Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. mars 1993 Tíminn 17 Sjö ára sólargeisli I í ún var aðeins sjö ára gömul, sæt lítil stúlka með kastaníubrúnt hár og blá augu. Trisha Ann Worley var hvers manns hugljúfi, átti marga vini og framtíð hennar virtist björt eins og bemska hennar hafði veríð. Trísha var sérstök að mörgu leyti. Hún talaði ensku og spænsku jöfnum höndum og kunni auk þess táknmál vegna þess að báðir foreldrar hennar voru heymarlausir. Hún var búin að venjast hinum þögla heimi fjölskyld- unnar þrátt fyrír þann gáska og glaðlyndi sem hún bjó yfír. Stúlkubams saknað Fimmtudagurinn 25. ágúst 1988 var dæmigerður sumardagur í höfuð- borginni Austin í Texasfylki. Hitinn komst í 35° á selsíus og TVisha var í sólskinsskapi. Um átta- leytið um kvöldið sagði Trisha mömmu sinni á táknmáli að hún ætlaði að skreppa á leikvöllinn sem íbúar hins stóra fjöl- býlishúss í West Sixth Street áttu sameiginlega. Leikvöllurinn var eft- irlætisstaður bamanna í hverfinu. Þar var sundlaug með öllu tilheyr- andi og ýmis leiktæki. Hún sagðist ekki verða lengur en hálftfma þar sem að komið var fast að háttatíma. Einn og hálfur klukkutími leið og þá fór móðir TVishu að óttast um hana. Hún var ekki vön að ganga á bak orða sinna. Mamma TVishu fór ásamt vinkonu sinni sem ekki átti við málfötlun að stríða og spurðust þær fyrir um hana. Enginn hafði séð til TVishu litlu. Kvöldið leið og kvíði foreldra hennar jókst. Haft var sam- band við lögregluna og sagði hún að ef TVisha skilaði sér ekki um nóttina væri ástæða til að gera viðeigandi ráðstafanir. Foreldrum TVishu varð ekki svefnsamt um nóttina. Lögreglan mætti til leiks rúmum 14 klukkustundum eftir að síðast sást til litlu stúlkunnar. Allir ætt- ingjar og vinir í nágrenninu voru heimsóttir og reynt að fá upplýsing- ar um hvort til hennar hefði sést en svo var ekki. Með aðstoð táknmálskennara reyndi mamma TVishu að útskýra fyrir lögreglunni að hún væri myrk- fælin og engar líkur væru á að hún hefði Iagt á sig löng ferðalög fyrr um kvöldið. Þá hafði henni verið kennt að treysta ekki ókunnugum, ekki síst eftir atburði sem átt höfðu sér stað nokkrum mánuðum áður, og ansa því ekki þótt einhver byði henni ís eða vildi fá hana í ökuferð. „Það er engin skýring á hvarfi hennar önnur en sú að einhver hafi tekið hana með valdi og haft hana á brott með sér,“ útskýrði móðir Tris- hu með grátstafinn í kverkunum. Árangurslaus leit Lögreglan var sama sinnis. Sedana lögregluforingja var falin stjórn leit- arinnar og hans fyrsta verk var að senda útlitslýsingu á telpunni til þeirra 750 lögreglubíla sem sinna daglegum embættisstörfum í Texas. Hópur lögreglumanna gekk í íbúðir nágrannanna til að reyna að fá gagn- legar upplýsingar en ekkert kom út úr því við fyrstu rannsókn. Á sama tíma var send út tilkynning til sjón- varps- og útvarpsstöðva auk þess sem dagblöðunum voru sendar myndir af Trishu. Síðast þegar sást til hennar hafði hún verið í rósótt- um, hnésíðum kjól, í hvítum sokk- um og hvítum skóm. Vegna hitans hafði hún ekki önnur klæði. Skólastjóri skólans sem TVisha hafði gengið í um eins vetrar skeið, sagði að hún væri sérstaklega vel gefin stúlka og glaðlynd. Hann stað- festi að hún