Tíminn - 08.05.1993, Page 3

Tíminn - 08.05.1993, Page 3
Laugardagur 8. maí 1993 Tíminn 3 Útflutningur á söltuðum grásleppuhrognum til fullvinnslu erlendis. íslenskir framleiðendur: í atvinnuleysinu eru flutt út 200 ársverk Magnús Tryggvason hjá niöursuðuverksmiðjunni Ora hf. í Kópa- vogi segir aö útflutningur á söltuðum grásleppuhrognum til full- vinnslu eriendis samsvari því að flutt séu út 200 ársverk. Hann segir að innlendir framleiðendur séu vel samkeppnisfærir við er- ienda hrognakaupendur sem séu aðallega Danir og Svíar. „Það er því blóðugt að missa hrá- efnið úr iandi því það eru vélar og tæki til að fullvinna kavíar úr grá- sleppuhrognunum hér heima. Svo keppum við á sömu mörkuðum með fúllunna vöruna. Auk þess eyk- ur það gjaldeyristekjur þjóðarinnar að fullvinna grásleppuhrognin hér- lendis." Á nýhafinni gráleppuvertíð hafa þegar verið fluttar út um 155 tunn- ur af söltuðum grásleppuhrognum og fór sá farmur til Bandaríkjanna, en leyfí þarf fyrir útflutningnum. ís- lenskir ffamleiðendur skrifuðu Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra bréf þar sem þeirri ósk var komið á framfæri við hann að ekki yrðu veitt útflutningsleyfi fyrir grásleppu- hrognum í tunnum fyrr en inn- lendu verksmiðjurnar hefðu tryggt sér það hráefni sem þær j)yrftu. Ekkert svar barst við þeirri málaleit- an frá ráðherra en málið mun einn- ig hafa komist á dagskrá hjá at- vinnumálanefnd aðila vinnumark- aðarins. Þorbjöm Jónsson hjá viðskipta- skrífstofu utanríkisráðuneytisins segir að það sé ekki fjarri lagi að áætla að 60% grásleppuhrogna séu flutt út til fullvinnslu erlendis en innlendir framleiðendur fullvinni um 40% hráefnisins sem veiðist Hann segir að vissulega hafi menn áhyggjur af þessu í ljósi atvinnu- ástandsins en það hafi hinsvegar ekki verið ákveðið að grípa til ein- Þú veist í hjarta þér Mánudagskvöldið tíunda maí verða haldnir tónleikar í Borgarleikhús- inu á vegum Samtaka herstöðva- andstæðinga og nefhast tónleikam- ir Þú veist í hjarta þér. Fram koma Bubbi Morthens, Hörð- ur Torfason, KK — Kristján Krist- jánsson og Megas — og Magnús Þór Jónsson. Tónleikamir hefiast kl. 21 og for- sala aðgöngumiða er í Borgarleik- húsinu. sportveiði-vörulistinn 1993 frá Abu Garcia er kominn! SAbu Garcia Ferskar nýjungar og hafsjór fróðleiks um allt sem að sportveiði lýtur: hjól, stangir, línur, spúna... Tryggðu þér ókeypis eintak hjá umboðsmönnum Abu Garcia um land allt. Lengdur OPNUNARTÍMI: Föstudaga kl. 9 - 19, laugardaga kl. 10 - 16. S S S S S S HAFNARSTRÆTI 5 -REYKJAVÍK. • SÍMAR 91-16760 & 91-14800 hverra útflutningstakmarkana. Þor- bjöm segir að það sé ekki litið á það sem hlutverk stjórnvalda að hafa áhrif á frjálsa samninga sem menn geri sín á milli. Eins og kunnugt er þá er verð á hverri tunnu af grásleppuhrognum um 12% hærra á þessari vertíð en á þeirri síðustu eða úr 1125 þýskum mörkum í 1260. Til skamms tíma voru íslendingar með 70% af heimsmarkaðnum en það hefúr breyst með auknum veiðum t.d. Kanadamanna og er hlutdeild ís- lendinga komin niður í um 40% af markaðnum. Þá er f gangi tilraunaverkefni á vegum Landssambands smábátaeig- enda og Rannsóknarstofu fiskiðnað- arins þar sem unnið er að því að gera kavíar úr grásleppuhrognum sem líkastan styrjukavíar. En kavíar úr styrjuhrognum er langtum verð- meiri en grásleppukavíar. Verulegur skortur er að verða á styrjuhrogn- um sökum ofveiði og mengunar á helstu kjörsvæðum styrjunnar. -grh „MATURINN OG ÞJÓNUSTAN GERÐU KVÖLDIÐ ÓGLEYMANLEGT" •# , Það er fátt ánægjulegra en að fara út að borða á góðum veitingastað þar sem fyrsta flokks matur er listilega framreiddur og þjónamir stjana við mann allt kvöldið. Þannig er Grillið á efstu hæð Hótel Sögu. Viljir þú gera þér dagamun er tæpast til betri leið en að njóta afbragðs matar og útsýnis yfir Reykjavík á einum glæsilegasta matstað landsins. -lofar góðu! V/HAGATORG 107 REYKJAVÍK SÍMI 29900

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.