Tíminn - 27.03.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. mars 1993
Tíminn 11
Ólafur Haukur Símonarson:
Ávarp á alþjóða
leikhúsdaginn
í hvunndegioum ber mikið á skilningsskorti. Hjón skilja af því þau
skilja ekki hvort annað; böm misskilja foreldra sem skilja ekkert í
afkvæmum sínum. Menn bijóta lðg og regiur vegna misskilnings og
em dæmdir af skilningsleysi. Kjósendur greiða stjómmálamönnum
atkvæði sitt, þótt þeir hvorki skilji það sem þeir segja né það sem
þeir gera. Og leiðtogar misskilja sdlt og alla og heyja jafnvel stríð af
tómum misskilningi. Þetta minnir allt á þá löngu viðurkenndu stað-
reynd, að við þekkjum sjálf okkur illa og kynnumst öðm fólki
sjaldnast að því marid að við skiljum það og aldrei til hlítar.
Samt þráir þræll endurtekningar-
innar, manneskjan, að skilja, sjálfa
sig og aðra. Og því hefur hún fundið
upp á listinni, að hún vill spegla líf-
ið. Mimesis heitir það hjá Aristóte-
lesi — eftirlíking. En ekkert getur
fyllilega speglað lífið nema lífið
sjálft, og þess vegna gerir manneskj-
an í listinni tilraunir um manneskj-
una, útdrætti úr lffinu þar sem
ástríðum mennskrar kindar er
þjappað saman og sumir þykjast
hafa af skilningsauka en aðrir kalla
afmyndun eða jafnvel afskræmingu.
Og mannkindin hlær og grætur að
heimsku sinni, hégómleik, grimmd
og forgengileik eða verður ofurlítið
upp með sér af þeim neistum gáfna,
mannúðar og ástar sem bregður íyr-
ir í svartnættinu.
Listin er inngróin í mannseðlið;
hún verður aldrei þaðan slitin, þótt
iðkun hennar taki á sig ýmsar
myndir. Leiklistin er elst listgreina,
sprottin beint úr fyrstu tilraunum
manna til þess að ná sambandi við
vitið í veröldinni og sjálfum sér.
Ennþá iðkar manneskjan galdur, því
þótt hún skilji sumt, skilur hún
fæst. Manneskjan er eins og þrí-
stökkvari sem hefur gert tvö stökk
ógild, hana klæjar f tæmar að fá að
reyna þriðja stökkið, í von um að
það verði tekið gilt, jafnvel þótt
heimsmet verði ekki slegið. íslensk
leikrit flutt af íslenskum leikumm
fyrir íslenska áhorfendur í íslensk-
um leikhúsum er tilraun af okkar
hálfú, þessarar örsmáu þjóðar sem
enginn man eftir nema Guð, til að
skilja sjálfa sig og hlutskipti sitt í
dag, á alþjóða leikhúsdaginn, eitt
augnablik í tímans flaumi, staldra
leikhúsmenn við, hver í sínum
ranni, líta inn í hjarta sitt og útyfir
heiminn og segja: Leiknum er ekki
lokið; hann er rétt að hefjastl Við
eigum eitt stökk eftirl
Séra Pálmi Matthlasson segir fermingarböm nú ekki eins upptekin af
fermingargjöfum og oft áöur.
Séra Pálmi Matthíasson um fermingarbörnin sín:
Minnast ekki á
fermingargjafir
Hér með er auglýst eftir umsóknum um íbúðir fyrir aldraða
að Lindargötu 57, 59, 61, 64 og 66, sem byggðar eru
á vegum Reykjavíkurborgar og verða afhentar á tímabilinu
október 1993 til febrúar 1994.
Upplýsingar um fjölda íbúba og gerð:
Hér er um a& ræða 94 íbúbir, sem flestar eru tveggja herbergja, 51 m2 að stærð auk hluta
í sameign, sem er 31 m2 á hverja íbúð.
íbúöir skiptast í eftirtalda flokka:
Félagslegar leiguíbúöir - félagslegar kaupleiguíbúðir - almennar kaupleiguíbúbir.