væri vinsæl, jafnt meðal jaftialdra sinna sem kennara og hríf- andi persónuleiki hennar hefði smitandi áhrif á hvem þann sem henni kynntist. Því miður gat þessi eiginleiki hennar höfðað til öfug- ugga og glæpamanna jafnt og venju- legs fólks sem heillaðist af henni á eðlilegan hátt. Ekki minnkuðu áhyggjur Sedana og manna hans þegar það kom upp úr kafinu að Trisha hefði tvisvar orð- ið fyrir kynferðislegri áreitni. Fjór- um mánuðum áður hafði verið þuklað á henni í tvígang af kynferð- isglæpamönnum sem sérstaklega leituðu á böm. í fyrra tilvikinu sat hún í bíl frænda síns fyrir framan matvöruverslun. Meðan frændi hennar var að versla vatt sér maður á þrítugsaldri skyndilega inn í ólæsta bifreiðina og hafði kynferðis- lega tilburði í frammi en hvarf af vettvangi áður en frændi telpunnar kom til baka úr búðinni. í seinna tilvikinu, sem átti sér stað aðeins nokkmm dögum seinna, hafði eldri maður notað tækifærið og þuklað á TVishu þegar hún var stödd í almenningsgarði ásamt ömmu sinni. Amma hennar hafði þurft að bregða sér frá í nokkrar mínútur og á meðan tókst gamlingj- anum að lokka TVishu upp í bfl sinn og hvekkja hana áður en felmtri sleginni stúlkunni tókst að brjótast út og hafa upp á ömmu sinni. Þetta gaf lögreglunni vísbendingu um að e.t.v. væri valdurinn að hvarfi TVishu annar þessara manna. En sú eftirgrennslan endaði í blindgötu. Þeir sátu báðir af sér dóma í fang- elsi, meðal annars fyrir áreitnina gagnvart Trishu. Eftir þessa ömurlegu lífsreynslu þótti lögreglumönnunum ólíklegt að IVisha færi að gefa sig á tal við ókunnuga menn því brennt barn forðaðist eldinn. Því vaknaði gmnur um að að sá sem vissi afdrif hennar hefði verið henni kunnur áður en hún hvarf. Lögreglan fékk eina óstaðfesta vfs- bendingu um að til Trishu hefði sést þegar hún steig upp í hvíta bifreið ásamt rnanni í kringum þrítugt, að vitnið taldi. Þetta virtist vera það sfðasta sem vitað var um afdrif hennar en vitnið var þó óvisst í sinni sök. Eftir myndbirtinguna í dagblöðun- um og sjónvarpinu fór fólk að hafa samband við lögregluna í stómm stfl og yfir 200 símtöl bámst frá al- menningi. Þrátt fyrir að hver hefði sína sögu að segja, sagði talsmaður lögreglunnar að nú væru þúsundir fólks að fylgjast með Trishu í stað þess að hundmð lögreglumanna væm ein um málið og það væri af hinu góða. Þótt ábendingar bæmst víðs vegar úr fylkinu var það tilfinn- ing Sedana að lykilinn að lausninni væri að finna í næsta nágrenni við heimili TVishu. Grunur kviknar Við nánari viðræður við íbúa fjöl- býlishússins kom það í ljós að kona nokkur taldi sig hafa séð TVishu á tali við mann sem einnig bjó i blokk- inni kvöldið sem hún hvarf. Það þurfti þó ekki að segja neitt því manninum var lýst sem góðvini hennar sem hefði alloft leikið sér við hana og verið henni skemmtilegur félagsskapur. Maðurinn hét Thomas Gilliam og var 29 ára gamall skrifstofustjóri hjá virtu fyrirtæki í borginni. I fyrstu kvaðst hann hafa komið seint heim úr vinnu um kvöldið og hafði hvorki séð Trishu umrætt kvöld né farið nokkuð sjálfur út úr íbúð sinni. Sed- ana lögregluforingi gekk á hann og sagði að til hans hefði sést í samræð- um við TVishu og þá breytti hann framburði sínum. í þetta skiptið