Tíminn - 08.05.1993, Side 4

Tíminn - 08.05.1993, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 8. maí 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsl 9,110 Reykjavik Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vítahringur sem verður að rjúfa Þjóðhagsstofnun gaf nú í byrjun maí út rit um framvindu þjóðarbúskapsins 1992 og horfur 1993. í samandregnum niðurstöðum rits Þjóðhagsstofnun- ar segir eftirfarandi: „Erfíð staða sjávarútvegs, vaxandi atvinnuleysi og halli á ríkissjóði verða helstu viðfangsefni hag- stjómar á næstunni. Afkoma fyrirtækja í sjávarút- vegi er lakari nú en fær staðist til lengdar. Þótt at- vinnuleysi hér á landi sé minna en í flestum öðrum löndum er það meira en mælst hefur áður á íslandi. Tctlið er að afkoma ríkissjóðs versni á ný eftir nokk- um bata í fyrra. Mikilvægt er að vinna að úrbótum á þessum sviðum.“ Þessi niðurstaða er skýr skilaboð til stjómvalda um ískyggilega stöðu undirstöðuatvinnuvegs þjóðar- innar og áhrif hennar á ríkisfjármál og atvinnu- ástandið í landinu. Þjóðhagsstofnun spáir fímm prósenta atvinnuleysi á yfirstandandi ári og líkur em á að það eigi enn eft- ir að vaxa. Staða sjávarútvegsins á sér enga hlið- stæðu síðan árið 1983. Þá var loðnubrestur auk afla- brests og verðfalls á bolfiski. Hinsvegar réðust stjórnvöld þá til atlögu við erfiðleikana. Staða sjávarútvegsins er á þann veg nú að halli í greininni í heild er fjórir milljarðar króna og skuld- ir hennar um hundrað milljónir. Þetta er hrikaleg staða sem krefst þess, eins og segir í skýrslu Þjóð- hagsstofnunar, að bmgðist sé við. Raunvextir af þessum skuldum gætu numið um sex milljörðum króna. Það vekur æ meiri undrun að stjórnvöld skuli ekk- ert bregðast við þessum vanda. Morgunblaðið lýsir nýlega í forystugrein eftir frumvarpinu um Þróun- arsjóð sem forsætisráðherra lýsti yfir þann 24. nóv- ember að unnið yrði án óhæfilegrar tafar. Stjómar- liðið á Alþingi kom í veg fyrir að fmmvarp um hag- ræðingarsjóð næði fram að ganga. Ljóst er að ósam- komulag innan stjórnarliðsins hamlar aðgerðum til að reyna að bæta stöðuna. Þetta ástand er alveg óþolandi. Hver mánuðurinn sem líður án aðgerða eykur vandann stöðugt. Þrátt fyrir þetta ástand er það þó staðreynd að fram- leiðni er mest í sjávarútvegi af öllum atvinnugrein- um. Langt er í frá að allir möguleikar til framþróun- ar í greininni séu nýttir. Þess vegna er þetta ástand í afkomumálum hennar hemill á framþróun í landinu og eðlilega sókn til nýjunga í vinnslu. Það eru alvarlegar staðreyndir að skilningsskortur stjómvalda skuli vera svo algjör á málefnum sjávar- útvegsins að talið sé verjandi að hugsa málið mán- uðum saman. Útlit er fyrir enn meiri aflasamdrátt í bolfiski þannig að uppsveiflu er ekki að vænta vegna betri aflabragða. Meðan viðunandi rekstrargrundvöllur í sjávarút- vegi er ekki til hefur það áhrif alls staðar í þjóðfélag- inu. Atvinnuleysi og gjaldþrot aukast í þjónustu- greinum. Þennan vítahring verður að rjúfa. Oddur Olafsson skrifar Að missa glæp snm Einhver aumkunarverðasta per- sóna íslenskra bókmennta er mað- urinn sem missti glæpinn. Hann var dæmdur morðingi og varð upp- hefð hans slík að hann hafði vetur- setu á Bessastöðum ef rétt er mun- að, að vísu í þrælakistunni þar sem vistin var svo ill að það er varla á annarra færi en Baldurs Her- mannssonar að lýsa henni svo bragð sé að. Á sumarþingi var morðinginn náðaður og rakti harmsögu ævi sinnar fyrir Jóni Hreggviðssyni sem sat í jámum og beið þess að vera leiddur á