Tíminn - 08.05.1993, Side 19

Tíminn - 08.05.1993, Side 19
Laugardagur 8. maí 1993 Tíminn 19 r Attræð á morgun: Kristín Pétursdóttir Hvemig skyldi farandgestur minn- ast Skagafjarðar? í mínum huga verður hann eilíf- lega umvafinn og brúnafullur af grænum töðuilmi þess skýlausa júlímánaðar 1951 er ég fór þar um sveitir. Á kvöldin sigldi blásvartur nökkvi Drangeyjar inn í rauða glóð. Á nokkurt hérað þvflíka goðsögn sem söguna af Gretti sterka er glímdi hálfa ævina við sjálft myrkrið í sál okkar allra og bugaðist ekki? Við hlið hans verður Jakob, sem glímdi eina nótt við guð sinn, eins og hver annar skátadrengur. Hvað em „lónerar" nútímans í túlkun Humphrey Bogarts eða Clint Eastwoods á við einmanann sem glímdi við Glám? Hvað vita tilvistarspekingar eins og Sartre og Camus um angist, til- gangsleysi, dauða og þá hörkulegu bjartsýni að gefast ekki upp? Hvað vita þeir sem höfundur sögunnar um Gretti sterka vissi ekki? Enginn dauðdagi er hetju verðugri en að falla í Drangey, enda sá ég hana oft stefna inn í eld himinsins. Líka sá ég undir sól úr Hegranesi Héraðsvötnin rísa eins og silfúrfljót í tíbrá yfir Hólminum og búa sig undir að fylla fjörðinn. Þá er mér Skagafjörður hugstæður í síðsumarsól fyrir fáum ámm er við hjón ókum til gistingar út á Sauðár- krók. Hefðarsetrið Reynistaður var sem baðað í blóði og skyndilega þóttist ég skynja og skilja harm Gissurar jarls er hann sat í Ási í Hegranesi veturinn eftir Flugumýr- arbrennu. Herópið sem þeir Kol- beinn æptu við Vötnin, er þeir fóm að kvista niður Sturlunga á Örlygs- stöðum, var svo stirðnað í þögult öskur haturs að hann sýndist kátur um veturinn og lét sér ekki fyrir málsvefni standa. Hvflíkur rammi vom ekki úlfgrá vetrarfjöll Skaga- fjarðar sorg þessa Haukdælings. En hvað skulu okkur hetjur og höfðingjar? Hvað vilja aðskotadýr eins og Grettir sterki og Gissur jarl undir eilífan hljóm skagfirskra fjalla — Tindastóll — Glóðafeykir? „Hægt og hægt / fjúka fjöllin burt / í fangi vindanna," segir Hannes. Það kann að vera mikil list og viska að kunna að deyja. Eitt er þó mikil- vægara: —Að kunna að lifa. Og þá minnist ég ekki stórtíðinda og manndrápa úr þessu héraði held- ur skagfirskrar stúlku og fjarðar hennar eins og hann birtist þegar hallar austur af Vatnsskarði. Þar í dalverpi sunnan undir gróinni hlíð í skjóli fyrir norðannæðingum er bærinn Vatnshlíð og fram undan honum vatnið. Auðvitað er það firra, en mér finnst það alltaf spegilslétt og lygnL Ætli þetta vatn sé ekki auga eilífðarinnar sem horfir sínum óræða draumi á himininn. Ég sé dalinn fyrir mér áð- ur en hann fylltist af véladyn. Þá vöktu þar fiskar á kristalstæmm morgnum — og spóinn vall. Nú kemur mér jafnan í hug er ég fer þar hjá: — Hér hljóp Stína í Vatnshlíð um mýri og mó. Þessi rauðhærða, músíkalska stúlka verður áttræð á morgun, frú Kristín Pétursdóttir í Grænuhlíð, og þessar línur eiga að flytja henni heillaóskir okkar hjóna og bama okkar. „Sjaldan verður ósinn eins / og uppsprettuna dreymir," kvað Sig- urður. Æskudraumar skagfirskrar heimasætu, rómantísk dansspor og ljóðakvöld á Kvennaskólanum á Blönduósi — allt var þetta að baki er leiðir okkar Iágu fyrst saman. Hún átti líka að baki hjónaband og tvö uppkomin böm, Pétur Ólafsson tannlækni og Margrétu Björgvins- dóttur B A Það var sumarið 1967. Við Vigdís og bömin fjögur sigldum yfir Atl- antshafið hvíta á Gullfossi. Þar var Kristín þá glöð, elskuleg og hjálp- frá Vatnshlíð söm skipsjómfrú á þessu „flaggskipi íslenska flotans". Þá var dönsuð jenka á öldum hafs- ins