Almennir kynningarfundir:
Kynningarfundir verba haldnir á eftirtöldum félags- og þjónustumiðstöbvum og eru
væntanlegir umsækjendur bebnir ab sækja fundi sem næst sínu hverfi:
1. Vesturgötu 7, þribjudag 30. mars kl. 1 7:00 - 18:30.
2. Bólstabarhlíb 43, mibvikudag 31. mars kl. 17:00 - 18:30.
3. Norburbrún 1, fimmtudag 1. apríl kl. 17:00 - 18:30.
Á fundunum verbur sagt nánar frá fyrirkomulagi, skilmálum og þjónustu og líkan af
húsinu verbur til sýnis ásamt teikningum.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar:
Umsóknareyðublöb liggja frammi á skrifstofu öldrunarþjónustu Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar ab Síbumúla 39, 2. hæb. Þar verba einnig veittar upplýsingar í
síma 678 500, mánudaga, þribjudaga og fimmtudaga kl. 10:00 - 12:00 og þá tekib á
móti pöntunum um vibtöl.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl 1993.
BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK
*
„I vetur hef ég ekki heyrt fermingarbam minnast á
fermingargjöf í eitt einasta skipti og það hefur aldrei
gerst áður,“ segir séra Pálmi Matthíasson, sóknarprest-
ur í Bústaðakirkju. Hann telur að fermingarböm nú séu
ekki eins ginnkeypt fyrir gjafatilboðum og áður — vilji
helst látlausar persónulegar gjafir.
Hann segir þau ræða um mjög
skaplegar gjafir eins og hann
kemst að orði. „Þetta eru smáar og
persónulegar gjafir, líkar þeim sem
viðgengust fyrir 15 til 20 árum.
Þau eru að tala kannski um eina
litla flík, penna eða eitthvað per-
sónulegt sem þau geta haldið á og
haft með sér,“ segir Pálmi. Hann
segist ekkert vilja fullyrða um
hvort öll fermingarbörnin séu
þessarar skoðunar. „Samt pirra þau
alveg óskaplega öll þessi tilboð sem
streyma inn um dyr á heimilum og
þeim finnst að verið sé að gera út á
það að þau ætli að fermast," segir
Pálmi. Hann segir að þeim finnist
þetta jafnvel beinlínis asnalegt.
„Það kemur engum við hvað ég
ætla að gera fyrir guði,“ hefur
Pálmi eftir fermingarbörnum sín-
um.
„Ég held að fermingarbömin hafi
miklu meira vit en þeir sem eru að
gera út á þennan markað. Maður
flettir varla blaði án þess að þar séu
margar heilsíður fermingartilboða.
Hver getur verið með fermingartil-
boð? Er ekki fermingartilboðið að-
eins eitt, þ.e. staðfesting skírnar-
heitisins?" heldur Pálmi áfram.
Hann segir að fermingarbörn nú
séu jafnvel opnari en þau voru áður
fyrr og vitnar í nýlega könnun sína
þar sem börnin svömðu því hvers
vegna þau vildu láta fermast. „Gjaf-
irnar geta stundum kitlað pínulítið
en ekki mikið," var eitt svarið sem
gefið var. „Ég vil kynnast kirkjunni
og guði. Ég vil taka afstöðu með
honum. Ég vil vera í samfélagi við
hann. Ég trúi og vil trúa meira
vegna þess að ég bið mínar bænir
allar til hans," segir Pálmi að séu
dæmi um svör við þessari spurn-
ingu. „Það er mjög forvitnilegt fyr-
ir prest að fá svona í hendurnar
sem svarar í raun spurningunni
um það hvað þau séu að meina
með fermingunni," bætir hann við.
Pálmi telur fermingarbörnin vera
rólegri út af fermingargjöfum en
áður. „Ég held að þau séu að verða
mettuð hvað varðar þetta „tilboða-
vesen" varðar. Það kemur tilboð
um þetta og hitt en þau langar bara
ekkert í það,“ segir hann.
„Ég held að þau séu orðin meira
hugsandi en áður,“ segir Pálmi og
telur að það skýri frekar en annað
minni áhuga á gjöfum. Þá segir
hann að það fari í taugarnar á
börnunum þegar talað sé um að
allir vilji þetta eða hitt. „Hverjir
eru þessir allir? Þegar þau eru í
þeim hópi sem heitir „allir" þá
spyrja þau hvernig þetta fólk þykist
vita þetta," segir Pálmi. Hann telur
að þessum og álíka slagorðum sé
beint til þeirra sem eiga að uppfylla
þarfirnar en ekki þeirra sem eiga
að njóta þeirra, þ.e. fermingar-
barnanna.
-HÞ