högg- stokkinn. Eftir að morðinginn missti glæp sinn virti hann enginn viðlits leng- ur eða í mesta lagi umgekkst hann með hrollkenndri virðingu. Hon- um var ekki einu sinni borið slap að éta og var fyrir neðan virðingar- stöðu hunda. Þar sem hætt var við að færa hann böðlinum til með- ferðar var öllum tilgangi kippt und- an lífshlaupi morðingjans og hlaut hann meðal annars fyrirlitningu annars dæmds morðingja, Jóns Hreggviðssonar, sem sjálfur var reyndar aldrei viss um hvort hann hafði drepið Sigurð Snorrason böð- ul kóngsins eða ekki. En hann óskaði þess innilega að svo hefði verið sem er vel skiljanlegt Að missa her sinn Að missa glæp getur svift mann tilverurétti og tilgangi eins og fram kom í næturspjalli morðingjanna á Þingvöllum í sömu andrá sögunnar sem klukka landsins var tekin nið- ur, brotin og afhent stálfélagi þess tíma. Svipað umkomuleysi lýsir sér í fálmkenndri umfjöllun um þau tíð- indi að við séum um það bil að missa herinn. Síðan kommamir fyrir austan hmndu yfir sjálfa sig og hemaðar- veldi þeirra tvístraðist em þær spumingar áleitnar hvað þjóðir Atl- antshafsbandalagsins muni gera til að tryggja öryggi sitt. Að missa óvin sinn er hemaðarbandalagi ekki hollt og því hefur eins konar upp- dráttarsýki gripið um sig í Nató og dregið er mjög úr allri hervæðingu. Herstöðvar em lagðar niður í stór- um stíl og það er stefna núverandi Bandaríkjastjómar að fækka her- stöðvum heima og heiman og draga mjög úr kostnaði og umfangi þeirra sem starfræktar em áfram. Þetta þykir engum rokufréttir nema Mogga sem kom út á fimmtudag eins og álfur úr hól og hafði frétt það, sem flestir vissu áð- ur, að vestur í Ameríku er verið að ræða um hvort ekki ætti að draga úr hemaðar- og eftirlitsþætti her- stöðvarinnar á Miðnesheiði vegna breyttra viðhorfa í veröldinni. Við þetta rauk Alþingi upp til handa og fóta og utanríkisráðherra hélt blaðamannafund til að aflýsa neyðarástandi. Verkalýðsforkólfar mögnuðu upp atvinnuleysi í kjölfar betri friðarhorfa í heiminum og hagfræðingar snömðu út spádóm- um um hrapandi þjóðartekjur og gjaldeyrisþurrð. Forstjóri íslenskra aðalverktaka lokaði öllum hliðum að athafna- svæði hers og hermangara til að blaðamenn fæm ekki að hnýsast í á hverju hann og undirfyrirtækin og verktakafyrirtækin ætluðu nú að græða. Glatað kverkatak í sefasjúkri umfjöllun um að ís- lenska þjóðin sé að missa herinn fer sáralítið fyrir áhyggjum sem tengj- ast öryggishagsmunum lands og lýðs. Af því má marka að í hugum landsmanna er vamarliðið ekki hér til að verja landið og tryggja öryggi örfámennrar þjóðar í risastóm landi á mörkum mikilla átakasvæða fyrr og síðar. Herinn er hér til að græða á hon- um, fá þar vinnu og verktakasamn- inga, selja honum búvöm og fleira sem hann þarf við svo sem hita og rafmagn og láta hann bera allan kostnað af rekstri millilandaflug- vallar og til að halda uppi sigling- um með aðföng frá heimalöndum setuliðsmanna. Er hér fátt eitt talið af öllu því ágæti sem af hervemdarsamning- unum leiðir og er mörgum svo prýðilega ábatasamt. ÖIlu þessu munum við tapa þegar við missum herinn. Og margt fleira missum við. DV hefur það orðrétt eftir fjármálaráð- herra að með brottflutningi hersins höfum við ekki lengur kverkatak á Bandaríkjamönnum. Ljótt er ef satt er. Ráðherrann á væntanlega við að kverkatakið sem við höfum á risaveldinu sé hótun um að senda herinn burt ef það makkar ekki rétt og gerir hagstæða samninga við okkur. Hann tekur dæmi af hvalveiðum, en af því að ís- Iendingar geta