Tíminn - 08.05.1993, Qupperneq 17
Laugardagur 8. maí 1993
Tíminn 17
Kaldrifjaður
kynvillingur
John Donadio lögreglumaður var á vakt í Pompano Beach
deild Floridalögreglunnar föstudaginn 16. febrúar, 1990.
Sólin var að koma upp, klukkan var liðlega 06.00 og vakt-
inni virtist ætla að Ijúka án tíðinda þegar síminn hringdi og
tilkynning barst um sáran mann á verkstæði viö Mcnab
stræti.
Þegar John kom á vettvang sá hann
að hjúkrunarfólk var að stumra yfir
liggjandi manni á bflastæði fyrir utan
verkstæðið. Svo virtist sem maðurinn
hefði orðið fyrir árás. Hann virtist í
góðu líkamlegu ástandi og var á miðj-
um þrítugsaldri.
Þegar manninum var lyft á sjúkra-
börumar, vætlaði blóð úr litlu skots-
ári á bakinu á honum. Donadio álykt-
aði strax að um skotvopn með Iitla
hlaupvídd væri að ræða.
Um það leyti sem sjúkrabfllinn
keyrði á braut veitti Donadio athygli
tveimur mönnum sem virtust í mikilli
geðshræringu yfir atburðinum. Hann
kynnti sig fyrir þeim og þeir sögðust
þekkja fómarlambið, maðurinn héti
Jeff Dryfka og væri starfsmaður á
verkstæðinu. Þeir vom að mæta til
vinnu þegar þeir sáu Jeíf skjögrandi á
bflstæðinu. Hann hafði dottið tvisvar
og starað á þá áður en hann hné end-
anlega niður. Þá hringdu þeir strax í
lögregluna.
Fyrsta vísbend-
ingin
Aðeins 15 mínútum seinna fékk
varðstjórinn tilkynningu um að líf
Jeffs hefði Qarað út. Þegar lögreglan
var að innsigla vettvanginn fannst
svört Mazda bifreið, mannlaus, með
dymar opnar og bflvélina í gangi.
John þreifaði á vélarhlífinni og álykt-
aði að vélin hefði gengið dágóða
stund. Hægra afturdekkið var spmng-
ið og illa útleikið sem benti til að keyrt
hefði verið á því spmngnu. Inni f bfln-
um fannst peningaávísun stfluð á Jef-
frey Dryfka. Þar með útilokaði John
Donadio að um ránsmorð væri að
ræða. Hvorki bfllinn né ávísunin hefði
verið skilin eftir ef svo væri. í starfi
rannsóknarlögreglumanna em ráns-
morð algengust en þar á eftir koma
heimiliserjur eða einhvers konar til-
finningalegt ósætti manna á meðal.
Ekkert fleira markvert kom í ljós fyrir
utan nafnspjald sem hugsanlega gat
reynt vísbending í lausn málsins.
Varðstjórinn gekk inn í fyrirtækið
sem Jeff hafði unnið hjá og fékk að
nota símann. Hann hringdi í númerið
á nafnspjaldinu og í ljós kom að um
var að ræða veitingahús í grenndinni.
Á nafnspjaldið var ritað þjónustunúm-
er starfsmanns sem hét Sue Ann
Wamer, gengilbeina. Hún reyndist
kærasta hins myrta.
Varðstjórinn yfirheyrði samstarfs-
menn Jeffs en ekkert kom sérstakt
upp í þeim viðræðum. Honum var lýst
sem hæglátum manni, fáir virtust
þekkja hann náið en menn báru hon-
um góða söguna.
Næsta skref var að halda til veitinga-
hússins og tjá Sue Wamer lát vinar-
ins. Þegar henni voru sögð tíðindin
hrópaði hún upp yfir sig: „Ó Guð,
þetta óttaðist ég, hann hefur drepið
hann, Jim hefur myrt hann.“
„Hver er Jim?“ spurði varðstjórinn.
„Ég man ekki eftimafnið hans en
hann vinnur í Lake Worth," svaraði
gengilbeinan.
„Og því heldurðu að hann hafi myrt
hann?“
„Vegna þess að hann hótaði því, þeir
vom elskhugar og bjuggu saman um
árabil."
Varðstjórinn frétti að Jim og Jeff
hefðu staðið í ástarsambandi um all-
langa hríðog Jim hafði verið haldinn
þráhyggju gagnvart ástmanni sínum.
