Tíminn - 08.05.1993, Síða 18

Tíminn - 08.05.1993, Síða 18
18 Tíminn Laugardagur 8. maí 1993 Ólafur Ólafsson hreppstjóri, Lindarbœ, Asahreppi Pæddur 12. ágúst 1893 Dáinn 28. apríl 1993 Það var haustið 1948 sem pabbi og mamma komu til að sækja mig á Lindarbæ. Ég hafði fengið að vera þar sumarpart til reynslu og átti að fara í skólann, í 7 ára bekk, en ég vildi ekki heim, sagðist eiga heima í sveitinni og ætlaði að vera þar um veturinn. Það væri ekkert gagn að skólagöngu, en nóg fyrir mig að gera á Lindarbæ. Ekki var nú þessi ráðagerð mín samþykkt, en ég var næstu fimm sumur í sveit hjá þeim föðurbræðrum mínum, Ólafi og Þórði, og með okkur tókst vinátta sem hefur vaxið og styrkst með ár- unum. Ólafur var glaðvær, ör og stjóm- samur og mjög kappsamur til allra verka. Aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann. Við heyskapinn var Ólafur glaðastur og þegar heyið var hirt mátti engan tíma missa, þannig að við hirðingar var oft mjög íöng vinnutöm og kappið mikið þegar verklok vom annars vegar. Eitt sinn, þegar Óli var að slá á trak- tomum, sem var Farmall, gekk ég á eftir til að raka slegið gras af sláttu- vélargreiðunni með hrífu. Óla fannst ég vera of lengi. Hann stökk því af Farmalnum og rakaði með höndunum nýslegið heyið af greið- unni. En ljárinn var í gangi og Óli sló hluta fingurs af. Eftir hálftíma var Óli kominn aftur á Farmalinn og lauk við að slá túnið í einni lotu. Á Lindarbæ var hlustað á allar fréttaútsendingar og vel fylgst með. íþróttafréttir voru í miklu uppáhaldi hjá Óla, sérstaklega knattspymu- leikir við útlendinga. Öll sumur fóm í endalaust ráp hjá mér um mýramar, reka beljumar út í haga á morgnana, sækja þær aftur h'rir mjaltir, ná í hross vegna þess að Óli var að erindast, bjarga skjátum sem lent höfðu ofan í skurð og fleira. Mýramar vom fullar af keld- um og alls staðar blautar. Keldumar svo erfiðar að varla nokkur nema fuglinn fljúgandi komst yfir þær. Þama var örtröð af fugli, mófugli og vaðfugli. Þama vom jaðrakanar, stelkar, spóar, tjaldar, lóur, keldu- svín, óðinshanar, lóuþrælar — allt ein hljómkviða frá morgni til kvölds. En nú, fjömtíu ámm síðar, er allt breytt, búið að þurrka upp mýrarn- ar, fúglasymfónían að mestu þögnuð og skepnumar að mestu famar. En mannlífið í Lindarbæ var og hefur alltaf verið meira og minna óbreytt Þar ríkir sá stöðugleiki sem við nú- tímamennimir þekkjum vart leng- ur, þar sem allt er á ferð og flugi og aðeins eitt er víst að allt breytist. Þeir bræðumir í Lindarbæ hafa nú lifað hartnær hundrað ár á jörðinni sinni í fullri sátt við náttúmna, við sveitina og við sjálfa sig. Það þarf skapfestu og styrk til að stjóma sínu lífi sjálfur og umhverfi þess. FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þríðjudaga kl. 20.30. Komið og fáið ykkur kalfisopa og spjallið. Framsáhtarfélögin Stjómarfundur SUF Fundur verður haldinn I stjóm SUF laugardaginn 8. mal nk. kl. 16:00. Fundar- staöur er Framsóknarhúsið, Suðurgötu 3 á Sauðárkróki. Dagskrá: 1. Starf SUF næstu mánuði. 2. Sveitarstjómarkosningarnar 1994. 3. Alyktanir. 