ekki lengur skipað Ameríkönum fyrir verkum í krafti hervemdarsamningsins myndu þeir í Washington framfylgja sinni stefnu í hvalveiðimálum en ekki steftiu íslendinga. Herlaus og marklaus Svona er að missa glæpinn, stríðs- ógnina og herinn. Það tekur enginn mark á manni lengur fremur en glæpamanninum sem hætt var við að höggva. Og fleira missum við. Það hefur verið dont íslendinga í ríflega fjóra áratugi að rífast um herinn. Sumir heimta hann burt, aðrir vilja halda í hann. Hugmyndafræði og hugsjón- ir réðu ferðinni en um efnahagsleg- an ábata var minna talað. Enda er það ekki fyrr en á síðustu tfmum að sæmilegar, eða einhverj- ar, upplýsingar em gefnar um hvaða áhrif hersetan hefur á efna- haginn og ofurlítil innsýn hefur fengist í hvað einstök fyrirtæki og fjölskyldur hafa makað krókinn í þeirri viðleitni að vemda öryggis- hagsmuni íslands. Argaþrasið um áhrif hersetunnar á þjóðlíf og menningu hefur staðið yiír linnulítið síðan brilljantín- smurðir og vítamínsnauðir Bretar tóku að sér að verja landið 10. maí 1940 og fyrsta lota ástandsins hófsL Með þátttöku í Nató og samþykkt hervemdarsamningsins milli fs- lands og Bandaríkjanna hófust miklar landsölur að áliti herstöðv- arandstæðinga en heilladrjúgt sam- starf að því er þeir telja sem aðhyll- ast vestræna samvinnu. Keflavíkurútvarpið lék íslenska menningu svo grátt að nú er rekinn nærri tugur slíkra stöðva á landinu og ekki var hægt að losna við Kefla- víkursjónvarpið nema með því að koma upp íslensku sjónvarpi og hefur sjónvarpsstöðvum nú fjölgað og við njótum margfalt meira bandarísks sjónvarpsefnis en Kefla- víkurstöðin annaði nokkm sinni að senda út. Famir hafa verið heilsusamlegir göngutúrar til að reka herinn burt og skriffinar og ræðusnillingar hafa æft orðfimi til að galdra ísland úr Nató og herinn burt. Herstöðvar- sinnar hafa treyst félagsanda sinn með samtökum um að vemda her- vemdina og hefur allt þetta auðgað þjóðlífið heldur en hitt. Öryggið utangátta Bágt er að sjá hvemig herlaust fs- land lítur út og þeir em sennilega ekki margir sem vilja hugsa þá hugsun til enda hvaða áhrif það komi til með að hafa á efnahaginn ef herinn fer og hættir að borga. Að öryggismálunum er óþarfi að leggja hugann því þau hafa alltaf verið utangátta í afstöðunni til vamarliðsins og núna, þegar ekki er verið að heyja nema nokkra tugi styrjalda nær og fjær, er minni ástæða en nokkm sinni fyrr að hyggja að því öryggi sem gagn- kvæmur hervemdarsamningur milli stórveldis og smáþjóðar veitir þeim sem minna má sín. Það er verst að hafa misst kverka- takið á Bandaríkjamönnum eins og ráðherrann segir svo hressilega. En það er ekki öll nótt úti enn því friður er hvergi nærri tryggður þótt Sovétríkin séu öll. Þótt Moggi sé að fleipra með að herinn sé að fara — til að hrella landsmenn — eygja menn vonarglætu í að styrjaldir eigi eftir að breiðast út og að her- stöðvar hljóti fyrri reisn og tilgang. Það er ekkert víst að við missum glæpinn eins og lagsmaður Jóns bónda á Rein, sem var svo ógæfu- samur að vera náðaður upp á lífstíð og átti sér ekki uppreisnar von eftir að sýnt var að hann héldi höfði sínu. Ef við verðum heppin með heims- ástand getum við haldið áfram að jagast um herinn næstu fjóra ára- tugina til að byrja með á meðan hermangið malar fjölskyldum sín- um gull og skaffar mikla og góða vinnu. Ólukkukráka þessi Moggi að vera að hræða fjármálaráðherrann með að hann missi kverkatakið á gull- gæsinni í Washington.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.