjanna var gjáin milli ríkra og fátækra orðin slík að eftir upp- þotin miklu í Los Angeles sl. sumar varð mörgum ljóst að grípa yrði til að- gerða til að forðast algjöra upplausn. Þar náðu framfaraöflin yfirhöndinni með sigri Clintons, en meðal hans stuðningsmanna og starfsfólks ber mikið á hugmyndum á við þær sem ég hef hér rakið, en flestar þeirra em okk- ur í kvennahreyfingunni gamalkunnar. Heimurinn er á hverfanda hveli. Við lifum á spennandi tímum, þar sem margt er í óvissu. Mér segir svo hugur um að þær ákvarðanir, sem teknar verða á næstu ámm um það hvert sam- félögum Vesturálfu beri að stefna, muni skipta sköpum í veraldarsögunni. Ann- að hvort verður haldið áfram á sömu braut í átt til vamarmúra og blokka- myndunar ríku þjóðanna, ellegar að sú hugmynd verður ofan á að stefriubreyt- ing verði að eiga sér stað. Ég vil sjá ís- lendinga mynda eina rödd af mörgum sem krefjast þess að framtíðarhags- munir jarðarinnar og þar með batnandi mannlífs verði teknir fram yfir stundar- hagsmuni stórfyrirtækja og stórvelda- drauma nokkurra dauðlegra manna sem telja sig hluta af kórónu sköpunar- verksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.