Þegar samband þeirra hafði varað í
nokkur ár og Jeff hugðist slíta því,
hafði Jim sagt honum að hann mætti
aldrei yfirgefa sig, annars myndi hann
kála honum.
„Og Jeff tók hótanir hans alvarlega.
Skömmu eftir að hann sleit samband-
inu, sprautaði hann bflinn í nýjum lit,
lét sér vaxa sítt hár, litaði skegg sitt og
breytti um póstfang. En svo virtist
sem það hefði ekki dugað til.
Áhugaleysi FBI
„Hvemig stendur á að FBI lætur
svona nokkuð gerast? Hvemig gat
þetta gerst?“ hvíslaði kærastan hans í
mikilli geðshræringu og féll í grát.
Varðstjóranum var spum hversu
mikið væri að marka þennan fram-
burð. Honum þótti málsatvik full reyf-
arakennd en ákvað þó að halda yfir-
heyrslunni áfram. Hann gaf Sue
Wamer tíma til að jafna sig en síðan
hélt hún áfram frásögninni.
Kvöldið áður hafði hún verið á göngu
ásamt kærastanum þegar Jim birtist
skyndilega fyrir framan þau. Hann
starði á þau um hríð en hvarf síðan
orðalaust Jeff komst í mikið uppnám
og þrástagaðist £ „Hann er kominn,
hann er kominn, ég vissi að hann
kæmi, hann ætlar að ná mér.“ Aðeins
tveimur kvöldum fyrr höfðu Jeff og
Sue sett upp hringana og hún taldi að
Jim hefði verið það kunnugt.
Áður en þetta gerðist hafði Sue einn-
ig fengið dularfullar hótanir um hríð í
gegnum síma. Hún sagði foreldmm
sínum frá Því sem höfðu samband við
FBI lögregluna en þeir vildu ekkert
gera í málinu eftir að þeir heyrði um
forsögu Jeffs.
Varðstjórinn fylgdi stúlkunni heim
og hélt síðan til foreldra fómarlambs-
ins. Er hann sat í bfl sínum á leiðinni
til Suður Kalifomíu hugsaði hann
með sér að fram að þessum hefði hann
ekkert í höndunum nema eitt nafn, og
það einugis fomafn, sem ekki var gott
að segja hvort var skáldskapur eða
ekki. Hann áleit að mögulega kæmist
hann að einhverju bitastæðu á heima-
slóðum Jeffs.
Áður en hann heimsótti foreldra
hans kom hann við í herbergi því sem
Jeff hafði leigt. Þar fann hann m.a.
skjöl og bréf þar sem eitt nafn kom
margoft fyrir. James Barfield, til heim-
ilis í Lake Worth, JIM.
Morðhótanir
Foreldarar Jeffs sögðu að þeir hefðu
ásamt Jeff fengið morðhótanir í gegn-
um síma allt frá október 1989. Þau
höfðu haft samband við lögregluna í
San Diego og FBI en komið að lokuð-
um dyrum. Ástandið var orðið þannig
að þau hringdu daglega í son sinn til
að fullvissa sig um að allt væri í lagi.
Daginn áður hafði Jim lýst áhyggjum
sínum vegna þess að hann taldi að Jim
væri kominn í bæinn til að gera alvöru
úr hótunum sínum. Að síðustu var
varðstjóranum bent á að hafa sam-
band við konu að nafni Mary Scheck
sem var vinkona Jeffs og þekkti einnig
vel til Jims.
Það var rétt um miðnættið eftir
annasaman dag sem John Donadido
varðstjóri hafði samband við Mary.
Hún staðfesti það sem varðstjórinn
hafði áður heyrL Þá lagði hún ríka
áherslu á að Jim væri ekki maður sem
léti sér nægja að tala um hlutina,
hann væri það sjúkur að miklar líkur
væru á að hann léti ekki staðar numið
eftir morðið á Jeff. Hún lagði áherslu á
að foreldrar hans, kærasta og hún sjálf
væri í hættu.
Brúnin þyngdist á varðstjóranum eft-
ir þessar síðustu upplýsingar. Hann
gerði sér ljóst að nú væri þetta ekki
aðeins spuming um að fullnægja rétt-
lætinu og finna morðingja Jefís, held-
ur lægju líf við að finna hann sem
fyrst áður en fleiri féllu í valinn fyrir
hendi Jims.