í sumamóttinni. Nú eigum við ekkert flaggskip, bamafólk þeytist um Ioftin í órómantískum blikkrör- um og flotinn á leiðinni undir ein- hverja blámannafána í nafni há- marksgróðans sem er ósnertanlegri en Greta Garbo og ginnhelgari nú en íaðir, sonur og andi heilagur voru forðum, þó að enn leynist í Hlíðun- um í Reykjavík skynsamt fólk sem veit að ef mannkynið á að lifa verður kapftalisminn að deyja. Svo fluttumst við öll hér í Grænu- hlíðina — við 1968 og þú tveimur ámm síðar. Áfram hélst þú, Kristín, að sigla um öll heimsins höf og komst tíðum „færandi vaminginn heim“ eins og rómantísk hetja í kvæði eftir Jónas. Og nú er dagur til að þakka fyrir sambýlið. Hvað er mikið og hvað er smátt í heimi hér? Er Gissur jarl með harm sinn í Hegranesi meiri en glöð, rauðhærð telpa sem hleypur við lömb í Vatns- hlíð? Er Grettir með angist sína og ofur- mennskan kraft í Drangey meiri en vitur, gömul kona sem stráir gleði sinni og góðvild af efstu hæðinni í Grænuhlíð? Er til önnur meiri hamingja en sú að þekkja gott fólk? Hefur ekki ein- hvers staðar verið skrifað um það að sannleikurinn verði ekki fundinn á bókum, jafnvel ekki góðum bókum, heldur hjá fólki með gott hjartalag? Nú þökkum við þér, Kristín, fyrir þá hamingju að hafa átt þig hér uppi á næstu hæð öll þessi ár. Við þökkum gleði þína og góðvild, íhlutunarleysi þitt í okkar hagi og umburðarlyndi þitt við öllu misjöfnu. Við þökkum hjartalag þitt Framar öðru þökkum við þó hvflík- ur lífslistamaður þú ert. Auðvitað hafa þær systur, angistin og sorgin, heimsótt þig ekki síður en þá Gissur og Gretti. En þú hefúr ekki leyft þeim að eta hjarta þitt, heldur eflist æska þín enn við hina frjóu líf- snautn. Ljóðelska þín og tónlistarást eru öllum vinum þínum til yndis. Það vantar eitthvað mikið hér í húsinu þegar ekki berast gegnum loftið tón- ar frá slaghörpu þinni og vinum þín- um Inga T. og Sigfúsi. Skal því þá ekki heldur gleymt að þú ert ein af styrku stoðunum að baki því merki- lega félagi Hugleik. Þegar þú nú heldur upp á áttræðis- afmæli þitt er það að vísu í þeim þrönga, lognværa og búsældarlega Eyjafirði hjá dóttur þinni og tengda- syni, en ekki í þeirri einu sönnu nóttlausu voraldar veröld þar sem víðsýnið skín og fóstraði ykkur granna þinn Stephan G. Margt höfum við ýmsir reynt að yrkja fallegt til þín um árin og eng- inn orðað betur en Bjössi: „Það er eins og sífelld sól / sé í þínum glugg- um.“ Við Vigdís og bömin okkar sendum þér kveðjur með þökk fyrir sambýlið og óskir um mörg sólskinssumur enn. Sveinn Skorri Höskuldsson ---------------------------------------------^ UTBOÐ Norðuriandsvegur, Skútustaðir- Helluvað Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i lagningu 6,5 km kafla á Norðurlandsvegi milli Skútustaða og Helluvaðs á Noröurlandi eystra. Helstu magntölur Fyllingar 61.700 m3, neðra burðarlag 32.300 m3 og fláafleygar 8.800 m3. Verki skal að fullu lokiö 1. september 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkisins á Akureyri og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aða!- gjaldkera), frá og með 10. þ.m. Skila skal tilboð- um á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 24. mal 1993. Vegamálastjórí Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Auglýstar eru lausar stöður kennara næsta skólaár. Meö- al kennslugreina: (slenska, enska, viðskiptagreinar og vélstjómargreinar. Auk þess er auglýst eftir sérkennara að skólanum (hlutastarf), námsráðgjafa (hlutastarf) og bókasafnsffæðingi (1/2 staða). Umsóknarfrestur er til 23. maí nk. Umsóknir beríst skólameistara sem gefur nánarí upplýsingar í síma skólans 97-81870. F.h. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Skólameistarí. Laus staða skólameistara Auglýst er laus staða skólameistara við Framhaldsskól- ann í Austur- Skaftafellssýslu frá og með næsta skóla- ári. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Umsóknir berist formanni skólanefndar sem jafnframt gefur nánari upp- lýsingar í síma 97-81645. F.h. Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu. Arí Jónsson, formaður skólanefndar. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Siðumúla 39.108 Reykjavfk. Sfml 678500. Fax 686270 Handavinnusýningar á vegum Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík árið 1993 verða sem hér segir Aflagrandi 40, Norðurbún 1, Vesturgötu 7 og Löngu- hlíð 3. Dagana 8., 9. og 10. maí. Bólstaðarhlíð 43, Seljahlíö, Hvassaleiti 56-58, Hraun- bæ 105 og Hæðargarði 31. Dagana 15., 16. og 17. maí. Sýningamar verða opnarfrá kl. 14-17. Samsýning í Tjamarsal Ráðhúss verður frá 22. maí til og með 27. maí. óskast f eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 11. mal 1993 kl. 13-161 porti bakvið skrifetofu vora að Borgartúni 7, Reykja- vlk og vlðar. 1 stk. Ford Explorer EB 4X4 1 stk. Toyota Land Cruiser STW 4X4 1 stk. Toyota Hi-Lux Double Cab 4X4 1 stk. Datsun King Cab 4X4 1 stk. Subaru Legacy station 4X4 6 stk. Subaru 1800 station 4X4 1 stk. Subaru 1800 station (skemmdur) 4X4 3 stk. Toyota Tercel station 4X4 1 stk. Nissan Sunny Wagon 4X4 1 stk. Dodge Aries 1 stk. Saab 900 5 stk. Volvo 240 1 stk. Toyota Corolla 1 stk. Lada Samara 2 stk. Lada station 1 stk. Suzuki Swift 1 stk. Ford Econoline sendibifreið 1 stk. Mazda T-3500 sendibifreið meö lyftu 1 stk. Volvo F-610 sendibifreið með lyftu 1 stk. Toyota Hi Ace sendibifreiö 1 stk. Mazda E-1600 sendibifreið 1 stk. Mercedes Benz 608 D með vökvakrana 1 stk. Volvo F-10 vörubifreiö 1 stk. tengivagn 1 stk. Hariey Davidson bifhjól 3 stk. Ski-doo vélsleðar TB sýnis hjá Rafmagnsveftu riklslns Egltsstööum: 1 stk. Snow Trac beltabifreið 1 stk. Zetor 7045 dráttarvél bensln dlsel bensin dlsel bensln bensln bensln bensln bensfn bensin bensln bensfn bensln bensln bensln bensln bensln dfsel dfsel bensln bensln disel dlsel bensln bensfn bensfn dlsel 1991 1987 1987 1984 1990 1986- 91 1986 1987- 88 1989 1989 1988 1988- 90 1990 1987 1986-90 1988 1987 1987 1984 1988 1988 1982 1980 1980 1980-84 1967 1983 Tll sýnis hjá Vegagerð riklslns, birgðastöð (Grafarvogl: 1 stk. dlselrafstöð 30 kw I skúr 1 stk. diselrafstöð 30 kw I skúr á hjólum 1 stk. dráttarbifreið I.H.C. F-230 D 6X6 Til sýnis hjá Vegagerð rikisins í Borgamesl: 1 stk. dlselrafstöð 32 kw I skúr á hjólum 1 stk. dlselrafstöö 32 kw I skúr á hjólum 2 stk. vatnstankar 10.000 Itr. með dreiflbúnaöi f. vörublla 1 stk. A. Barford Super 600 veghefill 6X6 meö snjóvæng Tll sýnls hjá Vegagerð rikisins á fsafirðl: 1 stk. Champion 740-A veghefill 6X4 1 stk. Massey-Ferguson 699 dráttarvél 4X4 1972 1972 1965 1981 1976 1976 1980 1985 Tfl sýnis hjá Vegagerð rikislns á Akureyri: 1 stk. A. Barford Super 600 veghefill 6X6 m/snjót og væng 1976 1 stk. Toyota Coaster fólksfiutningabiffeið 19 farþega dlsel 1982 Til sýnbis hjá Vegagerð rikislns á Reyðarfitði: 1 stk. Champion 740-A veghefill 6X4 1982 Tfl sýnls hjá Vegagerð rikisins á Höfri f Homaflrðl: 1 stk. festivagn með vatnstanki 19.000 Itr. Tilboðin verða opnuö á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðurv- andi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.