sagði hann að hann hefði neyðst til að skreppa aðeins frá eftir að hann kom heim og Trisha hefði spurt hann í stigaganginum hvort hann vildi koma með henni í sund. Hann hafði verið of þreyttur til að uppfylla bón hennar. Bakgrunnur Gilliams var kannaður og þá kom í Ijós að hann hafði unn- ið með náminu á geðsjúkrahúsi. Eft- ir að hann útskifaðist hafði hann flutt til Austin og síðastliðin 4 ár hafði hann búið í fjölbýlishúsinu sem nágranni Trishu og fjölskyldu. Einnig kom í ljós að hann hafði nokkrum sinnum komist í kast við lögin á unglingsárunum en aðeins var um minni háttar afbrot að ræða. Hann hafði verið tekinn ölvaður við John Gilliam sem sviösetti leit aö litlu stúlkunni sem hann haföi sjálfur myrt. akstur og einu sinni handtekinn fyr- ir ölvun á almannafæri en ekkert benti til að hann væri kynferðis- glæpamaður — hvað þá morðingi. Þrátt fyrir sýnilega taugaveiklun Gilliams í yfirheyrslunum fannst lögreglunni líklegast að hún stafaði af fyrri afbrotum hans. Lögreglan hafði ákveðnar grunsemdir en vant- aði áþreifanlega sönnunargögn svo ekkert var frekar hægt að gera í mál- inu í bili. Nágrannar Gilliams báru honum mjög vel söguna. Hann hafði orð á sér fyrir að vera barngóður og þótti eftirsóknarverður félagsskapur af Trisha Worley. hinum íbúum blokkarinnar. Þá varð það ekki til að auka grun- semdir lögreglunnar þegar Gilliam tók virkan þátt í leitinni að Trishu ásamt hundruðum manna sem skiptu sér í fjölmarga leitarhópa. Lfldð fínnst Leitin bar engan árangur en þrem- ur dögum eftir hvarf TVishu dró stangveiðimaður við T\vin Lake upp lík af stúlkubarni. Þegar hann áttaði sig á hvað á stönginni var kastaði hann veiðistönginni frá sér með hryllingi og hafði umsvifalaust sam- band við lögregluna. Brúnt belti var bundið um háls litlu stúlkunnar og benti það til að hún hefði verið kyrkt. Kjóll hennar svaraði til lýsingarinnar á Trishu og því þótti sýnt að leitinni væri lokið. Bæði sokka og skó vantaði.Ættingj- ar Trishu staðfestu við líkskoðun að þetta væri hún. Sedana hafði uppi á Gilliam, sem var önnum kafinn við leitarstörf skammt frá T\vin Lake, og tók hann upp í bíl sinn og sagði honum tíð- indin. Gilliam hélt sig við sömu sögu og áður en virtist ekki átakan- lega sleginn við tíðindin. Skyndilega fékk Sedana nóg. Hann var orðinn fullviss um sekt Gilliams. „Ég er viss um að þú ert að ljúga; þú veist að ég veit að þú myrtir Tris- hu,“ hreytti hann út úr sér. Hinum grunaða virtist bregða. „Já, sagði hann, ég veit hvað ég verð að gera, ég verð að gera það á réttan hátt.“ I kjölfarið á þessum undar- legu orðum hótaði hann sjálfsmorði áður en Sedana skildi við hann fyrir framan heimili hans. Daginn eftir leiddi krufning í ljós að TVisha hefði verið kyrkt til dauða eins og þótt hafði líklegast. Talið var að hún hefði misst meðvitund örfá- um sekúndum eftir að hert hefði verið að hálsi hennar og látist skömmu síðar. Eftir það hefði líkami hennar verið svívirtur og síðan hent í vatnið. Húsleit og handtaka Nú fannst Sedana nóg komið og ákvað að láta til skarar skríða. Hann fór ásamt aðstoðarmanni á vinnu- stað Gilliams og hugðist handtaka hann þótt allar beinar sannanir vantaði á þessu stigi málsins. Þá kom í Ijós að