Dauðalistinn
Hann tryggði í upphafi að allir sem
kynnu að vera á „dauðalista Jims“
myndu njóta lögregluvemdar. En
hann var ekki sannfærður um að það
væri nóg. Hann sá það í hendi sér að
leitað hafði verið til lögreglunnar um
vemd en það hafði ekki gagnast Jeff
sem nú var liðið lík.
Þegar varðstjórinn leitaði sér upplýs-
inga í höfuðstöðvum FBI könnuðust
menn þar á bæ við að leitað hefði ver-
ið til þeirra en ypptu öxium að öðm
leyti. Varðstjórinn hélt heim til sín en
varð ekki svefnsamt. Honum fannst
hann vera fastur í blindskák brjálæð-
ings sem hann hafði hvorki séð, né
sönnunargögn £ En í þessari skák gat
peðunum blætt og svartur kóngur an-
stæðingsins gat hulist hvarvetna.
Hann var að sjálfsögðu búinn að
tryggja vakt umhverfis heimili Jims
en var ekki vongóður um að til hans
næðist í bráð.
Klukkan korter í 04.00 þegar varð-
stjórinn var búinn að vinna að málinu
í 22 klukkustundir samfleytt, hringdi
síminn og honum var tilkynnt að Jim
væri kominn heim til sín. Hann mætti
þegar á staðinn og lét menn sína um-
kringja heimilið svo lítið bar £ Varð-
stjórinn bjóst ekki við að Jim myndi
láta frelsi sitt af hendi átakalaust,
reynslan hafði kennt honum að þegar
kynhverfir menn eiga í hlut, verður
hefndin oft yfirgengilegri en ella ef
þeir telja sig hafa verið svikna í
tryggðum eða beittir öðmm órétti.
Mörg slík mál sem John varðstjóra
Jeffrey Dryfka var ofsóttur og af-
lífaöur eins og dýr.
vom kunnug, enduðu með að gripið
var til byssunnar.
Handtakan
Hann hafði hins vegar rangt fyrir sér
í þetta skiptið. James Barfield kom
strax til dyranna og sagðist ekki hafa
neitt að fela og sér væri mjög í mun að
aðstoða lögregluna ef hann gæti orðið
henni að Iiði. Andúð varðstjórans óx
er hann sá hvemig Jim brást við.
Hann sá að ekki yrði hlaupið að því að
knýja fram játningu þar sem Jim virt-
ist yfirvegaður og hafa allt á hreinu.
Það staðfesti trú hans að morðinginn
væri djöfullega snjall og án beinna
sönnunargagna yrði vonlítið að sækja
málið.
Á leiðinni á lögreglustöðina var Jim
spurður nokkurra spuminga. Hann
sagðist vita hver Jeffrey Dryfka var en
hann hefði ekki séð hann vikum sam-
an. Þá var hann spurður hvort hann
ætti kærustu en Jim hristi höfuðið og
sagðist gefinn fyrir unga drengi. Varð-
stjórinn fann hvemig gæsahúðin
magnaðist vegna viðbjóðs á hinum
gmnaða.
„En þú veist það er ekki svo varð-
stjóri?" spurði Jim skyndilega á móti.
„Þú veist að ég hef verið ákærður og
sakfelldur fyrir svo að segja allt nema
morð hingað til og þar á meðal fýrir
áhuga minn á litlum strákum," bætti
hann við brosandi og varðstjórinn
fann kalt vatn renna á milli skinns og
hömnds. Vissulega vissi varðstjórinn
það. Hann vissi að Jim hafði margoft
setið inni fyrir kynferðisglæpi, og oft-
ar en ekki höfðu böm orðið frrir barð-
inu á honum.
Eftir tveggja klukkustunda yfir-
heyrslu án nokkurs sýnilegs árangurs,
kvaðst Jim vera þreyttur og vildi fá að
halda til síns heima. Þegar varðstjór-
inn neitaði beiðni hans fauk skyndi-
lega í kynvillinginn. Hann heimtaði
lögmann og neitaði að láta taka af sér
figraför, þar sem engar sannanir væm
gegn honum. Með dómsúrskurði fékk
varðstjórinn því framgengt að fingra-
för vom tekin í morgunsárið. Hann
vissi að hann hafði aðeins nokkrar
klukkustundir til stefnu áður en hann
neyddist til að láta Jim lausan þar sem
hann hafði ekki vitni að morðinu,
fingraför eða morðvopn, eða nokkuð
annað áþreifanlegt gegn honum. Hins
vegar lét hann stjómast af eðlishvöt
sinni og hún sagði honum að ef hann
léti Jim lausan, myndi einhver annar
falla fyrir kúlum hans í valinn.