4. Önnur mál. Eftir fundinn um kl. 20 verður opið hús á sama staö. Þá fer ftam 2. riöill undan- keppni NoNu-keppninnar og eru allir velkomnir þangað. Framkvæmdasljóm SUF 0^6^088 — Suðurland AstaR. Fundur um heilbrígðismál með Astu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Ingibjörgu Pálmadóttur verður haldinn að Hótel Selfossi miðvikudaginn 12. mai kl. 20.30. Framsóknarfélag Selfoss Reykjavík Átaktil endur- reisnar Steingrimur Miðvikudaginn 12. mal n.k. kl. 20.30 verður haldinn fundur á Hótel Sögu, Súlna- sal, þar sem þingmennimir Steingrimur Hermannsson og Finnur Ingólfsson munu kynna tillögur Framsóknarflokksins I efnahags- og atvinnumálum, sem bera yfirskriftína ATAK TIL ENDURREISNAR. Futtrúaréðiö Akranes — Bæjarmál Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 8. mal Id. 10.30. Rætt verður um þau mál, sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. BæjarfuUtrúar ■ngibjörg Faðir Ólafs var Ólafur Ólafsson hreppstjóri í Lindarbæ, 1857-1943, en hann var frá Lundum í Stafholt- stungum og búfræðimenntaður bæði frá búnaðarskólanum í Stend í Noregi og frá búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Jón Sigurðsson forseti aðstoðaði Ólaf á námsárunum í Kaupmanna- höfn, en Ólafur var með alfyrstu ís- lensku búfræðingum sem menntuð- ust erlendis. Hann kenndi smjör- og ostagerð og vann að mælingum á Suðurlandi í mörg ár áður en hann stofnaði nýbýli að Lindarbæ. Systir ólafs var Ragnhildur Ólafsdóttir í Engey, móðir Ragnhildar Péturs- dóttur á Háteigi í Reykjavík og Guð- rúnar Pétursdóttur, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og þeirra systkina. Móðir Ólafs, föður- bróður míns, var Margrét Þórðar- dóttir alþingismanns Guðmunds- sonar í Hala í Holtum, en Þórður var einn af helstu framfaramönnum Rangæinga í sinni tíð. Þannig var Ólafúr heitinn kominn af búhöldum í báðar ættir. Þeir bræðumir voru fjórir: elstur var Ásgeir, heildsali í Reykjavík, 1891-1962, Ólafúr f. 1893, Þórður f. 1896, en yngstur var Ragnar, hæsta- réttarlögmaður og lögg. endursk., 1906-1982, en hann rak eigin lög- fræði- og endurskoðunarstofú í Reykjavík frá 1942 til dánardags. Þau Ólafur og Margrét eignuðust tvær dætur, sem báðar dóu innan við tveggja ára aldur, þær Ragnhildi d. 1903 og Aðalheiði d. 1913. Ólafur heitinn var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1914. Hann var tvær vertíðir til sjós ffá Garði á Suðumesjum árin 1911 og 1912. Sjósóknin var þá stunduð á árabátum og þurftu menn að vera harðduglegir og hraustir til að þola vosbúðina sem starfinu fylgdi. Ólaf- ur bjó síðan í föðurhúsum og vann þar við bústörf. Árin 1920-1923 var Ólafur á fjórum vetrarvertíðum, á togara frá Reykjavík, þar af tvær hjá Halldóri á Háteigi, skipstjóra og út- gerðarmanni, sem giftur var Ragn- hildi Pétursdóttur frá Engey, frænku Ólafs. Árið 1934 tók hann við rekstri búsins í Lindarbæ ásamt bróður sínum Þórði og hafa þeir rekið bú þar síðan. Þeir keyptu tún og land jarðarinnar Götu og túnin í Vetleifsholti 1, Ráðagerði og Gíslak- oti, allt árið 1947 og sameinuðu landi Lindarbæjar. Búskapur þeirra bræðra bar ávallt vott um fyrirhyggju í hvívetna. Þannig vildu þeir aldrei taka Ián vegna framkvæmda og gættu þess ávallt að eiga fymingar í hlöðunni til að mæta löngum vetri ef svo bæri undir. Metnaður þeirra var ekki síst falinn í velferð skepnanna, en um- hyggjan fyrir þeim var takmarka- laus. Þeir bræður stunduðu bland- aðan búskap, höfðu yfirleitt 10-15 mjólkandi kýr eftir að farið var að selja mjólk til Mjólkurbús Flóa- manna, og 100-200 (jár, hænsni til heimilisbrúks og ávallt 20-30 hross. Þeir hættu kúabúskap um 1970, en fjárbúskap stunduðu þeir allt til 1989. Ennþá eru 9 hestar á Lindar- bæ, þannig að búskap stundaði Ólaf- ur til dauðadags. Ólafur hafði alla tíð mikinn áhuga á þjóðmálum. Mestur var áhugi hans á málefnum sveitarinnar, eins og ýmis störf hans að atvinnumálum og félagsmálum bera vitni um, en hann gegndi fjöldamörgum trúnað- arstörfum fyrir sveitunga sína. Hann var einn af stofnendum