hann hafði ekki komið til vinnu um morguninn. Sedana fór þvínæst heim til hans en íbúðin var mannlaus. Næsta skref var að fá heimild til húsleitar og hún var auð- fengin, ekki síst vegna orða Gilliams daginn áður. Húsleitin reyndist bera árangur. Þar fundust nærbuxur fórnarlambs- ins. Hártjásur sem pössuðu við háralit TVishu voru í ruslafötu á bað- herberginu. Brúnn sloppur hékk í svefnherberginu og vantaði á hann beltið. Liturinn var sá sami og á beltinu sem fannst um háls Trishu. Auk þessa fundust blóðblettir í rúmi Gilliams. Gilliam var handtekinn síðar um daginn og ákærður um morð. Tveimur dögum seinna fór Gilliam fram á að tala við Sedana þrátt fyrir að hann væri meðvitaður um rétt sinn til að þegja. Gilliam viðurkenndi að hafa verið valdur að dauða Trishu. Án þess að gefa nokkrar skýringar um ástæður þess staðfesti hann að hann hefði hitt Trishu fyrir utan íbúð sína, lokkað hana inn og kyrkt hana skömmu seinna. Að því Ioknu sagð- ist hann hafa sett líkið í ruslapoka, borið það í skottið á bflnum sínum án þess að nokkur sæi til og síðan keyrt upp að vatninu og losað sig þar við líkið. Hann henti pokanum ásamt rúmfötum í pytt þar í grennd- inni þar sem lögreglan fann hann síðar. Vitnisburður hans var ekki hljóðritaður en hugsanlega hefðu örlög Gilliams orðið önnur en kom á daginn ef svo hefði verið. í réttarhöldunum fór saksóknari fram á dauðarefsingu yfir John Cilli- am. Hann sagði meðal annars og beindi orðum sínum að kviðdóm- endum: „Hvernig ímyndið þið ykkur að það sé að vera sjö ára gömul, æpandi og felmtri slegin, kalla á mömmu sína og pabba sem hún veit að geta ekki heyrt í henni og ákalla síðan guð áð- ur en yfir lýkur? Hefur sá sem gerir svona hluti ekki fyrirgert rétti sín- um til að lifa?“ Samt sem áður varð niðurstaða hæstaréttar sú að Gilliam skyldi ekki hljóta dauðadóm heldur lífstíð- arfangelsi án möguleika á náðun. Dómurinn byggðist á því að sak- borningur dró játningu sína til baka og framburður Sedana dugði ekki til að játning hans væri marktæk. Auk þess voru engin vitni sem sannað gátu að Gilliam hefði myrt hana og því þótti dauðadómur ekki við hæfi. Útsmoginn óþokki Geðheilsu Gilliams er ekki talið ábótavant og greind hans er vel yfir meðallagi. Það þykir hvað svívirði- legast að eftir að hafa framið verkn- aðinn setti hann á svið sjónarspil þar sem hann þóttist leita að lítilli vinkonu sinni. Það sýnir hversu út- smoginn hann var og fátt hefur bent til að hann iðrist glæps síns ef und- anskilin eru fyrstu viðbrögð hans eftir að Sedana gerði honum Ijóst að leikurinn væri tapaður. Einn af ætt- ingjum TVishu hafði þetta að segja: „Það sem helst liggur á sálinni á mér eftir þennan hræðilega verknað er að Trisha, þessi sólargeisli, er dáin en hann, þessi útsmogni óþokki, er enn á lífi.“ Skólastjóri skólans sem Trisha hafði gengið í um eins vetrar skeið sagði að hún væri sérstaklega vel gefin stúlka og glaðlynd. Hann staðfesti að hún væri vinsæl, jafnt meðal jafnaldra sinna sem kennara og hrífandi persónuleiki hennar hefði smitandi áhrif á hvern þann sem henni kynntist. Því miður gat ibessi eiginleiki hennar einnig höfð- að til öfugugga og glæpamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.