Hann hafði aftur samband við FBI í
von um að samvinnuþýðni þeirra
hefði aukist og þá fékk hann þær upp-
lýsingar sem hann hafði beðið eftir.
FBI sagðist eiga hljóðritaðar upptökur
af hótunum Jims þar sem því var lýst í
smáatriðum hvemig hann hugðist
ffernja morðið. Þetta var nóg til að
ákæra James Barfield fyrir morðið á
Jeffrey Dryfka.
Áþreifanleg sönn-
unargögn
Mánudagsmorguninn 19. febrúar
hittust varðstjórinn og liðsmenn hans
á fúndi til að skipuleggja hvemig stað-
ið yrði að leit sönnunargagna í mál-
inu. Maður var sendur til að yfirheyra
nágrannana og þar kom meðal annars
fram að Jim hafði sýnt einum þeirra
25 kalíbera skammbyssu og sagt að
hún yrði notuð til að drepa Jeff, sem
hann talaði um öllum stundum. Ann-
ar fór til að rannsaka morðstaðinn
enn frekar og fann þar sígarettustubba
af Marlboro tegund, en Jim keðju-
reykti Marlboro og því stóðu vonir til
að finna fingraför á stubbunum.
Símareikningar gáfu til kynna að Jim
hafði í 341 skipti ónáðað Jeff eða ætt-
ingja hans á síðustu fjórum mánuð-
um. Auk þessa alls fyrirskipaði varð-
stjórinn að húsgarður Jeffs yrði stung-
inn upp í von um að finna morðvopn-
ið. Þar var fullkomlega skotið út í
bláinn að sú leit bæri nokkum árang-
ur og liðsmenn varðstjórans vom
heldur óánægðir með starfann. En
John Donadio varðstjóri lét sem oftar
stjómast af hugboðum og það hafði
upplýst mörg mál fram að þessu.
Daginn eftir fékk hann heimild til
húsleitar. Honum til nokkurra von-
brigða kom ekkert út úr þeirri leit en
það var varðstjóranum gleðiefni þegar
rannsóknir staðfestu að fingraför Jims
væru á sígarettustubbunum sem
fundust á morðstaðnum. Seint um
kvöldið fannst byssukúla í moldinni
sem tekin var til rannsóknar. Ná-
granni staðfesti að hann hefði séð Jim
æfa sig í skotfimi skömmu áður í bak-
garðinum og ef kúlan væri sömu teg-
undar og sú sem banaði Jeff, væri stór
sigur unninn. Þá gaf leigubflstjóri sig
fram og sagðist hafa ekið miðaldra
manni á bflastæðið fyrir framan verk-
stæðið um svipað leyti og talið var að
Jeff hefði verið skotinn.
Hann var leiddur í sakbendingu og úr
hópi 10 manna benti hann strax á Jim.
Þannig streymdu sannanimar inn
eins og eftir pöntun, og mál sem virt-
ist nær ómögulegt að leysa í upphafi,
var nú orðið höggþétt fyrir dómstól-
um. Þrátt fyrir að morðvopnið fyndist
aldrei var sannað að byssukúlunni í
bakgarðinum var skotið úr sama
vopni og því sem banaði Jeff.
Þegar hér var komið sá James Barfi-
eld að hugsanlega yrði dauðarefsing
hlutskipti hans ef hann færi ekki að
gerast samvinnuþýðari við lögregl-
una. Þess vegna viðurkenndi hann að
hafa myrt fyrrum ástmann sinn, hinn
26 ára gamla Jeffrey Dryfka.
Hann hafði elt Jeff uppi eins og dýr
og þegar sprakk á afturdekki fómar-
lambsins, hafði Jeff ekki átt annan
kost en að beygja að vinnustað sínum
þar sem hann hugðist leita skjóls. En
Jim var fyrri til. Jim slapp við raf-
magnsstólinn en mun sitja innan
veggja fangelsisins til dauðadags.
Johm Donadio varðstjóri hlaut mikið
lof fýrir þátt sinn í að upplýsa málið.
Hver veit nema snarræði hans hafi
bjargað einhverjum mannslífum hjá
þeim sem efst voru á dauðalista James
Barfield. Hins vegar Iá FBI fýrir ámæl-
um um að fordómar hefði ráðið því að
ekki var tekið alvarlegar á málinu en
raun bar vitni, þegar leitað var til
þeirra.