Ung- mennafélags Ásahrepps 1911 ogvar þar formaður í nokkur ár. Hann var einn stofnenda Búnaðarfélags Ása- hrepps, sat í stjórn félagsins í mörg ár og var gerður að heiðursfélaga þess 1980. Hann var féhirðir Landþurrkunar- félags Safamýrar frá stofnun þess um tíu ára skeið, en það félag byggði mýrarskurðinn mikla, sem Ólafur faðir hans hafði mælt fyrir og breytti Safamýri úr hálfgerðu flóði í eitt mesta engi landsins, sem gaf af sér tugi þúsunda hestburða af heyi ár- lega. Hann var meðal stofúenda Kaupfélags Rangæinga og í stjóm þess 1928 til 1933 og 1935 til 1948, þar af formaður í 8 ár. Hann var gerður að heiðursfélaga Kaupfélags Rangæinga 1969. Hann var einn stofnenda Slysavamarfélagsins Gleym mér ei og í stjóm þess í nokk- ur ár. Gleym mér ei hafði m.a. að markmiði að sem flestir sýslubúar lærðu sund. Hann var í stjóm Naut- griparæktarfélags Holtamanna í 28 ár, í stjóm Hrossaræktarfélæ|s Holtamanna 1951 til 1958. Faðir Ól- afs stofnaði og rak Lestrarfélagið Þörf og var lestrarfélagið til heimilis að Lindarbæ og önnuðust þeir bræður Ólafur og Þórður að nokkm rekstur þess. Ólafur sinnti ennfremur ýmsum opinberum störfum. Hann var hreppstjóri 1936 til 1976 eða í 40 ár. Sinnti hann því af mikilli reisn, en þeim starfa fylgdu oft ferðalög. Heimsótti hann alla sveitunga sína árlega í mörg ár. Lagði Ólafur mikið upp úr því að vera vel ríðandi, enda reið hann aldrei nema gæðingum í embættisferðum sínum. Hann átti m.a. hestinn Prata, bleikálóttan skeiðhest, sem enginn annar mátti ríða og allir þekktu í sveitinni. Hann var endurskoðandi hreppsreikninga í fjöldamörg ár frá 1946. Hann var virðingarmaður Bmnabótafélags ís- lands frá 1936 og síðar Samvinnu- trygginga. Hann var fulltrúi vestur- hluta Rangárvallasýslu á aðalfund- um Mjólkurbús Flóamanna árin 1959 til 1971. Þessi skýrsla er ekki afrekaskrá Ólafs, en sýnir áhuga hans á framfömm og félagsanda. Hann lét ekki kjósa sig í nefndir vegna fordildar, heldur þótti ein- staklingum og stofnunum gott að njóta ráða hans. Eftirlifandi bróðir Ólafs, Þórður, býr í Lindarbæ ásamt ráðskonunni Svanhvíti Guðmundsdóttur, f. 1912. Svanhvít hefur búið þar frá 1938 og gengið frá upphafi í öll búverk, jafnt úti sem inni. Er hún sannkallaður bústólpi. Svanhvít vann sem ráðs- kona víða áður en hún ílentist í Lindarbæ. Á Lindarbæ bjó einnig ráðskonan Sigríður Gísladóttir, f. 1885, d. 1974, en hún kom á Lindar- bæ árið 1903 og bjó þar æ síðan, mikil ágætiskona. Sigríður, sem var úr Flóanum, var sívinnandi; við matseld, tiltektir, prjónandi eða eitt- hvað annað sem til féll og aldrei sá ég hana fara að sofa þann tíma er ég dvaldi á Lindarbæ og alltaf var hún á fótum þegar ég vaknaði. Ólafur heitinn var alla tíð heilsu- hraustur, fékk eitt sinn slæma lungnabólgu og var á Vífilstöðum í 6 vikur og 1981 fékk hann vægt heila- blóðfall, sem háði honum síðan nokkuð í tali án þess þó að bagalegt væri. Lengri er tæpast hans sjúkra- saga. Hann dó í svefni án þess dauð- inn boðaði komu sína með sérstök- um eða áþreifanlegum hætti. Það er gott að fá að deyja heima hjá sér, ekki síst þegar maður hefur átt heima á sama stað í heila öld. Við systkinin Oddný, Kristín og Ragnar erum þakklát fýrir þær sam- verustundir sem við höfum átt með heimilisfólkinu í Lindarbæ. Við þökkum þeim Sigurði og Steinunni í Kastalabrekku, nágrönnum fólks- ins í Lindarbæ, alla veitta aðstoð og umhyggju síðustu árin. Blessuð sé minning Ólafs föður- bróður míns. Ólafur Ragnarsson Fyrir 42 árum flutti ég og fjölskylda mín í Vetleifsholtshverfi, að Parti (sem nú er Kastalabrekka). Þá var ein jörð í byggð í hverfinu, Lindar- bær. Þar bjuggu bræðumir Ólafur og Þórður Olafssynir, ráðskona þeirra Sigriður Gísladóttir og vinnu- kona Svanhvít Guðmundsdóttir. Sigríður lést 8. okt. 1974, en þá tók Svanhvít við hússtjórn á heimilinu. Þar sem þetta fólk voru næstu ná- grannar, kynntist ég því strax mjög náið. Við, sem fluttum á illa hýsta eyðijörð og höfðum takmarkað af áhöldum og tækjum til bústarfa, leituðum oft til þeirra bræðra er okkur vantaði eitthvað, hvort heldur það var tæki eða góð ráð. Kom þá strax í ljós að Ólafur í Lindarbæ var fús til að hjálpa og gera manni greiða. Venjulega þakkaði hann fyrir það að við skyldum biðja um aðstoð ef með þurfti. Foreldrar Ólafs voru Ólafur Ólafs- son bóndi og hreppstjóri, ættaður frá Lundum í Stafholtstungum, og Margrét Þórðardóttir frá Hala í Ása- hreppi. Ólafur heitinn ólst upp í Lindarbæ og átti þar heima alla sína ævi eða tæp 100 ár. Það er því Ijóst að Ólafur hefur munað tímana tvenna. Hann stundaði sjómennsku á togurum á yngri árum. Sjó- mennska í þá daga var bæði volksöm og erfið. Ólafur var harðduglegur og minntist þeirra daga með nokkru stolti. Ólafur nam búfræði á Hvann- eyri, búfræðingur þaðan 1914 og alla tíð vitnaði hann í búfræðinám- ið. Hann taldi nauðsynlegt fyrir alla, sem ætluðu í búskap í sveit, að afla sér þekkingar á því sviði. Búskapur í Lindarbæ stóð á traust- um fótum. Ólafúr tileinkaði sér tækninýjungar við búskapinn strax þegar þess var kostur. Setti hann til dæmis súgþurrkun í fjóshlöðu, með þeim fyrstu sem það gerðu. Bústofn þeirra bræðra var afurðasamur og vel um hann hugsað. Sérstaklega tók ég eftir því að alltaf var farið í gripahús á sama tíma dag hvern. Félagsmál voru Ólafi mjög hugleik- in og kom hann við sögu í nær öll- um félagsmálum sveitarinnar. Hann var stofnandi Ungmennafélags Ása- hrepps. Hann var sérstaklega virkur félagsmaður alla tíð og búinn að vera heiðursfélagi þess um áratuga- skeið. Hann var stofnandi Kaupfé- lags Rangæinga á Rauðalæk, sat um árabil í stjóm og formaður þess í 8 ár. Hann var kosinn heiðursfélagi þess á 50 ára afmæli félagsins 20. nóvember 1969. Á seinni árum og fram á síðasta dag spurði hann um félagið nánast alltaf þegar ég hitti hann. Greinilegt var að góðar fréttir af Kaupfélaginu glöddu hann mikið. Ólafur var sérstaklega heiðraður af Sláturfélagi Suðurlands fyrir góð og óslitin viðskipti við félagið yfir 50 ár á 90 ára afmæli hans 12. ágúst 1983. Einnig var hann kjörinn heiðursfé- lagi Búnaðarfélags Ásahrepps 23. apríl 1980 fyrir áratugastörf í þágu félagsins. Þetta sýnir að Ólafur var vel virtur meðal félaga sinna. Skapgerðarmaður var Ólafur og stóð oft fast á sínum skoðunum og fylgdi þá máli sínu eftir af festu. En hann var sáttfús og fljótur til að rétta fram sáttarhönd ef svo bar undir, og brosti þá oft sínu blíðasta brosi þegar sennu lauk. Innst inni var Ólafur fyrst og fremst sveitamaður, sem naut þess að rækta jörðina og búféð af alúð. Hann naut þess að dvelja heima þar til að hann kvaddi hinn jarðneska heim í friði og ró. Ber það sérstak- lega að þakka Svönu og Þórði, sem önnuðust hann af tryggð og kær- leika fram á síðasta dag. Ég og fjölskylda mín kveðjum Ólaf Ólafsson nágranna með hlýju í huga. Persónuleiki hans er manni ógleymanlegur, það er margs að minnast og þakka frá liðnum árum. Ég votta nánum ættingjum hans og vinum samúð um Ieið og ég óska þeim blessunar, bjartra og langra ævidaga. Blessuð sé minning hans. Sigurður Jónsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.